Morgunblaðið - 23.06.1987, Síða 48

Morgunblaðið - 23.06.1987, Síða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1987 —,------------------------------------------------------------------------------------ Gunnhildur Ryel, Akureyn — Fædd 25. júlí 1894 Dáin 12. júní 1987 Akureyri var, sem fyrr, yndisleg heim að sækja í síðustu viku er lýðveldið okkar hélt uppá 43 ára afmælið og nýstúdentar Mennta- skólans á Akureyri settu upp hvítu kollana. Gróskumiklir og fallega hirtir garðar Akureyringa stóðu í blóma og gamli, fallegi skólinn á Brekkunni, MA, breiddi faðminn mót „jubilöntum" — norðanmönn- um eldri sem yngri er komnir voru a<5 úr öllum áttum til að votta hon- um virðingu sína og þökk og rifja upp gömul kynni í glöðum hópi samstúdenta. Ég var ein í þessum hópi, og þessir fjórir dagar fyrir norðan voru fljótir að líða. Mitt síðasta verk á Akureyri að þessu sinni var að fara til jarðarfar- ar í Akureyrarkirkju, en þennan sólríka dag, 18. júní sl., var til moldar borin í Akureyrarkirkju- garði sæmdarkonan Gunnhildur Ryel er látist hafði tæpri viku áð- ur, 93 ára að aldri, að Hrafnistu í Reykjavík en þar hafði hún dvalist 15 síðustu æviárin við gott atlæti og umönnun. Nú fluttist hún norður affur til hinstu hvfldar við hlið eigin- manns síns, Balduins Ryel, kaupmanns og ræðismanns Dana á Akureyri, og Valborgar, dóttur sinnar. Við fráfall Gunnhildar Ryel minnast Akureyringar eins hinna mætustu borgara bæjarins í þann langa tíma, sem hennar naut þar við. Hún kom þangað þriggja ára Kveðjuorð gömul, þá nýbúin að missa föður sinn, Andrés Olsen, sem var sjó- maður af norskum ættum, er fórst á Eyjafírði með skipi Höpfners- verslunar. Eklq'an, móðir hennar, Jakobína Jakobsdóttir, Pálmholti í Möðruvallasókn, stóð þá uppi með fjögur ung böm og átti fárra kosta völ um framtíð sína og bamanna. Það mun ekki hafa verið henni sárs- aukalaust að láta frá sér Gunnhildi litlu, en dönsk hjón á Akureyri, Nikoilina og Johann Christensen, höfðu boðið Jakobínu að taka hana í fóstur. Hún þáði boðið en fluttist sjálf til Noregs með hin bömin þrjú. Og Gunnhildur óx upp á Akur- eyri við góðar aðstæður í skjóli fósturforeldra sinna, sem létu sér annt um hana sem eigin dóttur — en sjálf áttu þau ekki böm. Þau voru ströng og siðavönd að þeirra tíma hætti og mér er ekki grun- laust um, að ungu heimasætunni, sem var að eðlisfari glaðlynd og mannblendin, hafí þótt frelsið til að njóta lífsins með jafnöldrum sínum full naumt skammtað. Og það var stutt í ábyrgð og amstur fullorðinsáranna hjá Gunn- hildi. Aðeins 17 ára giftist hún dönskum manni, Balduin Ryel, 28 ára gömlum, sem þá var nýkominn til Akureyrar sem umboðsmaður Brauns-verslunar þar í bæ. Balduin var dugmikill ágætismaður og rejmdist Gunnhildi traustur og tryggur lífsförunautur. Hann varð með tímanum einn umsvifamesti kaupmaðurinn á Akureyri, stofnaði og rak um langt árabil eigin versl- un, Ryels-verslun, og lagði ásamt konu sinni dijúgan skerf til ýmissa framfara- og menningarmála bæj- arins. Þau hjónin áttu ýmsum erfíðleik- um að mæta framan af hjúskapar- árum sínum, erfíðum veikindum húsbóndans, áföllum í atvinnu- rekstrinum. Þeir erfiðleikar voru yfirstignir ekki síst fyrir einstakan dugnað, kjark og fómfysi eiginkon- unnar ungu. Hið glæsilega íbúðar- hús, Kirkjuhvoli, er þau byggðu á Ijórða áratugnum og hýsir nú minjasafn Akureyrar ber vitni óvenjulegum stórhug og myndar- skap þessara höfðingshjóna. Ryels-hjónunum varð sex bama auðið. Elstur er Herluf skipasmiður á Akureyri, kvæntur þýskri konu: þá Ema vefnaðarkennari: er lést árið 1974 og var gift Stefáni Jóns- syni arkitekt frá Sauðárkróki, frænda mínum góðum: Richard verslunarmaður, nú búsettur í Dan- mörku, giftur danskri konu: Valborg snyrtifræðingur, er lést árið 1957, ógift: Ottó hljóðfæra- smiður í Reylq'avík, ókvæntur og Hjördís, iðjuþjálfi, búsett í Dan- mörku, gift dönskum manni. Böm þeirra systkina og bamaböm eru tólf talsins. Þessi myndarlegi bamahópur kunni vel að meta sitt góða æsku- heimili, er stóð þeim alla tíð opið, fullt hlýju og umhyggju. Það var alltaf hátíð á Hvoli, þegar einhvers bamanna var von heim og fögnuður við endurfundi. Frú Ryel naut þess að taka á móti gestum, skyldum sem óskyldum, af rausn og myndar- skap. Hún bjó við góð efni, hafði nógu úr að spila, en hverskonar bmðl, tildur og sundurgerð var henni alla tíð fjarri skapi. Við útför Gunnhildar frá Akur- eyrarkirkju bar fríður hópur Akureyrarkvenna kistu hennar úr kirkju. Það var vel við hæfí svo ríku- legan og farsælan skerf, sem hún hafði lagt af mörkum til starfsemi kvenfélaganna á Akureyri. Hún fór þar jafnan í fararbroddi í þrótt- miklu starfí að hverskonar fram- fara-, menningar- og líknarmálum. Bygging sjúkrahúss óg elliheimilis, Kristneshælis, bamaheimilis, end- urreisn Nonnahúss á vegum Zontaklúbbs Akureyrar, í öllum þessum málum gekk frú Ryel ótrauð fram af þeim eldmóði og umbótahug, sem henni var eiginleg- ur. Hún hafði ríkan metnað fyrir hönd kvenna og hvatti þær óspart til dáða. Margir undruðust, hve miklu hún kom í verk á sviði félags- mála auk húsmóðurstarfanna á umsvifamikiu heimili þar sem gest- kvæmt var í meira lagi og gestrisni og hjartahlýja sátu í öndvegi. Sam- starfskonur hennar og samheijar á Akureyri mátu að verðleikum hið fómfúsa starf hennar, ég held að kvenfélögin öll, sem hún starfaði með, hafí gert hana að heiðurs- félaga sínum. Henni þótti vænt um * t Systir okkar, t Elskulegur eiginmaður minn, sonur, faðir, tengdafaðir og afi. GUÐRÚN MARGRÉT ÞORSTEINSDÓTTIR, RAGNAR MAGNÚSSON, hjúkrunarfræðingur, Fögrukinn 25, Stóragerði 10, Hafnarfiröi, lést í Landakotsspítala laugardaginn 20. þ.m. lést að kvöldi 18. júní. Jarðarförin auglýst síðar. Guðmundur Þorsteinsson, Gyðný Ósk Einarsdóttir, Jón Þorstelnsson, Þórlaug Bjarnadóttir, Anna Þorsteinsdóttlr, börn, tengdabörn og barnabörn. Frimann Þorsteinsson. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, HELGA KARLSDÓTTIR, Brúnalandl 2, lést í Landakotsspítala 21. júní. Páll Haukur Gfslason, Steinunn Pálsdóttir, Elnar H. Þórðarson, Halldóra Pálsdóttir, Sveinn Magnússon, Sigurður Pálsson, Jóhanna Skúladóttir og barnabörn. GUDMUNDA EYJÓLFSDÓTTIR, Ásvallagötu 63, andaðist í Borgarspítalanum að kvöldi 21. júní. Fyrir hönd aðstandenda, Kristfn V. Haraldsdóttir, Eyjólfur Þ. Haraldsson. Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, AUÐUR VIGFÚSDÓTTIR, hárgreiðslumeistari, Selðakvfsl 26, áðurtll heimllis að Vogalandi 16, lóst í Landakotsspítala þann 20. júní. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Jónas Þóröar8on. t SÖLVI M. SIGURÐSSON frá Undhóli f Skagafirði, Bjarkargötu 8, Reykjavík, lést hinn 20. þessa mónaðar. Jarðarförin fer fram frá Neskirkju föstudaginn 26. júní 1987 kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á að styrkja Blindravina- félag Islands. Jóhannes G. Sölvason, Marilyn Sölvason, Helga Jóhannesdóttir, Salvör Jóhannesdóttir, Hólmfríður J. Jensen, Jakob F. Jóhannesson. t Hjartkær eiginkona mfn, móðir okkar, tengdamóðir og amma, LIUA RANNVEIG BJARNADÓTTIR, Skúlagötu 76, er lóst 12. þessa mánaðar, veröur jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 23. júnf kl. 13.30. Jón Traustason, Hörður Hólm Garðarsson, Guðrún Ólafsdóttir, Þóra Haraldsdóttir Larsen, Kaj A. Larsen, Bjarni Jónsson og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, JÓHANNES H. GUÐJÓNSSON frá Patreksfirði, Bólstaðarhlfð 32, Reykjavfk, veröur jarðsunginn frá Fossvogskirkju f dag, þriöjudaginn 23. júní, kl. 15.00. Markúsfna A. Jóhannesdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. þá viðurkenningu og vinsemd, þótt hún alla tíð væri vel á verði gegn því að hlutur hennar væri gerður meiri en til stóð, vildi helst láta sem minnst á honum bera út á við. Mín persónulegu kynni af Gunn- hildi Ryel — frú Ryel eins og mér var eiginlegt að kalla hana— ná aftur til menntaskólaáranna á Ak- ureyri. Ég dvaldist þá rúmt ár — sumar og vetur— hjá Ryels-§öl- skyldunni á Kirkjuhvoli. Yngsti sonurinn, Ottó, hafði þá dvalið ein fímm sumur heima í Vigur sem unglingur og hefír æ síðan verið góður og tryggur vinur okkar Vig- urfólks. Auk þess hafði Sigurður bróðir á sínum skólaárum búið um tíma á Hvoli. Og við vorum ekki þau einu meðal nemenda í Mennta- skólanum á Akureyri á þeim árum, sem áttum frú Ryel að skjóli og skildi. Ég kann ekki tölu á öllum þeim MA-nemendum utan af landi, sem nutu í lengri eða skemmri tíma velgerða og vináttu hennar og fjöl- skyldu hennar. Ekki einasta, að við fengjum þar húsaskjól, mat og diykk. Við áttum þar heima og frú Ryel vakti yfír velferð okkar sem værum við hennar eigin böm. Hún fylgdist af áhuga með námi í skól- anum, hvað var að gerast í félagslíf- inu, hvemig við skemmtum okkur á skólaböllunum, hvað Meistari hafði nú þmmað yfír okkur á Sal þennan eða hinn daginn. Hún fylgd- ist með þessu öllu af lífi og sál. Svo brá hún gjama á leik, hóaði saman 20—30 krökkum úr skólan- um ásamt ungu fólki utan úr bæ og sló upp veislu heima á Hvoli þar sem etið var og dmkkið, sungið og dansað fram á nótt. Þá var gaman að lifa og frú Ryel var í essinu sínu, skemmti sér líklega best af öllum, naut þess innilega að vera með — og gleðjast með ungu fólki. Þessa hátíðisdaga fyrir norðan í síðustu viku, þegar frú Ryel var öll, varð mér reikað inn Fjömna, gömlu ieiðina mína úr skólanum, inní jmdislega garðinn í kringum Kirkjuhvol þar sem ég hafði fyrir hartnær 40 ámm þulið þýskar end- ursagnir á rölti milli blómabeðanna undir grænu laufþaki tijánna. Glæsilega húsið ofar í brekkunni, sem dregur nafn sitt af gömlu kirkj- unni við hliðina, stendur þar enn. Fallegu stofumar hennar frú Ryel gegna nú breyttu hlutverki, varð- veislu gamalla minja, menningar- legra verðmæta. Eg veit, að sú ráðstöfun var henni vel að skapi. Gunnhildur Ryel var óvenjulega vel gerð kona, búin mannkostum, sem öfluðu henni virðingar og vin- sælda hvar sem hún fór. Hún tók af æðmleysi því, sem lífið rétti að henni, miklaðist ekki af meðlæti, stækkaði af mótlæti, glataði aldrei sjálfri sér og þeim góða manni, sem hún hafði að geyma. Síðustu æviár- in hér syðra við þverrandi heilsu og krafta á dvalarheimilinu að Hrafnistu bar hún enn með sér mannlega reisn og hlýju húsfreyj- unnar á Kirkjuhvoli, þegar hún var og hét norður á Akureyri. Fram undir sitt sfðasta spurði hún vini sína, er heimsóttu hana, spjömnum úr um hagi þeirra — og um hvað- eina sem var að gerst úti í þjóðlífinu, full af áhuga og löngun til að fylgj- ast með. í ævisögubroti Gunnhildar Ryel (Farinn vegur), sem Hugrún skáld- kona skráði og gefið var út fyrir rúmum 10 ámm, segir frú Ryel við viðmælanda sinn m.a. þetta: „Þegar ég nú á efri ámm lít til baka yfír farinn veg er ég Guði þakklát bæði fyrir meðlæti og mótlæti. Ég hef alltaf litið svo á, að það sem fram við mann kemur eigi að þroska mann. Þetta em gjafír frá hendi skaparans. Það er ekki sama hvem- ig farið er með gjafír, þótt þær séu ekki allar jafn kærkomnar eða verð- mætar." Nú, að leiðarlokum, færi ég hinni látnu merkiskonu heilar þakkir fyr- ir elskuleg og mér lærdómsrík kynni. Þau kjmni eiga ríkan þátt f Qársjóð bjartra og hlýrra minninga frá skólaámnum á Akureyri, henn- ar kæra heimabæ. Bömum hennar og öðm vanda- fólki sendi ég og fjölskylda mín einlægar samúðarkveðjur. Sigurlaug Bjamadóttir frá Vigur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.