Morgunblaðið - 23.06.1987, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 23.06.1987, Qupperneq 36
ég sé aldrei nokkum eyri, maður lepur dauðann úr skel. Vinn frá klukkan sjö á morgnana til klukk- an tíu á kvöldin, alla virka daga vikunnar og oft gríp ég í þetta um helgar. — Hvað gerir þá mánuðurinn hjá þér? Hver eru launin? spurði ég- — Þetta er skítur á priki. Það tekur því varla að telja það fram. Ekki er óalgengt að ég hafi 130—150 þúsund á mánuði ogþað þá fyir alla þessa vinnu. Eg er orðinn þannig í bakinu að maður getur varla lengur staðið upprétt- ur. — Að hafa 130—150 þúsund krónur á mánuði, kallar þú að sjá aldrei nokkum eyri? — Já, verðlagið maður. Sjáðu t.d. matvörumar. Það er ekkert eðlilegt hvað þær kosta og svo neita ég því ekki að ég er að fjár- festa og þá þarf maður að hafa góð laun, já, virkilega góð laun. — Og í hveq'u ertu að fjár- festa? Þú segist eiga einbýlishús og svo veit ég að þú átt að minnsta kosti tvo bíla. — Ég ætla með konuna og krakkana í sumarhús í Hollandi seinni partinn í ágúst og það kost- ar nú sitt. Á heimleiðinni komum við svo við í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi. Konan er svo áhuga- söm um leiklistina og svo vill hún endilega borða á góðum veitinga- húsum. Við emm bæði sælkerar á mat og drykk, þó engin óregla, öðm nær. Meðan við spjölluðum saman hljóp hann með hvem bakkann eftir annars inn í brauðbúðina. Áður en ég kvaddi hann sagði hann mér að hann væri nýlega farinn að starfa við dyravörslu á vínveitingahúsi, þijú kvöld í viku, um helgar. — Það kostar sitt að lifa í dag vilji maður ekki missa af stóra vinningnum, sagði hann og stökk síðan inn í sendiferðabflinn og ók af stað. Ny þýsk gæðafilma frá Agfa plúsa SVIPMYNDIR UR BORGINNI / Ólafur Ormsson Af alþýðufólki Það vill gleymast í önnum dags- ins að fleiri gegna mikilvægu hlutverki í þjóðfélaginu en fjöl- miðlamenn og þeir sem glíma við það verkefni þessa dagana að mynda starfhæfa ríkisstjóm. Samviskusama og ötula alþýðu- menn er víða að fínna þó ekki sé það í hávegum haft í sjónvarpi eða útvarpi. í borgarsamfélagi nútímans em þeir engu að síður ómissandi og koma víða við. Það var um daginn þegar Stein- grímur var með umboðið og íslenski fáninn blakti við hún á sambandshúsinu við Sölvhóls- götu. Ég átti leið um Laugaveginn að morgni dags í miðri viku. Laugavegurinn var ekki í ökufæm ástandi frá Frakkastíg og niður að Klapparstíg, Borgarstarfs- menn vom að skipta um jarðveg og annað sem þarf að endumýja á vissu árabili og hafa verið þama með ýmis konar verkfæri, stór og smá undanfarið. Einn og einn vegfarandi var á gangi á gang- stéttum og veitti umrótinu litla sem enga athygli. Úr Alþýðu- bankanum komu tveir alþýðu- menn skömmu eftir að afgreiðslan opnaði og heilsuðu glaðlega og buðu góðan daginn, Baldur Bjamason verkamaður og vinur hans Dósóþeus sem ég tel að hafi látið vera sitt fyrsta verk, eftir að afnotagjöld ríkisútvarpsins hafa nú loks verið hækkuð í sam- ræmi við verðlag í landinu, að greiða gjöldin og létta þannig undir með útvarpinu og sjón- varpinu í samkeppni við Bylgjuna og Stöð 2. Þeir stigu út á vett- vang dagsis í sólskinisskapi enda komið sumar, sá tími ársins er vekur fögnuð í bijósti borgarbúa og einnig þeirra sem búa á lands- byggðinni. Það vom rigningarsk- úrir, sólin enn í felum og tveir rosknir, einhleypir menn sem mik- ið hlusta á útvarp að koma úr viðskiptum í Alþýðubankanum. í kaffíhúsi við Austurvöll biðu nokkrir borgarstarfsmenn í kaffi- tíma, í ljósgula einkennisklæðnað- inum, eftir afgreiðslu með Magnús Helgason, verkamann í fararbroddi og héldu síðan með rúnstykki og vínarbrauð í poka út í bifreið við Austurvöll. Við Reykjavíkurtjöm, fyrir framan Iðnó, skoðuðu þrír starfs- menn hreinsunardeildar borgar- innar fuglalífíð. Þeir höfðu skilið keirur sínar eftir, ofar við Laufás- veginn, rétt á meðan öskubfllinn var að losa og þeir fleygðu brauð- molum þangað sem endumar syntu fyrir framan búnaðarfélags- húsið. Hvergi sá ég svaninn sem er svo spakur að hann borðar úr lófa vinar síns, þess sem býr í Gijótaþorpinu. Kannski að svan- urinn hafi verið mettur eftir heimsókn vinar síns fyrr um morguninn og því haft hægt um sig, eða kannski var hann bara að forðast frekari umfjöllun Qöl- miðla. Við stórhýsi í Austurstræti var gluggahreinsunarmaður að störf- um og vann verk sitt af mikilli nákvæmni. Klukkan var langt gengin í tíu að morgni í miðri viku og nokkuð friðsælt í kvosinni í miðborg Reykjavíkur. Ég settist inn á kaffihús. Þar voru tvær MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1987 3 myndir frítt 12 og 24ra mynda litfilmurnar frá Agfa eru í raun 15 og 27 mynda. Þú færð því alltaf 3 í kaupbæti. Sveigjanleiki í lýsingu Nýja Agfa litfilman hefur mikið svig- rúm frá réttri ljósnæmisstillingu. Mikilvæg mynd verður því ekki ónýt. Náttúrulegir litir Nýja Agfa litfilman skilar þér myndum í sömu litum og mannsaugað nemur þá. Samanburður er sannfærandi. ! Ia' \m/J WL ■ • 't... í XR 100 i AGFA+3 Alltaf Gæðamyndir Stefan Thorarensen' Siðumúli 32, 108 Reykjavik - Simi 91- 686044 miðaldra konur að kvarta yfir þvi, þar sem þær spjölluðu saman við borð, að það væri nú meiri þolraunin með eiginmennina, þeir væru eiginlega aldrei heima nema rétt eftir miðnætti og svo fram- undir morgun þar til þeir færu aftur í vinnu. Fjölskyldurnar voru að safna fyrir sólarlandaferð og því ýmislegt á sig leggjandi. Ég fór um Tjarnargötuna, Skothúsveg, Fríkirkjuveginn og þaðan upp Þingholtin og áfram upp Skólavörðustíginn. Fyrir framan brauðbúð við Frakkastíg- inn gekk ég fram á sendiferðabfl- stjóra sem bar brauð og bakkelsi á bökkum úr bflnum og yfir í búðina. Við störfuðum saman fyr- ir tíu til tólf árum. Hann er kominn á glæsilegan farkost, nýj- an bfl og kom auga á mig þegar ég nálgaðist. Ég spurði frétta: — Það er þetta sama brauð- strit alla daga. Ég er kominn á fimmtugsaldurinn, á einbýlishús, konu og tvö böm. Það er sama hvað maður leggur hart að sér, Vinningstölurnar 20. júní 1987. Heildarvinningsupphæð: 4.150.764r 1. vinningur var kr. 2.078.415,- og skiptist hann á milli 5 vinn- ingshafa kr. 415.683,- á mann. 2. vinningur var kr. 622.134.- og skiptist hann á milli 246 vinningshafa, kr. 2.529,- á mann. 3. vinningur var kr. 1.450.215,- og skiptist á milli 7.437 vinn- ingshafa, sem fá 195 krónur hver. Upplýsinga- s imi: 685 111. OiWlQ, Þessir hressu krakkar úr Ól- afsvík efndu til hlutaveltu til styrktar Ólafsvíkurkirkju og afhentu þau sóknarpresti sinum sr. Guðmundi Karli Ágústssyni kr. 850. Myndin er tekin við það tækifæri, talið frá vinstri: Karen Erlingsdóttir, Arnbjörg Ösp Matthíasdóttir, sr. Guðmundur, Karl Lárus Gunnarsson, Þor- steinn Gunnar Gunnarsson, Jón Þór Jónsson, Stefán Már Guð- mundsson. Einnig tók Davíð Jens Guðlaugsson þátt í hluta- veltunni. i

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.