Morgunblaðið - 23.06.1987, Síða 2

Morgunblaðið - 23.06.1987, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1987 Flugstöð Leifs Eiríkssonar: Flugleiðir með alla veitingasölu FLUGLEIÐIR verða með alla veitingasölu í flugstöð Leifs Eiríksson- ar. Samningur þess efnis var undirritaður við Flugleiðir 15. júni síðastliðinn. Um 10 aðilar gerðu tilboð í veitingastarfsemina. Veitingastarfsemi í flugstöðinni felst í því, að um eitt aðaleldhús er að ræða, kaffíbar, starfsmanna- mötuneyti, veitingasölu á útsýnis- stað, vínstúku og aðalveitingasal undir glerþaki. Veitingastarfsemi er öll í höndum eins aðila, þar sem aðeins er um eitt eldhús að ræða. Að sögn Péturs Guðmundssonar flugvallarstjóra var veitingasalan boðin út og annaðist Almenna verk- fræðistofan útboðið. „Sveit manna með sérþekkingu á fjármálum og veitingamálum yfírfór tilboðin og mælti með því að tilboði Flugleiða yrði tekíð og varð það niðurstað- an,“ sagði Pétur. Tilboð Flugleiða felur í sér fasta greiðslu og ákveðið hlutfall af veltu. „Var það mat okk- ar að tilboð þeirra gæfi mest í aðra hönd miðað við þá veltutölu, sem allir tilboðsaðilar notuðu og einnig hafði þjónustuþátturinn þar mikið að segja.“ Lágmarksársgreiðsla fyrir veitingaaðstöðu var í útboði 10,6 milljónir og var tilboð Flug- leiða lægra en það. Útgáfustjórn Þjóðviljans: * Svavar og Olaf- ur Ragnar hætta SVAVAR Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins, Kristín Á. Ólafs- dóttir, varaformaður, Ólafur Ragnar Grímsson, formaður fram- kvæmdastjórnar, og Adda Bára Sigfúsdóttir hurfu öll úr útgáfustjórn Þjóðviljans á aðalfundi Útgáfufélags Þjóðviljans, sl. fimmtudags- kvöld. Samkvæmt heinúldum Morgunblaðsins hafði tekist um það óformlegt samkomulag á sl. vetri að þeir Svavar og Ólafur Ragnar hættu báðir, þar sem vera þeirra í útgáfustjórninni þótti hefta fag- leg störf stjórnarinnar. Heimildir Morgunblaðsins herma að útgáfustjómin hafí að meira eða minna leyti verið óstarfhæf vegna pólitískra átaka á milli Svavars og Ólafs Ragnars og því hafí tekist samkomulag um þetta. Þá hafí mönnum þótt eðlilegt að ráðast í frekari hreinsanir andstæðra póla og samist hafí um að þær Kristín A. Ólafsdóttir og Adda Bára Sigfús- dóttir gengju úr stjóminni af sömu ástæðum. Öll báðust þau undan endurkjöri á aðalfundinum. í aðalstjóm sitja nú: Álfheiður Ingadóttir, Guðni Jóhannesson, Guðrún Hallgrímsdóttir, Halldór Guðmundsson, Helgi Guðmunds- son, Hrafn Magnússon, _01ga Guðrún Ámadóttir, Mörður Áma- son og Ragnar Ámason. í vara- stjóm sitja Sigríður Hanna Sigurbjömsdóttir, Kristín Ólafs- dóttir, Páll Baldvin Baldvinsson og Sæunn Eiríksdóttir. Á fundinum var gerð tillaga um Bjöm Jónasson, hjá Svart á hvítu, í aðalstjóm, en hann náði ekki kjöri. Sömu sögu er að segja af Kristínu Ólafsdóttur. Gerð var til- laga um hana í aðalstjóm, en hún náði ekki kjöri. Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að þótt menn séu til þess að gera sáttir við þessa nýju stjóm, þá sé kurr í ákveðnum mönnum á ritstjóm Þjóðviljans vegna þess að Bjöm náði ekki kjöri. Ritstjómarmeðlimir Þjóðviljans ásamt yngra fólkinu í flokknum munu hafa viljað að áherslunni á blaðinu verði breytt, úr þeirri pólitísku togstreitu sem verið hefur á milli andstæðra póla í flokknum yfír í faglegri umfjöllun, þar sem menn kæmu við sögu sem hefðu vit á útgáfustarfsemi og rekstri. Því töldu ákveðnir ritstjómarmeð- limir Þjóðviljans að Bjöm Jónasson væri kjörinn til þess að taka sæti í útgáfustjóminni. Sömuleiðis er ritstjómin ekki alltof hrifin af kjöri Guðrúnar Hallgrímsdóttur efna- verkfræðings í stjómina. Benda menn á að hún hafí aldrei komið nálægt blaðarekstri. Hún tilheyri tvímælalaust dyggasta stuðnings- mannaliði Svavars og hljóti þvl að hafa verið kjörin í stjómina til þess að gegna pólitísku varðhundshlut- verki. Morgunblaðið/EG Fleiri seiðum sleppt en nokkru sinni Vogum. Fjögur hundruð þúsund laxaseiðum verður sleppt í sjó frá hafbeitarstöðinni Vogalaxi í Vogum í sumar. Fyrstu 150 þúsund seiðunum var sleppt frá stöðinni sl. föstudag og á næstu tiu dögum verður 250 þúsund seiðum sleppt. Seiðin hafa verið alin í kerum í eitt og hálft ár og eru 25-50 grömm að þyngd þegar þeim er sleppt til sjógöngu. Laxinn hefur eins konar innbyggða ratsjá og eftir eitt ár i sjó kemur hluti seiðanna í stöðina aftur, 5-7 pund að þyngd. Aldrei hefur fleiri seiðum verið sleppt frá íslenskri hafbeitarstöð en frá Vogalaxi nú. Aðeins tvisvar hefur fleiri Atlantshafslaxaseið- um verið sleppt í heiminum fram til þessa. Ríkismat sjávarafurða: Umhverfi frysti- húsa víða áfátt RÍKISMAT sjávarafurða hóf 9. júní síðastliðinn úttekt á aðstöðu fiskvinnslustöðva til að fram- leiða gæðavöru, þar sem lögð er áhersla á að fá glögga mynd af ástandi hreinlætis- og búnaðar- mála. Átak þetta er undir heitinu „Fiskvinnsla til fyrirmyndar". í sýnishorni af upplýsingum, sem fram hafa komið í úttektinni, kemur fram að umhverfi frysti- húsanna, sem könnuð voru, er heldur áfátt en hins vegar virtist starfsmannaaðstaða almennt vera í lagi. Verkefni þetta er liður í þeim áherslubreytingum sem orðið hafa á starfsemi Ríkismatsins í kjölfar endurmats á verksviði stofnunar- innar, sem unnið hefur verið í samráði við aðila sjávarútvegsins og stjómvalda. Meginniðurstöður Fjöldi erlendra gesta á bókmenntahátíð í haust Bókmenntahátíð verður haldin í Reykjavík 13.—19. sept- ember í haust. Þetta er önnur bókmenntahátíðin, hin fyrsta var haldin 1985 og var ljóða- hátíð, en að þessu sinni verður áhersla lögð á óbundið mál. Vemdari hátíðarinnar er frú Vigdís Finnbogadóttir forseti. Frumkvæði að hátíðinni átti Knut Odegárd forstjóri Norræna hússins og er hann jafnframt framkvæmdastjóri hátíðarinnar. Stjóm hátíðarinnar skipa: Ámi Siguijónsson ritstjóri, Einar Kára- son rithöfundur, Halldór Guð- mundsson útgáfustjóri, Ingibjörg Bjömsdóttir fulltrúi, Sigurður Valgeirsson útgáfustjóri, Thor Vilhjálmsson rithöfundur, Knut 0degárd forstjóri og Ómólfur Thorsson bókmenntafræðingur. Langflestir höfundanna koma frá Norðurlöndunum. Að auki er boðið fulltrúum annarra landa til þess að styrkja bókmenntasam- skipti Norðurlanda og umheims- ins. Þegar hafa þessir höfundar þegið boð að koma: Frá Danmörku Poul Bornum, Klaus Rifbjerg og Dorrit Willum- sen; frá Finnlandi Kaari Utrio, Eeva Kilpi og Johan Bargum; frá Álandseyjum Karl-Erik Berg- mann; frá Noregi Jon Michelet, Tor Obrestad og Herbjorg Wassmo; fulltrúi Sama Rauni Magga Lukkari; frá Svíþjóð Sven Delblanc, Sara Lidman og Ola Larsmo; frá Chile Isabel Allende; frá Vestur-Þýskalandi Luise Rins- er; frá Austur-Þýskalandi Erwin Strittmatter; frá Frakklandi Be- nolte Groult og Alain Robbe- Grillet. Vonir standa til að nöfn fleiri rithöfunda bætist við listann m.a. þátttakendur frá Bandaríkjunum, Sovétríkjunum og Bretlandi, en sem stendur er beðið svara frá þessum löndum. Bókmenntahátíðin hefur fengið styrk frá Norræna menningar- sjóðnum. Reykjavíkurborg hefur gefið vilyrði fyrir fjárveitingu og Norræna húsið og einkafyrirtæki munu einnig styrkja hátíðina. Nokkur sendiráð og menningar- stofnanir greiða fargjöld rithöf- unda viðkomandi landa. þess endurmats voru þær, að verk- svið Ríkismatsins verði fyrst og fremst að stuðla að og fylgjast með hvort fískvinnslufyrirtækin séu hæf hvað varðar búnað, hreinlæti og þekkingu til að framleiða vöru. Jafnframt er talið eðlilegt að eftir- lit með framleiðslu og mat á afurðum færist i æ ríkari mæli til framleiðenda sjálfra og sölusam- taka. Gefíð hefur verið út sýnishom af þeim upplýsingum, sem fram hafa komið í úttektinni. Af tólf frystihúsum, sem könnuð voru reyndist umhverfí tveggja vera slæmt og fímm gallað. Fimm reynd- ust vera í lagi og eitt til fyrirmynd- ar. Einnig var starfsaðstaða könnuð. Starfsaðstaða tveggja reyndist slæm, aðstaða þriggja göll- uð, þtjú í lagi og fjögur til fyrir- myndar. Mikið selt af ánamöðkum NÚ ER aðalstangaveiðitfminn og mikið er selt af ánamöðkum fyr- ir lax og silung. Þurrkatíðin undanfarið veldur því að þeir sem bjóða ánamaðka til sölu geta vart annað eftirspum. Algengt verð í sumar mun vera 8 krónur fyrir silungamaðkinn og 12 krónur fyrir laxamaðkinn. Sam- svarandi verð í fyrra var 6 og 8 krónur. Lítið framboð undanfarið getur þó hækkað verðið til muna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.