Morgunblaðið - 19.05.1987, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.05.1987, Blaðsíða 8
8 B ptojPitiMiifoifo /ÍÞRÓTTIR ÞRSÐJUDAGUR 19. MAÍ 1987 Stundum getur gefist vel að hugsa aðeins St. Mirren bikarmeistari EIÐISTORGI ST. MIRREN sigraði mjög óvænt í skosku bikarkeppninni, lagði Dundee United að velli 1:0 eftir framlengdan leik að viðstöddum rúmlega 50 þús- und áhorfendum. Iain Ferguson, sem er 19 ára, skoraði markið í fyrri hluta fram- lengingarinnar, fékk boltann á miðjum vallarhelmingi United, þaut upp völlinn með John Clark á hæl- unum og skoraði örugglega. Leikurinn var frekar leiðinlegur á að horfa þar til í framlengingunni og voru leikmenn Dundee United óvenju daufír. Liðið leikur seinni úrslitaleikinn í Evrópukeppni fé- lagsliða á morgun og verður að gera betur, ef ekki á illa að fara. Sigurvegararnir héldu hins vegar til Singapore og munu leika sjö leiki í Asíu. VEIÐI Guðmundur Guðjónsson skrifar Litur, lögun, stærð og fleira í fari veiðiflugna er stangveiði- mönnum mikið umhugsunarefni. Hvað er veiðilegast og það sem meira máli skiptir, hvað er veiðnast? Um hvað laxinn hugsar þegar hann sér fluguna er svo annar handleggur eða ættum við að segja annar uggi. Fluguveiðimenn hafa rejmt svo margt í samskipt- um við laxinn, að hver kenningin um gildi flugna fæðist af annarri, en fáar standa eftir sem hinar einu sönnu. Hér fer á eftir lítil saga sem gefur vísbendingu um smásmugulegheit laxa og benda atburðir hennar til þess að laxinn sé raunverulega mjög nákvæmur og mikill smásjárskoðari. Hann taki sko ekki hvað sem er þótt tökuskapið hellist yfir hann. Svo er það sagan: Tveir veiðifélagar voru að veiða saman í Langá á Mýrum í fyrra- sumar. Skiptu stöng og skiptust á að kasta ýmsum flugum fyrir marga laxa sem lágu í einum af betri veiðihyljum efri árinnar. Laxinn stökk í sífellu, en vildi ekki sinna flugum félaganna, enda frekar lítið vatn í ánni, sólsk- í öðru kasti, og fimm mínútum síðar var óskaplega dæmigerðum 4 punda Laxárhæng landað. Nú átti hinn félaginn leikinn og sá sem hafði veitt laxinn hvatti vin sinn til að taka sína stöng og reyna sömu flugu, enda hafði slíkt hent sig hjá þeim áður að taka tvo—þijá á sömu flugu í beit eins og kallað er. En vinurinn var ný- búinn að hnýta á hjá sér Collie Dog straumflugu númer 4 og vildi endilega reyna hana frekar og bar fyrir sig að hann kynni hvort eð er betur við sína eigin stöng, en annar er rétthentur, hinn örv- hentur. Svo taldi vinurinn sér trú um að ef laxinn væri að komast í tökustuð eftir allt saman, þá gæti flugan hans alveg eins gefið veiði eins og litli tætti Þingeying- urinn. En hann varð ekki var og fór þó vandlega yfir allan veiði- staðinn. Sá sem laxinn dró hvatti vin sinn þá enn til að reyna sína stöng með tilheyrandi flugu, en við það var ekki komandi. Félaginn féllst að vísu 'á að reyna Þingeying númer 10, en valdi hann úr sínum eigin öskjum og tefldi fram ný- hnýttu og spengilegu eintaki. Aftur fór hann jrfir hylinn vand- lega án þess að hreyfa lax. Skilaði Þegar þessl hafði ginið við Pingeyingnum hefði auðvitao att að rejma þá flugu strax aftur... in og næstum 20 stiga hiti. Svo gerðist loks það sem vinimir von- uðu: Það kulaði talsvert er dtjúgan skýjabakka dró fyrir sólu. „Nú gengur rófan," sagði annar kappanna og valdi áer Þingeying nr. 10. Þetta var vesældarlegt eintak sem Laxárurriðar höfðu brutt og sundurtætt fyrr um sumarið. Þó voru fáein gul hár eftir í vængjunum, en búkurinn var vægast sagt trosnaður. Og hvað haldið þið? Jú, það var lax á svo ánni aftur í hendur félaga síns. Sá reyndi auðvitað aftur snjáðu fluguna sína og fékk annan lax í þriðja kasti, 5 punda hæng. En meiri varð veiðin ekki í þetta sinn. Þeir laxar sem eftir lifðu héldu áfram að stökkva og velta sér öðru hvoru. Vinimir höfðu lært lexíu sem þeir töldu sig þó hafa lært áður. En trúlega bara gleymt henni aftur og það kostaði annan félaganna trúlega lax við þetta tækifæri. Reuter Slgurmarkl fagnaö Nick Pickering og Lloyd McGrath til hægri fagna sigurmarki Coventry. Til vinstri er Gary Mabbutt, sem skoraði sjálfs- markið, og ber hann þess greinilega merki. Davíð sigraði Golíat og nýtt nafn á bikarinn Dave Bennett frá Coventry maður bikarleiksins ÍBÚAR Coventry fögnuðu bik- armeisturunum gífurlega, er þeir komu heim úr frægðarför frá Wembley. Himinninn var blár, bærinn var blár, fólkið í bláu. Coventry, sem aldrei í 104 ára sögu félagsins hafði leikið á Wembley, kom, sá og sigraði, þegar liðið vann Tott- enham 3:2 íframlengdum úrslitaleik ensku bikarkeppn- innar — nýtt nafn var skráð á bikarinn. Varaformaður Coventry hefur ávallt haft trú á sínum mönn- um. Fyrir sjö mánuðum voru Iíkum- ar einn á móti fimmtíu að Coventry jrrði bikarmeistari, Frá Bob varaformaðurinn fór Hennessy í veðbanka, setti ÍEnglandi þúsund pund á sína menn og fékk því fimmtíu þúsund pund borguð út eftir leikinn! „Ég vissi að við myndum sigra í framlengingunni," sagði John Sil- lett, framkvæmdastjóri Coventry. „Leikmenn Tottenham voru niður- lútir án þess að gera sér grein fyrir því og þeir vom búnir. Við áttum hins vegar nóg eftir og framleng- ingin var okkar, en leikurinn í heild var það besta, sem ensk knatt- spyma hefur upp á að bjóða.“ Gert er ráð fyrir að um 500 milljón manns hafi horft á leikinn í beinni útsendingu og víst er að um hann verður rætt í nánustu framtíð, því leikurinn var í einu orði sagt frá- bær. Sjálfsmark Gary Mabutt réði úrslitum og hefur það aldrei fyrr gerst í sögu keppninnar, en tvisvar áður hefur sami maður skorað fyrir bæði liðin. Clive Allen skoraði sitt 49. mark á tímabilinu á 2. mínútu, en Dave Bennett jafnaði skömmu síðar. Mabutt kom Spurs aftur yfir, en Keith Houchen jafnaði með stórglæsilegu skallamarki. David Pleat, framkvæmdastjóri Spurs, var ekki ánægður með sína menn. „Ef sumir þeirra hefðu leikið eins og þeir geta leikið, hefðum við sigrað. Við vanmátum Coventry ekki, við vissum hvað við þurftum að gera, en gerðum það ekki og leikmennimir vita það.“ Leeds og Charlton áfram og leika um lausa sætið Veiðivörur CHARLTON vann Ipswich 2:1 í seinni leik liðanna í úrslita- keppninni um sæti í 1. deild og Leeds tapaði með sömu markatölu fyrir Oldham á sunnudaginn. Charlton og Ips- wich gerðu jafntefli í fyrri leiknum og Leeds vann 1:0 heima, en þar sem mark á úti- velli telst tvöfalt, verða það Leeds og Charlton, sem leika um lausa sætið. SKOTLAND Keith Edwards var hetja Leeds eins og í fyrri leiknum. Billy Bremmner, framkvæmdastjóri, hef- ur tröllatrú á honum sem varamanni gggm og Edwards hefur Frá Bob ekki brugðist. í fyrri Hennessy leiknum kom hann iEnglandi jnná og skoraði eina markið og í þeim seinni skoraði hann, þegar 30 sek- úndur voru til leiksloka. Jim Melrose skoraði bæði mörk Charlton, sem enn heldur í vonina um að halda sætinu, en leikimir gegn Leeds verða 23. og 25. maí. Aldershot kom heldur betur á óvart. Þetta litla og fátæka 4. deildarlið gerði sér lítið fyrir og sendi hið fomfræga lið Bolton í neðstu deild. Phil Neal er framkvæmdastjóri Bolton og Asa Hartford er annar frægur leikmaður félagsins, en allt kom fyrir ekki. Aldershot vann fyrri leikinn 1:0 heima, gerði 2:2 jafn- tefli úti og leikur því við Wolves um sæti í 3. deild. KNATTSPYRNA / ENGLAND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.