Morgunblaðið - 19.05.1987, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.05.1987, Blaðsíða 10
10 B 3to«gmMáM» /ÍÞRÓTTIR ÞRWJUDAGUR 19. MAÍ 1987 TÍMARNIR TVENNIR Fyrir sjötíu árum var bílafram- leiðsla í Japan ekki jafn burðug og hún er í dag. Bílarnir voru og verulega frábrugðnir nútíma- vögnum og hönnun var í rauninni óþekkt fyrirbæri. Rissaðar voru upp helstu línur og mál, smíðin var að mestu handverk. egar Mitsubishi-verksmiðjurn- ar fór að smíða A-módelið sitt fyrir 70 árum var það fyrsti aljap- anski bíllinn, þ.e. hann var teiknað- ^■■■■1 ur °S smíðaður þar BÍLAR í landi, notað í hann Þórhallur innlent hráefni (við- Jósepsson urinn) 0g fornar, skn,ar þjóðlegar hefðir í heiðri hafðar við handverkið. Yfír- byggingin var úr japönskum sedrusviði og í hjólin var notuð inn- lend eik. Síðan var málað yfir með japönsku lakki. Þetta var allstórt skref á þeim tíma, þótt ekki þætti smíðin flókin í nútímanum. Bíllinn var smár og að öllu leyti hefð- bundinn í útliti og uppbyggingu, dæmigerður fyrir bíla eins og þeir voru á árunum í kringum 1920. Tölvurog plast Nú til dags er öllu meira mál að búa til bíl. Leiðin er löng og seinfar- in frá fyrstu frumhugmynd til hins raunverulega fjöldaframleidda vagns og oft er varla hægt að sjá skyldleika með fyrstu teikningu og bílnum sem hún hefur alið af sér. Ekki er heldur lengur notaður viður í smíðina, nema þá til íburðar í glæsivögnum, plastið hefur haldið innreið sína og vinnur á með hveiju árinu sem líður. Ekki er lengu nóg, að flinkur maður teikni fallegan bfl. Nú þurfa tölvurnar að vega og meta í forritum sínum hve skyn- samleg lögun og stærð bflsins er, þær reikna styrk einstakra hluta, loftmótstöðu, kostnað, hagkvæmni smíðaefna og framleiðsluaðferða og svo mætti lengi halda áfram að telja. Endanlega er það þó ævinlega maðurinn sem tekur allar ákvarðan- ir og það eru mennirnir sem velja og hafna þegar útlit bílsins er val- ið. Þeir gera tillögur um breytingar, tölvan er í reynd ekkert annað en hjálpartæki, nútímamanninum jafn mikilvægt og mælistikan og blýant- urinn voru teiknaranum fyrir sjötíu árum. CAD Þegar tölvurnar eru notaðar í jafn ríkum mæli við hönnun og er við bílaframleiðsluna í dag, t.d. hjá Mitsubishi, þá er gjaman talað um „CAD“, sem stendur fyrir „Comput- er Aided Design" og þýðir hönnun með aðstoð tölvu. Það þýðir ekki að tölvumar hanni bflana, heldur reikna þær út möguleika, meta hvert atriði samkvæmt forsendum sem þær hafa í forritum sínum og em eldfljótar að vinna hin flóknustu verk. Afleiðingin er sú, að hægt er að vinna verkin á mun styttri tíma Frumhönnun: Markmið skilgreind og tillögur settar fram. Teikning í fullri stærð, smáatriði útfærð. Leirlikön, bæði lítil og í fullri stærð. Þau gefa kost á að skoða í þrívídd og gera tilraunir með lögun. Hönnun með aðstoð tölvu (CAD), lögun endanlega ákveðin og gerðar áætlanir um tilraunabfla. en ella og jafnvel hægt að vinna verk, sem annars væri ógjömingur að framkvæma. Niðurstaðan er síðan mun fullkomnari og öruggari bíll en mögulegt væri að framleiða án „CAD“-kerfísins á verði sem almenningur ræður við. Það sem við getum þakkað tölvun- um er að í dag er komið í bílana m.a. stórbætt fjöðrunarkerfí, stjómkerfí fyrir vélamar, minni loftmótstaða, minni bensíneyðsla og um leið aukið vélarafl, endingar- betri efni, aukið öryggi og ódýrari framleiðsluaðferðir. Hitt er svo ann- að mál hvort bílamir hafa fríkkað eitthvað við tillögur tölvanna. Ein- hvem veginn finnst manni nú, að listrænt hugmyndaflug við teikni- borðið skili miklum mun laglegri bílum, heldur en þeir verða eftir að vélheilamir hafa komið með sínar loftmótstöðutillögur. Ætli Ferrari Testarossa væri svipur hjá sjón ef Pinfinarina hefði látið loftmótstöð- utölvu ráða ferðinni? Þessi myndröð sýnir í aðalatriðum hvemig hugmynd að bfl þróast, frá skoðanaskiptum við teikniborðið til nákvæmra tölvuútreikninga. BÆNDUR - ÚTGERÐARMENN - FISKSALAR - IÐNAÐARMENN NIS5AN 1200 PICKUP er trúlega bíllinn sem hentar ykkur - Pœgilegur vinnuþjarkur á frábœru verði - Kr. 350.000,- Til sýnis ásamt öðrum bílum okkar í sýningarsalnum v/Rauðageröi M 1957-1987 V/ % 30 M >^árajy Bílasýning laugardag og sunnudag kl. 14.00- 17.00 Verið velkomin - Alltaf heitt á könnunni ■H INGVAR HELGASOIM HF. ■■■ Syniiuj.irs.ilurÍMM Rauð<tyerði, simi 33560 Förum lengra á lítranum Nú er bensfnlA nýhmkkað f verðl og sumarleyflsferðalög- In eru framundan. Þvf er ekki úr vegl að rlfja upp helstu aðferðir, sem nota má tll að spara bensfnsopann. Hvert atrlðl fyrir slg gefur e.t.v. ekki svo ýkja miklð f aðra hönd, en samanlagt eru eftirtalln ráð árangursrfk f þelm mæli að umtalsvert er ogmunarum þegar tll lengrl tfma er lltlð. m 2 3 4 E Léttið bensínfótinn! Forðist snarpar inngjafir og hraðan akstur. Flestir bílar em hagkvæmastir á langferðum, á u.þ.b. 80 km hraða. Hafið í huga að í hvert sinn sem bensíngjöfin er stigin niður, fer aukasopi af bensíni inn á vélina. Pínið ekki vélina á lágsnúningi í hágír. Þá notar hún óeðlilega mikið eldsneyti, auk þess sem vélarslit verður meira en ella. Haldið jöfnum hraða. Allar óþarfar hraðabreytingar em um leið ónauðsynleg bensíneyðsla. Notið léttgengissmurolíu á vélina. Léttgengisolíur draga úr viðnámi í vélinni og minnka þannig þá orku, sem fer í að halda vélinni gangandi. Þessar olíur em í ílátum, sem merkt em með gæðastaðlinum CCMC G-3. Haldið lofthreinsaranum hreinum. Óhrein loftsía teppir sogloft vélarinnar, bensíneyðsla eykst. Hafið réttan loftþrýsting í dekkjunum. Gleymið ekki loftmótstöðunni! Þegar bíllinn hefur náð u.þ.b. 60 km hraða fer hún að skipta máli og sú orka, sem fer í að yfirvinna hana, eykst í réttu hlutfalli við annað veldi af hraðanum. Þess vegna er rétt að spara toppgrindina, sleppa henni alveg ef kostur er. Hafið vélina rétt stillta oggætið þess að endurnýja kertin reglulega. Farið eftir leiðbeiningum framleiðanda um viðhald og umhirðu bílsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.