Morgunblaðið - 19.05.1987, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.05.1987, Blaðsíða 12
ítffffflR ÓLYMPÍULEIKAR SMÁÞJÓÐA í MÓNAKÓ íslendingar unnu 27 gullverðlaun Ragnheiður setti þrjú íslandsmet og vann sjö gullverðlaun Eövarð Þ6r EAvarAsson hefur oft haft ástæðu til að fagna. ÍSLENDINGAR unnu 27 gullverðlaun, 14 silfurverðlaun og 7 bronsverðlaun á Ólympíuleikum smáþjóða sem lauk í Mónakó á sunnudaginn. Sundfólkið stóð sig best og vann 22 gullverð- laun og setti alls 15 íslandsmet. Sundkonan Ragnheiður Runólfsdóttir varð sigursælust einstaklinga. Hún vann sjö gullverðlaun og setti þrjú íslandsmet. Islenska sundlandsliðið tekur varla þátt í móti nú orðið án þess að fjölmörg íslandsmet eru sett. Sundfólkið sannaði þetta enn einu sinni í Mónakó um helgina og er árangur þeirra ótrú- lega góður. Ragnheiður setti Valur Jónatansson skifar Þrjú íslandsmet Ragnheiður Runólfsdóttir var mjög sigursæl á mótinu í Mónakó. Hún setti þijú íslandsmet og vann sjö gullverðlaun og ein silfurverðlaun. Bryndís Ólafdóttir er á minni myndinni. Hún sett íslandsmet 100 m skriðsundi. mín. Bryndís Ólafsdóttir setti ís- landsmet í 100 m skriðsundi og vann fimm gullverðlaun. Hún bætti metið, sem systir hennar Hugrún átti, um 1/10 úr sekúndu. Eðvarð Þór vann sex greinar Eðvar Þór Eðvarðsson var nokkuð frá sínu besta en vann þó sex gull- verðlaun. Það sýnir best hversu mikill afreksmaður hann er. Ungi sundmaðurinn úr Hafnarfirði, Arn- þór Ragnarsson, vann tvenn gull- verðlaun og það gerði Hugrún Ólafsdóttir einnig. Þórdís nálægt sínu besta Fijálsíþróttafjólkið vann þrenn gull- verðlaun. Pétur Guðmundsson sigraði í kúluvarpi, kastaði 18,53 metra og var nálægt sínum besta árangri. Aðalsteinn Bemharðsson sigraði í 400 metra hlaupi á 49,22 sekúndum og Þórdís Gísladóttir sigraði hástökki og varð önnur í 100 m grindahlaupi. Hún stökk 1,86 metra í hástökkinu og átti góða tilraun við íslandsmetið sem er 1,88 m. Hún hljóp 100 m grind á 14,64 sek. Júdómenn unnu tvenn gullverAlaun íslensku júdómennimir unnu tvenn gullverðlaun, ein silfurverðlaun og ein bronsverðlaun. Ómar Sigurðs- son sigraði flokki 71 til 78 kg. Karl Erlingsson sigraði í flokki 65 til 71 kg. Sigurður H. Bergmann varð annar í plús 86 kg flokki og Hafsteinn Halldórsson varð þriðji í 78 til 86 kg flokki. Haraldur Olafsson varð annar í sínum flokki í lyftingum, lyfti 125 kg í snörun og 160 kg í jafnhöttun. Birgir Borgþórsson varð fjórði í sínum flokki, lyfti 135 kg í snömn pg 165 kg i jafnhöttun. íslenska körfuknattleiksliðið varð í öðru sæti á mótinu. Það tapaði fyr- ir Mónakó í æsispennandi úrslita- leik, 75:80. Heimamenn höfðu yfír í leikhléi en íslendingar náðu fimm stiga forskoti í upphafi seinni hálf- leiks en heimamenn sigu síðan framúr og stóðu uppi sem sigurveg- arar. íslenska liðið fékk þó tvívegis góð tækifæri á að minnka muninn og jafna undir lokin. Pálmar var stigahæstur með 21 stig. íslendingar unnu flest verðlaun á mótinu. Auk íslands tóku eftirtald- ar þjóðir þátt í leikunum: Luxem- borg, Lichtenstein, Andorra, San Marino, Mónakó, Malta og Kýpur. þijú íslandsmet og vann sjö gull- verðlaun og ein silfurverðlaun. I 200 metra baksundi bætti hún eldra metið, sem hún átti sjálf, um rúm- lega þijár og hálfa sekúndu, synti á 2.28,91 mín. í 100 m baksundi bætti hún eldra metið um tæpar þijár sekúndur í undanráusum og í úrslitum gerði hún enn betur og bætti sig um tvær sekúndur, synti á 1.13,39 mín. Ragnheiður var einn- ig í boðsundsveitunum í 4 x 200 og 4 x 100 metra skriðsundi, en stúlkumar settu íslandsmet í báð- um þessum greinum. Magnús setti tvö íslandsmet Magnús Ólafsson sett íslandsmet í 100 og 200 m flugsundi. Hann bætti eldra metið um hálfa sekúndu í 200 metrunum, synti á 2.14,05 mín. í 100 m bætti hann eldra metið um tæpa sekúndu og komst niður fyrir mínútuna, synti á 59.90 Yfir rána við 1,88 metra sem er íslandsmet. Hún Þórdís Gísladóttir stökk 1,86 metra í hástökki og sigraði. Hún átti góða tilraun varð einnig önnur í 100 m grindahlaupi á mótinu í Mónakó. LOTTO: 4 22 25 26 29

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.