Morgunblaðið - 19.05.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.05.1987, Blaðsíða 2
2 B flltfrjgttttÞlftMfr /ÍÞRÓTF1R ÞRWJUDAGUR 19. MAÍ 1987 Fsrnando Qomas, markaskor- arlnn mlkll hjá Porto, som hér kyssir á gullskólnn, skorar okki „gullmark" gogn Bayorn. Hann fótbrotnaöl á dögunum á œfingu. KNATTSPYRNA Kílóaf gulli fyrir markið! ÍTALSKT kaffifyrirtœki bauö portúgalska félaginu Porto eitt kíló af gulli fyrir hvert mark sem liðið skorar í úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða í nœsta viku gegn vestur-þýska liðinu Bayern Munchen. Ekki var greint frá því hver ástæða tilboðsins var, en svo mikið er víst að forráðamönnum fyrirtækisins hlýtur að vera svona vel við pólska félagið - eða þá svona illa við Bayem! Talið er að kostnaður kaffifyrirtæk- isins, sem er með m.a. skrifstofur í Porto, geti orðið um sex hundruð þúsund krónur vegna þess - en það fer vitaskuld eftir því hve mark- heppnir Portúgalamir verða í leiknum. Tilboðið gildir aðeins í venjulegum leiktíma, 90 mínútur, þannig að ef grípa þarf til framleng- ingar eða jafnveli vítaspymukeppni, verða það engin „gullmörk" sem þá verða skoruð. Taylor frá Watford tll Aston Villa Graham Taylor, sem verið hefur framkvæmdastjóri enska 1. deildar- liðsins Watford í tíu ár, og stýrði liðinu frá 4. deild upp í þá fyrstu á fjórum ámm, hætti í gær hjá fé- laginu. Samdægurs skrifaði hann undir þjálfarasamning til fjögurra ára hjá Aston Villa, sem féll á dög- unum í 2. deild. En Watford-liðið var ekki lengi ffamkvæmdastjóra- laust; Dave Bassett, sem hætti hjá Wimbledon í síðustu viku, skrifaði nefnilega undir samning við Wat- ford í gær. KORFUBOLTI / NBA—DEILDIN Boston og Detroit leika í úrslitum austurdeildarinnar LIÐ Boston Celtics sigraði Millwaukee Bucks, 119:113, ísjöundu viðureign félaganna í undanúrslitum austurdeild bandarísku NBA-deildarinnar í körfuknattleik um helgina. Boston komst þar með í úrslit austurdeildarinnar og leikur þar við Detroit Pistons, sem sigraði Atlanta Hawks í undanúrslitunum. í vesturdeildinni leika Los Angeles Lakers og Seattle Suporsonics í úrslitum; ein- um leik er reyndar þegar lokið og fór Lakers þar með sigur af hólmi. Bardagi Boston og Millwaukee ' var stórskemmtilegur. Eftir flóra leiki hafði Boston unnið þijá og Millwaukee einn, en þeir síðar- nefndu unnu síðan FráGunnari tvo leiki í röð. Því Valgeirssynii þurfti sjöunda leik- Bandarikjunum jnn til. Það blés ekki byrlega fyrir heims- meisturum Boston því Kevin McHale og Robert Parish voru báð- ir meiddir. Þeir léku þó þrátt fyrir það. Danny Ainge, besti bakvörður liðs- ins, meiddist svo um miðjan síðari hálfleik og varð að fara af velli. Millwaukee hafði forystu alveg frá byijun leiks þar til fimm mínútur voru eftir - en þá fóru leikmenn liðsins á taugum og hinir leikreyndu Boston-kappar tóku völdin. Það sem gerði gæfumuninn í þessum leik var að leikmenn Boston tóku hvorki fleiri né færri en 57 fráköst en leikmenn Milwaukee aðeins 27. Þar af tóku leikmenn Boston 27 sóknarfráköst, sem flest enduðu með því að þeir skoruðu auðveldar körfur, en Millwaukee náði aðeins 7 sóknarfráköstum. Parish, McHale og Larry Bird voru bestu menn Celtic að þessu sinni. Parish var ekki með í 6. leik liðanna en skor- aði nú 23 stig, hirti 19 fráköst og blokkaði 4 skot. LA Lakers og Seattle Supersonics leika til úrslita í vesturdeildinni og mættust fyrsta sinni um helgina í Los Angeles. LA sigraði 92:87 í hörkuleik sem var þó ekki sérlega vel spilaður. Besti maður vallarins var James Worthy hjá Lakers, hann skoraði 27 stig. Pétur fær keppinaut SAN Antonio Spurs, lið Péturs Guðmundssonar í NBA-deildinni, var heppið um helgina þegar dregið var um það hvaða lið fær að velja fyrst úr þeim hópi leikmanna sem koma úr háskólum víðs vegar um Bandaríkjunum í vor. Spurs var dregið síðast og fær því að velja fyrst! Forráðamenn liðsins eru KNATTSPYRNA / 1. DEILD ákveðnir í að velja leikmanna að nafni David Robinson, sem er, að mati fréttamanna í Bandaríkjunum, lang bestur þeirra leikmanna sem valið stendur um. Hann leikur stöðu miðheija, sömu stöðu og Pétur, og fær íslendingurinn hávaxni því verðugan keppinaut þar sem Robin- Besti varnarmaðurinn Michael Cooper hjá Los Angeles Lakers var á dögunum kjörinn besti vamarmað- ur NBA-deildarinnar í vetur. Hann hefur leikið frábærlega með liði sínu í úrslitakeppninni. Valsmönnum spáð Islandsmeistaratign VALSMÖNNUM var í gær spáð íslandsmeistaratign í knatt- spyrnu á hausti komanda af forráðamönnum og fyrirliðum 1. deildarliðanna. Af 300 mögu- legum stigum fengu Valsmenn 274,5 stig en Framarar var spáð öðru sætinu með 247,5 stig. Þetta er þriðja árið í röð sem slík spá er birt áður en 1. deild- in fer af stað og í öll skiptin hefur það lið orðið meistari sem spáð var efsta sætinu. Hvort það verður eins nú ræðst vitanlega ekki fyrr en í haust - en „knattspymusérfræðing- ar“ virðast nokkuð sammála um að Valsmenn séu sigurstranglegastir nú. Það kemur svo sem ekki á óvart, liðið hefur leikið vel það sem af er vetri og sigraði nýlega í Reykjavíkurmótinu. Spáin var annars á þessa leið: 1. Valur..................274,5 2. Fram....................247,5 3.ÍA 238 4.KR 211,5 5. ÍBK 164,5 6. Þór 150,5 7.KA 119 8.FH 87 9. Víðir 79,5 10. Völsungur 78 SPURT ER/ Hverjir verða íslandsmeistarar karla í knattspyrnu? Jón Sigurðsson „Það hef ég ekki hugmynd um. Ég fylgist ekkert með fótbolta og yfirleitt fylgist ég mjög lítið með íþróttum. Skjóta á eitthvað lið? Tja, þú segir nokkuð. Ætli við skjótum ekki bara á Fram- ara.“ Helen Símonard. „Ég hef ekki hugmynd um það. Bíddu nú aðeins við, ætli ég segi bara ekki Val- ur. Af hveiju þeir? Bara, ég held með þeim, annars fylgist ég lítið með fót- bolta, aðeins þó þegar landsleikireru." Magnús Friðbergss. „Víkingur auðvitað! Nei, heyrðu mig, þeir eru víst í annari deild og geta því ekki unnið þá fyrstu. Þá verð ég að skjóta á eitthvað annað lið. Ætli ég segi ekki Valur, annars fylgist ég lítið með knattspymu." Helgi Eiriksson „Framarar, það er enginn spuming. Hvers vegna? Nú, auðvitað vegna þess að þeir eru bestir. Ég er í Fram og fylgist vel með fótboltanum. Ef Fram tekst ekki að vinnamótið þá reikna ég með Val.“ Steinar Sigurðsson „ Auðvitað Framar, ég er Framari eins og Helgi og þeir vinna þetta örugglega. Ef þeim tekst ekki að vinna þá held ég að... nei ann- ars, ég held ekkert um það. Framarar vinna þetta bara.“ IManna Árnadóttir „Hvaða lið vinnur? Valsar- ar hljóta að vinna þetta, ég held með þeim. Annars fylgist ég ekki mikið með knattspymunni en hins vegar hef ég fylgst nokkuð með körfuboltanum á vet- uma.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.