Morgunblaðið - 19.05.1987, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.05.1987, Blaðsíða 6
6 B jHotflumblaftib /IÞRÓTTIR ÞRWJUDAGUR 19. MAÍ 1987 HOLM BERT FRIÐJÓN Þegi þú! Þú ræður engu hér! KEPPNIN í 1. deild karla í knattspyrnu hefst á fimmtudaginn. Sem fyrr hafa margir lagt hönd á plóginn til að árangur náist. í hverju horni er skrafað um deiidina, spáð í spiiin. „Sérfræðing- ar“ stilla upp liðunum og oftar en ekki heyrast raddir, sem skilja ekkert í uppstillingu þjálfaranna. í tvo áratugi hefur Hólmbert Friðjónsson verið á milli tannanna á þessum sjálfskipuðu „sér- fræðingum", en þær raddir hafa þagnað í lok hvers keppnistíma- bils, því Hólmbert hefur ávallt náð góðum árangri sem þjálfari — yfirleitt mun betri en bjartsýnustu menn þorðu að vona í upp- hafi tímabils. Áður en Hólmbert gerðist þjálfari lék hann með meistaraflokki ÍBK í tíu ár og yngri flokkunum fyrir þann tíma. Hólmbert ákvað að leggja stígvélin á hilluna í haust og því má segja að hann sé nú í fyrsta skipti utan vallar í orðsins fyllstu merkingu. Síðan Hólmbert gerðist þjálfari hefur hann markað sín sér- stöku spor í deildina og erfitt er að sjá keppnina fyrir án hans þátt- _■■■■■ töku. Rödd hans Steinþór hefur yfírgnæft aðr- Guðbjartsson ar á vellinum, skrífar dómarar hafa oft þurft að þagga niður í honum, leikmenn undir hans stjóm hafa ekki alltaf verið honum sam- mála, en Hólmbert hefur hvergi haggast. En hvers vegna ákvað einn farsælasti þjálfari 1. deildar að venda kvæði sínu í kross og hvem- ig finnst honum breytingin? Afslappaður „Við hjónin eigum 20 ára brúð- kaupsafmæli 3. júní, ég hef þjálfað meistaraflokkslið undanfarin 20 ár og vanrækt fjölskylduna á sama tíma og svo fékk ég aðvörun í fyrra um að fara að slappa af, en þá veiktist ég, fyrst og fremst vegna of mikils álags. Þjálfarastarf á ís- landi er mjög óheilbrigt og í raun bijálað. Menn vinna mikið og lengi fyrir utan þjálfunina og það segir sig sjálft að fyrr eða síðar hlýtur eitthvað að láta undan. Það er rosalega þægilegt að vera laus og eflaust hefði ég átt að stoppa mikið fyrr. Þegar vinnu er lokið fer ég bara heim. Þetta er gífurlegur munur. Nú fer ég á völl- inn, horfi afslappaður á úr fjarlægð og læri eins og ég gerði, er ég hætti að spila sjálfur. Það er besti skólinn. Svo ætlum við í sumarfrí í næsta mánuði, en það hefur fjöl- skyldan ekki gert saman nema einu sinni." Dagmar Maríusdóttir tekur undir orð eiginmannsins. „Það er svo mikill draumur að hafa kallinn allt- af heima og ná sambandi við hann. Aður var hann alltaf með hugann við boltann og það var orðið þannig að ég spurði hann og svaraði sjálf!" Þegiþúl Lætin í kringum Hólmbert byrjuðu, þegar hann hóf að leika í meistara- flokki, 15 ára gamall. Andstæðing- amir kærðu, sögðu hann of- ungan, en ÍBK vann málið. Þá vom settar reglur um að leikmenn yrðu að vera orðnir 16 ára til að spila í meistaraflokki. Hólmbert endaði ferilinn sem ís- landsmeistari með ÍBK 1964. Margir draga þá ályktun að hann hljóti að hafa verið harður spilari vegna vasklegrar framgöngu hans í þjálfuninni, en Hólmbert þvertekur fýrir það. „Ég var frekar rólegur og linur, en engu að síður var ég einu sinni rekinn útaf og það var fyrir misskilning. Þetta var í leik KFK og UMFK 1963, hörkuleik eins og þeir voru alltaf á milli þess- ara félaga. Við Siggi Alberts vomm eitthvað að kljást og ég sagði:„Þegi þú! Þú ræður engu hér.“ I því kom Grétar Norðfjörð dómari aðvífandi, hélt að talað væri til sín og rak mig af velli! Þá vom malarvellirnir strikaðir með salti og salthaugar fyrir utan. Áhorfendur hreinlega trylltust og grýttu Grétar, stráðu yfir hann salti, hann sleit leiknum og þurfti að hverfa á braut í lögre- glufylgd." Hólmbert hlær innilega þegar hann rifjar þetta atvik upp og fer ekki á milli mála að ýmislegt SIGÞÓR SIGURJÓNSSON UM HÓLMBERT: fV Það hefuraidrej varW lognmoila (kringum Hólmbert og maður sofnaðl ekkart á bakknum hjá honum. Ég haf akkl unnlð mað sam- vtskusamari mannl og þó ófærAln væri slík að anglnn kæmlst foróa slnna, var hann ætið mættur á æflngu. Hann bafði sfnar skoðanlr og við vorum ekkl alltaf sammmála, en hann náðl árangri og það er það sam sklptir máli.“ annað, mun skemmtilegra, kemur upp í hugann við tilhugsunina. Hann réð sem leikmaður og sem þjálfari var það hann, sem valdið hafði. Slys Hólmbert ætlaði sér aldrei að verða þjálfari í 1. deild. „Það var slys. Eg hafði þjálfað yngri fiokka ÍBK frá því að ég var unglingur og síðar hjá UMFK, þegar ég var þar fram- kvæmdastjóri, þannig að ég var vanur þjálfun, en meistaraflokks- þjálfunin var slys. Reynir Karlsson var þjálfari Keflavíkurliðsins 1968 og ég var vallarstjóri í Keflavík. Stundum vantaði menn á æfingar og Reynir fékk mig til að vera með til að fylla upp í. Liðið var gott, spilaði góðan bolta og átti leikina, en tapaði jrfirleitt — ekkert gekk upp. Nú, það er fundað um málið og ég var á fundinum þar sem ég var tengdur liðinu og túlkaði mína skoðun. Hún var sú að leikmenn spiluðu fyrir sjálfan sig, vildu sýna hvað þeir voru miklar stjömur, en léku ekki fyrir liðið. Næsta ár var einhver uppstokkun og Keflavík fékk ekki þjálfara. Leikmenn fóru þá fram á að ég yrði þjálfari og ég hef verið í þessu síðan." Undir stjóm Hólmberts varð ÍBK íslandsmeistari 1969 og hann telur að það hafi verið jafnsterkasta lið- ið, sem hann hefur þjálfað. Hann færði Einar Gunnarsson úr mið- herjastöðunni og lét hann leika sem miðvörð, ákvörðun sem olli fjaðra- foki, en Einar varð einn besti vamarmaður íslands, fór strax í landsliðið og lék 20 landsleiki. Hólmbert hafði sína skoðun, hann þorði og þegar hann lítur yfir farinn veg, er hann einna ánægðastur með þetta framtak. Taugamar hjá fðlögunum Hólmbert byijaði og endaði að sinni þjálfaraferilinn hjá Keflavík, en þjálfaði einnig Ármann, Njarðvík, Víði, Fram og KR þess á milli, alls staðar staðið sig með prýði og ver- ið vel liðinn. En hvar hefur hann kunnað best við sig? „Þetta er erfið spuming." Hólmbert hugsar sig um, en síðan stendur ekki á svarinu. „ Mér hefur fallið best að vinna hjá Fram og KR. Hjá þessum félögum eru vinnubrögðin styrkari en hjá öðmm, fæturnir em stærri og breiðari, starfið kraft- meira og félögin bifast ekki, hrisst- ast ekki, þó eitthvað á bjáti. ótrúlegur fjöldi manna stendur að baki, en hjá öðmm félögum, sem ÁSGEIR ELlASSON UM HÓLMBERT: „Það vargottaðæfa hjá honum, hann er sanngjam, vlnnur vel og þægllegur f allri umgengnl. Það er mlkll efUrsjá af honumúrdelldlnnl, enóg vona að hann koml fflefldur afturtlllelks. ég þekki til, em meiri sveiflur í starfinu.“ Dagmar vill hins vegar ekki draga félögin í dilka. „Ég hef alls staðar fundið fyrir heilnæmu lofti og mér þykir vænt um allt og alla hjá öllum þessum félögum. Þetta hefur verið ógleymanlegur tími, sem ég hefði ekki viljað missa af. Húmorinn í fótboltanum er svo yndislegur. Ég hef taugar til allra þessara félaga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.