Morgunblaðið - 19.05.1987, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.05.1987, Blaðsíða 7
/ÍÞRÓTTIR þrsxjudagur 19. maí 1987 B 7 S S O N og finn til, þegar þeim gengur illa. Helst vildi ég hafa þetta eins og í fegurðasamkeppni — hvað svo sem segja má um þær— þar sem engin fellur. En það er ekki hægt í fót- bolta, því miður." Hólmbert sá þrjá úrslitaleiki á dögunum, þar sem KR, Keflavík og Fram töpuðu. „Ég átti ægilega erfitt með mig, var oft alveg að því kominn að kalla á „mína“ menn, gera ekki þetta heldur hitt. Svo bara allt í einu áttaði ég mig á því að ég var venjulegur áhorfandi uppi í stúku. Það er allt öðruvísi að vera uppi á pöllum, en taugarnar eru svo sannarlega hjá félögunum." Undir þessi orð geta allir, sem með honum hafa starfað, tekið und- ir. Þegar Hólmbert tók við KR- liðinu var fyrsti æfingaleikurinn við Fram, þar sem hann hafði verið áður í þtjú ár. KR-ingarnir voru mun ákveðnari, Hólmbert gleymdi sér og öskraði: „Hvað er að ykkur Hólmbert Friðjónsson fæddist 11. mars 1941. Hann er kvæntur Dagmar Maríusdóttur og eiga þau þijú börn. Hólmbert er einn reyndasti knattspymuþjálf- ari á íslandi og hefur náð góðum árangri með öll lið, sem hann hefur þjálfað. Helstu titlar: íslandsmeist- ari sem leikmaður með ÍBK 1964 og sem þjálfari 1969, bikarmeistari með Fram 1979 og 1980. Hólmbert hefur nú Iagt skóna á hill- una eftir 20 ára farsælt þjálfarastarf í meistara- flokki. vera í sama klassa og aðrar þjóðir, verður knattspyrnan að fá meira fjármagn. Félögin verða að sýna klæmar til að fá sinn skerf af kökunni. Erlend félagslið leita eftir hráefni úti um allan heim, en það getum við ekki og erum ekki samkeppnis- færir, fyrr en hálfatvinnumennska verður viðurkennd. Hráefni á ís- landi er takmarkað og það besta er keypt úr landi. Ef ekki, þá safn- ast það fyrir hjá best reknu félögun- um innanlands og ef fer sem horfír, verða fá lið allsráðandi hér á landi innan fárra ára.“ Ekki nógu fínn þjálfari Hólmbert hefur verið eftirsóttur þjálfari og í gegnum árin hefur nafn hans stundum verið nefnt í sambandi við landsliðið. Fyrir nokkrum árum sagði hann að eins og málum var þá háttað væri staða landsliðsþjálfara ekki eftirsóknar- EYJÓLFUR BERGÞÓRSSON UM HÓLMBERT: „Hólmbertgerir aidrei uppámilli mannaog er samkvsMnur sjélfum aér. Hann er aamviskusamur, áhugasamur, harður en elsku- legur og það er eitthvað, sem gerir það að verkum, að öllum likar vel við hann.“ í fríi og löngunin í dag er ekki sterk, en maður á aldrei að segja aldrei." Af nóguaðtaka Mikið ijör hefur fylgt Hólmberti og leikmenn hans sem aðrir hafa gleymt puðinu og stritinu vegna skemmtilegu atvikanna. Ekki er hægt að tíunda allar sögumar, en í faðmi fjölskyldunnar Hólmbert hefur að eigin sögn vanrækt flölskylduna alla tíð, en nú verður breyting á. Þau sjá fram á meiri sam- veru og ætla í fn' saman í sumar. Á myndinni til vinstri eru frá vinstri Ásgerður María 15 ára, Maríus Garð- ar 7 ára, Dagmar, Hólmbert og Friðjón Öm 17 ára. Hólmbert hefur gefið knattspymunni mikið og Dagmar hefur ekki látið sitt eftir liggja. Félögin kunna að meta það starf og á myndinni fyrir ofan em hjónin við gripi, sem ÍBK, Fram og KR hafa geflð þeim, gripi sem tengja þau föstum böndum við liðin. verð fyrir metnaðarfullan þjálfara. Hefur Hólmbert áhuga á að taka við landsliðinu eða er hann alveg hættur að hugsa um þjálfun? „Mér hefur alltaf fundist vera mik- ið skrum í kringum KSI og ég kem aldrei til með að þjálfa landsliðið, því ég er ekki nógu fínn þjálfari til þess í augum KSÍ-manna. Hvort ég eigi eftir að þjálfa félagslið aftur — ég get ekki og vil ekki svara þessu. Það er svo þægilegt að vera GUÐNI KJARTANSSON UM HÓLMBERT: „Dugnaðurinn og viljlnn er einstakur. Hann var haröur viö okkur, hafAI slnar skoðanlr, stóö viö þaar og náM árangri. Ég held aö Hólmbert hafi ekki sagt sltt síöasta orð og eigl eftiraö komaafturi 1.deild.u Morgunblaöið/Þorkell hvaða atvik er honum efst í huga? „I flestum sögunum er ég svarti sauðurinn, sá sem gerir allar vit- leysurnar. Sumar eru orðnar ansi breyttar og ég vil nota tækifærið og leiðrétta Gústa vin minn, en hann sagði í viðtali að ég hefði gleymt dúfum í skottinu á bílnum í viku. Staðreyndin er sú að morgun einn þurfti ég að fara með nokkrar dúfur bæjarleið og setti þær í skott- ið. Það var eitthvað mikið að gera þennan dag og það er rétt, ég gleymdi dúfunum. En ég þurfti að setja drasl í skottið seinna um dag- inn og þá sá ég hveiju ég hafði gleymt." Dúfnaræktin hefur verið helsta áhugamál Hólmberts fyrir utan boltann, dúfumar hafa gefið honum mikið, en nýlega kom í ljós að hann hefur ofnæmi fyrir þeim og verður því að láta þær fara. Þetta er greini- lega viðkvæmt mál og við förum ekki meira út í þá sálma. Hólmbert hlær hins vegar dátt, þegar minnst er á bílamál. Ifyrir nokkrum árum átti hann gamlan, riðgulan amerískan bíl, sem skar sig úr og auðvelt var að fínna, en það er erfiðara með nýja bílinn. Oftar en ekki hefur hann sópað snjó af sínum, ekið í vinnuna, skot- ist inn, út aftur og byijað að sópa af næsta bíl. „Þeir eru svo helvíti líkir, þessir bflar. En þetta er sak- laust. Verra var það, þegar ég festi bíllykilinn minn í öðrum bfl og allt stóð fast. Ég var svekktur eftir inn- anhúss leik, gekk að næsta bíl og startaði. Eitthvað tók hann við sér, en gekk ekki og sem ég bölsótast verður mér litið til hliðar og sé appelsínubörk. Þá vissi ég að þetta var ekki minn bíll, því ég borða ekki appelsínur!" Framarar, reynið að drattast úr sporunum, við verðum að vinna þennan leik!“ íþróttahreyfingin svelt Hólmbert sættir sig ekki við meðal- mennskuna, en segir að til að ná lengra á alþjóðlegum vettvangi, verði aukið fjármagn að koma til félaganna og leikmannanna. „Keppnistímabilið er allt of stutt og því þurfum við að leika marga leiki á fáum dögum. Það raskar allri þjálfun og uppbyggingu, þetta er bull. Veðurs vegna þurfum við hugsanlega að fá yfirbyggða velli, skýli, þar sem hægt væri að draga þakið frá. Ríkið sveltir íþróttahreyf- inguna, menningargildið er van- metið. Á sama tíma er hlaðið undir leikara, rithöfunda, listamenn, skákmenn — þetta eru atvinnu- menn. Forystumenn félaganna eru ekki nógu kröfuharðir gagnvart ríkisvaldinu, en ef við ætlum að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.