Morgunblaðið - 19.05.1987, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.05.1987, Blaðsíða 3
B 3 + ftt$fpsstM«$frifr /ÍÞRÓTTIR ÞMÐJUDAGUR 19. MAÍ 1987 HREYSTI Hæfilegt álag er nauðsynlegt til að viðhalda líkamsþreki Framboð á aðferðum og leiðum til líkamsræktar er mikið Þjálfun í 30 mínútur þrisvar í viku er æskilegt markmið Flestar lifandi verur hafa mikla þörf fyrir hreyfingu og áreynslu. Áreynsla er nauð- synlegur hvati til uppbyggingar og fullra afkasta hjá lifandi vefj- um. Vefir og líffæri, sem ekki fá hæfilegt álag, rýma og missa starfsgetu. Tækni- og tækjavæðing nútímans stefnir samt að því að „auka þægindi" og minnka líkamlega áreynslu í daglegum störfum manna. Fjölbreytni líkams- hreyfinga í starfi fer einnig minnkandi, en hreyfingarleysi og stöður fara vax- andi. Ýmis störf hafa auk þess í för með sér óeðlilega einhæft álag á stoð- vefí, t.d. vissa vöðva eða liðamót, og valda þannig líkamskvillum og streitu. Andsvar við þessari þróun er trimmhreyfíngin sem nú breiðist út í flestum löndum hins vest- ræna heims. Einstaklingar hefja heilsurækt af eigin hvötum til að lifa betra og skemmtilegra lífí, en einnig hafa verið stofnuð félög og samtök til að vinna að líkams- og heilsurækt fyrir al- menning. Vinnuleikfimi á vaxandi fylgi að fagna. Kjörorð eins og: „Iþróttir fyrir alla“, „Líkamsrækt fyrir lífíð" og „Skokkið er skynsamlegt" heyr- ast æ oftar. Hreyfing, æfíngar, þjálfun oglíkamsræktarbúnaður ýmiskonar eru orðin mjög áber- andi söluvara. Framboðið er jafnvel að verða svo mikið að það ruglar hinn almenna neyt- anda. Á ég að stunda sund, skokk, eróbikk, skíði, blak, bad- minton, jassballett eða W. Líkamsrækt og þjálfun byggjast á áreynslu, sem er hagað þann- ig að manninum eykst líkams- þrek og þol, vöðvastyrkur og úthald, lipurð og liðleiki. { sum- um íþróttagreinum er áhersla mest á snerpu og hraða, í öðrum á úthald og þrek, og í enn öðrum á liðleika og nákvæmni í vissum hreyfíngum. Álag á stoðkerfi líkamans, þ.e. vöðva, sinar, liða- mót, liðbönd og bein, er mjög breytilegt eftir íþróttagreinum. Þetta er rétt að hafa í huga þegar menn eru að velja sér íþróttagrein til heilsuræktar. Æskilegast er, fyrir þá sem stefna að heilsurækt, að velja grein, eða greinar, sem gefa alhliða þjálfun. Ekki er síður mikilvægt að velja íþróttagrein, sem manninum fínnst skemmti- leg, og hentar skapgerð hans, því misjafnt er hvað hverjum líkar. Sumum er keppni við aðra eða sjálfa sig mikilvæg hvatn- ing, öðrum félagsskapur, enn Nœturtrimm Það getur veríð erfitt að finna tíma til að trimma en ef hann finnst þá settu menn að láta verða að þvi að fara út að skokka. öðrum útivera, eða eitthvað ann- að. Sjálfsagt er gott að reyna fyrir sér í ýmsum greinum því fæstir endast við líkamsrækt, sem þeim fínnst leiðinleg! Þegar menn hafa valið sér að- ferð eða íþróttagrein til líkams- ræktar, er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því hvemig líkamsástandið er í upphafí og hvaða markmið er óhætt að setja sér. Þeir, sem eru komnir af léttasta skeiði, verða að fara gætilegar en tvítugir unglingar! Aldurinn einn er þó ekki nein mótbára gegn líkamsrækt, held- ur fyrst og fremst áminning um að leita raunhæfra markmiða og leiða. Sömuleiðis ættu þeir, sem eru of feitir eða hafa ein- kenni um sjúkdóma, að fara varlega og fá ráðleggingar hjá læknum eða öðrum sérlærðum aðilum í líkamsþjálfun. Aðferðir við þjálfun geta verið breytilegar, en öllum er þeim sameiginlegt að líkaminn er hvattur til átaka og áreynslu. Áreynslan er síðan aukin stig af stigi upp að því marki, sem æskilegt er, til að auka úthald eða viðhalda þreki. Án áreynslu er hvorki hægt að viðhalda þreki né sýna framfarir. Með mark- vissri þjálfun aukast hins vegar afköst og úthald líkamans í heild, en einnig starfsgeta ein- stakra vefja og líffæra. Það er algeng regla hjá leiðbeinendum að gera ráð fyrir að 30 mínútna vel skipulögð þjálfun þrisvar í viku nægi til að viðhalda þreki. Jóhann Heiðar Jóhannsson TIR|A|IU|[N| Þá er komið að þriðja og síðasta hluta maígetraunar íþróttablaðs Morgunblaðsins og fyrstu stafirnir í réttum svörum við spurningunum sex, sem hér birtast, mynda síðasta lausnarorðið í setningunni sem beðið er um. Að vanda er birt sýnishom, þannig að ekki fari á milli mála hvemig á að vinna svörin og lausnarorðin þijú, sem saman mynda umrædda setningu. Þegar búið er að svara þessum spumingum og hinum sem hafa birst í síðustu tveimur íþróttablöðum og búið að komast að raun um hvemig setningin hljómar, á að merkja öll svarblöðin þijú, klippa út úr blaðinu og senda saman í umslagi merktu: 1. fslendingur vann bronsverðlaun í júdó á Ólympíuleikunum 1984. Hvað heitir hann? Svar; D................................................... 2. Með hvaða enska knattspyrnuliði leikur lan Rush? Svar: DDl................................................ 3. Frá hvaða stað kemur Ragnheiður Runólfsdóttir, margfaldur íslandsmeistari í sundi? Svar: CH................................................. 4. Hvaða íslendingur leikur með þýska handknattleiksliðinu Gum- mersbach? Svar: DJ................................................. Iþróttagetraun Morgunblaðsins, Morgunblaðið, Aðalstræti 6, 101 Reykjavík. Skilafrestur er til 26. maí og verða svörin að hafa borist blaðinu þann dag, en því næst verður dregið úr réttum lausnum og verður það í höndum íþróttamanns ársins 1986, Eðvarðs Þórs Eðvarðssonar. Nöfn þriggja vinningshafa verða svo birt í íþróttablaðinu 2. júní, en í því sama blaði hefst samskonar íþróttagetraun júnímánaðar og birtist hún einnig í þremur íþróttablöðum, með sama fyrirkomulagi. í júlímánuði birtist svo þriðja og síðasta íþróttagetraunin. Þrír vinningshafar verða hveiju sinni og hljóta þeir allir vegleg verðlaun, en sá sem á fyrstu réttu lausnina sem upp kemur, hlýtur aðalvinning sem er ferð til Englands í ágúst, en þangað verður farið með þá þijá vinningshafa sem eiga fyrstu réttu lausnimar í maí, júní og júlí og þeim boðið á leik Englandsmeistara og bikarmeistara í ensku knattspymunni. Sá leikur er um svokallaðan Góðgerðarskjöld og er opnunarleikur enska knattspymutímabilsins. ->g- + AIGETRAUN 1 ■ Hvað heitir fyrirliði þýska knattspyrnuliðsins Stuttgart? Svar: EZl................................................................... 2. Frá hvaða stað koma núverandi íslands- og bikarmeistarar í körfuknattleik karla? Svar: ZZI.................................................................... 3. Hvað skapar meistara í íþróttum sem öðru? Svar: EZI................................................................... 4. Hvað heitir fyrirliði íslandsmeistara Víkings í handknattleik? Svar: IZZI.................................................................. 5. Hver er sterkasti maður heims? Svar: D..................................................................... 6. Hvaða fjölmenna skíðamót barna er árlega haldið á Akureyri? Svar: □..................................................................... Lausnarorð: ................................................................ Nafn: ........................................................................ Heimili: ................................................................... Sími: ...................................................................... Munið að senda ekki svörin fyrr en allir þrír hlutar maígetraunar hafa birst 19. maí.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.