Morgunblaðið - 23.06.1987, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1987
25
Markús Örn Antonsson, útvarpssljóri:
Hækkandi hlutfall
iiiulendrar dagskrár
„UMMÆLI menntamálaráðherra
á vígsluhátíðinni stangast á við
það sem hann lét hafa eftir sér
í sjónvarpsviðtali síðar, þar sem
hann sagði að íslenska sjónvarpið
hefði yfirburði í vandaðri dag-
skrárgerð miðað við það sem
hann hefði séð erlendis," sagði
Markús Örn Antonsson útvarps-
stjóri í samtali við Morgunblaðið,
um þau ummæli Sverris Her-
mannssonar að íslensku sjón-
varpsstöðvamar helltu yfir
landsmenn efni úr erlendum lág-
menningarruslafötum.
„Ég tel að Sverrir hafi með þess-
um ummælum átt við það ástand,
sem almennt ríkir á markaðnum,
en það er mjög erfitt fyrir litlar
stöðvar og lítil lönd að standa und-
ir eigin efni og er það almennt talið
þolanlegt að ná 50% markinu,"
sagði Markús Öm. Að sögn Mark-
úsar hefur hlutfall innlends dag-
skrárefnis undanfarin ár verið
32-36%, en farið hækkandi undan-
farið og að sögn hans vel yfir 40%
síðasta ár. Markús gat þess einnig,
að ráðherra hefði nýverið samþykkt
hækkun afnotagjalda og um leið
mælst til þess að hlutfall innlends
dagskrárefnis yrði um 50%. Sagði
Markús, að reynt yrði að verða við
þeim tilmælum.
„Ég tel hins vegar út í hött að
álykta sem svo, að þótt dagskrár-
eftii sé erlent, að það sé eitthvað
lágmenningarrusl; margt af því er-
lenda efni, sem við höfum haft á
boðstólum, er afbragðsefni," sagði
Markús að lokum.
Jón Ottar Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2:
Ummæli menntamála-
ráðherra dæma sig sjálf
„ÞESSI ummæli eru fyrir neðan
allar hellur hjá menntamálaráð-
herra og dæma sig í raun sjálf.
Vona ég að næsti menntamála-
ráðherra hafi meiri skilning á
því um hvað hlutirnir snúast i
sjónvarpsmálum,“ sagði Jón Ótt-
ar Ragnarsson, sjónvarpsstjóri á
Stöð 2 í tilefni af ummælum
Sverris Hermannssonar mennta-
málaráðherra.
Jón Óttar sagði, að sem mennta-
málaráðherra ætti Sverrir að vita
það, að á auglýsingamarkaðnum
væru um 300 milljónir fyrir sjón-
varpsstöðvamar og ef því væri skipt
í tvennt, kæmi ljós, að hvor stöð
hefði um 150 milljónir í auglýsinga-
tekjur. „Ef við gemm ráð fyrir því,
að öllum auglýsingatekjunum sé
Hassolíumálið:
Rannsókn miðar vel
HÆSTIRÉTTUR hefur stað-
fest gæsluvarðhaldsúrskurð
yfir einum þeirra þriggja
manna, sem handteknir voru
hér á landi fyrir smygl á has-
solíu. Hinir tveir áfrýjuðu ekki
úrskurðunum, sem í öllum til-
vikum kváðu á um 30 daga
gæsluvarðhald. Rannsókn máls-
ins miðar vel.
Á hvítasunnudag, 7. júní, vom
tveir íslendingar og einn Englend-
ingur handteknir í Reykjavík og
fundust í fómm þeirra 750 grömm
af hassolíu, að verðmæti um 2,5
milljónir króna. Er það mesta
magn hassolíu sem fundist hefur
í einu. Olíunni hafði Englending-
urinn smyglað hingað til lands í
verjum sem hann gleypti. Menn-
imir þrír vom allir úrskurðaðir í
30 daga gæsluvarðhald og áfrýj-
aði einn þeirra til Hæstaréttar,
sem hefur nú staðfest úrskurðinn.
Auk mannanna þriggja, sem
handteknir vom hér á landi, var
einn íslendingur handtekinn í
Manchester í Englandi. Hann mun
hafa séð um að kaupa hassolíuna
í Marokkó og fengið Englending-
inn til að smygla henni hingað til
Náttfari seldi
í Hull fyrir
63 krónur kg.
NÁTTFARI RE seldi í HuU í
gærmorgun afla sinn fyrir 6.3
milljónir kfona. Afli hans var 100
tonn og var meðalverð rúmlega
63 krónur.
Fyrir helgi seldi Ásbjöm RE í
Boulogne í Frakklandi 170 tonn
fyrir 9.1 milljón króna. Meðalverð
fyrir aflann var tæplega 54 krónur
fyrir hvert kfló.
lands. Maðurinn er enn í haldi
lögreglunnar í Manchester, en
ólíklegt þykir að farið verði fram
á framsal hans. Að sögn starfs-
manna fíkniefnadeildar lögregl-
unnar í Reykjavík miðar rannsókn
málsins vel á veg.
varið til innlendrar dagskrárgerðar,
sem er náttúrlega út í hött, þá höf-
um við annars vegar efni á því að
framleiða um 3 kvikmyndir eða 300
klukkustundir af ódyrasta efni. Við
sendum hins vegar út um 3.700
klukkustundir á ári, þ.a. þetta er
ekki raunhæft." Taldi Jón Óttar að
innlend dagskrárgerð gæti aldrei
orðið meira en 10-20%.
Að mati Jóns era það draumórar
að auka innlenda dagskrárgerð um
þetta, nema til komi erlent fjár-
magn, þar eð Stöð 2 vilji ekki leita
í vasa skattborgaranna. „Hvorki
Sverrir Hermannsson né nokkur
annar ráðamaður hafa ýtt þar úr
vör og emm við sjálfir að kanna
hvort við getum fengið erlent fjár-
magn í dagskrárgerð.
Jón vildi að síðustu vísa á bug
að erlent efni Stöðvar 2 væri ein-
hver lágmenning; um væri að ræða
margverðlaunaða þætti, sem alls
staðar hefðu hlotið viðurkenningu.
Jeppinn varð alelda á skammri stundu og er gjöró-
nýtur. Á innfelldu myndinni sést fólksbifreiðin,
sem er einnig mjög illa farin.
Árekstur á Kjalarnesi:
Fólk bjargaðist naum-
lega úr brennandi jeppa
MJÖG harður árekstur varð á
Kjalarnesi á laugardagskvöld og
þykir mikil mildi að ekki varð
stórslys.
Áreksturinn varð með þeim
hætti, að jeppabifreið og fólksbif-
reið var ekið norður Vesturlands-
veg. Jeppanum var síðan sveigt
yfir veginn, að heimreið bæjarins
Útkots. Ökumaður fólksbifreiðar-
innar ætlaði sér að aka fram úr
jeppanum, en þegar honum var
sveigt til hliðar skall fólksbifreiðin
í hlið hans. Báðar bifreiðamar köst-
uðust út fyrir veginn og eldur kom
samstundis upp í jeppanum, enda
skall fólksbifreiðin beint á bensín-
tank hans. í jeppanum vom fullorð-
in hjón og bamabam þeirra og
komust þau naumlega út úr bifreið-
inni áður en hún varð alelda. Þau
munu hafa fengið bmnasár, en
meiðsli þeirra em þó ekki alvarleg.
í fólksbifreiðinni var einn maður
og hlaut hann einnig meiðsli, en
ekki alvarleg.
Bóndi úr nágrenninu kom fljót-
lega á vettvang með tvö duft-
slökkvitæki og reyndi að hemja
eldinn í jeppanum, en fékk ekki við
neitt ráðið. Þegar slökkviliðið kom
á vettvang var bifreiðin alelda og
er gjörónýt. Fólksbifreiðin skemmd-
ist einnig mjög mikið í árekstrinum.