Morgunblaðið - 05.04.1987, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 05.04.1987, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. APRÍL 1987 45 með góðan afla, um 40 þúsund pund eftir fjögurra daga túr. Á bátnum er fjögurra manna áhöfn og er vélstjórinn sameignarmaður Jóns, hann heitir Guðjón (Lilli) Guðmundsson fæddur á Neskaup- stað en alinn upp í Reykjavík, þar sem hann vann sem bflstjóri þegar hann fór í ævintýraleit til Banda- ríkjanna 1973. Guðjón hefur alltaf búið í Seattle en Jón var búinn að vera með bát í San Francisco í um tvö ár, þegar hann frétti af þessum báti sem var í eigu banka eftir gjald- þrot útgerðarinnar og hringdi í Guðjón sem þá hafði í langan tíma verið að svipast um eftir báti til kaups. Nú eru að verða tvö ár síðan þeir keyptu bátinn og þrátt fyrir allskonar óhöpp í fyrstu hefur þeim tekist að halda velli og virðist þeim að útgerðin sé nú komin vel fyrir vindinn. Þeir félagamir hafa ekki legið á liði sínu, t.d. er Guðjón búinn að búa í bátnum allan tímann og hefur aldrei farið í frí og Jón býr í hálf- gerðu greni í San José, 100 mflur frá höfninni, með konu sinni og tveim bömum til að 'spara húsa- leigu. Arið skiptist að mestu í tvær vertíðir. Yfír sumarið er veitt í flot- Fishermans Wharf bak við túristana Fishermans Wharf í San Franc- isco er frægur túristastaður og flestir halda að þar sé ekkert að sjá nema minjagripaverslanir, bari og matsölustaði og nokkra nýmál- aða gamla fiskibáta til að skapa stemmninguna. En á bak við glans- myndina er virkilega lífleg fískihöfn þar sem allt getur gerst og afla er landað stundum allan sólarhring- inn. Pier 45 er gríðarlega stór hafnar- garður með löndunarbryggjum og aðstöðu til að vinna afla að tak- mörkuðu leyti. Þar leggur Sea Master upp hjá fyrirtæki sem heitir North Beach Star Fisheries. Aflinn á uppleið í kringum 1980 hmndi afli flski- báta í norður Kyrrahafí og var aflinn í lágmarki um 1984. Þá vom síðustu togveiðibátamir í San Francisco að hætta veiðum. Einn útgerðarmannanna þekkti til Jóns Grímssonar frá því hann var skip- veiji þar fyrsta árið ytra, en Jón hafði þá stundað krabbaveiðar í Alaska um nokkurra ára skeið. Hringdi hann í Jón og falaðist eftir honum sem netamanni. Jón neitaði Snjómokstur í Albany. SV/HV Landað úr Sea Master í San Francisco-höfn. Mannlífið er fjöl- breytt, svartir og gulir vinna skítverkin, en hvítu yfirmennimir sjá um að vinnan gangi eins hratt og mögulegt er. troll og er aflinn seldur í netinu til verksmiðjuskipa frá austantjalds- löndunum. Síðasta _ár seldu þeir Pólverjum aflann. Á meðan þessi vertíð stendur er komið til hafna á ströndinni við Oregon og Washing- ton eftir olíu og vistum en enginn fastur aðsetursstaður er í landi. Yfir veturinn róa þeir svo frá Fish- ermans Wharf í San Francisco og físka þá bæði í flotvörpu og botn- vörpu. Þeir félagamir em framsæknir og hafa nú þegar tekið upp viðræð- ur við fyrirtækið sem kaupir af þeim fískinn um kaup á hluta af því félagi. því en sagðist tilbúinn að koma og verða skipstjóri. Svo fór að um samdist, þótt Jón hefði aldrei verið skipstjóri áður og hefur reyndar aldrei í stýrimannaskóla komið. Hann bætti því svo inn í samning- inn að keypt yrðu strax í upphafí tvö troll frá netagerð Reykdals Jónssonar í Seattle. Hann hóf svo veiðar um miðjan október. Þegar árið var gert upp kom í ljós að hann aflaði 80% ársafla skipsins á rúmum tveim mánuðum. Síðan hefur útgerð togarans De- borah Ann gengið mjög vel og er vaxandi áhugi fyrir útgerð togbáta frá San Francisco. Skömmu eftir að Jón byijaði skipstjóm réð hann til sín íslending sem lengi hafði starfað í Alaska Marinó Sigurbjömsson frá Vest- mannaeyjum og er hann ennþá skipveiji á Deborah Ann. Síldarkílóið á 64 krónur En þessa dagana em mestu um- svifín við höfnina vegna síldarinnar. Sfldargöngur em nú vaxandi og Japanir og Kóreumenn borga mjög hátt verð fyrir sfldina eða um 64 krónur fyrir kflóið. En mestu verð- mætin em samt í hrognunum sem þeir kaupa á allt að 1600 krónur kflóið. Er talað um hér að á veit- ingastöðum í Japan kosti hrognin allt að tíu sinnum meira, enda trúa Japanir því að þau auki þeim kyn- getuna. Það er athyglisvert, að laxveiði hefur stóraukist, en sjómenn hér hafa miklar áhyggjur af vaxandi innflutningi á eldislaxi frá Noregi, sem þegar er farinn að valda vem- legri verðlækkun á laxi. Gamaldags vinnubrögð En vinnubrögðin á Pier 45 minntu mig mest á þegar ég fyrir u.þ.b. 30 ámm var að byija að landa físki úr togumnum heima. Fiskurinn er goggaður með eins- konar kvíslum úr haugnum í lestinni í löndunarmál, síðan er honum sturtað í dmlluga trékassa á hafn- arkantinum eftir að hvert mál hefur verið vigtað á gamalli lóðavigt. Þeir Jón og Guðjón em einu menn- imir sem hafa notað plastkassa og ísað fískinn beint í þá um borð eins og gerist á íslandi, en þeir vom báðir þeirrar skoðunar að það væm mörg ár þangað til ætla mætti að sú tækni yrði almenn hér. í lestinni vinna bamungir Víet- namar og negrar, en á bryggjunni vom yfírmennimir ráðgjafínn Nam Ho, sölustjórinn Miami og hinn ítalsk ættaði eigandi Pierro. Það tók mig alla nóttina að landa þessum tuttugu tonnum og þegar ég kom niðureftir aftur um morgun- inn vom menn að ganga frá. Þeir félagamir höfðu ekkert sofíð um nóttina og var nú farið í að útrétta fyrir bátinn, en svo vildi Jón endi- lega ljúka því af að koma mér í almennilega gistingu. Hann vissi um gott hótel rétt uppi í götunni, þangað var haldið og gekk hann svo djarflega fram í að útvega mér herbergi að það var búið að reka mig út af því aftur áður en ég var alveg búinn að fylla út innritunar- kortið. Minn var nú ekki aldeilis tilbúinn að gútera svona dónaskap, heimtaði hótelstjórann og sagðist bara kaupa helvítis hótelið ef þess þyrfti með. Á meðan á samninga- umræðunum við hótelstjórann stóð löbbuðum við Guðjón okkur yfír götuna þar sem ég fékk afbragðs- herbergi á skikkanlegu verði. Jón hélt svo heimleiðis eftir erfíð- an dag en við Guðjón ákváðum að fara saman og skoða næturlífið við höfnina þar sem Guðjón þekkir orð- ið hvem barstól eftir tveggja ára dvöl. Hann er búinn að lenda í ýmsum ævintýmm í Kyrrahafinu, m.a. orð- ið skipreika þrisvar, frá þessu ætlar hann að segja mér á meðan við röltum milli baranna næstu nótt. En nú líður að kvöldi hér í Vent- úra. Skútumar sem hafa fyllt flóann í dag halda nú til hafnar og ung- mennin með brimbrettin henda þeim í bflana og halda heim. Sólin er að lækka á lofti og Ijósin að kvikna. í húmi næturinnar ætla ég að skoða mig um og njóta lífsins og gleyma öllu heima í kulda heim- skautanæturinnar. í fyrramálið höldum við svo áfram með sögumar hans Guðjóns og sjóferðarsöguna mína á Sea Master þegar við feng- um mesta afla sem komið hefur á bátinn í einu hali og allt fór í steik. Höfundur er fréttaritari Morgua- blaðsins á tsafirði. Ég hefi opnað sálfræðistofu í Austurstræti 10. Aðaláhersla er lögð á dáleiðslumeðferð, en annarri sálfræðimeðferð er einnig sinnt svo og prófunum og námskeiðahaldi. Viðtalsbeiðni i síma 24162 virka daga kl. 16.30-17.30. Víðir Hafberg Kristinsson, sálfræðingur. # ' .“ \ Imi bwt SÉRVERSLUN MEÐ ELDHÚS- 0G B0RÐBÚNAÐ NÝBÝLAVEGI24-SÍMI41400 HEILDSÖLUDREIFING S. MAGNÚSSON HF. NÝBÝLAVEGI24 - POB 460 - 202 KÓPAVOGI - S: 41866 \ J Chevrolet (Silverado) pick-up, 6,2 diesel, 4x2. 2 stk. Chevrolet Blazer (Silverado) 1982 4x4, 6,2 diesel. Seljast allir á mjög góðu verði úr tollvörugeymslu eða á götuna. Til afhendingar í þessum mánuði. Útvegum bifreiðir frá USA. Innflutningsþjónustan símar 985-20066 og eftir kl. 19 92-6644. Fyrir björgunarsveitir, skólakeyrslu o.fl. GMC Surup 4x4, 6,2 diesel, Sierra 1983 með öllu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.