Morgunblaðið - 23.06.1987, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1987
55
Það er gott að vera á
heilsuhælinu í Hveragerði
Kæri Velvakandl
Ég var í nokkrar vikur á Heilsu-
hælinu í Hveragerði nú að
undanförnu og langar að senda
þangað kveðjur með þakklæti fyrir
frábæra hjálp og góðan mat. En
stundum var 4g að velta fyrir mér.
„Ef gras og grænmeti væri á hvers
manns disk
hvað þá um landhelgi og sjómanns-
ins físk."
En þökk fyrir Náttúrulækninga-
hælið. Ég var hrifín af þessum góða
og fallega mat sem hagar hendur
voru búnar að leggja svo mikla
vinnu í. Ávextir í hlaupi og margar
baunategundir voru dýrðlegar á
bragðið. Óteljandi tegundir af mat
á stóru borði. Ég hugsaði til barna
og ungmenna annars staðar í heim-
inum sem eru að deyja úr hungri —
hver ber ábyrgð á þessari hræðilegu
staðreynd. Morðvopn eru framleidd
í stað matar. Þvílíkt böl að misnota
gáfur svo illa.
ísland er land mannástar. Öllum
líður vel, enginn þarf að vera svang-
ur, öllum er hjálpað, enginn er
berfættur, kuldinn hrellir engan í
húsum inni. Ef einhver týnist eða
kemur ekki heim til sín á tilteknum
tíma þá er farið að leita og tugir
manns leita að einni manneskju.
ísland er land mannástar.
Já, það var gott að vera á heilsu-
hælinu í Hveragerði. Þar er
sérmenntað úrvalsfólk í starfí. Það
var byijað snemma á morgnana,
sjúkraþjálfun, nudd o.fl. Allt var
gert með alúð og nærgætni. Hver
sjúklingur fékk þá meðferð sem
honum hentaði eftir læknisráði.
Svo var leirinn sem engin bakt-
ería þrífst í. Kerböð voru líka. Þar
var traust og indæl ung kona. Hún
var svo hjálpsöm og góð við gamla
fólkið. Allir fengu bestu umönnun
á þessu heimili, jafnt gamalmennin
og hinir sem voru í blóma lífsins.
Þetta er ómissandi staður og marg-
ir verða að bíða lengi eftir plássi.
Dr. Jakob Jónsson hafði sam-
band við Velvakanda og bað fyrir
eftirfarandi pistil:
Ég var mjög þakklátur fyrir þær
ræður, sem fluttar voru á 17. júní,
en við eina þeirra langar mig að
koma að einni athugasemd, þar sem
mér fannst eins og ræðumaður gerði
ráð fyrir, að ísland hefði orðið sjálf-
stætt ríki árið 1944. Ég hef víðar
orðið var við þessa hugsun, en að
mínu áliti má þetta ekki festast í
þjóðinni, því að fullveldið var fengið
1. desember 1918. Við, sem nú erum
gömul, munum vel þá tíma, þegar
1. desember var þjóðhátíðardagur.
Þó að Danir hefðu umboð okkar í
ýmsum málum, t.d. utanríkismálum,
og hefðu strandgæslu með höndum
o.s.frv., fóru þeir með þessi mál í
umboði hinnar íslensku ríkisstjómar.
Ég vil aðeins nefna tvö lítil dæmi
þessu til áréttingar og þvi, að Danir
viðurkenndu sjálfir fullveldi íslands
með sambandslögunum: Þegar kon-
ungur skrifaði undir lög, sem Alþingi
Kvöldvökur vom hvert fímmtu-
dagskvöld. Þær fóm fram í kapell-
unni og vom vel sóttar enda
fjölbreyttar og forvitnilegar. Allir
vom glaðir og brosandi. Að endingu
v?ir alltaf bæn. Ég sendi innilegar
kveðjur og þakka fyrir mig.
Hildur Magnúsdóttir
hafði samþykkt, þá hét hann „kon-
ungur íslands og Danmerkur“. Ef
hann undirritaði lög, sem samþykkt
vom á danska þjóðþinginu þá hét
hann „konungur Danmerkur og ís-
lands". Þetta vom með öðmm orðum
tvö embætti, sem sami maðurinn
gegndi, og var hvomgt embættið
undirgefið hinu. Annað lítið dæmi.
Þegar ég kom fyrst til Kanada árið
1935, átti ég erindi til danska ræðis-
mannsins í Montreal. Ég minnist
þess, að hann hafði tvö skjaldar-
merki jafnhátt frá gólfí sitt hvom
megin við dymar. Annað var skjald-
armerki íslands, hitt var skjaldar-
merki Danmerkur. Hann sagðist
hafa þetta þannig til þess að enginn
misskildi það, að hann væri umboðs-
maður fyrir tvö sjálfstæð ríki. Ef sú
hugsun er almennt ríkjandi í skólum
landsins, að ísland hafí orðið sjálf-
stætt níci árið 1944, þá þarf að
bæta um betur. Það er sitthvað að
breyta um stjómarfyrirkomulag, frá
konungsríki til lýðveldis, eða hitt að
breyta ósjálfstæðu ríki í sjálfstætt.
Island sjálfstætt
ríki árið 1918
Þessir hringdu . . .
Kvenveski
Kvenveski fannst í Austur-
stræti hinn 15. júní. Upplýsingar
í síma 35041.
Virðum stað-
festu þeirra
ungmenna
sem ekki reykja
Pétur hringdi:
„Ég hlustaði á umræðuþátt um
viðskiptamál á Stjömunni hinn
18. þessa mánaðar. Þama vom
samankomnir ungir og vel mennt-
aðir menn og þess vegna kom
dæmisaga frá einum þeirra, Kjart-
ani Gunnarssyni, leiðinlega á
óvart. Hann tók sem dæmi tvo
fimmtán ára pilta, annan
ungtöffara sem reykti en hinn
mömmudreng sem leggur fyrir
andvirði eins sígarettupakka á
dag, eins og hann komst að orði.
Eins og almenningur veit þá hafa
reykingar meðal ungs fólks að
mestu lagst niður eins og kemur
skýrt fram í grein í Morgunblað-
inu 19. júní. Þess vegna vona ég
að Kjartan og aðrir þeir sem fyrir
alþjóð tala vandi orðaval sitt og
virði staðfestu þeirra ungmenna
sem ekki reykja."
Máfinn burt
Guðmunda hringdi: „Geta borg-
aryfírvöld ekki gert eitthvað í þvi
að fækka máfínum. Það er ömur-
leg hvað hann tínir upp ungana
bæði á tjöminni sem annars stað-
ar hér í borginni. Gerið eitthvað
róttækt í þessu máli sem fyrst".
BAR-DANS-ORIENTAL MATUR. S 10312. Laugav.116. OPIÐ ALLA DAGA- ÖLL KVÖLD.
OPNUM Á MORGUN
Sjó nánar í Morgunblaölnu á morgun
>1
Námskeið í þróun viðskiptahug-
mynda og markaðssókn fyrir konur
Framhald af námskeiðum um
stofnun fyrirtækja.
Maricmið: Gera þátttakendurfæra um að meta
nýjar hugmyndir, stjórna vöruþróunarverkefnum
og markaðssókn.
Samfara aukinni tækniþróun styttist líftími hverrar
vörutegundar stöðugt. Aukin vöruþróun og mark-
aðssókn eru í dag undirstöðuþættir í rekstri
fyrirtækja sem vilja halda eða styrkja stöðu sína
á markaðnum. Á námskeiðinu verður lögð áhersla
á gildi vöruþróunar sem stjómtækis og fjallað um
á hvem hátt stjómendur geta nýtt sér nýjustu
aðferðir við framkvæmd og stjómun vöruþróunar-
verkefna.
Fjallað verður m.a. um eftírtalda þœtti:
- Skilgreining á vöoiþróun.
- Skipulagning vönjþróunaiverkefna - hámarks árangur, láginarks kostnaður.
- Aðferðir til mats á steikum og veikum hliðum fyrirtækja.
- Aðferðirtilmatsáþörfumogþróunmarkaðarins.
- Samanburðurogvalhugmynda.
- Gerð framkvaemdaáætlunar frá hugmynd til framleiðslu.
- Fjármögnun vömþróunarverkefna.
Tími: 29., 30. júní og 1. júlí kl. 19.30-22.30.
Staðun Iðntæknistofnun íslands, Keldnaholti.
Þátttaka tilkynnist í síma 687000.
IÐNTÆKNISTOFNUN
ÍSLANDS
n
BAR-DANS-ORIENTAL MATUR. S 10312. Laugav. 116. OPIÐ ALLA DAGA- OLL KVOLD.
OPNUM Á MORGUN
Sjá nánar í Morgunblaöinu á morgun
SÖLUSKÁLAR
VEITINGAHÚS
MÖTUNEYTI
Duni
<T
*- v
Dúnmjúkar Duni servíettur fyrir
boxin ávallt fyrirliggjandi.
Verð á kassa kr. 2.388. - m/sölusk.
FAIMIMIR HF
Bfldshöfða 14, sfmi 672511