Morgunblaðið - 05.04.1987, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 05.04.1987, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. APRÍL 1987 VERÐUR GERÐ NÝMYND EFTIR i KVERFANDA **v Það var Kay Brown sem benti Selznick á bók Mitchells, sem kom út árið 1936. Hún las söguna í handriti, enda hennar starfi að þefa uppi góðar sögur til að kvik- mynda. Selznick var síður en svo ginnkeyptur fyrir bókinni, taldi að sögur um borgarstríðið gætu ekki orðið vinsælar, en það var þrákelkni Kay Brown að þakka að myndin var gerð. Leikar fóru svo, eins og menn sjálfsagt muna, að Gone With the Wind varð helsta metnaðarmál Selznicks. Svo liðu árin og Kay Brown var fengin til að stjórna dánarbúi Mitchells og gerði það skynsamlega í meira en þijátíu ár, þar til lögfræðingar William Morris hittu hana að máli. Allt síðasta ár ræddu erfingjar bókarhöf- undar og lögfræðingar William Morris- umboðsskrifstofunnar um þennan möguleika. Upphaf- lega hugmyndin var að skrifa framhaldið í skáldsöguformi, „Gone With the Wind 2“. Þetta var áður en áfrýjunardómstóll Bandaríkjanna dæmdi í málinu í september 1986, en þannig fór að erfingjanum var dæmdur rétt- urinn óskoraður. Lögfræðingar William Morris neru lófana af kæti því þar með töldu þeir glæst- an sigur í sjónmáli. En svo kom í ljós að erfingjar dánarbúsins vildu láta Kay Brown, fyrrverandi ritara David Selznicks, mannsins sem framleiddi Á hverfanda hveli, taka allar ákvarðanir um örlög skáldsögunnar. Kay Brown er fræg fyrir stífni í samningamálum og gefst aldrei upp fyrr en í fulla hnefana. „Á hverfanda hveli“, ein frægasta skáldsaga aldar- innar, var gerð ódauðleg í samnefndri kvikmynd með þeim Clark Gable og Vivien Leigh árið 1939, en nú eru uppi háværar raddir um að gera framhald af myndinni. Menn greinir á um ágæti þeirrar hugmyndar, raunar er háð hatrömm barátta um höfundarréttinn. Margaret Mitchell, sú er samdi bók- ina, lést 1949, ogeftir dauða hennar erfði bróðir hennar réttinn. Dánarbúið heldur einkaréttinum þar til fimmtíu ár eru liðin frá dauða hennar. En Mitchell seldi kvikmyndaréttinn til MGM-kvikmyndasamsteyp- unnar árið 1939 ogtelja forráðamenn hennar og þeir eigi fullan rétt á að gera framhald. Málið snýst þó fyrst og fremst um hvort erfingjarnir leyfi að gera framhald í einhvers konar > formi. ' 2 Ný mynd eða bók eða sjón- varpsflokkur eða ... Fulltrúarnir lögðu spilin á borðið: helst vildu þeir búa til nýja kvik- mynd, segja sögu Scarlett O’Hara Bókarhöfundurinn Margaret Mitchell, sem ekki vildigera aðra mynd né nýja bók. Da vid Selznick ásamt Ingrid Bergman. og Rhett Butlers eftir að þau skildu í dyragættinni í myndini frægu. Eða segja sömu sögu í löngum og íburð- armiklum myndaflokki fyrir sjón- varp. Roger Davis, forsprakki lögfræðinganna og umboðsmann- anna, vildi þó helst af öllu byrja ævintýrið með því að fá einhvern snilling til að skrifa nýja skáldsögu, „ekki bara þar sem ég veit að hún myndi seljast mikið, heldur einnig til að geta haldið öllum öðrum möguleikum opnum,“ sagði hann síðar. Þessi hugmynd var fulltrúum dánarbúsins ekki á móti skapi. Þeir höfðu sagt nei við öllum hugmynd- um í þessa átt í næstum fjörutíu ár, og þeir vissu vitanlega að það tæki langan tíma að koma þeim í framkvæmd; nokkur ár til viðbótar gætu ekki skaðað neinn. En Roger Davis lá mikið á. Hann vildi hefjast handa þegar í stað. Gone With the Wind er ein mest selda skáldsaga í heimi (aðeins Biblían er talin prentuð í stærra upplagi) og mynd- in sú allra vinsælasta, hvernig sem dæmið er reiknað. Það er talið að hagnaðurinn af henni nemi tæpum milljarði króna. Roger Davis til- kynnti síðastliðið sumar, þegar rétt fimmtíu ár voru liðin frá útgáfu bókarinnar, að hann ætlaði að aug- Iýsa eftir hæfum höfundi til að skrifa framhaldssöguna af Á hverf- anda hveli. Um svipað leyti var bókin endurprentuð í stóru upplagi. Fólk í Atlanta, þar sem sagan ger- ist, hélt grímuböll vítt og breitt um fylkið til að halda upp á gullaf- mælið. Svo það var greinilegt á öllu að ástarsagan um Scarlett og Rhett Butler átti en sterk ítök í hugum fólks. Og hvað á barnið að heita? En hvernig réttlæta menn þessa hugmynd um framhald? Á það er bent að bókin endar ekki á ódauð- legri setningu Rhetts, „My dear, I don’t give a damn,“ heldur orðum Scarletts, „Á morgun finn ég upp á leið til að ná honum aftur.“ Þeir sem vilja sjá framhald telja að bók- in endi á þessari setningu í þeim tilgangi að gefa von um nýjar ástar- raunir. Hugmyndin um framhald er eng- in ný bóla. Það var sjálfur Selznick sem vildi gera aðra mynd þegar í stað, og lái honum það enginn, þeg- ar hafðar eru í huga vinsældir myndarinnar á sínum tíma. Loks þegar Kay Brown hafði sannfært Selznick um ágæti bókarinnar vildi hann tryggja sér samþykki bókar- höfundar um framhald. En Margar- et Mitchell þurfti ekki að velta málinu fyrir sér lengi, þegar árið 1938 gaf hún ákveðið svar: „Nei, aldrei í lífinu skal ég horfa upp á framhald gert eftir minni bók.“ En Selznick gafst ekki upp. Hann reynai og reyndi næstu ellefu árin, án árangurs, því Mitchell kom ekki til hugar að leyfa hugmyndum og draumum Selznicks að rætast, hún sagði. „Framhald af Gone With the Wind, Það er fráleitt. Hvað ætti ég að kalla það? Ef til will Back With the Breeze?" Margarot Mitchell lést 1949 (bíll ók hana niður í Atlanta). Bróðir hennar Stephen, sem þá varð tals- maður dánarbúsins, hélt tryggð við skáldið og vísaði öllum hugmyndum um framhald á bug. Þannig hélst ástandið óbreytt fram undir áttunda áratuginn, en þá áttaði Stephen sig á að ekki liði á löngu þar til Gone ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.