Morgunblaðið - 05.04.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.04.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. APRÍL 1987 Ríkið og starf smannaf élagið semja: Samið til tveggja ára um 20% launahækkun KJARASAMNINGAR milli ríkisins og Starfsmannafélags ríkisstofnana voru undirritaðir á laugardagsmorgnn eftir langa samningalotu. Samn- ingamir gilda frá fyrsta febrúar síðastliðnum til ársloka 1988 og færa félagsmönnum að meðaltali um 20% launahækkun á samningstimabil- inu að mati talsmanna samningsaðila. Hækkun í upphafi er 12 til 13% að meðaltali, en félagar innan heilbrigðisgeirans fá umsamdar hækkan- ir á samningstímanum fyrr en aðrir. Einar Ólafsson formaður félagsins lýsti ánægju með samningana og sagði þá ekki ijúfa þann ramma, sem gerður hefði verið f jólaföstusamningunum og miðaðist við efnahags- stefnu ríkisstjórnarinnar. Starfsmannafélag ríkisstofnana er næststærsta stéttarfélag landsins með rúmlega 5.000 meðlimi. Einar Ólafsson sagði í samtali við Morgun- blaðið, að 12 til 13% launahækkun kæmi í upphafi samningstímabilsins og tvisvar sinnum 1,5% hækkun á þessu ári. í upphafí næsta árs hækk- uðu félagsmenn um einn launaflokk og fengju síðan tvívegis 2% launa- hækkun á því ári. Hann sagði svokölluð rauð strik vera í samningn- um fyrir þetta ár en ekki næsta. Á hinn bóginn væri fyrir næsta ár ákvæði um endurskoðun á launalið án uppsagnar samningsins, yrði launaskrið almennt í þjóðfélaginu Nýja flugstöðin í Keflavík. Málverk Van Goghs. Skartgripir hertogaynjunnar af Windsor boðnir upp í Genf. Flugstöðin, Van Gogh og skart Wallis Simpson KOSTNAÐUR við nýju flug- stöðina í Keflavík, sem er eitt dýrasta mannvirki sem reist hefur verið hér á landi, jafn- Samkeppni um sjón- varpshandrit RÍKISÚTVARPIÐ hefur aug- lýst samkeppni Evrópusjón- varpsstöðva um sjónvarps- handrit. Sjónvarpsstöðvar og menningarmálastofnanir í Evrópu hafa ákveðið að standa sameiginlega að verð- launasamkeppni í því skyni að hvetja unga höfunda til að skrifa handrit að sjónvarps- leikritum eða leiknum sjón- varpsþáttum, eins og segir í auglýsingunni. Um er að ræða samkeppni um starfsverðlaun er veitt verða síðari hluta þessa árs. Starfs- verðlaunahafar koma síðan til greina er aðalverðlaun og sér- stök Evrópuverðlaun verða veitt ári síðar. Umsækjendur skulu ekki vera eldri en fertugir á árinu sem samkeppnin til starfsverðlauna fer fram. Þeir skulu skila fímm síðna tillögu að sjónvarpsleikriti eða leikinni sjónvarpsþáttaröð til Ríkisútvarpsins, sem síðan hefur heimild til að tilnefnda allt að þijá umsækjendur til samkeppninnar. Starfsverðlaunin nema 25.000 svissneskum frönkum sem svarar til um 650.000 króna og verða þau veitt í nóvember 1987. Jafnframt er verðlauna- höfum gefínn kostur á nám- skeiði að jafnaði í dagskrárdeild sjónvarpsstöðvar sem tilnefndi verðlaunahafa. Heimilt er að veita allt að tíu starfslaun í hvert skipti. Umsóknarfrestur um starfs- verðlaunin rennurút 1. júlí nk. gildir á vígsludegi verði eins málverks eftir Van Gogh og endanlegur kostnaður við stöðina jafngildir verði, sem greitt var fyrir skartgripi her- togaynjunnar af Windsor, öðru nafni frú Wallis Simpson. Þegar flugstöðin í Keflavík, sem er 14 þúsund fermetrar að stærð og búin fullkomnasta tækjabún- aði, verður tekin í notkun 14. apríl næstkomandi nemur kostnaður við byggingu hennar einum og hálfum milljarði íslenskra króna. Það er jafnhátt verð og gefíð var fyrir eitt málverk eftir Vincent van Gogh á uppboði í Lundúnum í þessari viku. Málverkið, sem nefn- ist Sólblóm og er eitt þekktasta verk listamannsins, fór á 24,75 milljónir sterlingspunda. Heildarkostnaður við flugstöð- ina í Keflavík verður væntanlega um tveir milljarðar króna. Það er sama upphæð og greidd var fyrir skartgripi hertogaynjunnar af Windsor á uppboði í Genf í vi- kunni. Þeir fóru dollara. á 50 milljónir meira en hækkanir til félagsmanna. Hann sagði, að helzti vandinn við samningagerðina nú hefði verið sér- staða félaga úr heilbrigðisgeiranum. Það mál hefði verið leyst með því, að þeir fengju eins launaflokks hækkun frá og með gildistöku samn- ingsins en ekki í upphafí næsta árs eins og aðrir. Hann sagðist ánægður með þessa samninga miðað við að- stæður í þjóðfélaginu. Samninga- neftidin hefði samþykkt þá einróma en síðan væru það félagsmenn, sem legðu endanlegan dóm á þetta í alls- heijaratkvæðagreiðslu, sem flýttyrði eins og kostur væri. „Við héldum okkur innan efnahagsramma ríkis- stjómarinnar og það verður því ekki okkur að kenna bresti hann,“ sagði Einar Ólafsson. Indriði H. Þorláksson, formaður launamálanefndar ríkisins, sagði í samtali við Morgunblaðið, að þessir samningar væru hliðstæðir öðrum nýgerðum kjarasamningum nema hvað varðaði sjúkraliða, sem hefðu fengið meiri bætur en aðrir. Um nauðsyn þess hefðu samningsaðilar verið sammála. Þetta væri farsæl lausn, sem markaði djúp spor í samn- ingagerð ríkisins við starfsmenn sína, þar sem þetta væri langstærsta félag ríkisstarfsmanna. Því væri búið að semja við þorra ríkisstarfsmanna nú, að kennurum meðtöldum. Hins vegar væri ósamið við mörg minni stéttarfélög, en stærst þeirra væru félög símamanna og póstmanna. Fundað yrði með félagsráðgjöfum, sjúkraþjálfurum og háskólamenntuð- um hjúkrunarfræðingum um helgina. Á laugardagsmorgun hefði ekki ve- rið boðað til fundar með Félagi íslenzkra náttúrufræðinga, en verk- fall þessara félaga stæði nú yfir. Ærkjötið: Beðið eft- ir svari frá Sovét- ríkjunum BÚVÖRUDEILD SÍS bíður nú eftir svari frá Sovétrikjunum um hvort Sovétmenn ætli að kaupa 1.500 tonn af íslensku ærkjöti, sem aðilar hafa rætt 'um lengi. Magnús Friðgeirs- son, framkvæmdastjóri búvörudeildarinnar, sagði að viðskiptin réðust af því hvort já eða nei kæmi frá Sovétríkj- unum og átti von á að það gerðist einhvern næstu daga. Magnús fór fyrir skömmu til Sovétríkjanna til viðræðna um sölu kjötsins. Hann sagði að samningar hefðu ekki tekist. Strandað hefði á tæknilegum atriðum, sem hann vildi ekki til- greina. Eftir að hann kom heim sagðist hann hafa sent út tillög- ur um lausn á þeim atriðum sem íslendingar teldu mögulegt að framkvæma, og réðust þessi við- skipti af svari Sovétmanna. Reykjavík og borgarstarfsmenn semja: Um 24% launahækk- un á tveimur árum - að mati formanns starfsmannafélagsins SAMNINGAR voru undirritaðir milli Reykjavíkurborgar og Starfs- mannafélags borgarinnar i gærmorgun. Haraldur Hannesson formaður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær, að hann mæti heildarhækkun launa samkvæmt samningn- um á um 24%, en samið var til 31. desember 1988. Að sögn Gunnars Eydal, sem sat í samninganefnd Reykjavíkurborgar, eru þessir samning- ar svipaðir þeim sem rfkið hefur verið að gera við sína starfsmenn. Gunnar Eydal sagði, að aðalmunur- hækkun yfír allan launastigann. inn á þessum samningum og þeim Síðan var gert ráð fyrir að tilteknir nýlega voru felldir í Starfs- hópar, sjúkraliðar, fóstrur, gæslu- mannafélagi Reykjavíkurborgar væri sá, að þar var gert ráð fyrir um 7,5% menn á leikvöllum og bifreiðastjórar SVR, fengju sérstaka hækkun. Þá Aðalfundur KRON: 31 milljón kr. halli þrátt fyrir 65% söluaukningu HALLI Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis á sfðasta árí nam 31 milljón króna þrátt fyrír 65% söluaukningu á sama tfma og er þetta því þríðja áríð f röð sem halli er á rekstrí KRON. Þetta kom meðal annars fram f máli Þrastar Ólafssonar, stjórnarformanns KRON, á aðalfundi félagsins, sem haldinn var í gær á Hótel Sögu. Vegna versnandi afkomu og sem félagið átti við Hverfísgötu ve- harðnandi samkeppni á höfuðborgar- svæðinu var nauðsynlegt að endur- skipuleggja rekstur KRON, að sögn Þrastar. Félagið keypti nýja verelun, Kaupstað, áður Víði f Mjóddinni, sem það rak þijá síðustu mánuði áreins. Á þessu ári hefur KRON selt hverfa- verelunina við Hlíðarveg f Kópavogi og fasteign sína við Laugaveg 91 og rekstri Domus verður hætt ekki síðar en á miðju ári. Einnig hefur lóð rið seld en hún hafði lengi verið í eigu KRON. Heiídarvörusala KRÖN á síðasta ári nam 609 millj. kr. að frádregnum söluskatti. Tekjur af vörusölu námu 117 millj. kr., sem er 19,2% af sölu. Fjárfesting f vélum og tækjum ásamt fasteignum var 260 millj. kr. Fjár- magnsmyndun í rekstri varð neikvæð sem nemur um 12 millj. kr. og í áre- lok var hreint veltufé neikvætt um 135 millj. Þetta sýnir mjög erfiða greiðslufjáretöðu hjá félaginu, að sögn ólafs Stefáns Sveinssonar, kaupfélagsstjóra. Halli á rekstri KRON árið 1985 nam fímm milljón- um króna. Ljóst er því að ef Kaupstaður hefði ekki komið til hefði rekstur félagsins komið út með öðr- um og betri hætti. Það eitt að Kaupstaður, fasteign og tæki, er afskrifaður heilsáreafskrift þrátt fyr- ir aðeins þriggja mánaða rekstur, hefur hér veruleg áhrif, sagði Ólafur. KRON verður 50 ára þann 6. ágúst 1987. Hjá félaginu starfa nú 240 manns og félagsmenn eru 14.440 talsins. var ákveðin hækkun skilin eftir opin til frekari röðunar yfír alla launa- flokka. í þeim samningum sem undirritað- ir voru í gærmorgun er gert ráð fyrir rúmlega 13% launahækkun á launa- stiganum. „Þá er lftið eftir til frekari röðunar eða áherslumunar á einstaka hópa þannig að hækkunin kemur nokkuð jafnt yfír alla, en launastig- inn felur í sér að hækkun á neðstu þrepunum er mun meiri en á þeim efri,“ sagði Gunnar. „Munurinn er fyret og fremst sá að það fer meira í launastigann sem gengur jafnt yfír alla en minna í áhereluatriði á ein- staka hópa. Það er aðaleinkenni þessa samnings miðað við þann sem var felldur." Haraldur Hannesson, formaður starfsmannafélags Reykjavíkurborg- ar, sagðist vera nokkuð ánægður með nýju samningana, samið hefði verið um 24% launahækkun á samn- ingstímanum. Helstu breytingar á þessum samningum miðað við þá sem felldir voru er, að þeir sem hafa lengstan starfsaldur koma betur út. Forgangshópamir sem teknir voru út við fyrri samninga fá minna. „Þá var stefrit að hækkun byijunarlauna sem ekki virtist henta,“ sagði Har- aldur. „Þessi samningur er ekki hærri en hinn þegar á heildina er litið en hann skiptist öðruvísi. Samn- ingurinn er á sömu nótum og kennarar sömdu um og sami samn- ingur og ríkið er að semja um, þannig að ég skil ekki hvað fólk er að fara ef hann verður ekki samþykktur."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.