Morgunblaðið - 05.04.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.04.1987, Blaðsíða 1
128 SÍÐUR B STOFNAÐ 1913 80. tbl. 75. árg.____________________________________SUNNUDAGUR 5. APRÍL 1987________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Morgunblaðið/Ragnar Axelsson Á HÁLENDINU Vélsleðaferðir um hálendi íslands eiga vaxandi vinsældum að tekin í ferð af þvi tagi í vikunni, þegar ferðalangarnir tóku sér fagna. Algengt er að farnar séu „lestarferðir'* og var myndin smáhvild á leiðinni milli Sigöldu og Landmannalauga. Evrópubandalagið: Ræða leiðir til að Knokke-Hebt, Belglu. Reuter. Djásnin fyrir tvo milljarða Genf, Reuter. DJÁSN hertogaynj uimar af Windsor, Wallis Simpson, voru slegin á 50 miiyónir dollara, tvo milljarðá ísl. króna, eða sjö sinnum hærra verð en Sotheby’s-uppboðs- fyrirtækið hafði gert sér vonir um að fá fyrir þau. Andvirðið rennur til Pasteur-stofn- unarinnar í París og verður varið til alnæmisrannsókna. Játvarður áttundi Englandskon- ungur varð að segja af sér er hann gekk að eiga Wallis Simpson. Tók hann sér titilinn hertoginn af Winds- or og fluttust þau til Parísar, þar sem þau bjuggu lengst af. Á seinni degi uppboðsins seldist sjóliðsforingjasverð, sem Játvarður skrýddist meðan hann var prins af Wales, fyrir 1,46 milljónir dollara, tæplega 60 milljónir isl. króna. Trú- lofunarhringur hertogaynjunnar var sleginn á 2,1 milljón dollara, 84 millj. króna, og hálsfesti úr demðntum og eðalsteinum, sem konungurinn gaf konu sinni á 40 ára afmæli hennar, fór fyrir 2,6 milljónir dollara, eða 104 milljónir króna. Sjá frétt á bls. 2. Óeirðir í Santiago Santiago, Reuter. ÞRÍR menn, þar á meðal lítill drengur, voru f gær særðir skotsá- rum í átökum milli lögreglu og andstæðinga stjórnarinnar f Chile. Urðu þessir atburðir meðan á stóð messu Jóhannesar Páls páfa II f miðborg Santiago. Óeirðimar í gær eru þær mestu, sem orðið hafa f Chileför páfa, og hófust með því að ungir stjómarand- stæðingar tóku til að grýta öryggis- verði og blaðamenn, sem næstir voru páfastúkunni. Lögregiumenn svömðu með þvf að skjóta táragasi að fólkinu. í Chileferðinni hefur páfi hvatt til, að lýðræði verði komið á í landinu og minnt á, að ofbeldi ætti að vera hvetjum kristnum manni andstyggð. Reuter Páfi faðmar að sér ungan dreng við útimessu f Santiago. Fjármálaráðherrar Evrópu- bandalagsríkjanna og seðla- bankastjórar hófu í gær viðræður um sviptingarnar á alþjóðlegum gjaldeyrismark- aði, einkum um gengisfall dollarans, sem farið er að ógna evrópska gjaldeyriskerf- inu. Viðræðumar, sem fram fara í Knokke-Heist í Belgíu, snúast um leiðir til að styrkja dollarann til að Evrópubandalagsþjóðun- um gefist tími til að treysta evrópska gjaldeyriskerfið og búa svo um hnútana, að það verði ekki eins viðkvæmt og nú fyrir gengisbreytingum annars stað- ar. Á Parísarfundi vestrænna iðnríkja í febrúar sl. var ákveðið að koma í veg fyrir frekara gengisfall dollarans en óttinn við yfirvofandi viðskiptastríð Bandaríkjanna og Japans vegna tölvukubbadeilunnar hefur þrýst dollaranum neðar en nokkru sinni fyrr. Mark Eyskens, fjármálaráð- herra Belgíu, sagði fréttamönn- um í gær, að á fundinum yrði lögð fram áætlun um að styrkja evrópska gjaldeyriskerfið og einnig, að allar fjármagnshreyf- ingar innan aðildarrfkjanna 12 yrðu orðnar frjálsar fyrir árið 1992. Eyskens hefur sjálfur lagt til, að ECU, samevrópsku mynt- inni, verði gert hærra undir höfði en hingað til svo að hún geti í fyllingu tímans leyst vestur- þýska markið af hólmi sem sterkasti gjaldmiðill bandalags- ins en Vestur-Þjóðveijar hafa hins végar tekið þeirri hugmynd fálega. Miklar verðbreytingar í vikunni í Wall Street New York, Reuter. MIKLAR sviptingar voru á verðbréfamarkaðinum i Wall Street i vikunni og lauk þeim með methækkun Dow Jones- verðbréfaví sitölunnar. í byijun vikunnar jókst fram- boð á verðbréfum stórlega vegna orðróms um að vaxtahækkanir væru framundan og áframhald yrði á lækkun Bandaríkjadals. Óttuðust sérfræðingar að þetta hefði í för með sér aukna verð- bólgu. Einnig fylltust þeir kvíða þegar ríkisstjóm Ronalds Reagan tilkynnti að tollar yrðu lagðir á japanska hálfleiðara, sem notaðir eru í rafeindaiðnaði. Var óttast að það yrði upphafíð að viðskipt- astríði Bandaríkjamanna og Japana. Af þessum sökum jókst fram- boð á verðbréfum skyndilega, með þeim afleiðingum að Dow Jones- vísitalan lækkaði um 57,39 stig á mánudag, en það er þriðja mesta lækkun hennar á einum degi. Næstmesta dagshækkun vísi- tölunnar var 54,14 stig frá 17. febrúar sl. Þróunin snerist við þegar á vik- una leið og hækkaði vísitalan um 69,89 stig í fyrradag, sem er methækkun á einum degi. Var vísitalan í 2.390,34 stigum við lokun í fyrradag og hefur aldrei verið hærri. Gamla metið var 2.372,59 stig og var aðeins viku- gamalt. Á fóstudagsmorgun var frá þvi skýrt að launahækkanir hefðu verið minni en búist var við. Sér- fræðingar sögðu tölumar gefa til kynna að ríkisstjómin yrði að halda vöxtum niðri til að ekki kæmi afturkippur í efnahagslífið. Varð það til þess að keðjuverkun fór af stað, þar sem skuldabréf og hlutabréf hækkuðu á víxl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.