Morgunblaðið - 23.06.1987, Síða 34
,N or ðurlandskj ördæmi eystra:
Kjördæmisráð Borg-
araflokksins stofnað
STOFNAÐ var kjördæmisráð í
Norðurlandskjördæmi eystra sl.
laujfardag á vegum Borgara-
flokksins. Formaður var kjörin
Valgerður Sveinsdóttir, verslun-
armaður á Akureyri, annar
maður á lista flokksins í síðustu
alþingiskosningum.
Þetta er þriðja kjördæmisráðið
sem stofnað _er á vegum Borgara-
flokksins. Áður hafði Halldór
Pálsson sölustjóri verið kjörinn
formaður kjördæmisráðs Reykja-
ness og Þórir Lárusson formaður
kjördæmisráðs Reykjavíkur.
Samkvæmt upplýsingum frá
Borgaraflokknum verða tvö kjör-
dæmisráð væntanlega stofnuð fýrir
nk. mánaðamót, á VestQörðum og
á Norðurlandi vestra. í þeim þrem-
ur kjördæmum sem þá eru eftir,
Austflarðakjördæmi, Suðurlands-
kjördæmi og Vesturlandskjördæmi,
verður kjördæmisráðum að öllum
líkindum komið á fót í næsta mán-
uði.
Golf í miðnætursól
á Jaðri um helgina
ALþJÓÐLEGT golfmót, Arctic
Open, fer fram við golfskálann
á Jaðri um helgina og verður
leikið frá kl. 21.00 bæði föstu-
dags- og laugardagskvöld.
Leikið verður fram á morgun
í miðnætursólinni.
Þetta er í annað sinn sem Golf-
klúbbur Akureyrar heldur slíkt
mót. Það var fyrst haldið í fyrra
og komu þá 120 keppendur.
Vænst er jafnmikils fjölda nú, en
meðal keppenda verða ritstjóri
tímaritsins Golf World í Englandi
og ljósmyndari blaðsins. Auk
þeirra hafa keppendur frá Svíþjóð,
Englandi og Bandaríkjunum látið
skrá sig í keppnina.
Leiknar verða 36 holur. Mótið
er öllum landsmönnum opið og
er hægt að láta að skrá sig í hin-
um nýja golfskála Golfklúbbs
Akureyrar fram á fimmtudags-
kvöld.
Eldur í verbúð
ELDUR kom upp í verbúð við
Sandgerðisbót á Akureyri Iaust
eftir kl. 10.00 í gærmorgun.
Grunur leikur á að kviknað hafi
í út frá rafmagni.
Mikill eidur var í verbúðinni er
slökkviliðið kom á staðinn og tók
slökkvistarf um klukkutfma. Allt
tiltækt lið slökkviliðsins var kallað
út og voru átján menn að störfum.
Eldur hafði breiðst út í nærliggj-
andi verbúðir, sem eru í sömu lengju
og upp á aðra hæð þar sem einnig
eru verbúðir. Miklar skemmdir urðu
á þeim. Eigandi verbúðarinnar, sem
kviknaði í, var fyrir utan hana þeg-
ar eldurinn blossaði upp, en engin
slys urðu á fólki. Rannsóknarlög-
reglan á Akureyri rannsakar nú
eldsupptök.
Rólegt á Akur-
eyri um helgina
HELGIN var fremur róleg á
Akureyri, að sögn lögreglunnar
þar í bæ, en töluvert var um ölv-
un í bænum. Lýst var eftir 21
árs gömlum Akureyringi í kvöld-
fréttum útvarps í fyrrakvöld sem
ekkert hafði spurst til allan dag-
inn, en þegar betur var að gáð
var hann niður kominn í
Reykjavík og hafði tekið síðustu
flugvél frá Akureyri á laugar-
dagskvöld.
Tveir minniháttar árekstrar urðu
á Akureyri um helgina. Meiðsl urðu
engin á fólki. Þá voru sex ökumenn
teknir fyrir of hraðan akstur og
tveir ökumenn voru teknir, grunað-
ir um ölvun við akstur.
Hið nýja hús Sæplasts hf. Á innfelldu
myndinni sést Hörður Túliníus, fram-
kvæmdastjóri Hibýla hf., afhenda nýja
húsnæðið sl. föstudag. Það var Dórótea
Jóhannsdóttir sem veitti „lyklinum“ við-
töku fyrir hönd Sæplasts hf.
Dalvík:
Morgunblaðið/Jóhanna
Sæplast hf. flyt-
ur í nýtt húsnæði
SÆPLAST hf. á Dalvík fékk á
föstudaginn afhent nýtt verk-
smiðju- og skrifstofuhúsnæði á
Gunnarsbraut 12 þar i bæ. Hús-
bygginguna annaðist Hibýli hf. á
Akureyri, en fyrsta skóflustung-
an var tekin þann 31. júlí 1986
og hófst uppsteypa 10. október
sama ár.
Húsið er 840 fermetrar að gólf-
fleti og 4.100 rúmmetrar. Það er
fullfrágengið að innan sem utan og
kostar rúmar 30 milljónir króna.
Húsbyggingin er fjármögnuð með
lánum frá Iðnþróunarsjóði, Iðnlána-
sjóði og að hluta með eigin fé.
Árkitekt var Bjami Reykjalfn, verk-
fræðihönnun annaðist Verkfræði-
stofa Sigurðar Thoroddsen og
Raftákn hf.
Sæplast hf. framleiðir fiskiker í
fjórum stærðum auk vörubretta og
kassabretta fyrir fiskikassa. Á aðal-
fundi Sæplasts hf. í maí sl. var
ákveðið að ráðast í enn frekari
framkvæmdir á þessu ári. I fyrsta
lagi var ákveðið að byggja strax
annan áfanga á Gunnarsbraut 12
og verður hann 768 fermetrar að
stærð. Hann verður væntanlega til-
búinn til notkunar eftir fjóra
mánuði og verkinu að fullu lokið
fyrir áramót. í öðru lagi var ákveð-
ið að fjárfesta í nýjum búnaði til
að auka afköst og hagkvæmni verk-
smiðjunnar. Verður sá búnaður
kominn upp fyrir áramót og er
reiknað með að framleiðslugetan
verði rúmlega tvöföld frá þeim tíma.
í heild er um að ræða fjárfestingu
upp á um 50 milljónir króna. Til
að auka fjármagn þetta hefur hluta-
fé félagsins verið aukið um 10
milljónir króna og sótt hefur verið
um lán til Iðnþróunarsjóðs og Iðn-
lánasjóðs. Pétur Reimarsson,
framkvæmdastjóri Sæplasts, sagði
að fyrirtækið stefndi að því að að
verða eitt af stærstu fyrirtækjum á
sínu sviði í heiminum nú í kjölfar
stækkunar húsnæðis og aukningu
á framleiðslu.
Pétur sagði að mikil eftirspum
væri eftir framleiðsluvörum Sæ-
plasts hf. bæði hér á landi og
erlendis og ekki hefði verið unnt
að anna henni allri. Eftirspumin
hefur aukist jöfnum hömdum og
er um þriðjungur af framleiðslunni
fluttur út. Velta Sæplasts hf. árið
1984 var um 14 milljónir króna,
35 millj. kr. árið 1985, 71 milljón
kr. árið 1986 og stefnir í um 140
millj. kr. á þessu ári. Afkoman hef-
ur verið góð nema fyrsta árið en
þá var tap á rekstrinum. Fyrirtækið
var upphaflega stofnað í Garðabæ,
en keypt til Dalvíkur árið 1983. Á
þessu ári hefur verksmiðjan verið í
gangi alla daga vikunnar, allan sól-
arhringinn, nema nýársdag og 1.
maí. Hjá fyrirtækinu starfa nú 23
menn.
Ástæða þessarar aukningar er
áhersla á aukin gæði fisks, að sögn
Péturs. Sífellt fleiri bátar setja fisk
í ker um borð og þarf þá ekkert
að eiga við fiskinn fyrr en hann
kemur til vinnslu. Gerðar hafa ver-
ið tilraunir með ker um borð í
togurum og hafa þau reynst vel.
Auk þess skiptir hér máli aukin
saltfiskverkun, loðnuhrognavinnsla
og gámaútflutningur. Með góðan
heimamarkað hefur fyrirtækinu
einnig verið unnt að efla útflutning
sinn og virðast möguleikar vera
mjög góðir, að sögn Péturs.
Raufarhöfn:
Margt til skemmt-
unar á þjóðhátíð
Raufarhöfn. **
Félagar úr Austra tóku við friðarkyndlinum við brúna yflr Ormarsá.
17. JÚNÍ var haldinn hátíðlegur
á Raufarhöfn með ýmsu móti.
Gengið var frá félagsheimilinu
suður á íþróttavöllinn þar sem
Páll Þormar setti samkomuna
sem haldin var á vegum Ung-
mennafélagsins Austra á staðn-
um.
Ýmsar uppákomur voru til
skemmtunar, meðal annars firma-
keppni í knattspymu. Fyrst áttust
við lið frá Sfldarverksmiðju ríkisins
og trillusjómenn og endaði það með
sigri sfldarverksmiðjunnar. Þá léku
KNÞ og Jökull hf. með sigri Jökuls
eftir framlengdan leik og víta-
spymukeppni. Til úrslita léku svo
sfldarverksmiðjan og Jökull og fór
Jökull með sigur af hólmi.
Einnig fór fram reiðhjólakeppni
bama og boðhlaup karla sem var
falið í því að hlaupa í poka að tunnu
sem var full af vatni en í vatninu
flaut epli sem þátttakendur urðu
að ná upp með munninum. Þetta
vakti mikla kátínu viðstaddra.
Þegar líða tók á daginn komu
unglingar úr Austra inn á völlinn
en þeir höfðu um morguninn lagt
af stað hlaupandi til Þórshafnar og
til baka aftur. Tilefni þess hlaups
var að safna áheitum til Qármögn-
unar keppnisferðalags um Austur-
land.
Um kl. 19.00 tóku svo félagar
úr Austra við friðarkyndlinum við
brúna yfir Ormarsá og hlupu með
hann sem leið liggur vestur yfir
Melrakkasléttu, svokallaðan
„Jörfa“, rúma 30 kflómetra.
GENGIS-
SKRANING
Nr. 113 - 22. júní 1987
Kr. Kr. ToU-
Ein.Kl. 09.15 Kaup Sala Gengi
Dollari 38,980 39,100 38,990
Stpund 62,775 62,969 64,398
Knn.dollari 29,145 29,235 29,108
Dönskkr. 5,6532 5,6706 5,6839
Norskkr. 5,7898 5,8076 5,7699
Sænskkr. 6,1040 6,1228 6,1377
Fi.mark 8,7546 8,7816 8,8153
Fr.franki 6,3672 6,3868 6,4221
Belg.franki 1,0257 1,0289 1,0327
Sv.franki 25,5607 25,6393 26,7615
Holl.gyllini 18,8719 18,9300 18,9931
V-Þ. mark 21,2628 21,3282 21,39%
ítlira 0,02942 0,02952 0,02962
Austurr.sch. 3,0249 3,0342 3,0412
Port escudo 0,2726 0,2734 0,2741
Sp.peseti 0,3073 0,3083 0,3064
Jap.yen 0,26800 0,26882 0,27058
írsktpund 56,905 57,080 57,282
SDR(Scr8t.) 49,9036 50,0578 50,0617
Ecu,Evrópum. 44,1098 44,2456 44,3901