Morgunblaðið - 23.06.1987, Qupperneq 44
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1987
JóhannesH. Guð-
jónsson —
Fæddur 28. júlí 1912
Dáinn 16. júní 1987
Elskulegi afi minn, Jóhannes H.
Guðjónsson, lést þann 16. júní sl.,
eftir langvarandi veikindi. Síðan
hefur ríkt tómleiki í huga mínum.
Afi var ætíð léttur og kátur og
þannig vildi hann hafa alla í kring-
um sig. Mér er ætíð minnisstæður
sá tími sem ég dvaldi sem mest á
heimili þeirra ömmu og afa, sem
bam. Þar fékk ég svo mikla ást og
umhyggju.
Mér er sérstaklega minnisstætt
hvað mér þótti viðskilnaðurinn við
afa og ömmu þungbær, er ég flutt-
ist erlendis með foreldmm mínum
og var fjarri þeim í nokkur ár.
Afi hafði mikið dálæti á náttúm
landsins okkar og hafði svo gaman
af að taka okkur barnabömin með
sér í göngutúra og .ferðalög.
Hann naut þess að sýna okkur
allt sem fyrir augu bar á ferðalögum
okkar. Síðustu æviárin eyddi hann
flestum frístundum sínum við að
bæta aðstöðuna úti og inni í sumar-
bústaðalandi sínu við Hafravatn.
Þama gat hann dvalið öllum stund-
um, og þangað vom allir velkomnir.
Eg vil nú færa afa mínum hinstu
alúðarþakkir fyrir ógleymanlegar
samvemstundir.
Elsku amma mín, ég vil biðja guð
um að vera með þér og styrkja þig,
nú þegar afi er horfinn frá okkur.
Blessuð sé minning hans.
Jóhanna Andrea Guðmunds-
dóttir
Hann afi er horfinn okkur um
stund. Það er undarlegt okkur afa-
börnunum að hann, sem alltaf var
hinn hressasti, sé nú ekki hér til
að gleðjast eða hryggjast með okk-
ur í brambolti hversdagsins.
Samvistimar við afa vom alltaf
elskulegar. Hann sá yfirleitt hið
jákvæða og ýtti undir sjálfstæðis-
baráttu smáfólksins. Sjálfstæði afa
var óhagganlegt. Að vera engum
háður var hans stefna og við það
stóð hann alla tíð.
Avallt var gott að heimsækja afa
og ömmu eða að fá þau hingað
norður til okkar. Honum fylgdi
hressileiki sem hreif alla og allir
urðu einhvem veginn ánægðari með
sig og sitt.
Við biðjum Guð að geyma elsku
afa og að gefa ömmu styrk.
Jóhannes, Asta,
Andrea og Ellert.
Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins, Sæbraut 1—2 á Seltjarnarnesi,
fékk um daginn afhentar kr. 1100, en það var ágóðinn af hlutaveitu
sem þessir krakkar héldu til stuðnings stofnuninni. Þau heita: Árni
Þorsteinsson, Sólveig Guðmundsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir,
Harpa Thoroddsen, Hrefna Thoroddsen og Ásdís Erla Jónsdóttir.
Þessar stöllur efndu til hlutaveltu til ágóða fyrir Rauða kross ís-
lands og söfnuðu þær 600 kr. Þær heita Ámý Guðmundsdóttir,
Helena Olafsdóttir, Margrét Kolbeinsdóttir og Sæimn Harpa Krist-
jánsdóttir.
Leiðrétting
Stutt minningargrein um Jónas
Sigurð Jónsson sem birtist eftir
mig í Morgunblaðinu 12. júní sl.
hefur ekki verið prentuð samvisku-
samlega eftir handriti mínu.
Orðalagi hefur verið breytt bæði í
upphafi og endi greinarinnar, að
vísu smávægilega, en nóg til að
raska stíl höfundar. Fleira hefur
brenglast í meðförunum á grein
minni. í blaðinu stendur: „Ingveld-
ur og Jónas dóu úr spönsku
veikinni", en á að vera Ingveldur
og Jón o.s.frv. Á öðrum stað er
Ingveldur sú, sem tók Jónas Sig-
urð í fóstur, nefnd Jóhannesdóttir,
en á að vera Jóhannsdóttir. Fleira
er athugavert við prentunina á
texta mínum, en ég læt nægja að
nefna það helsta sem ég rak augun
í.
Upphaf greinarinnar var þannig
frá hendi höfundar: „Þegar ég kem
heim eftir stutta dvöl í París, frétti
ég að Siggi frændi sé dáinn.“ Og
endirinn var ofurvenjuleg og til-
gerðarlaus kveðja: „Farðu vel,
Siggi frændi,“ eða nánar tiltekið,
að það hefði mig langað að segja
í stað verulegrar minningargrein-
ar, þar eð tími var naumur. Ég
vona að blaðamönnum Morgun-
blaðsins sé ljóst, að þeir hafa ekki
heimild til að breyta greinum
manna, án samráðs við höfunda,
jafnvel þótt þeir telji sig þeim fær-
ari í máli og stíl. Brengl vegna
slælegs prófarkalesturs eða mis-
taka setjara eru annars eðlis og
gerast nú algengari í blöðum en
nokkru sinni fyrr. Þó vona ég að
þessi leiðrétting komist óbrengluð
gegnum prentverkið.
Jón Óskar
raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar
m.
Utboð
Tilboð óskast í uppsteypu sökkla og kjallara
fyrir félagsheimili á Hólmavík.
Utboðsgagna má vitja á skrifstofu Hólma-
víkurhrepps og á teiknistofunni Óðinstorgi
gegn 5000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða
opnuð á skrifstofu Hólmavíkurhepps mið-
vikudaginn 8. júlí 1987 kl. 11.00.
Sveitarstjóri Hólmavíkurhrepps.
IH ÚTBOÐ
Sjúkrahús á Akureyri
Innanhússfrágangur
Tilboð óskast í innanhússfrágang í rannsókn-
ardeild í nýbyggingu Fjórðungssjúkrahússins
á Akureyri.
Um er að ræða nálægt 355 fm svæði.
Verktaki tekur við húsrýminu múrhúðuðu
með hitalögn að hluta og skal skila því full-
gerðu.
Innifalið er allt, sem til verksins þarf, þ.m.t.,
t.d. innréttingar, loftræsi- og raflagnir.
Verkingu sé að fullu lokið 1. apríl 1988.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri,
Borgartúni 7, Rvk. og á skrifstofu umsjónar-
mans frakvæmdadeildar I.R., Bakkahlíð 18,
Akureyri, gegn 5000,- kr. skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð hjá Innkaupastofnun
ríkisins þriðjudaginn 14. júlí 1987 kl. 11.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800
i£&
Útboð
VERKAMANNABÚSTAÐIR í REYKJAVÍK
SUÐURLANDSBRAUT 30, 108 REYKJAVÍK
SIMI 681240
Stjóm Verkamannabústaða í Reykjavík óskar
eftir tilboðum í eftirtalda verkþætti í 16 fjöl-
býlishús í Grafarvogi:
1. Ofna.
2. Gler.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu V.B.,
Suðurlandsbraut 30, gegn 5000 kr. skila-
tryggingu frá og með mánudeginum 22. júní.
Tilboðin verða opnuð þriðjudaginn 7. júlí kl.
15.00 á sama stað að viðstöddum þeim bjóð-
endum sem þess óska.
Stjórn Verkamannabústaða í Reykjavík.
Laxveiðileyfi
Til sölu laxveiðileyfi í Sæmundará í Skaga-
firði.
Upplýsingar gefur Jóhann í síma 95-5658
eftir kl. 18.00.
Bátur
54 lesta eikarbátur til sölu.
Upplýsingar í síma 95-6440 milli kl. 8.00 og
19.00.
Frysti-/kæligámur
40 feta kæligámur með York frystikerfi til sölu.
Tvær lokaðar pressur með aðskildum kerfum.
3 fasa. 380-440 volt. Til afhendingar strax.
Upplýsingar í símum 666785 og 666107 eft-
ir kl. 18.00.
Ath! Verksmiðjuútsala
Sólkjólarnir komnir aftur, verð frá kr. 600.
Jogginggallarnir komnir aftur. Opið laugardag
10.00-16.00, aðra daga frá kl. 10.00-18.00.
^eres, Nýbýlavegi 12, Kóp.
Skúr óskast
Viljum kaupa lítinn skúr sem nota mætti sem
skrifstofuaðstöðu.
Sölu- og sýningartjaldið,
Borgartúni 26, sími 626644.
Verslunarhúsnæði
óskast til leigu frá 1. ágúst nk. Stærð ca
100-150 fm.
Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 26.
júní, merkt: „V — 4501“.