Morgunblaðið - 23.06.1987, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 23.06.1987, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ1987 47 Arsæll Gunnars- son - Minning Fæddur5.júlí 1957 Dáinn 15. júní 1987 Vertu alltaf hress í huga, hvað sem kann að mæta þér. Lát ei sorg né böl þig buga. Baggi margra þungur er. Treystu því, að þér á herðar þyngri byrði ei varpað er en þú hefir afl að bera. Orka blundar næg í þér. Grafðu jafnan sárar sorgir sálar þinnar djúpi í. Þótt þér bregðist besta vonin, brátt mun lifna önnur ný. Reyndu svo að henni að hlynna, hún þó svífi djarft og hátt. Segðu aldrei: „Vonlaus vinna“. Von um sigur ljær þér mátt. (Erla, Hélublóm 1937.) Þegar tengdasonur okkar er kvaddur hinstu kveðju eftir að hann burtkallaðist af völdum vinnuslyss í blóma lifsins, viljum við ekki láta hjá líða að minnast hans með nokkr- um orðum. Ársæll Gunnarsson fæddist í Reykjavík 5. júlí 1957. Foreldrar hans voru hjónin Gunnar M. Bjöms- son, bifvélavirki, sem nú er látinn, og Erla Ársælsdóttir, ættuð úr Vestmannaeyjum. Böm þeirra urðu þijú, Dagmar elst, þá Ársæll og Jóhanna yngst. Fjölskyldan flutti snemma suður í Garðabæ, sem þá var að bytja að byggjast, og þar ólust systkinin upp. Strax og Ár- sæll hafði aldur til hóf hann nám í loftskeytafræði og að því námi loknu hóf hann störf hjá ritsímanum og vann þar óslitið til vors 1987. Frá blautu bamsbeini var hann áhugamaður um íþróttir og skák og snemma varð hann mjög virkur i Hjálparsveit skáta í Garðabæ. Þegar Erla dóttir okkar kynntist þessum unga glæsilega og góða dreng, aðeins sextán ára gömul, eignuðumst við son og tengdason í einum og sama manninum. Þau gengu í hjónaband 1. desem- ber 1979 og á það hjónaband bar aldrei nokkum skugga. Hann bar ekki einasta dóttur okkar á höndum sér, heldur var hann svo einstakur faðir að unun var að fylgjast með. Okkur var hann í senn ljósgeisli og hjálparhella og þegar við réðumst í húsbyggingu við Urriðakvísl 2 notaði hann hveija stund sem gafst til að aðstoða við bygginguna. Bömin þeirra urðu tvö: Sara Ósk, 6 ára, og Skarphéðinn Öm, 4 ára. Nafnið Osk var sótt í kvæðið al- kunna „Þú ert yndið mitt yngsta og besta", eftir „Gest“, Guðmund Bjömsson landlækni, sem var lang- afí Ársæls. Að síðustu viljum við senda bless- unaróskir hjúkrunarfólkinu góða á Borgarspítalanum, sem annaðist hann síðustu stundimar og sýndi okkur sem biðum, ómetanlegan stuðning. Sérstakar þakkir viljum við færa sjúkrahúsprestinum þar, fyrir hans aðstoð. Ennfremur Emi Jóhannessyni, föðurbróður Ársæls, og Svanþóri Þorbjömssyni, sem tregar vin og félaga. Móður hans og systmm, vinum og ættingjum sendum við innilegar samúðar- kveðjur og hjartans þakkir til allra, sem hafa veitt okkur stuðning á erfíðri stund. Eftir stöndum við með bjartar minningar um sannan og góðan dreng. Þær getur enginn tekið frá okkur. Guðbjörg Lára Axelsdóttir og Skarphéðinn Guðmundsson. Þeir sem guðimir elska deyja ungir er sagt. Lífíð getur verið erf- itt, það fá ýmsir að reyna. Er við, fyrram vinnufélagar Ársæls Gunn- arssonar, fréttum fyrir rúmri viku að hann hefði slasast eftir fall úr stiga og lægi stórslasaður, og síðar, er við fréttum að honum væri ei hugað líf, sló alvarlegri þögn á okk- ur. Er llfið virkilega svona kalt, hver er tilgangurinn? Ársæll Gunnarsson fæddist 5. júlí 1957 og hefði því orðið þrítugur í næsta mánuði. Hann lauk námi frá loftskeytaskólanum og hóf skömmu síðar eða 24. október 1978 störf á Ritsímanum í Reykjavík þar sem hann starfaði þar til nú á vor- dögum. Hann vildi kynnast öðram starfsvettvangi og ekki síður starfa úti við og njóta hinnar íslensku veðráttu, jafnvel var búist við af ýmsum að hann kæmi aftur til starfa hjá stofnuninni í haust. En oft fer ýmislegt öðravísi en áætlað er, mennimir áætla en Guð ræður. Ársæll var giftur Erlu Ingu Skarphéðinsdóttur og eignaðist með henni tvö börn, Söru Ósk 7 ára og Skarphéðin Öm 5 ára og verður það nú hennar hlutskipti að leiða börnin til aukins þroska, í þeim anda er þau skópu sameigin- lega í ást og umhyggju fyrir þeim. Það er oft erfitt að tjá sig i orðum er svona atburðir gerast og orð segja lítið. Við fyrram starfsfélagar Ársæls minnumst hans sem góðs og áhugasams starfsmanns er var ávallt reiðubúinn að leysa hvers manns vanda, einnig var honum trúað fyrir að vera í forsvari fyrir okkur í félags- og samningamálum innan okkar stéttarfélags, Félags íslenskra símamanna. Þar sem ann- ars staðar rækti hann störf sín með mestu prýði. Um leið og við kveðjum . Ársæl Gunnarsson hinstu kveðju viljum við flytja eiginkonu hans og börnum og öðram aðstandendum innilegustu samúðarkveðjur og biðj- um Guð að varðveita þau og styrkja á þessum erfiðu tímum. Jón Kr. Óskarsson í dag er lagður til hinstu hvíldar mágur minn og kær vinur, Ársæll Gunnarsson. Hann lést af völdum hörmulegs slyss. Mig langar að minnast góðs drengs með nokkram fátæklegum orðum sem ég veit að ná skammt. Kynni okkar Ársæls hófust fyrir sjö áram. Þá tókst með okkur góð vinátta sem hélst alla tíð síðan. Ársæll hafði sérstakan persónu- leika til að bera sem aldrei mun líða mér úr minni. Hann var sér- staklega myndarlegur og svipsterk- ur, með hærri mönnum og með glaðlegt yfírbragð. Skapgerðin var óvenju heilsteypt. Hann var einarð- legur í öllu en blíðlyndur og með gott hjartalag. Hann átti vinum að mæta hvert sem leiðir hans lágu. Það var ekki síst að þakka greið- vikni hans og óeigingimi. Ársæll Gunnarsson fæddist í Reykjavík 5. júlí 1957 og var því stutt í þrítugsafmæli hans þegar hann var kallaður burt. Ungur flutt- ist hann í Garðabæ ásamt foreldram sinum og systrum. Faðir hans, Gunnar M. Bjömsson, lést fyrir rúmu ári eftir löng og ströng veik- indi. Móðir hans er Erla Arsæls- dóttir sem enn býr í Garðabæ. Eftirlifandi systur hans era þær Dagmar og Jóhanna. Ársæll hóf nám í Loftskeytaskóla íslands árið 1976 og útskrifaðist þaðan 1978. Hann hóf fljótlega störf hjá Póst- og símamálastofnun að námi loknu og starfaði þar þang- að til í maí síðastliðnum. Starfsvett- vangur hans hjá stofnuninni var ritsíminn. En hann hugði á breyt- ingar í starfi og hélt inn á nýjar brautir. Eftirlifandi eiginkonu sinni, Erlu Ingu, dóttur hjónanna Skarphéðins Guðmundssonar og Guðbjargar Axelsdóttur, kynntist Ársæll árið 1975. Þeim hjónum varð tveggja yndislegra bama auðið. Sara Ósk fæddist 1980 og Skarphéðinn Öm 1982. Margir munu sakna Ársæls Gunnarssonar. En mestur er missir konu hans, bama og móður því að hann var einstaklega góður eigin- maður, faðir og sonur. Milli hjón- anna var ástríki og samheldni. Með dugnaði og ósérhlífni sköpuðu þau sér og bömum sínum einkar hlýlegt heimiliá Holtsgötu 19 í Reylq'avík. Þangað var ávallt gott að koma. Betri vinar hefði ég ekki getað óskað mér og ég er afar þakklátur fyrir kynnin af honum og það vega- nesti sem hann gaf mér með framkomu sinni og breytni. Vorið var einkennandi fyrir Ár- sæl, sú árstíð sem var líkust honum. Nú sitjum við eftir með söknuðinn sára, en sterkust er minningin um vorið sem hann var. Ég bið Guð að styrkja alla að- standendur Ársæls Gunnarssonar í þeirra þungu sorg. Lúðvík Þorvaldsson í dag, 23. júní, kveðjum við kær- an samstarfsmann okkar, Ársæl Gunnarsson símritara. Á ritsiirianum í Reykjavík ríkir nú sár söknuður yfír látnum vini, sem fyrir nokkram vikum kvaddi okkar vinnustað með það í huga að breyta um starf, sem mér og öðram samstarfsmönnum hans fannst sjálfsagt, því meðan menn era ungir og hraustir er um að gera að kynnast sem flestu á sviði atvinnumöguleikanna, og allar góð- ar óskir fylgdu Ársæli frá okkur um farsæla braut. Þó verð ég að viðurkenna að eftirsjá var mikil, því Ársæll var meðal okkar færastu og bestu fjarskiptamanna og von mín og ósk var að sjá hann aftur meðal okkar á ritsímanum. Ársæll hóf fjarskiptastörf á ritsíma simstöðvarinnar í Reykjavík í október 1978, og starfaði fyrst sem loftskeytamaður, síðan símrit- ari og yfirsímritari til 1. júní sl. Ársæli vora falin mörg trúnaðar- og félagsstörf í starfsmannafélagi okkar, Félagi íslenskra símamanna. Það er ómetanlegt fyrir samstarfs- menn og þá stofnun, sem hafa innan sinnan vébanda slíkan starfsmann sem Ársæl, þvi hann var mjög traustur, ábyggilegur og lagði sig fram við lausn á sameiginlegum verkefnum og vandamálum, hvort sem var fyrir stofnunina eða sam- starfsmennina. Ársæll er kvaddur með virðingu og þakklæti, en þungum söknuði okkar sem störfuðum með honum. Frá mér og fjölskyldu minni era færðar dýpstu samúðarkveðjur til Erlu, Söru og Skarphéðins, móður hans og tengdaforeldra, systra og fjölskyldna þeirra. Megi minningin um hlýjan og góðan dreng verða sorginni yfír- sterkari. Ólafur Eyjólfsson Mig langar með nokkram orðum að minnast góðs vinar og starfs- félaga, Ársæls Gunnarssonar loft- skeytamanns, er lést af völdum slyss hinn 15. júní sl. Ekki_ hefði mig órað fyrir því, þegar Ársæll kvaddi okkur starfs- félagana hress og glaður í bragði á heimili sínu fyrir tveimur mánuð- um síðan, að það yrði okkar síðasta samverastund. Arsæll hafði þá ákveðið að breyta til og vinna störf þar sem hann gæti notið mikillar útivera. Leiðir okkar Ársæls lágu saman þegar hann hóf störf á ritsímanum fyrir rúmum átta áram. Okkar sam- starf leiddi síðan til góðs og náins vinskapar, milli okkar og fjöl- skyldna beggja. Margar góðar minningar koma upp í huga mér nú þegar ég kveð Ársæl í hinsta sinn. Ég minnist þeirra stunda sem við sátum saman og ræddum um okkar sameiginlegu áhugamál t.d. íþróttir, tefldum skák eða tókum í spil. Sérstaklega minnist ég ferðalags í fyrrasumar sem við fóram í með fjölskyldur okkar austur í Skaftafell. Þar dvöld- um við í tjöldum í nokkra daga og áttum þar ógleymanlegar stundir saman. Ársæll var dagfarsprúður og ein- staklega hlýlegur í öllu viðmóti, hreinn og beinn. Hann var virtur af þeim sem hann þekktu. Hans verður sárt saknað. Elsku Erla, Sara og Skarphéðinn, við Unnur og börn vottum ykkur og ættingjum ykkar, okkar dýpstu samúð. Við munum ætíð minnast Ársæls með hlýju. Guð blessi ykkur öll. Rafn HUSEIGENDUR OG TRÖPPUR Á GÓDU VERDI! Nú er ekki eftir neinu að bíða. Álstigar og tröppur í hundraða- tali bíða eftir að þú fáir þér eintak. Það vœri margt vitlausara, þó ekki vœri nema til að fyrirbyggja slys sem oft verða þegar fólk prílar í heimatilbúnum... Verið velkomin. byggSngavörur*kaupfelogin krókmAlsi 7 UM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.