Morgunblaðið - 19.05.1987, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 19.05.1987, Blaðsíða 9
ftoy&MfiMafttft /ÍÞRÓTTIR ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 1987 B 9 HANDKNATTLEIKUR / BÆJARKEPPNI HSÍ OG RUV Ágúst Þorsteins fyrstur aðmarki ÁGÚST Þorsteinsson, lang- hlaupari úr UMSB, varö ís- landsmeistari í hálfu maraþonhlaupi (21,1 km)á sunnudag. Hlaupið var háö í Reykjavík og var sœmileg þátt- taka, en alls komu 22 í mark. Framan af hlaupinu hafði Sig- hvatur Dýri Guðmundsson IR forystu í hlaupinu, en þegar það var rösklega hálfnað tók Ágúst for- ystuna og hélt henni það sem eftir Hafnfirðingar bestir í handbolta HAFNFIRÐINGAR tryggðu sér sigur í Bæjarkeppni HSI og RUV á sunnudaginn. Liðið vann sigur á Garðbæingum í fjörug- um úrslitaleik, 30:28, í Hafnar- firði. Eins og tölurnar gefa til kynna var ekki mikið lagt upp úr sterkum varnarleik, kapp var lagt á sóknarleikinn hjá báðum liðum. Staðan í hálfleik var 15:12 fyrir heimamenn. Llið Hafnafjarðar skipað FH- ingum, styrkt með Haukunum Sigurjóni Sigurðssyni og Ingimari Haraldssyni, hafði lengst af nauma ggmi forystu. Garðbæing- Frosti ar, sem léku án Eiðsson Sigmars Þrastar skrífar markvarðar, voru þó aldrei langt undan og náðu einu sinni forystu í seinni hálfleik. Á lokakaflanum var það mark- varsla Magnúsar Árnasonar sem réði úrslitum. Hann varði vel á mikilvægum auknablikum og var sigur heimamanna aldrei í hættu undir lokin. Óskar Ármannsson var mjög at- kvæðamikill í sóknarleik Hafnfirð- inga, sérstaklega í síðari hálfleik og þeir Héðinn Gilsson og Guðjón Amason stóðu vel fyrir sínu. Garðbæingar söknuðu Sigmars Þrastar úr markinu. Hannes Leifs- son og Gylfi Birgisson voru bestir í liði þeirra. Dómararnir Rögnvald Erlingsson og Gunnar Kjartansson höfðu það rólegt við dómgæsluna og komust vel frá leiknum. Mörk Hafnfirðinga: Siguijón Sigurðsson 7/3, Óskar Ármannsson 6, Héðinn Gilsson 6, Guðjón Ámason 5, Gunnar Beinteinsson 4, Pétur Petersen og Ingimar Haraldsson 1 mark hvor. Mörk Garðbæinga: Hannes Leifsson 9/7, Gylfi Birgisson 7, Sigutjón Guðmundsson 4/1, Einar Einarsson 4, Skúli Gunnsteins- son 3 og Hafsteinn Bragason 1. Skúli Gunnsteinsson svífur hér inn af línu Hafnfirðinga og skorar eitt marka sinna. Morgunblaðið/Einar Falur MARAÞON Meðal keppenda voru nokkrir Bandaríkjamenn af Keflavíkurflug- velli. Settu þeir skemmtilegan svip á hlaupið. Þeirra fremstur var Jeff Roseberry sem er góður langhlaup- ari, hljóp nýlega 5 km á 14:19 mín. og 10 km á 30 mínútum sléttum. Þá lét Sigfús Jónsson, bæjarstjóri Akureyringa, sig ekki muna um að hlaupa þótt mikið vanti á að hann sé í sömu æfingu og þegar hann var upp á sitt bezta og setti íslands- met í 5 og 10 km hlaupum. Árangur hans í hlaupinu er þó ugglaust bæjarstjóramet. Samhliða hálfa maraþonhluapinu fór fram skemmtiskokk og tóku um 30 manns þátt í því, karlar og kon- ur. Bróðir Ágústar, Kári Þorsteins- son, sigraði í karlaflokki og fótfráar Bandaríkjakonur voru fyrstar kvennaflokki. Hlaupnir voru rúr lega 7 kílómetrar. Mundu, það þarf tvo til... Hér eru tvö góð efni frá Hörpu til málunar á járn. HÖRPU OLÍUMENJA Olíumenju skal bera á allt veðrað járn. Hún er góður ryðvarnargrunnur og mikilvægur undirbúningur undir málningu. HÖRPU ÞAKVARI Þakvari er frábær málning á þök og annað járn utanhúss. Þakvari hefur mjög mikið veðrunar- og þensluþol og lágan gljáa. Þakvari er einstaklega léttur og auðveldur í notkun, hvort sem notuð er rúlla eða pensill. SAMSPIL SEM SKILAR ÁRANGRI Skúlagötu 42, 125 Reykjavík Pósthólf 5056, S (91) 1 15 47. HARPA gefur lífinu lít! ■ Úrsllt/B11 ÞÓRHILDUR/SÍA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.