Morgunblaðið - 21.06.1987, Síða 27

Morgunblaðið - 21.06.1987, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1987 27 •• Okukennara- félag Islands: Þörf á end- urskoðun laga um öku- kennslu AÐALFUNDUR Ökukennarafé- lags íslands var nýverið haldinn. Auk venjulegra aðaifundar- starfa, var ályktað um umferðar- mál, þar sem m.a. var hvatt til þess að nýjar reglur verði settar um ökukennslu og ökunám. Aðalfundurinn fagnaði því að ný umferðarlög hefðu verið samþykkt á Alþingi, en jafnframt var það harmað, að ekki skyldu hafa verið gerðar neinar afgerandi breytingar í hinum nýju lögum um menntun ökukennara eða lágmarksfjölda kennslustunda til ökuprófs. Fundurinn hvatti til þess að lög- gæsla yrði aukin verulega, enda væri það ódýrasta slysavömin, sem völ væri á. Þá var skorað á um- ferðaryfirvöld og borgaryfirvöld að beita meiri nákvæmni við uppsetn- ingu umferðarmerkja og við yfir- borðsmerkingu gatna. Fagnað var framtaki bifreiða- tryggi ngafél aganna um sérstakt átak til að reyna að bæta ástandið f umferðarmálum þjóðarinnar og lýst yfir fullum stuðningi við „Far- arheill 1987.“ Stjóm félagsins fyrir næsta starfsár er þannig skipuð: _ Guð- brandur Bogason, formaður, Ólafur Einarsson, gjaldkeri, Amaldur Ámason, ritari og meðstjómendur Snorri Bjamason, Finnbogi G. Sig- urðsson, Kjartan Þórólfsson og Guðmundur G. Pétursson. í vara- stjóm voru kjömir Birkir Skarphéð- insson, Þórður Akólfsson og Stefán Magnússon. Norskur kór syngur í Hall- grímskirkju FIMMTÍU manna norskur æsku- lýðskór er um þessar mundir staddur hér á landi og mun hann á sunnudaginn syngja við messu í Hallgrímskirkju og um kvöldið á samkomu hjá KFUM og KFUK að Amtmannsstíg 2b. Kórin held- ur síðan tónleika í Akureyrar- kirkju á þriðjudagskvöldið kl. 20.30 og á Egilsstöðum á mið- vikudagsk völdið. Kór þessi er frá þremur kirkju- sóknum í Noregi, Ullem, Rea og Ris og er ferð hans hér skipulögð af Þjóðkirkjunni. Kórinn heldur aft- ur heim með Norrönu á fimmtudag- inn. Siglufjörður: Kvennakórinn í f ör til Þýskalands KVENNAKÓR Siglufjarðar heldur til Þýskalands í dag, 21. júní og mun hann halda tónleika með kórum frá bæjunum Riede og Wheye-Leeste, en þeir eru í úthverfum Bremen. Kvennakór Sigluíjarðar fer í boði þessara kóra og er meiningin að halda tónleika þar ytra 26. og 27. júní. Stjómandi þessara kóra verður frú Silke, en hún er gift Hlyni Óskarssyni, frá Siglufírði, og bjó þar í nokkur ár og stofnaði þá Kvennakór Siglufjarðar. Þegar þau hjónin fluttu utan féll starfsemi hans að mestu niður, og em nú tólf ár síðan hann söng síðast. í kómum em 22 konur, en alls fara um 30 manns í Þýskalands- ferðina, og hefur kórinn notið velvildar ýmissa fyrirtækja á Siglu- firði sem gert hafa konunum mögulegt að fara í þessa ferð. Meðfylgjandi mynd er af Kvennakór Siglufjarðar MetsöliMidá hverjum degi! CtNIRljwtGtSII STRIK/SlA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.