Morgunblaðið - 23.06.1987, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1987
Morgunblaðið/Úlfar
Steypubílar Steiniðjunnar hf. á hafnarbakkanum á ísafirði.
Steypustöðvamálið á Vestfjörðum:
Borgað með steypu
í Bolungarvík eða
okrað í Reykjavík
- segir Halldór
Antonsson hjá
Steiniðjunni
„OKKUR var boðin steypa á svo
hagstæðu verði að því var ekki
hægt að hafna. Mér sýnist mis-
munurinn á verði Steiniðjunnar
og BM Vallár vera um 700-1000
krónur rúmmetrinn, eða alls nm
ein milljón króna. En steypusala
til okkar er aðeins helmingur af
heildarsölu BM Vallár hér í Bol-
ungarvík," sagði Stefán Vetur-
liðason, verkfræðingur þjá Jóni
Friðgeiri Einarssyni, verktaka í
Bolungavík, sem sér um þær
varnarliðsframkvæmdir á Bola-
fjalli sem nú eru að hefjast.
Steiniðjan á ísafirði hefur mót-
mælt uppsetningu steypustöðvar
BM Vallár í Bolungarvík. Heima-
menn binda hins vegar vonir við
að hin nýja steypustöð festist í
sessi á staðnum.
Eins og kunnugt er var skipað upp
á ísafirði á laugardaginn hluta
þeirrar steypustöðvar sem BM Vallá
hyggst setja upp í Bolungarvík, en
steypubílar frá steypustöðinni
Steiniðjunni á ísafírði voru notaðir
til að koma í veg fyrir að hægt
væri að flytja búnaðinn þangað.
Fimm steypubílar girtu af svæðið
þar sem hluta steypustöðvarinnar
var skipað upp og ekki fyrr en á
sunnudagskvöld að hægt var að
komast að svæðinu. Með þessu voru
Steiniðjumenn á ísafírði að mót-
mæla því að fyrirtæki frá Reykjavík
setti upp steypustöð þar vestra rétt
yfír sumartímann. „Við teljum það
óeðlilegt að það sé hirt af okkur
sumarvinnan, sú vinna sem við lif-
um á,“ sagði Halldór Antonsson hjá
Steiniðjunni í samtali við Morgun-
blaðið í gær. Gagnrýnt hefur verið
að verð Steiniðjunnar væri 6%
hærra en skráð verð í Reykjavík,
en ástæður þess sagði Halldór þær
að markaðurinn væri lítill og fram-
kvæmdatlmabilið stutt. „Það er rétt
að við getum ekki boðið sama verð,
eða jafnmikinn afslátt og margir
aðrir, og það grundvallast á því að
við framleiðum aðeins 3.600 rúm-
metra á ári, en stöðvar eins og BM
Vallá að minnsta kosti 30.000 rúm-
metra. Hins vegar var verðið hjá
okkur í fyrra 12% hærra en í
Reykjavík en ekki nema 6% núna
sem sýnir að við erum á leið í rétta
átt, þótt ekki sé gott að segja hvað
nú verður. En það vil ég leyfa mér
að fullyrða að annaðhvort borgar
BM Vallá með steypunni I Bolung-
arvík, eða hún okrar á henni í
Reykjavík, því kostnaðurinn við að
flytja möl frá Reykjavík og setja
upp steypustöð vegna 2000 rúm-
metra steypusölu er slíkur að þetta
er ekki raunhæft verð,“ sagði Hall-
dór.
„Við höfum ekki reynt neitt sér-
staklega að ná samningum við
Steiniðjuna, þeir gefa út verðskrá
og hafa ekki verið til viðræðu um
neitt annað hingað til,“ sagði Stefán
Veturliðason í Bolungarvík. Hann
sagði að BM Vallá hefði tilkynnt
Jóni Friðgeiri Einarssyni, verktaka,
að í bígerð væri að setja upp steypu-
stöð í Bolungarvík vegna vegsvala,
þar sem yfírbyggja ætti veginn sem
verið væri að byggja í Óshlíðinni,
milli Bolungavíkur og Hnífsdals.
Því hefði verktökum á svæðinu ver-
ið boðin steypa til sölu á mun lægra
verði en þekktist frá Steiniðjunni á
ísafírði. Hann sagði að steypusalan
vegna radarstöðvarinnar væri innan
við helmingur þess sem BM Vallá
myndi steypa í Bolungarvík í sum-
ar, aðrar framkvæmdir væru m.a.
hafnargerð og skólabygging, auk
vegsvalanna. Stefán sagði það von
Bolvíkinga að hin nýja steypustöð
festist í sessi á staðnum.
Guðmundur Kristjánsson, bæjar-
stjóri í Bolungarvík, sagði í samtali
við Morgunblaðið að sveitarfélögin
fyrir vestan hefðu unnið að upp-
byggingu ákveðinnar byggðastefnu
og atvinnumálastefnu á svæðinu
og sú stefna samræmdist í raun
ekki því að treysta á skammtíma-
þjónustu. Hins vegar væri vöruverð
og verð á þjónustu líka byggðamál
og í þessu tilviki myndi það heldur
ekki samrýmast byggðastefnu að
byggja múr fyrir fyrirtæki sem
ekki virtist með samkeppnisfært
verð. Guðmundur sagði að bæjar-
stjómin hefði úthlutað BM Vallá lóð
undir steypustöðina, en kæmi að
öðru leyti ekkert inn í þetta mál.
AF INNLENDUM
VETTVANGI
eftir AGNESI BRAGADÓTTUR
Slj órnarmy ndun:
Deyfð og áhugaleysi
einkennir viðræðurnar
Vaxandi vantrú sjálfstæöis- og framsóknarmanna á
að stjórnarmyndun takist
SJÓNARMIÐ innan flokkanna
þríggja, sem standa í stjóraar-
myndunarviðræðum eru
mismunandi til þess hvort það
tekst um eða uppúr næstu helgi
að mynda nýja ríkisstjórn.
Sjálfstæðismenn segjast ekki
sjá betur en áhugi framsóknar-
manna sé afar takmarkaður.
Steingrímur Hermannsson hafi
látið sig hverfa úr bænum á
sunnudag og faríð í laxveiði og
við veiðar hafi hann verið
áfram í gær. Halldór Ásgríms-
son sé á hvalveiðiráðstefnunni
í Bretlandi og Guðmundur
Bjarnason sé því staðgengill
beggja í viðræðunum, án þess
að hafa fullt umboð til samn-
inga.
Alþýðuflokksmenn segjast
aftur á móti hafa meira yfir
vinnubrögðum sjálfstæðis-
manna að kvarta en framsókn-
armanna, en segjast engu að
síður haga sínum störfum með
þeim hætti að hægt verði að
mynda nýja ríkisstjóm um
næstu helgi. Þeir virðast þó
einir á þeim buxunum, þar sem
vaxandi vantrúar gætir nú í
röðum sjálfstæðis- og fram-
sóknarmanna á að það takist
yfir höfuð að mynda ríkisstjórn
þessara þriggja flokka. Það
kom fram i máli sjálfstæðis-
manna í gær að þeir eru mjög
efins um að þessi tilraun takist
og greinilegrar vantrúar gætti
einnig í máli framsóknar-
manna.
Þeir sem fjallað hafa um hug-
myndir um uppstokkun ráðuneyt-
anna hittust á nýjan leik á fundi
í gærmorgun og aftur síðdegis.
Þar var meiningin að komast að
sameiginlegri niðurstöðu til þess
að leggja fyrir þingflokksfundi í
dag, en það tókst ekki. Hittast
þeir því á nýjan leik kl. 8 árdegis
í dag, þar sem reynt verður til
þrautar að komast að sameigin-
legpn niðurstöðu til þess að kynna
þingflokkunum síðar í dag.
Greinilegt er að þreyta og pirring-
ur er kominn í menn og telja
margir þeirra að þessar viðræður
dragist óhóflega á langinn, án
þess að sýnilega miði í samkomu-
lagsátt. Alþýðuflokksmenn segja
að ekki bæti úr skák að samkomu-
lag það sem tekist hafí á milli
formannanna um fyrstu efna-
hagsaðgerðir standi ekki lengur,
og að þær ráðstafanir sem sam-
komulag sé um að grípa til séu
hvorki fugl né fískur.
Efasemdir um að þetta
takist fyrir vikulok
Sjálfstæðismenn og framsókn-
armenn töldu fyrir síðustu helgi
að hægt yrði að halda flokksráðs-
fundi á föstudag, þar sem mál-
efnasamningur yrði lagður fyrir,
en það var að heyra á máli þeirra
í gær, að þeir teldu einsýnt að
slíkt tækist ekki. Alþýðuflokks-
menn halda fast við þann ásetning
að ljúka störfum í vikunni, svo
hægt verði að halda þessa fundi
á föstudag og laugardag.
Alþýðuflokksmenn telja súrt í
broti að ekki hafi fengist á blaði
tillögur Þorsteins Pálssonar,
formanns Sjálfstæðisflokks um
uppstokkun ráðuneyta og samein-
ingu. Segjast þeir hafa beðið um
slíkar tillögur skriflega þegar sl.
miðvikudag, en þær hafí enn ekki
borist. Þeir kynntu í gær tillögur
sínar um uppstokkun og þar er,
samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins, gerð tillaga um sérstakt
atvinnumálaráðuneyti, sem sam-
eini ráðuneyti landbúnaðar og
sjávarútvegs, ásamt öðrum at-
vinnugreinum sem ekki heyra
undir aðra. Ekki er búist við því
að Sjálfstæðisflokkur og Fram-
sóknarflokkur fallist á slíka til-
lögu og gerir Alþýðuflokkur þá
til vara tillögu um að sjávarút-
vegsráðuneyti verði áfram sér-
stakt ráðuneyti, en landbúnaður
heyri undir byggðaráðuneyti,
ásamt samgöngu- sveitarstjóma-
og umhverfismálum. Fremur er
búist við að samkomulag geti tek-
ist um slíka tilhögun.
Það samkomulag sem rætt var
um að hefði tekist í grófum drátt-
um um fyrstu aðgerðir í efnahags-
málum virðist ekki vera jafn
klappað og klárt og látið hefur
verið að liggja. Eins og komið
hefur fram í fréttum var sagt
fullum fetum að formenn hefðu
náð samkomulagi um efnahagsað-
gerðir sem afla myndu ríkiskass-
anum eins milljarðs, það sem eftir
lifir árs. Nú munu menn hins veg-
ar fallnir frá ákveðnum hugmynd-
um um tekjuöflun, svo sem
bifreiðaeignaskatti og að veruleg-
um hluta frá afnámi undanþága
frá söluskatti. Hugmyndir voru
uppi um að afnema undanþágur
frá söluskatti hjá þjónustufyrir-
tækjum lögfræðinga, endurskoð-
enda, verkfræðinga, arkítekta,
ráðgjafa og fleiri, en fallið hefur
verið frá þeim hugmyndum.
Samskonar hugmyndir voru uppi
um veitingarekstur, en það hefur
einnig verið fallið frá þeim. Al-
þýðuflokksmenn telja því að
sjálfstæðismenn hafí horfíð frá
samkomulagi sem þegar hafí ver-
ið gert og framsóknarmenn einnig
að hluta. Því fer fjarri að fyrstu
aðgerðir eins og þær blasa við nú
geti aflað ríkissjóði milljarðs það
sem eftir er ársins. Gert var ráð
fyrir að bífreiöaeignaskatturinn
aflaði 300 milljóna á því hálfa ári
sem eftir er og fækkun undan-
þága frá söluskatti 400 milljóna.
Nú er áætlað að einungis um
helmingur undanþága frá sölu-
skatti verði afnuminn, þannig að
á næstu 6 mánuðum ætti slíkt að
afla ríkissjóði 200 milljóna króna.
Samkvæmt þessu hafa stjóm-
málaforingjamir því einungis
komið sér saman um aðgerðir sem
hafa í för með sér að aflað verður
hálfs milljarðs í stað eins.
Steingrímur stingur
upp á bensínskatti
Foringjamir leita nú annarra
fjáröflunarleiða og hefur morgun-
blaðið heimildir fyrir því að
Steingrímur Hermannsson hafí
reifað hugmynd þess efnis að sér-
stakur bensínskattur verði lagður
á og að sjálfstæðismenn vilji láta
kanna hvemig það kæmi út að
leggja 5% söluskatt á alla mat-
vöm og aðra þá vöm og þjónustu
sem undanþegin er söluskatti.
Telja menn af og frá að samkomu-
lag geti tekist um slíkar aðgerðir,
sem muni, að mati Alþýðuflokks-
manna þegar leiða til hækkunar
framfærsluvísitölu og þar með
víxlhækkana verðlags og kaup-
gjalds.
Það er raunar vandkvæðum
bundið að geta sér til um hvort
eða hvenær ný ríkisstjóm lítur
dagsins ljós og með hvaða hætti
hún verður skipuð. Það er eins
og viljinn til þess að ljúka þessu
starfí sé heldur takmarkaður.
Sjávarútvegsráðuneyt-
ið í húsnæði útvarpsins
Sjávarútvegsráðuneytið mun fá
aðsetur í húsi þvi sem hingað til
hefur hýst starfsemi Rikisút-
varpsins.
Helminginn af húsnæðinu fær
sjávarútvegsráðuneytið undir skrif-
stofur sínar en hinn helmingurinn
skiptist jafnt á milli tveggja stofn-
ana ráðuneytisins, Hafrannsóknar-
stofnunar og Rannsóknarstofnunar
fískiðnaðarins.
Að sögn Gríms Valdimarssonar
forstöðumanns Rannsóknarstofn-
unar fískiðnaðarins er þetta mjög
kærkomin stækkun á húsnæði þess-
ara stofnana sem fá nú sameigin-
legt bókasafn og mötuneyti.
Ekki er ákveðið hvenær ráðu-
neytið flytur en líklegt er að það
verði í mars á næsta ári.