Morgunblaðið - 19.05.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.05.1987, Blaðsíða 4
4 B gjjgtgttgftlgftifr /ÍÞRÓTTIR ÞRJÐJUDAGUR 19. MAÍ 1987 KNATTSPYRNA / MEISTARAKEPPNI KSI Annar titill Skagamanna í höfn á tímabilinu AKURNESINGAR eru sigurveg- arar í Meistarakeppni KSÍ1987 eftir sigur á íslandsmeisturum Fram í leik liðanna á sunnudag. Þar með bera Akurnesingar sæmdarheitið meistarar meist- aranna. Þetta er annartitillinn sem Skagamenn vinna á þessu tímabili, en þeir sigruðu einnig í Litlu bikarkeppninni sem lauk um fyrri helgi. Leikurinn fór fram á Akranesi og er fyrsti leikurinn á þessu tímabili sem fram fer á grasi. Leikurinn fór rólega af stað og virtust bæði liðin leggja mikla áherslu á vömina. I bæði liðin vant- aði lykilleikmenn sem ekki gátu leikið vegna meiðsla, þannig em Ólafur Þórðarson, Alexander Högna- son og Sigurður Halldórsson frá í Akranesliðinu og Pétur Ormslev, Viðar Þorkelsson Jón Gunnlaugsson skrífarfrá Akranesi og Þorsteinn Þorsteinsson hjá Fram svo nokkrir séu nefndir. Fyrir bragðið stilltu bæði liðin upp nýjum leikmönnum í nokkrar stöður og stóðu þeir sig allir sérstaklega vel. Eins og áður segir fór leikurinn rólega af stað og segja má að ekk- ert afgerandi marktækifæri hafi skapast fyrr en fyrsta markið var skorað. Það var á 28. mínutu. Akur- nesingar fengu þá hornspymu frá vinstri og eftir baráttu í vítateign- um fékk Guðbjöm Tryggvason boltann og sendi hann í netið. Strax eftir markið fengu Frammarar sitt besta marktækifæri. Eftir góða fyr- irgjöf Ormars Örlygssonar átti Pétur Amþórsson skot í stöng. Akumesingar náðu betri tökum á leiknum framan af síðari hálfleikn- um og gerðu oft harða hríð að marki Fram. Seinna markið kom á 51. mínútu og var það sérlega fal- legt. Sveinbjöm Hákonarson átti þá góða fyrirgjöf frá vinstri. Þránd- ur Sigurðsson fékk þar knöttinn í þröngu færi, lagði hann fyrir sig, lék út í vítateiginn og afgreiddi síðan knöttinn snyrtilega í netið. Eftir því sem leið á leikinn dofnaði yfir honum að nýju og virtust liðin sætta sig við orðinn hlut. Greinilegt var að leikmenn þreyttust á blautu grasinu, enda völlurinn gljúpur. Bæði liðin virðast vel undirbúinn fyrir komandi átök. Sérstaklega vöktu athygli nokkrir nýliðar í báð- um liðum sem stóðu sig mjög vel. Bæði liðin hafa orðið fyrir mikilli blóðtöku frá síðasta keppnistíma- bili, þrátt fyrir það verða þau bæði sterk í sumar, á því er enginn vafi. Að leik loknum afhenti Ellert Schram formaður KSÍ Akumesing- um sigurlaun sín og fögnuðu áhorfendur, sem vom um 800 tals- ins, mjög þegar þau voru afhent, enda hefur gengi Akranesliðsins í Meistarakeppni KSÍ verið allt annað en glæsilegt á undanfömum ámm. Dómari var Guðmundur Haraldsson og línuverðir þeir Eyjólfur Ólafsson og Eysteinn Guðmundsson og stóðu þeir sig mjög vel. ÍTALÍA Platim i samtali við Morgunblaðið eftir kveðjuleik sinn: Þarf að kynnast nýjum heimi UM 23.000 manns kvöddu Mic- hel Platini á leikvanginum í Tórínó á sunnudaginn, en þá lék hann með Juventus gegn Brescia og vann Juve 3:2. Sá sigur varö til þess að Juventus varð í 2. sæti 1. deildarinnar. Um 50 franskir og ítalskir fréttamenn komu sérstaklega til að vera viðstaddir formlega yfirlýsingu Platinis þess efnis að hann væri hættur hjá Ju- ventus. Eftir að hafa innsiglað sigurinn gegn Brescia gerðu Juventus- menn sér dagamun. Boniperti forseti liðsins bauð til kampavíns- veislu frétta- Frá Brynju mannasal við hliðina Tómer á á búningsklefum llaliu liðsins, ræddi stutt- lega við fréttamenn og þakkaði Platini samfylgdina. „Eg er hættur í knattspymu vegna þess að ég veit að morgundagurinn verður ekki betri en dagurinn í dag,“ sagði Michel Platini er frétta- ritari Morgunblaðsins hitti hann á sunnudaginn. Ég held að á morgun hafí ég ekki lengur þann viljastyrk sem þarf til að svitna og beijast í fótboltanum. Ég hef þurft að hafa mikið fyrir því að verða þokkalegur íþróttamaður og ég fínn að nú hef ég ekki lengur sama metnað og sama kraft og áður til að gera bet- ur og verða betri en ég er nú. Þess vegna fínnst mér rétt að setja punktinn hér aftan við minn íþrótta- feril." - Er eiithver sérstakur Juvent- usmaður sem þú kemur til með að sakna meira en annarra? „Nei, enginn sérstakur. Þetta em allt góðir vinir mínir og verða það áfram. Þó ég leiki ekki framar með liðinu er ekki þar með sagt að leik- mennimir verði ekki vinir mínir áfram.“ — Hvenær ákvaðstu að end- urnýja ekki samning þinn við Juventus? „í september í fyrra ákvað ég að þetta yrði mitt síðasta leiktímabil með Juventus." Aðspurður um hvað hann hygðist Símamynd/Reuter Platinl spllaðl slðaata lalk alnn fyrlr Juvantus á sunnudaglnn. Juva vann 3:2 an Platinl skor- aði akki. gera í framtíðinni sagðist Platini mundu reyna að lifa eins eðlilegu lífí og hægt væri. „Ég hef verið atvinnumaður í 17 ár og á þess vegna eftir að kynnast því sem við getum kallað heimi hinna venju- lega. Ég þarf að kynnast nýjum heimi, heimi sem ég hef ekki getað kynnst sem þekkt og opinber per- sóna. Ég reikna með að ég muni einbeita mér að viðskiptum mínum og kannski vera með sjónvarps- þætti.“ - Viltu verða íþróttafréttamað- ur? „Það eru nú svo margir íþrótta- fréttamenn til í heiminum að ég veit ekki hvort það er líka pláss fyrir mig,“ segir hann hæversklega og bætir svo við: „en ég kem örugg- lega til með að vinna þætti sem tengjast áhugamáli mínu.“ — Ætlar þú að leika knattspyrau í góðgerðarskyni, til dæmis til styrktar unglingum sem eiga við eiturlyfjavandamál að stríða? „Þeir krakkar í Frakklandi sem eiga við slík vandamál að stríða þurfa ekki peninga heldur atvinnu. Éf ég á að eftir að leika knattspymu í framtíðinni verður það fýrst og fremst vegna þess að ég hef gaman af því. Þannig hefur það verið und- anfarin 20 ár og ég sé ekki hvers vegna það ætti að breytast." - Hver fannst þér mesti munur- inn þegar þú komst frá St. Etienne til Juventus? „I Frakklandi fannst mér knatt- spyman vera leikin meira fyrir leikmennina sjálfa. Hér á Ítalíu fínnst mér hins vegar eins og liðin leiki frekar fyrir fréttamenn og aðdáendur. Þetta þarf ekki endilega að vera neikvætt, því oft geta blaða- menn orðið til þess að hvetja menn til að bæta sig og gera alltaf betur.“ - Þegar þú setur á vogarskál- arnar það sem þú hefur gefið Juventus og það sem þú hefur þegið, hvort er þyngra? „Ég hef þegið margt frá Juventus. Mjög margt. Leikmenn fara og koma en íþróttafélagið er alltaf á sínum stað. Ég held að það sem ég hef þegið frá Juventus sé þyngra á þessari vogarskál þinni," segir hann og glottir út í annað eins og honum einum er lagið, þegar honum fínnast spumingar blaðamanna þreytandi. - Hefur þér ekki þótt erfitt að vera svona mikið í sviðsljósinu eins og þú hefur verið undanfar- in fimm ár? „Nei, alls ekki. Það er ekkert erfítt að vera í sviðsljósinu ef maður bara skorar," segir hann og gamla glot- tið er aftur komið á sinn stað. Síðan brýtur hann sér leið í gegnum mannþröngina sem bókstaflega girðir hann af. Hann heldur út í bifreið sína, ekur hægt af stað og hundmð ungmenna hlaupa með- fram bifreiðinni og hrópa: „Viva Platini, sei grande." Platini er 31 árs að aldri. Hann hefur leikið með Juve síðan 1982 og á þeim tíma hefur liðið tvívegis sigrað í ítölsku 1. deildinni, einu sinni í Evrópukeppni bikarhafa og einu sinni orðið Evrópumeistari meistaraliða. Hann heftir skorað 106 mörk í 223 leikjum á þessum tíma. Hann var fyrirliði franska landsliðsins er það varð Evrópu- meistari 1984 og einnig í tvígang er liðið komst í undanúrslit heims- meistarakeppninnar, 1982 og 1986, en heimsmeistaratitillinn er sá eini sem Michel hefur ekki unnið á ferli sínum. SL-MÓTIÐ Verða Valsmenn meistarar eins og flestir halda? Þrjú lið af Norðurlandi leika nú í deildinni Er rétt að „selja“ íslandsmótið? Nú er fótknötturinn farinn að rúlla um knattspyrnu- velli landsins. Önnur deildin hófst um helgina og fyrsta um- ferð 1. deildarinnar verður leikin annað kvöld. Vellir landsins koma misjafnlega undan vetri og því fara einhveijir leikir fram á möl en fljót- lega ætti að vera mögulegt að leika á grasi alls staðar. Meistaraflokks- menn eru ekkert of hrifnir að leika á möl en þó er varla hægt að vorkenna þeim mikið því flest lið í neðri deildunum leika á möl allt árið og yngri flokkar margra félaga sem eiga ágætis gras- velli fá ekki að leika á þeim. Fyrst yngstu strákamir eru nógu góðir til að leika á möl, þó grasvöllur sé til staðar, er þeim fullorðnu varla mikil vork- un. Margir „knattspymusérfræð- ingar" eru þeirrar skoðunar að Valsmenn verði íslandsmeistar- ar í ár. Liðið hefur leikið vel í vorleikjum sínum og „kom vel undan vetri“, eins og fyrirliði þeirra Þorgrímur Þráinsson orð- aði það. Víst er um að liðið hefur leikið mjög sannfærandi í vor og ef þeir halda því áfram eiga þeir alla möguleika á íslands- meistaratitlinum. Litlar breyt- ingar hafa orðið á liðinu. Ársæll Kristjánsson er hættur en Sævar Jónsson kominn í vömina í hans stað. Stefán Amarson mark- vörður er farinn í KR aftur en Guðmundur Baldursson bættist í hópinn og síðan má geta þess að Þorgrímur Þráinsson virðist í mun betra formi nú en í fyrra enda var hann meiddur þá og náði sér aldrei á strik. Fleiri nöfn mætti nefna en liðið er skipað sterkum einstaklingum í hverri stöðu og einnig á vara- mannabekknum. Á fundi hjá félagi 1. deildarliða í gær gerðu forráðamenn, þjálf- arar og fyrirliðar félaganna það að gamni sínu að spá um röð liðanna og þar urðu Valsmenn í efsta sæti. Undanfarin þijú ár hefur þessi leikur verið viðhafð- ur og svo skemmtilega hefur viljað til að það lið sem spáð hefur verið titilinum á fundinum hefur orðið íslandsmeistari. Einnig hefur deildin unnist með 38 stigum undanfarin ár og því velta menn því nú fyrir sér hvort ekki sé óþarfí að leika þar sem vitað sé hversu mörg stig meist- aramir fá og hveijir þeir verða! í ár leika þijú lið frá Norður- landi í 1. deildinni og er þetta í fyrsta sinn sem slíkt gerist. Þórsarar hljóta að stefna hátt í deildinni en markmið KA og Völsungs, sem komu bæði upp úr annari deild, hlýtur að vera að halda sér í henni. Gaman væri ef það tækist því með meiri dreifingu liða um landið ætti áhuginn að aukast og það hefur sýnt sig að fólk úti á landi kem- ur frekar til að hvetja sína menn en fólk á höfuðborgarsvæðinu. Þetta virðist eiga við í öllum íþróttum. Fólk úti á landi virðist gefa sér meiri tíma til að fara á völlinn eða í íþróttahúsið til að fylgjast með keppni heima- liðsins, enda er mun skemmti- legra að fylgjast með leikjum í húsum eða völlum úti á landi en hér í Reykjavík. Áhorfendur eru virkari og mun einlægari enda halda þeir alfarið með öðru liðinu og heimta sigur hvað sem það kostar. Islandsmótið heitir að þessu sinni SL-mótið 1. deild. Sam- vinnuferðir Landsýn styrkja með þessu félögin sem leika í deildinni og er þetta nýmæli hér á landi en heftir verið við lýði um nokkurra ára skeið erlendis, til dæmis í Englandi, og gefíst vel. Þær raddir heyrast hér að það sé óviðeigandi að „selja“ 1. deildina á þennan hátt. Það er ljóst að forráðamenn 1. deildar- félaganna, og allir forráðamenn íþróttafélga, hafa gengið á milli fyrirtækja og stofnana til að „betla" fjármagn til að standa straum af rekstri deildanna. Eflaust breytir þessi samningur við SL því ekki að forráðamenn- imir þurfí að „betla“ fjármagn hjá velviljuðum fyrirtækjum, en ef þetta gæti orðið til að forráða- mennimir ættu náðugri daga er það á vissan hátt nóg til að rétt- læta „söluna". Forráðamenn félaganna hafa lengi unnið ómælt starf í sjálf- boðavinnu og fæstir, nema þeir sem í þeirra spomm hafa verið, gera sér ljóst hversu mikið þess- ir menn leggja á sig. Eftir því sem hærra kemur í deildum og betri árangur næst aukast kröf- umar og leikmenn einbeita sér að æfingum og leikjum en taka sífellt minna þátt í öðram þátt- um sem snúa að íþróttinni. Hjá mörgum félögum, sérstaklega úti á landi, þurfa leikmenn sjálf- ir að standa í ýmsum „redding- um“ sem forráðamenn „stóra" félaganna annars annast. Skúli Unnar Sveinsson Valsmenn á bakl Valsmenn eru taldir sigurstranglegir í sumar. Hér eru þrir þeirra á hestbaki en leikurin sem á eftir kom tapaöist þannig að þeir hita örugglega ekki aftur upp á baki. Hart barlstl Skagamenn eiga hér í vök að verjast. Þeir hafa yngt mikið upp hjá sér en það viröist ekki há þeim mikið ef marka má árangurinn í vor.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.