Morgunblaðið - 23.06.1987, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1987
49
Minning:
Eyrún Gunnarsdótt-
ir, Bolungarvík
Fædd 31. október 1956
Dáin 17. júní 1987
Kveðja frá Brautarkonum
17. júní rann upp bjartur og fag-
ur yfir bæinn okkar, Bolungarvík,
fánar voru hvarvetna dregnir að
húni á þessum hátíðisdagi, en
skyndilega var eins og ský drægi
fyrir sólu, fánamir sigu niður í
hálfa stöng, sú fregn barst á þess-
um fagra degi að hún Eyrún væri
dáin.
Þrátt fyrir að við vissum öll um
hennar hörðu baráttu undanfama
mánuði kom höggið eins og reiðar-
slag. Hún sem var svo ung, full
bjartsýni og vonar og var svo ákveð-
in í að láta sér batna, þessi glaða
og elskulega stúlka, sem átti svo
mikið til að lifa fyrir: stundum skil-
ur maður ekki ráðstöfun guðs og
spyijum í sífellu af hveiju hún.
En vegir guðs em órannsakan-
legir og hann einn veit um tilgang-
inn, kannski er ekkert gott fyrir
okkur mennina að vita hvað fram-
tíðin ber í skauti sér. Við Brautar-
konur þökkum henni samfylgdina
og hvað hún var alltaf fús til starfa,
hún var ein af þessum fáu er bera
í sér sannan félagsanda og starfaði
af hugsjón í anda félagsins. Það
er gæfa að fá að kynnast og starfa
með slíku fólki.
Eftirlifandi eiginmanni, bömum,
foreldmm og öðm venslafólki, send-
um við innilegar samúðarkveðjur,
algóður guð styrki ykkur og lýsi
fram á bjartari veg.
Mér finnst við hæfi að enda þess-
ar fáu línur með nokkmm orðum
úr lokasöng kvenfélagsins:
„Megi alheims guð oss benda
beina leið á takmarkið."
Hafi Eyrún þökk fyrir allt og allt.
Fyrir hönd Brautarkvenna,
— Martha Sveinbjörnsdóttir
í dag, 23. júní, verður til moldar
borin elskuleg systir okkar Eyrún
Gunnarsdóttir. Hún lést í Landspít-
alanum 17. júní sl.
Erfitt er að sjá á bak góðri syst-
ur og erfítt er að skilja heiminn á
svona stundu þegar ung kona er
kölluð á brott frá eiginmanni og
ungum bömum.
Við þökkum henni samfylgdina
og allar þær ánægjustundir sem við
fengum að eiga með henni. Megi
góður guð vemda og styrkja eigin-
mann hennar og böm, foreldra
okkar, bræður og aðra aðstandend-
ur.
Um leið og við biðjum algóðan
guð að blessa allar minningar um
hana, viljum við kveðja hana með
bæn sem við lærðum í foreldrahús-
um.
erfíðleikum lífsins? Fátt verður um
svör, en ég er ekki í nokkmm vafa
um að fyrirbænir hafa þar mikið
að segja. Hún Eyrún stóð ekki ein
hér í heimi. Hún fékk ómetanlega
hjálp og aðstoð frá foreldmm,
tengdaforeldram og vinum sem
segja má að hafi breitt sig yfir
hana sem þau framast máttu. En
fyrst og síðast var það ástkær eigin-
maður hennar sem á einstæðan
hátt stóð við hlið hennar og gerði
allt sem í mannlegu valdi stóð til
að létta sjúkdómsstríðið. í sjö langa
og erfíða mánuði vék hann ekki frá
henni að heitið geti. Það er dásam-
legt að verða vitni að slíkum
kærleika og þolgæði þegar á reyn-
ir. Nú horfir hann á eftir eiginkon-
unni frá þremur ungum bömum,
slíkt er erfitt að sætta sig við og
alls ekki hægt að skilja.
En hvað kemur mér fyrst í hug
þegar mig langar til að minnast
Eyrúnar frænku minnar með fá-
tæklegum orðum? Því er auðsvarað:
Brosið. Ég minnist lítillar brosandi
stúlku sem hoppaði niður Vitastíg-
inn til að bætast í hóp frændsystk-
ina sinna eða koma til ömmu. Ég
minnist brosandi skólastúlku, ham-
ingjusamrar eiginkonu og um-
hyggjusamrar móður. Hún var svo
sannarlega jákvæð manneskja í
þess orðs fyllstu merkingu og skilur
þess vegna eftir góðar minningar.
Að leiðarlokum veit ég að hún
gæti tekið undir með skáldkonunni
breiðfirsku og sagt við ástvini sína:
Guð minn, gefðu þinn frið
gleddu og blessaðu þá,
sem að mér lögðu lið.
Ljósið kveiktu mér hjá.
Guð blessi minningu Eyrúnar
Gunnarsdóttur og gefí þeim sem
syrgja styrk til að brosa gegnum
tárin.
Helga Svana Ólafsdóttir
Nú legg ég augun aftur,
ó, guð, þinn náðarkraftur
mín veri vöm í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjöm Egilsson)
Björk og Magga
Ég trúi á Guð, þótt titri hjartað veika
og tárin blindi augna minna ljós,
ég trúi, þótt mér trúin finnist reika
og titra líkt og stormi slegin rós,
ég trúi, þvi að allt er annars farið
og ekkert, sem er mitt, er lengur til,
og lífíð sjálft er orðið eins og skarið,
svo ég sé varla handa minna skil.
(M. Joch.
Dimmt hefur trúarskáldinu okk-
ar verið fyrir augum þegar hann
samdi þetta vers og dimmt er fyrir
augum ástvina Eyrúnar Gunnars-
dóttur þessa vordaga.
Erfíðu stríði er lokið, stríði sem
háð var af svo mikilli hugprýði og
stillingu að aðdáun vekur. Hvaðan
fær fólk þennan ólýsanlega kjark
sem margir virðast öðlast í mestu
Hver er tilgangurinn? Maður spyr
sjálfan sig aftur og aftur þessarar
spumingar, þegar ung kona í blóma
lífsins er tekin burt frá eiginmanni
og þremur ungum bömum.
Það er ekki hægt að koma auga
á nokkum tilgang, en við stöndum
núna frammi fyrir þeirri staðreynd,
að Eyrún er dáin. Staðreynd sem
við verðum að sætta okkur við,
hversu erfitt sem það er.
Eyrún Gunnarsdóttir, tengda-
dóttir okkar og mágkona, fæddist
í Bolungarvík 31. október 1956.
Foreldrar hennar em María Ólafs-
dóttir og Gunnar Júl Egilsson,
Völusteinsstræti 6, Bolungarvík.
Eyrún er þriðja í röðinni af fimm
bömum þeirra Maríu og Gunnars.
Systkini hennar era: Björk, gift
Matthíasi Kristinssyni. Þau búa
ásamt fjóram bömum sínum á
Borðeyri. Margrét, gift Asgeiri Sól-
bergssyni. Þau búa hér í Bolung-
arvík og eiga tvö böm. Bræður
hennar, Egill og Hjálmar, búa enn
í foreldrahúsum.
2. febrúar 1980 giftust þau Ey-
rún og Jón Guðni Guðmundsson frá
Sólbergi í Bolungarvík. Jón Guðni
er sonur Fríðu Pétursdóttur og
Guðmundar B. Jónssonar, eini son-
urinn í hópi fimm dætra, sem era
þær Björg, Elísabet, Asa, Ragna
og Ingibjörg. Eyrún var því eina
tengdadóttirin í okkar fjölskyldu og
það skipaði henni dálítið sérstakan
sess hjá okkur.
Nonni okkar er hestamaður af
lífí og sál og hann var svo einstak-
lega heppinn, að Eyrún féll fyrir
hestunum líka, þegar hann kynnti
hana fyrir þessum göfugu skepnum,
og saman eyddu þau flestum tóm-
stundum sínum í hestamennskuna
og hafa haft mikið jmdi af því.
Eyrún og Nonni byggðu sér hús
í Hjallastræti 16 í Bolungarvík og
vora mjög samhent og dugleg við
að koma sér upp fallegu heimili þar
fyrir sig og bömin sín, en þau eign-
uðust þijú yndisleg böm: Lindu,
sem er 9 ára, fædd 29. maí 1977,
Guðmund Bjama, 6 ára, fæddan
6. ágúst 1980 og Gunnar Má, sem
varð eins árs 23. maí sl.
Framtíðin blasti við þeim björt
og fögur, eldri bömin mjög efnileg
og nýfæddur lítill drengur, þegar
allt í einu dró ský fyrir sólina. Tveim
dögum eftir 30. afmælisdag Ey-
rúnar veiktist hún mjög mikið og
var flutt í sjúkrahús í Reykjavík.
Tíminn sem liðinn er síðan, 7Ú2
mánuður, hefur verið erfiður fyrir
hana og Nonna, bömin og okkur öll.
í þessum miklu erfiðleikum hafa
þau Eyrún og Nonni staðið saman,
sterk og ótrúlega dugleg. Hann
hefur setið hjá henni á sjúkrahúsinu
þessa löngu mánuði og saman vora
þau svo bjartsýn og ákveðin í því,
að henni myndi batna og hún kæmi
heim í sumar.
En að morgni 17. júní kom kall-
ið, það var ekki hægt að beijast
lengur á móti, og þó við skiljum
ekki tilganginn, fyrst ekki var hægt
að lækna hana, þá verðum við að
vera þakklát fyrir, að hún fékk að
fara í friði og án þess að þjást leng-
ur.
Okkur langar að senda hjartans
þakkir til lækna og starfsfólks á
Landspítala og Landakoti og allra
annarra, sem hjálpað hafa í veikind-
um Eyrúnar.
Elsku Nonni okkar. Þú ert búinn
að reyna mikið undanfama mánuði
og við dáumst að því, hve þú hefur
staðið þig vel. Þú hefur gert allt
sem hægt var til að hjálpa Eyrúnu
og það hefur verið ómetanlegt fyrir
hana að hafa þig hjá sér aílan
tímann, sem hún var svona veik.
Við biðjum guð að gefa þér styrk
til að bera þessa miklu sorg og við
eram viss um, að bömin ykkar þijú
eiga eftir að hjálpa þér mikið.
Núna verðum við að kveðja Ey-
rúnu. Við, tengdaforeldrar hennar,
mágkonumar og fjölskyldur okkar
þökkum henni fyrir samverana og
hvað hún var alltaf sönn og heil-
steypt. Við munum sakna hennar
mikið, en huggum okkur við að
núna líði henni vel og að tekið hafí
verið á móti henni í nýjum heim-
kynnum.
Minningin um góða eiginkonu og
móður lifir í hugum okkar allra.
Tengdaforeldrar og mágkonur,
Sólbergi, Bolungarvík.
Blómastofa
Friðfinm
Suðurtandsbraut 10
108 Reykjavík. Sími 31099
Opið öll kvöld
til kl. 22,- éinnlg um helgar.
Skreytingar við öll tilefni.
Gjafavörur.
+
Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa, langafa
og langalangafa,
GUÐGEIRS JÓNSSONAR,
bókbindara,
sem lést 7. júní sl., fer fram frá Dómkirkjunni þann 24. júní kl.
13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeir sem vilja
minnast hins látna láti líknarstofnanir njóta þess.
Guðrún Sigurðardóttir,
Guðrún Guðgeirsdóttír, Eyjólfur Jónsson,
Einar Guðgeirsson, Jóna Einarsdóttir,
Sigrún Frederiksen, Willy Frederiksen,
Ásbjörg Guðgeirsdóttlr, Guðrún Einarsdóttir,
Jón Guðgeirsson, Guðrún Jóhannesdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
—m^—^—mmmmmmmmmmmmmm^^^^^^^—mmmmmmm^^—i
Eiginmaöur minn, + SIGFÚS JÓHANNSSON,
Sléttahrauni 15,
Hafnarfirði,
verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag, þriöjudaginn
23. júní kl. 15.00. Bára Guðbrandsdóttir.
t
MABEL SIGURJÓNSSON,
Hátúni 10 b,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni 29. júní kl. 13.30.
Vandamenn.
Mágur okkar,
JENS VITKOV,
Keldgárdvej 113,
9600 AARS,
Danmörku,
andaðist á heimili sínu 21. júní. Jaröarförin fer fram 23. júní.
Fyrir hönd eiginkonu hans Lilly Vitkov og fjölskyldu,
Einar, Björn og Alfhild Nielsen.
+
Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug viö
andlát og útför eingimanns míns, föður okkar, tengdafööur, afa
og langafa,
KRISTINS ÞORSTEINSSONAR,
fyrrv. deildarstjóra,
Hamarsstfg 22, Akureyri.
Guð blessi ykkur öll.
Lovfsa Pálsdóttlr,
Gunnlaugur P. Kristinsson, Gunborg Kristinsson,
Guðrún A. Kristinsdóttlr,
Margrát H. Kristinsdóttir, Erik Hákansson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Hjartans þakkir til allra vina okkar fyrir þá samúö og hjálpsemi
sem þið auðsýnduð okkur við andlát og útför móður okkar,
GUNNHILDAR RYEL.
Sérstakar þakkir færum við systrunum í Framtíðinni, Hlíf, Zonta-
klúbb Akureyrar.
Drottinn blessi ykkur öll.
Herlúf, Richardt, Hjördfs, Ottó
og aðrir aðstandendur.
Legsteinar
ýmsar gerðir
Marmorex
Steinefnaverksmiðjan
Helluhrauni 14, sími 54034,
222 Hafnarfjörður