Morgunblaðið - 23.06.1987, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1987
23
3. Breyttar aðferðir
við verktakaval
Áhugi verktaka á því að koma á
samræmdum og hertum reglum um
verktakaval hefur aukist verulega á
síðustu árum. Hið sama er að segja
um ýmsa verkkaupa, bæði opinbera
og aðra, enda eru miklir hagsmunir
þeirra í húfí. í þessu sambandi má
nefna Vegagerð ríkisins, Reykjavík-
urborg og ýmsar stofnanir í eigu
borgarinnar, Húsnæðisstofnun
ríkisins o.fl. Þá hefur Fjárlaga- og
hagsýslustofnun f.h. ríkisins látið
þessi mál nokkuð til sín taka á und-
anfömum mánuðum.
Afstaða verktakanna til þessa
máls er nokkuð mismunandi og
ræðst af ýmsum þáttum s.s. stærð,
staðsetningu og starfssviði fýrir-
tækja. Stærri verktakafyrirtækin
(sem flest eru staðsett á sv-homi
landsins) virðast frekar kjósa hertar
reglur en hin minni og áberandi er
að mörg landsbyggðarfyrirtæki
virðast áfjáðari í reglur sem hindrað
geta utanaðkomandi fyrirtæki í að
bjóða í verk í þeirra heimabyggð.
Hér er því um vandasamt mál að
ræða, sem erfítt getur verið að ná
fullri samstöðu um. Til að svo megi
verða er nauðsynlegt að taka tillit
til byggðasjónarmiða og að tryggja
hagsmuni smærri fyrirtækja til
jafns við þau stærri.
Hér að neðan em settar fram
nokkrar hugmjmdir sem gætu kom-
ið til greina, þegar rætt er um að
breyta þeim reglum sem nú em al-
mennt notaðar við útboð og val
verktaka.
1. Að forval fari fram við öll verk
sem em stærri en 15—20 millj. kr.
2. Að opin útboð verði einungis
notuð við minni verk (0—15 millj.
kr.)
3. Að lokuð útboð verði ekki notuð
í framkvæmdum ríkisins nema í
sérstökum tilvikum.
4. Að takmörkuð útboð verði við-
höfð þar sem hentugt þykir, enda
verði samráð haft við hagsmuna-
samtök verktaka, þegar þau em
ákveðin.
Atriði sem þessi gætu stuðlað að
aukinni festu og þar með dregið úr
þeirri ævintýramennsku og því fúski
sem viðgengist hefur hér á landi í
þessari starfsemi. Betri hagur verk-
takaiðnaðaríns mun að sjálfsögðu
skila þjóðinni bættum lífslqomm er
fram líða stundir.
Höfundur er verkfræðingur og
framkvæmdastjóri Verktakasam-
bands íslands.
Hátí ðarguðsþj ónusta í
Bæjarkirkju í Borgarfirði
KIRKJAN á Bæ í Bæjarsveit
í Borgarfirði verður 20 ára
2. júlí nk. Af því tilefni verð-
ur hátíðarguðsþjónusta í
kirkjunni sunnudaginn 28.
júní nk. kl. 14.00. Að henni
lokinni verða kaffiveitingar
í félagsheimilinu Brún.
Að undanfömu hafa staðið yfir
framkvæmdir við kirkjuna. Lokið
hefur verið við gerð stauragirðing-
ar umhverfis kirkjugarðinn og
verið er að byggja sáluhlið, eftir
teikningu arkitekts kirkjunnar,
Halldórs H. Jónssonar. Lagðir
hafa verið gangstígar í garðinn
samkvæmt endurbættu skipulagi
og frárennslislögnin hefur verið
endumýjuð. Kirkjan hefur einnig
verið máluð að utan.
í Bæjarkirkju.
EFÞÚ
VIIIVERA
VISS...
Pú hefur tvær megin ástæður
til þess að koma við í Lands-
bankanum áður en þú ferð til
útlanda.
Sú fyrri er
Gjaldeyrisþjónusta
Landsbankans.
Á yfir 40 stöðum á landinu
afgreiðum við gjaldmiðla allra
helstu viðskiptalanda okkar í
seðlum, ferðatékkum og ávís-
unum. Auk algengustu teg-
unda, s.s. dollara, punda og
marka, selur Landsbankinn
t.d. hollenskarflórínur, portú-
galska escudos, ítalskar lírur
og svissneska franka í ferða-
tékkum.
Með því að kaupa gjaldeyri
þess lands sem ferðast á til,
sparast óþarfa kostnaður og
fyrirhöfn.
Síðari ástæðan fyrir heimsókn
íLandsbankann er
Ferðatrygging Sjóvá:
Mörg óhöpp geta hent á
ferðalögum, ferðatrygging
Sjóvá ersvarið. Hún innifelur:
- Ferðaslysatryggingu,
- Ferðasjúkratryggingu,
- Ferðarofstryggingu,
- Farangurstryggingu,
- SOS-neyðarþjónustu.
Ferðatrygging Sjóvá er því
einföld og örugg.
Gjaldeyrir úr Landsbankanum
- ferðatrygging frá Sjóvá, -
eftir það getur þú verið viss.
SJÓVfl £ íslands
TRYGGT ER vel TRYGGT ÆtLJm Banki allra landsmanna