Morgunblaðið - 05.04.1987, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 05.04.1987, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. APRÍL 1987 LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Þorsteinn Gunnarsson, leikstjóri: Þettaer leikrit inni í öðru leikriti ÞORSTEINN Gunnarsson, leik- ari, er leikstjóri Óánægjukórsins. Þorsteinn hefur leikstýrt töluvert mörgum verkum, bæði i leikhúsi, útvarpi og í Leiklistarskóla ís- lands. Af sviðsverkum er skemmst að minnast sýningar Leikfélags Reykjavíkur á Guð gaf mér eyra, einnig Villiöndinni og Valmúanum. Ég spurði Þorstein hvort leikrit eftir Alan Ayck- bourn hefði áður verið sett upp hér á landi. „Já, Leikfélag Reykjavíkur setti upp leikritið Rúmrusk fyrir nokkrum árum og var það sýnt í Austurbæj- arbíó. En það er í rauninni furðulegt að ekki skuli hafa verið sett upp fleiri verk eftir hann hér, því hann hefur skrifað milli 30 og 40 verk. En Óánægjukórinn er alveg sérstakt verk. Það var frumsýnt fyrir einu og hálfu ári í breska Þjóðleikhúsinu og það er enn verið að sýna það þar við miklar vinsældir. Þess utan hefur það verið sett upp vítt og breitt um Bretland, já og um heiminn." En afhveiju ákvaðstu að fá Sig- urð Siguijónsson að láni? Þorsteinn Gunnarsson, Ieikstjóri „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á því að leikhúsin vinni saman. Þeg- ar ég setti upp Guð gaf mér eyra, fékk ég Sigurð Skúlason úr Þjóðleik- húsinu. Sjálfur hef ég tvisvar ieikið í Þjóðleikhúsinu. Mér finnst mjög spennandi að koma svona samvinnu á og vil lýsa þakklæti mínu til Þjóð- leikhússins fyrir að gera þetta kleift. Þessi æfíngatími hefur verið mjög skemmtilegur, þótt hann hafí verið í styttra lagi miðað við það sem nú gengur og gerist. Eg hef áhuga á að koma á sam- vinnu milli leikhúsanna, því mér fínnst þetta mjög gefandi fyrir alla aðila. Það er „inspirerandi" fyrir mann sem leikara að fá tækifæri til að leika í öðru umhverfí og með öðrum leikurum, ekki alltaf sama hópnum, ár eftir ár. Fyrir utan Sig- urð, höfum við Margréti Ákadóttur í Óánægjukómum. Hún hefur Ieikið hvert stóra hiutverkið á eftir öðru hjá Alþýðuleikhúsinu, en hún er nú í fyrsta skipti að leika hér í Iðnó. Ég er mjög ánægður með hópinn sem stendur að þessari sýningu. Ekki síst hana Unu Coilins, sem teiknar búningana. Það er skemmti- leg tilviljun að áhugaleikhópurinn í Óánægjukómum er að setja upp Betlaraóperuna. Betlaraóperan var leikin á Herranótt á sínum tíma og það var Una sem gerði búningana þar. Hún er því á heimaslóðum. Það hefur verið okkur mikill styrkur, því þetta er leikrit inni í öðru leikriti." ssv Frá æfingu á Öánægjukórnum (Morgunbiaðið/Bjami) Óánægjukóríiin - síðasta verkefni leikársins frumsýnt LEIKFÉLAG Reykjavíkur frumsýnir, næstkomandi þriðiudagskvöld, gamanleik- inn Oánægjukórinn, eftir Alan Ayckbourn. Inn í leikinn er fléttað fjölda söngva og fjör- ugri tónlist og fjallar hann um leikflokk áhugaleikara sem er að æfa Betlaraóperuna eftir John Gay. Heldur uppburð- arlítill skrifstofumaður, Guy Jones, gengur til liðs við leik- flokkinn og er hann til að byrja með lítilsmegnandi og tvístígandi, bæði í listinni og öllum samskiptum sínum við aðra úr hópnum. Ýmsir óvæntir atburðir verða til þess að áður en kemur að frumsýn- ingu er hann orðinn sá sem allt snýst um, jafnt innan sviðs sem utan. Margrét Ákadóttir, Guðrún Ásmundsdóttir, Margrét Ólafsdóttir og Sigrún Edda Björnsdóttir í hlutverkum sínum í Betlaraóperunni í Óánægjukórnum Höfundurinn, Alan Ayckboum er einn þekktasti gamanleikjahöf- undur Breta um þessar mundir. Hann hefur samið á §órða tug leik- rita sem mörg hver hafa verið sýnd vitt og breitt um veröldina. Ayck- boume stýrir litlu leikhúsi í bænum Scarborough í Norður Englandi, þar sem hann semur verk sín og leik- stýrir þeim sjálfur. Þar hafa öll hans verk, utan eitt, verið fmm- sýnd. Óánægjukórinn er eitt nýjasta verk Ayckboums. Það var fmmsýnt fyrir hálfu öðm ári í breska Þjóð- leikhúsinu, hlaut þegar mjög góðar viðtökur og er enn sýnt þar. A þessu eina og hálfa ári hefur leikritið víða verið sett upp og hlotið mörg verð- laun, meðal annars verðlaun breskra gagnrýnenda sem besta leikrit ársins 1985. Hjá Leikfélagi Reykjavíkur er það Þorsteinn Gunnarsson sem leik- Sigurður Sigurjónsson, leikari: Anægjuleg tilbreyting að leika í Iðnó LEIKFÉLAG Reykjavíkur og Þjóðleikhúsið höfðu í vetur skipti á leikurum. Aðalsteinn Bergdal, hjá Leikfélaginu leikur i Hallæ- ristenómum hjá Þjóðleikhúsinu og Sigurður Siguijónsson, þjá Þjóðleikhúsinu, leikur nú með Leikfélagi Reykjavíkur í Óánægjukóraum. Ég hitti Sigurð að máli og spurði hvernig honum fyndist þessi skipti reynast. „Ég er mjög ánægður með þetta," sagði Sigurður, „og ég vildi óska þess að gert yrði meira af þessu í framtíðinni. Þetta kostar að vísu mikið skipulag, en ég held að þetta sé allra hagur. Þetta er mikil tilbreyting, ekki síst fyrir áhorfendur. Markaðurinn er ekki stór hér og þessvegna er öll tilbreyt- ing heldur til bóta. Það er líka mjög gott fyrir leikarann að fá að vinna í nýju umhverfí og með nýju fólki." Nú ert þú fyrst og fremst gaman- leikari. Hefurðu engan áhuga á alvarlegri hlutverkum? „Jú, auðvitað hef ég það. Það verður að segja að þau em nokkuð Morgunblaðið/Bjami) Sigurður Siguijónsson sem Guy Jones í Óánægjukórnum færri dramatísku hlutverkin sem ég hef leikið. Þó em þau til, eins og „Amadeus" og ég var í dra- matísku hlutverki í „Milli skinns og hörunds." Ég get viðurkennt að ég verð stundum alveg hundleiður á kómikinni og þá fyrst og fremst vegna þess hversu erfitt það er að vera að burðast við að vera fyndinn í tíma og ótíma. Mér er ekkert eðlis- lægt að vera fyndinn, en þetta hefur einhvemveginn atvikast svona. Ég hef enga skýringu á því. Vissulega hef ég oft gaman af að fást við „kómik,“ þrátt fyrir allt.“ „Varstu fenginn í Óánægjukór- inn til að sprella? „Nei, svo furðulegt sem það er, þá er hlutverkið hér bæði gaman og alvara. Það má kannski segja að aðstæður þessa manns, Guy Jo- nes, em ekki mjög spaugilegar fyrir hann, en þær virðast mjög fyndnar fyrir áhorfandann. Ég mundi eigin- lega segja að hann væri eina persónan í verkinu sem er ekkert fyndin."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.