Morgunblaðið - 23.06.1987, Blaðsíða 21
VBPI TI/FTIr fie qunAnTTimíTd OTOA mVTTTUHOM
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1987
i
Lífeyrissj óðafrumvarpið
Nokkrar
athugasemdir
eftírJón Erling
Þorláksson
Nú er komið fram frumvarp End-
urskoðunamefndar lífeyriskerfis (17
manna nefndar) um starfsemi lífeyr-
issjóða. Var sú nefnd skipuð árið
1976 og hefur unnið að málinu síðan.
Það hefur lengi verið þymir í aug-
um margra hve lífeyrismál hér á landi
em flókin og rekstur þeirra kostnað-
arsamur. Lífeyrissjóðir eru nærri 100
talsins. Algengt er að fólk eigi rétt-
indi í mörgum sjóðum. Dæmi eru um
að sami maður eigi réttindi í 14 lífeyr-
issjóðum. Gripið hefur verið til þess
ráðs að skrá lífeyrisréttindi ekki að-
eins hjá sjóðunum sjálfum heldur
einnig í allsheijarskrá á vegum flár-
málaráðuneytisins til þess að koma í
veg fyrir að réttindi manna týnist
hreinlega, en einnig til þess að frem-
ur sé unnt að fylgjast með því hvort
allir greiði í einhvem lífeyrissjóð eins
og skyldugt er.
Mun það hafa verið von manna
þegar 17 manna nefndin var sett á
laggir að upp af starfí hennar kæmi
einfaldara kerfi.
En nefndin gerir ekki tillögur um
fækkun sjóða. Stefna hennar er sú
að skipta hveijum sjóði í eldri og
yngri hluta. Eldri hlutinn á að greiða
af eignum sínum þann hluta lífeyris-
sjóðfélaga sem svarar til þegar
áunninna réttinda þeirra. Nýi hlutinn
tekur við iðgjöldum framvegis og í
honum myndast réttindi eftir öðmm
reglum en nú gilda. Réttindum, tekj-
um, gjöldum og eignum eldri og yngri
hluta sjóðs ber að halda reikningslega
aðskildum.
Það er sanni nær að í frumvarpinu
felist Qölgun lífeyrissjóðanna um
helming með skiptingu hvers og eins
þeirra í tvo hluta.
Engu er líkara en tvískipting sjóð-
anna sé hálfgert feimnismál hjá
nefndinni. Skiptingin er aðeins nefnd
á einum stað í frumvarpinu þar sem
kveðið er á um reikningslegan að-
skilnað. Hvergi er sagt að annar
hlutinn skuli ekki bera ábyrgð á
skuldbindingum hins. Af athuga-
semdum með frumvarpinu má þó
ráða að sú er ætlunin. Tvískipting
er heldur ekki nefnd í grein um árs-
reikning sjóðs eða í grein um trygg-
ingafræðilega athugun. En ljóst er
að gera verður sjálfstæðan ársreikn-
ing fyrir hvom hluta og skýrsla
tryggingafræðings hlýtur sömuleiðis
að verða í tvennu lagi.
Nú kann einhver að segja að það
sé aðeins til bráðabirgða að lífeyris-
sjóður þurfí að starfa í tveimur
hlutum þar sem eldri hlutinn eyðist
smám saman og hverfí. Þetta er rétt.
En það tekur ein 80 ár.
Vera má að nefndin geri ráð fyrir
nokkurri fækkun llfeyrissjóða á þann
hátt að sjóðir verði að hætta starf-
semi vegna þess að þeir geti ekki
staðið við lífeyrisskuldbindingar
sínar. Þetta á þó varla við um gömlu
sjóðina vegna þess að í reglugerð
flestra þeirra er ákvæði um að skerða
skuli réttindin ef fjárhagur sjóðs
krefst þess. Þeir verða því ekki svo
auðveldlega gjaldþrota. Sameining
sjóða er torveld vegna efasemda, sem
upp hljóta að koma um það, hvort
sameiningin þjóni hagsmunum félaga
beggja sjóðanna sem á að sameina.
Nýju hlutar sjóðanna geta komist
í þrot og orðið að hætta þar sem
ekki verður leyft að færa niður rétt-
indi í þeim. Þama kemur m.a. til sá
veikleiki fámennra sjóða að heppni
eða óheppni að því er snertir dauðs-
föll og örorku getur ráðið úrslitum
um það hvemig þeim vegnar. En það
kemur ekki fram fyrr en að árum eða
áratugum liðnum.
Su skipan, sem nefndin leggur til
að tekin verði upp, er reyndar einfald-
ari en núgildandi kerfi að því leyti,
að reglur hinna nýju sjóðshluta em
samræmdar.
Ákvæði frumvarpsins (2. málsgr.
13. greinar) um útreikning lífeyris-
réttinda eru bæði óljós og óheppileg.
Þar segir: „Árlegur ellilífeyrir
sjóðsfélaga... skal fyrir hvert ið-
gjaldsgreiðsluár vera 1,45% af
uppfærðum iðgjaldsstofni...“.
Jón Erlingur Þorláksson
„En ég get ekki gert
að því að mér blöskrar
það kerfi lífeyrissjóða
sem nefndin ætlast til
að við búum við fram-
vegis, með nærri 100
sjóðum, hverjum þeirra
í tveimur sjálfstæðum
hlutum. Lífeyrissjóða-
eftirlit á að vera og
mun ekki veita af, með
15 manna eftirlitsráði
og 3ja manna fram-
kvæmdas1jórn.“
Þama hefði verið betra að miða
við greitt iðgjald heldur en iðgjalds-
stofn, þar sem iðgjaldsprósentur geta
verið misháar. 10% iðgjald er lág-
mark skv. 9. gr. Það er ekki einu
sinni sagt í greininni að þessi 1,45%
séu miðuð við að iðgjaldið sé 10% af
launum, sem þó mun vera meiningin.
Síðan segir: „Uppfærsla lífeyris-
réttinda skal miðast við lánskjaravfsi-
tölu ... Uppfærslan skal gerð með
þeim hætti að í lok hvers árs skal
færa á sérstakan reikning sjóðsfélag-
ans þau lífeyrisréttindi, sem hann
hefur áunnið sér yfir árið. Þau rétt-
indi skulu færð upp til verðlags skv.
lánskjaravísitölu í lok ársins frá óveg-
inni meðalvísitölu á því tímabili, sem
sjóðfélaginn greiddi iðgjöld á árinu.
Jafnframt skal færa upp til árslokaví-
sitölu þau lífeyrisréttindi, sem sjóð-
félaginn hafði áunnið sér í lok
næstliðins árs. Er sjóðfélagi byijar
að taka lífeyri skal færa Kfeyrisrétt-
indi hans til þeirrar lánskjaravisitölu
er þá gildir...
Þetta er í meira lagi flókið og þoku-
kennt. Mér er satt að segja ekki
fullljóst hvað á að skrá.
Árlegur umreikningur réttinda er
óæskilegur, þó ekki væri nema vegna
þess að hann er ruglandi fyrir sjóð-
félagana. Tölur eru þá sífellt að
breytast og erfítt að fylgjast með
þeim.
Fyrir tæpum tveimur áratugum
var tekið að nota stigakerfí til að
mæla réttindi manna i lifeyrissjóðum,
sem þá voru stofnaðir. Það var mikil
framför á sínum tíma. Þá voru skrá-
sett stig, sem hver sjóðfélagi ávann
sér á hveiju ári. Stigin stóðu óbreytt
og þurfti ekki að umreikna þau siðar.
Ýmsir eldri sjóðir breyttu reglugerð-
um sinum til að geta notið hagræðis
af stigaútreikningi.
Gallinn var sá að stig voru ekki
jafngild milli sjóða, þar sem grund-
vallarlaun, sem miðað var við, voru
ekki hin sömu alls staðar.
Stigaútreikningur er sérstaklega
hentugur við skráningu lifeyrisrétt-
inda ef tekjur eru brejdilegar frá ári
til árs eða ef iðgjaldsprósenta breyt-
ist.
Nú er einmitt í frumvarpinu stefnt
að því að tekjur, sem iðgjald er greitt
af, verði breytilegri en áður þar sem
greiða á iðgjald af öllum tekjum en
ekki aðeins af föstum launum eða
dagvinnutekjum eins og tíðkast hefur
fram undir þetta. Auk þess er nú
lögð áhersla á það, að ákvörðun ið-
gjalda sé viðfangsefni kjarasamn-
inga. Samkvæmt því geta iðgjöld
verið breytileg frá einum tíma til
annars og frá einum starfshópi til
annars jafnvel innan sama lífeyris-
sjóðs. Við þær aðstæður eykst
mikilvægi þess að hafa hentugt stiga-
kerfi til að mæla réttindi manna.
í frumvarpinu er gert ráð fyrir að
alltaf sé notuð lánskjaravísitala til
umreiknings réttinda. Þetta tel ég
mikla framför. Slík breyting greiðir
fyrir samræmdum stigaútreikningi.
En þá bregður svo við að Kfeyris-
nefndin leggur til að horfíð verði frá
stigaútreikningi. Á þetta leggur hún
talsverða áherslu og segir á tveimur
stöðum í athugasemdunum að það
verði að teljast til bóta (mikilla bóta
á öðrum staðnum).
Nefndin reynir að færa rök fyrir
fráhvarfí frá stigaútreikningi. Rök-
semdimar mega þó heita óskiljanleg-
ar. Helst lítur út fyrir að nefndin
hafí verið slegin blindu og henni virst,
að stigaútreikningur hlyti að tengjast
hugtakinu grundvallarlaun. Úr því
að grundvallarlaun væru lögð niður
sem umreikningsstærð og lánskj araví-
sitala tekin upp í staðinn þá væri
stigaútreikningur sjálfkrafa úr sög-
unni. En slíkt er alveg fráleitt.
Innihald stiga breytist nokkuð við
það að lánskjaravísitala kemur i stað
grundvallarlauna. Rétt gæti verið að
hafa annað nafn á nýju stigunum til
að forðast mgling.
í 13. gr. frumvarpsins segin „Rétt-
indi sem ávinnast eftir að sjóðfélagi
hefur hafið töku lífeyris skulu jafn-
framt skert eftir reglum sem Kfeyris-
sjóðseftirlitið setur.“ Þetta er skýrt
svo í athugasemdum að iðgjöld, sem
greidd em sjóðnum eftir að sjóðfélagi
er fainn að taka ellilífeyri, standi stutt
við í sjóðnum, nái þar af leiðandi
lftilli ávöxtun og geti ekki veitt sömu
réttindi og iðgjöld greidd fyrr á starf-
sævinni.
Nokkuð kann að vera til í því að
skerða þurfi réttindi vegna iðgjalda,
sem greidd em eftir að sjóðfélaginn
er farinn að taka ellilífeyri. En þetta
er aðeins angi af miklu stærra máli.
Það er mjög ónákvæm regla að
iðgjöld gefi sömu réttindi hvenær sem
þau em greidd á starfsævi manns.
Svo einföld regla getur gengið ef ið-
gjöld em fastbundin sem hundraðs-
hluti launa og launin em tiltölulega
jöfn yfir starfsævina. Nú er hins veg-
ar stefnt að meiri breytileika í þessum
efnum eins og áður er nefnt.
Ekki kemur skýrt fram í fmm-
varpinu eða athugasemdum með því,
hvað frelsi til samninga um iðgjöld á
að ná langt. Ljóst er þó að það hlýt-
ur að geta leitt til þess að iðgjaldspró-
sentur verði misjafnar innan sama
lífeyrissjóðs, þar sem stundum em
fleiri samningsaðilar í sama sjóðnum.
Vel má hugsa sér samning sem kveð-
ur á um að iðgjald skuli vera 10%
af launum hjá félagsmönnum, sem
em yngri en 50 ára, en 15% hjá þeim
sem em eldri, svo dæmi sé tekið.
Slíkan samning þolir ekki sjóður með
því skipulagi sem frumvarpið gerir
ráð fyrir, vegna þess að þá standa
iðgjöldin til jafnaðar of stutt við í
sjóðnum. Annað dæmi: Fyrirtæki
hefur góða afkomu tiltekið ár og vill
láta starfsmenn njóta góðs af því
með aukagreiðslu í lífeyrissjóð. Eða:
Einstaklingur kemur einn góðan veð-
urdag til Kfeyrissjóðs með fjámpphæð
og vill kaupa sér réttindi. Verða sjóð-
imir við þvf búnir að taka við slíkum
greiðslum? Svarið hlýtur að vera neik-
vætt vegna hættu á að svo fijálsar
greiðslur komi helst frá öldmðu fólki
og verði sjóðunum þar af leiðandi
óhagstæðar.
Það er að mínum dómi æskiiegt
að sjóðimir geti tekið við ftjálsum
greiðslum eins og nefndar vom að
framan. En til að svo megi vera þarf
réttindavinnslan að vera í betra sam-
ræmi við fræðilega niðurstöðu,
þannig að fleiri réttindaeiningar fáist
fyrir iðgjald sem greitt er á ungum
aldri heldur en fyrir jafnhátt iðgjald
greitt seint á ævinni. Hugsanlega
verður slík skipan talin fara f bága
við tiltekin félagsleg sjónarmið. En
eins og sjóðimir em upp byggðir
skv. tillögum nefndarinnar hlýtur
samningsfrelsi um iðgjöld að verða
takmarkað.
Með hinni flötu réttindavinnslu,
sem frumvarpið gerir ráð fyrir, getur
aðstaða sjóða orðið misjöfn. Sjóðir
sem hafa að sjóðfélögum fólk er kem-
ur seint á vinnumarkað, munu eiga
erfítt uppdráttar miðað við aðra. Má
nærri geta hvemig fer ef námsmenn
greiða iðgjöld f einn sjóð en lang-
skólagengið fólk í annan.
Að lokum þetta: 17 manna nefndin
hefur unnið gott starf að ýmsu leyti.
Hún hefur gert gagnlega útreikninga
um kostnað af lífeyriskerfum, kannað
frumskóginn og kortlagt svo_ að
margt er nú ljósara en áður. Ýmis
atriði f tillögum hennar horfa til bóta,
önnur em lakari.
En ég get ekki gert að því að mér
blöskrar það kerfí lífeyrissjóða sem
nefndin ætlast til að við búum við
framvegis, með nærri 100 sjóðum,
hveijum þeirra í tveimur sjálfstæðum
hlutum. Lífeyrissjóðaeftirlit á að vera
og mun ekki veita af, með 15 manna
eftirlitsráði og 3ja manna fram-
kvæmdastjóm. „Eftirlitsráð og
framkvæmdastjóm ráða sér starfs-
fólk eftir þörfum" segir f frumvarp-
inu. „Kostnaði af rekstri eftirlitsins
skal jafnað niður á lífeyrissjóði...“.
Ég sting upp á því að aftur séu
teknar fram þær hugmyndir, sem
flestir ef ekki allir stjómmálaflokkar
höfðu á stefnuskrá sinni fyrir fáum
árum og sumir hafa enn, að stofnað-
ur verði einn lífeyrissjóður fyrir alla
landsmenn. Nýja kerfíð verði f einum
sjóði en gömlu sjóðimir verði kyrrir
þar sem þeir em.
í lögum um nýjan lífeyrissjóð
standi f 1. gr.: „Heimili sjóðsins og
vamarþing er á Akureyri.“ Eða t,d.
á ísafírði. Rétt er að nota tækifærið
og koma einu af skrifstofubáknum
samfélagsins fyrir utan höfuðborgar-
svæðið. Með tölvum nútfmans og
tengingu þeirra milli landshluta er
ekkert því til fyrirstöðu. Leiðin sem
nefndin vísar á er ófær. Hún liggur
bara lengra út í fen vitleysunnar.
Höfundur er tryggingnfræðingitr.
Aðal-
umboðið hf,
Vatnsmýrarvegi 25,
sími 621738
Eigum fyrirliggjandi Bronco árg. ’84, ’85, ’86 og
’87, ýmsar gerðir.
Bronco 1985 XLT Larense
með öllu. Verð 980 þús.
Willis Laredo 1983
Verð 580 þús.
Cherokee Laredo 1983 - 1986.
Cherokee Laredo 1983 Turbo diesel.
Ford Ecoliner XLT 1983, 9 manna.