Morgunblaðið - 23.06.1987, Síða 54
T'-Vl.E
»:a
54
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1987
„ O-f ab þai erkomiá
OÁ pér cÁ 5ldpt<x um bleiu"?"
L>
ásí er...
... þaö sem heldur á
þér hita á ísköldum
vetrarmorgni
TM Reg. U.S. Pat. Off.—all rights reserved
© 1986 Los Angeles Times Syndicate
Með
morgnnkaffirtu
ÍGt. _ ^
Pabbi. Hér er kominn
sölumaður sem ætlar að
selja eitthvað, en skoðaðu
það vel áður...
HÖGNI HREKKVISI
o
), HAMW HATAfZ BlAUTA HUNDAÍ"
Salem ísafirði:
Markmiðið að efla
kristna trú og menningu
Til Velvakanda
Allir ísfirðingar og fleiri kannast
við þetta gamla og virðulega hús hér
í bæ. Það hefír verið heimili og kirlq'a
Salemsafnaðarins í 40 ár. Markmiðið
er að efla kristna trú og menningu,
sem byggist á orði Guðs, heilagri
ritningu, „Því að annan grundvöll
getur enginn lagt en þann sem lagð-
ur er, sem er Jesú Kristur." 1. Kor.
3:11. Þama hafa því verið haldnar
reglubundnar guðsþjónustur viku-
lega og stundum oftar. Einnig biblíu-
fræðsla eftir því sem tök hafa verið
á hveiju sinni. Þá er hin vikulega
bænaþjónusta mjög mikilvæg. Þar
er fólki gefíð tækifæri til að leggja
fram hin margvíslegu bænarefni sín,
og þakkarefni, og einnig að vera
sjálft með. Það gefur huggun og
styrk. Við vitum og höfum oft sann-
reynt að Guð heyrir bænir, sem
beðnar eru í Jesú nafni. Þetta er
biblíulegt eins og allt annað, sem hér
fer fram. Ég vil svona í leiðinni leið-
rétta þann misskilning að hér sé um
einhveija sértrú að ræða, svo er
alls ekki, þegar Biblían er höfð að
leiðarljósi, svo sem hún á að vera.
„Þitt orð er lampi fóta minna, og
ljós á vegi mínum." Sálm 119:105.
Þá hefír bamastarfíð mikla þýðingu
fyrir þennan bæ. Það er mikið rætt
og ritað um vandamál æskunnar, en
það er eins og allt of margir viti
ekki að Biblían gefur svarið við því,
sem öðm er okkur viðkemur. „Með
hveiju getur ungur maður (og stúlka)
haldið vegi sínum hreinum? að orði
þínu.“ Sálm 119:9. Það viljum við
gera, og beina þvi að bömunum
svo sem hvert foreldri er áminnt
um að gera. „Fræð þú sveininn
um veginn, sem hann á að halda."
Orðskv. 22:6. Ekki má gleyma sjó-
mannastarfinu, sem þekkt er að
góðu um aUt land og víða erlend-
is. Margt er ótalið, sem ekki
verður nefnt hér. En Guð hefir i
gegnum árin, og honum ber heið-
urinn og dýrðin fyrir allt.
Nú er verið að endurbyggja
þetta hús bæði utan og innan. Mun
það kosta mikið. Margir hafa
spurt: „Færist ekki svo lítill söfn-
uður of mikið i fang, og getið þið
klofið þetta?“ Þvi er til að svara,
að þó að við séum fá og smá, þá
eigum við ríkan föður á himnum,
sem hefir sagt: „Ég mun fylla hús
þetta dýrð, segir Drottinn hers-
veitanna. Mitt er silfrið, mitt er
gullið.“ Haggai 2:8. Það eru þessi
auðæfí sem við treystum á. Við erum
viss um að Guð mun hræra við mörg-
um vinum, einstaklingum og fyrir-
tækjum til að leggja þessu máli lið
á einhvem hátt. „Guð elskar glaðan
gjafara." 2. Kor. 9:8, og launar þeim
ríkulega. Við munum endurbyggja
veglegt Guðshús, þar sem fagnaðar-
erindi Jesú Krists verður boðað. Á
meðan þær framkvæmdir standa
yfír, njótum við kærleika Hjálpræðis-
hersins, sem hefír boðið okkur afnot
af samkomusal sínum. Verða því
Guðsþjónustur safnaðarins þar og
önnur starfsemi um óákveðinn tíma.
Allir eru því velkomnir þangað.
Komið og heyrið Guðsorð.
Sigfús B. Valdimarsson
Víkverji skrifar
Um þessar mundir er nýtt hótel
að koma til sögunnar við Sigt-
ún hér í Reykjavík. Hefur verið
unnið að smíði þess af miklu kappi
undanfama daga, vikur og mánuði.
Hótelið verður rekið á gmndvelli
staðla frá hinni frægu bandarísku
eða líklega réttara sagt alþjóðlegu
hótelkeðju Holyday Inn. Er ekki að
efa, að það viðurkennda vörumerki
eigi eftir að laða ferðamenn til
landsins, sem ella hefðu ekki einu
sinni leitt hugann að því að sækja
okkur heim. Verður fróðlegt að
fylgjast með því, hvemig samstarf
á þessum gmndvelli gengur hér á
landi.
Af eðlilegum ástæðum hlýtur
nýja hótelið að vera kennt við hinn
alþjóðlega hótelhring, þegar það
höfðar til viðskiptavina hans víða
um lönd. Víkveiji minnist þess ekki
að hafa heyrt neitt íslenskt nafn á
hótelinu. Ef til vill á það aðeins að
heita Hótel Holiday Inn. Að mati
Víkveija væri illa að málum staðið,
ef hótelinu yrði ekki valið íslenskt
nafn til notkunar innanlands. Við
rekum fyrirtæki, sem heita íslensk-
um nöfnum hér á landi en erlendum
í útlöndum og nægir þar að nefna
Flugleiði, sem heita Icelandair
gagnvart erlendum viðskiptavinum.
Raunar hefur Víkveiji svo oft orðið
var við, að útlendingar muna nafn-
ið Loftleiðir, að hann er sannfærður
um, að með markvissu starfí er
unnt að gera íslensk heiti gjaldgeng
á alþjóðamarkaði, þar sem sam-
keppni er hörð.
XXX
Flestum fínnst líklega, að borið
sé í bakkafullan lækinn, þegar
tíunduð em málglöp í fjölmiðlum.
Menn fá leið á umræðum um jafn
sjálfsögð atriði og það, að þeir sem
hafa atvinnu af því að nota íslenska
tungu, kunni það. Deilumar um
burðarþol húsa og hatrömm átök
verkfræðinga um, hvað sé rangt
og rétt í því efni, minna okkur á,
að sérfræðiþekking eða viðurkennd
kunnátta leysir ekki allan vanda.
Oft og tíðum leiðir aukin þekking
til meiri vafa um, hvað sé rétt og
rangt. í daglegum störfum blaða-
manna koma upp margvísleg
vafaatriði við beitingu málsins.
Þeim mun einfaldari og skýrari sem
reglumar em, því minni líkur em
á villum.
Reyndur útvarpsmaður hafði
samband við Víkveija á dögunum
og benti honum á misfellur í frá-
sögn Morgunblaðsins af því, þegar
útvarpsmenn fluttu í nýtt húsnæði.
Til dæmis var sögnin að hvetja rit-
uð með k og heiti á alkunnum
sönglögum vom ekki kórrétt. Eftir
samtalið kom það upp í huga
Víkveija, að í fréttatímum hljóð-
varps ríkisins og Bylgjunnar fyrir
skömmu, á svo til sama klukkutí-
manum, heyrði hann þannig tekið
til orða: f/ölgunin hefur minnkað
eða fjölgunin er minni en ætlað
var. Sögnin að fækka á ekki upp á
pallborðið um þessar mundir, þegar
útvarpstöðvunum fjölgar.
XXX
á hefur verið upplýst, að á
sumum veitingastöðum geta
menn svalað sér á gosdrykkjum,
sem seldir em með allt að 950%
álagningu. Þessar tölur em af þeirri
stærðargráðu, að Víkveiji á erfítt
að átta sig á þeim. Á meðan eftir-
spumin er jafn mikil á skemmtistöð-
um og raun ber vitni kann þessi
álagning enn að hækka og einnig
aðgöngumiðamir. Hafa aðgöngu-
miðamir hækkað um 300 til 350%
frá 1984.
Framboðið af skemmtistöðum og
alls kyns afþreyingarefni hér hjá
okkur virðist flestum nóg og jafn-
vel meira en það. Verðlagningin á
veitingastöðunum bendir hins vegar
til annars.