Morgunblaðið - 05.04.1987, Side 1

Morgunblaðið - 05.04.1987, Side 1
128 SÍÐUR B STOFNAÐ 1913 80. tbl. 75. árg.____________________________________SUNNUDAGUR 5. APRÍL 1987________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Morgunblaðið/Ragnar Axelsson Á HÁLENDINU Vélsleðaferðir um hálendi íslands eiga vaxandi vinsældum að tekin í ferð af þvi tagi í vikunni, þegar ferðalangarnir tóku sér fagna. Algengt er að farnar séu „lestarferðir'* og var myndin smáhvild á leiðinni milli Sigöldu og Landmannalauga. Evrópubandalagið: Ræða leiðir til að Knokke-Hebt, Belglu. Reuter. Djásnin fyrir tvo milljarða Genf, Reuter. DJÁSN hertogaynj uimar af Windsor, Wallis Simpson, voru slegin á 50 miiyónir dollara, tvo milljarðá ísl. króna, eða sjö sinnum hærra verð en Sotheby’s-uppboðs- fyrirtækið hafði gert sér vonir um að fá fyrir þau. Andvirðið rennur til Pasteur-stofn- unarinnar í París og verður varið til alnæmisrannsókna. Játvarður áttundi Englandskon- ungur varð að segja af sér er hann gekk að eiga Wallis Simpson. Tók hann sér titilinn hertoginn af Winds- or og fluttust þau til Parísar, þar sem þau bjuggu lengst af. Á seinni degi uppboðsins seldist sjóliðsforingjasverð, sem Játvarður skrýddist meðan hann var prins af Wales, fyrir 1,46 milljónir dollara, tæplega 60 milljónir isl. króna. Trú- lofunarhringur hertogaynjunnar var sleginn á 2,1 milljón dollara, 84 millj. króna, og hálsfesti úr demðntum og eðalsteinum, sem konungurinn gaf konu sinni á 40 ára afmæli hennar, fór fyrir 2,6 milljónir dollara, eða 104 milljónir króna. Sjá frétt á bls. 2. Óeirðir í Santiago Santiago, Reuter. ÞRÍR menn, þar á meðal lítill drengur, voru f gær særðir skotsá- rum í átökum milli lögreglu og andstæðinga stjórnarinnar f Chile. Urðu þessir atburðir meðan á stóð messu Jóhannesar Páls páfa II f miðborg Santiago. Óeirðimar í gær eru þær mestu, sem orðið hafa f Chileför páfa, og hófust með því að ungir stjómarand- stæðingar tóku til að grýta öryggis- verði og blaðamenn, sem næstir voru páfastúkunni. Lögregiumenn svömðu með þvf að skjóta táragasi að fólkinu. í Chileferðinni hefur páfi hvatt til, að lýðræði verði komið á í landinu og minnt á, að ofbeldi ætti að vera hvetjum kristnum manni andstyggð. Reuter Páfi faðmar að sér ungan dreng við útimessu f Santiago. Fjármálaráðherrar Evrópu- bandalagsríkjanna og seðla- bankastjórar hófu í gær viðræður um sviptingarnar á alþjóðlegum gjaldeyrismark- aði, einkum um gengisfall dollarans, sem farið er að ógna evrópska gjaldeyriskerf- inu. Viðræðumar, sem fram fara í Knokke-Heist í Belgíu, snúast um leiðir til að styrkja dollarann til að Evrópubandalagsþjóðun- um gefist tími til að treysta evrópska gjaldeyriskerfið og búa svo um hnútana, að það verði ekki eins viðkvæmt og nú fyrir gengisbreytingum annars stað- ar. Á Parísarfundi vestrænna iðnríkja í febrúar sl. var ákveðið að koma í veg fyrir frekara gengisfall dollarans en óttinn við yfirvofandi viðskiptastríð Bandaríkjanna og Japans vegna tölvukubbadeilunnar hefur þrýst dollaranum neðar en nokkru sinni fyrr. Mark Eyskens, fjármálaráð- herra Belgíu, sagði fréttamönn- um í gær, að á fundinum yrði lögð fram áætlun um að styrkja evrópska gjaldeyriskerfið og einnig, að allar fjármagnshreyf- ingar innan aðildarrfkjanna 12 yrðu orðnar frjálsar fyrir árið 1992. Eyskens hefur sjálfur lagt til, að ECU, samevrópsku mynt- inni, verði gert hærra undir höfði en hingað til svo að hún geti í fyllingu tímans leyst vestur- þýska markið af hólmi sem sterkasti gjaldmiðill bandalags- ins en Vestur-Þjóðveijar hafa hins végar tekið þeirri hugmynd fálega. Miklar verðbreytingar í vikunni í Wall Street New York, Reuter. MIKLAR sviptingar voru á verðbréfamarkaðinum i Wall Street i vikunni og lauk þeim með methækkun Dow Jones- verðbréfaví sitölunnar. í byijun vikunnar jókst fram- boð á verðbréfum stórlega vegna orðróms um að vaxtahækkanir væru framundan og áframhald yrði á lækkun Bandaríkjadals. Óttuðust sérfræðingar að þetta hefði í för með sér aukna verð- bólgu. Einnig fylltust þeir kvíða þegar ríkisstjóm Ronalds Reagan tilkynnti að tollar yrðu lagðir á japanska hálfleiðara, sem notaðir eru í rafeindaiðnaði. Var óttast að það yrði upphafíð að viðskipt- astríði Bandaríkjamanna og Japana. Af þessum sökum jókst fram- boð á verðbréfum skyndilega, með þeim afleiðingum að Dow Jones- vísitalan lækkaði um 57,39 stig á mánudag, en það er þriðja mesta lækkun hennar á einum degi. Næstmesta dagshækkun vísi- tölunnar var 54,14 stig frá 17. febrúar sl. Þróunin snerist við þegar á vik- una leið og hækkaði vísitalan um 69,89 stig í fyrradag, sem er methækkun á einum degi. Var vísitalan í 2.390,34 stigum við lokun í fyrradag og hefur aldrei verið hærri. Gamla metið var 2.372,59 stig og var aðeins viku- gamalt. Á fóstudagsmorgun var frá þvi skýrt að launahækkanir hefðu verið minni en búist var við. Sér- fræðingar sögðu tölumar gefa til kynna að ríkisstjómin yrði að halda vöxtum niðri til að ekki kæmi afturkippur í efnahagslífið. Varð það til þess að keðjuverkun fór af stað, þar sem skuldabréf og hlutabréf hækkuðu á víxl.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.