Morgunblaðið - 23.06.1987, Page 56
56
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1987
mpmmm
mpfMgmm
MERKI UM GÓÐAN ÚTBÚNAÐ
VEIÐIKASSAR OG STANGAHOLKAR
Fást í nœstu sportvöruverslun.
Einkaumboð
I. Guðmundsson & Co hf
Símar: 91-11999-24020
Morgunblaðið/V aldimar Kristinsson
Hákon Pétursson sigraði í eldri flokki unglinga á
Limbó frá Sauðárkróki auk þess sem hann var
valinn knapi mótsins.
Hestamót Harðar:
Þrymur frá Brimnesi efstur í A-flokki og annar
í 250 metra skeiði, knapi er Erling Sigurðsson.
FÓTBOLTI
kr.495
KAUPFÉLÖGIN Í LANDINU
Háar einkuiinir í gæðingakeppmmii
kr.285
ÞAÐ viðraði vel á félaga i Herði
á laugardag þegar þeir héldu
hestamót sitt á Arnarhamri á
Kjalarnesi. Kjalarnesið er reynd-
ar þekkt fyrir annað en lygnt
veður en nú brá svo við að varla
bærðist hár á höfði mótsgesta.
Reyndar hyrjaði mótið með því
að gæðingar voru dæmdir á
fimmtudagskvöld á nýju svæði
félagsins við hesthúsahverfið á
Varmárbökkum í Mosfellssveit
og unglingar einnig.
A laugardeginum fóru síðan fram
úrslit fimm efstu úr forkeppninni.
Er það í fyrsta sinn sem sá háttur
er hafður á félagsmóti Harðar.
Reyndar er aðstaðan á Amarhamri
ekki nógu góð fyrir gæðingakeppni
þar sem hringvöllurinn er mjög
mishæðóttur, munar sennilega milli
tveimur til þremur metrum á hæð
langhliðanna. Einnig er hlaupa-
brautin sem hér á árum áður gaf
góða tíma orðin frekar léleg vegna
þess hversu gróin hún er orðin. En
Harðarfélagar geta litið björtum
augum til framtíðarinnar því þeir
eru langt komnir með uppbyggingu
nýja svæðisins.
Gerð var tilraun með að breyta
hinni hefðbundnu dagskrá og voru
kappreiðar fyrstar á dagskrá en
síðan voru úrslit í gæðingum og
unglingakeppni.
Erling Sigurðsson var afkasta-
mikill í að hirða verðlaun þau sem
þama voru veitt en hann sigraði á
Þrym frá Brimnesi í A-flokki, var
með Hvin í Ijórða sæti, sigraði í
250 metra skeiði á Vana og annar
með Þrym, sigraði í 150 metra
skeiði á Hvin. Hákon Pétursson sem
sigraði í eldri flokki unglinga var
valin knapi mótsins og Lord sem
varð annar í A-flokki var valinn
glæsilegasti hestur mótsins og
glæsilegasti gæðingurinn.
Kappreiðar Harðar eru lokaðar
þ.e. að eingöngu félagsmönnum er
heimilt að keppa í kappreiðunum
og hefur svo verið um árabil. Væri
vel athugandi fyrir Harðarmenn að
Ungdómurinn sækir í verðlaunagripina sem eru veglegir og Erling
Sigurðsson hirti góðan hluta þeirra.
opna kappreiðamar á nýjan Ieik
þegar nýja brautin á Varmárbökk-
um verður tekin í notkun. Kappreið-
ar Harðar buðu oft á tíðum upp á
mikla spennu og góða tíma.
Að lokinni verðlaunaafhendingu
var sameiginleg ferð ríðandi manna
í Mosfellssveit og var staldrað við
á Leiðhömrum þar sem kveiktur var
eldur og seldar veitingar. Átti
mannskapurinn þar saman góða
stund þar sem var sungið og sólsk-
inið sleikt en veðrið var hreint
frábært og voru menn frekar tregir
á að koma sér heim svo vel sem
öllum leið þama.
En úrslit mótsins urðu sem hér
segir:
A-flokkur gæðinga:
1. Þrymur frá Brimnesi, eigandi
og knapi Erling Sigurðsson,
8.49.
2. Lord, eigandi Jóhann Oddsson,
knapi Trausti Þór Guðmunds-
son, 8.38.
3. Freyja, eigandi og knapi Birgir
Hólm, 8.10.
4. Hvinur frá Vallanesi, eigendur
Steindór Steindórsson og Erling
Sigurðsson, knapi Erling Sig-
urðsson, 8.06.
5. Haukur frá Húsavík, eigandi
Hinrik Gylfason, knapi Trausti
Þór Guðmundsson, 8.12.
B-flokkur gæðinga
1. Ægir frá Skeggstöðum, eigandi
Hreinn Ólafsson, knapi Garðar
Hreinsson, 8.38.
2. Faxi, eigandi og knapi Jón Ás-
bjömsson, 8.31.
3 .Snillingur, eigandi Pétur Jökull
Hákonarson, knapi Trausti Þór
Guðmundsson, 8.24.
4. Drottning 6359 frá Enni, eig-
andi Ottó B. Ólafsson, knapi
Valdimar Kristinsson, 8.27.
5. Víkingur, eigandi og knapi Pétur
Jökull Hákonarson, 8.27.
Ástæða er til að benda á að í
skránni var ekki getið um fæðingar-
stað gæðinganna og er það orðinn
töluvert útbreiddur ósiður við gerð
mótskráa að geta ekki hvaðan hross
eru upprunnin.
Unglingar 12 ára og yngri
1. Theódóra Mathiesen á Baldri frá
Svanavatni, 8.05.
2. Guðmundur Jóhannesson á Grá-
manni frá Dalsgarði, 7.83.
3. Alfreð Mounir á Garpi frá Saur-
um, 7.93.
4. Guðmar Þór Pétursson á Vini,
7.92.
5. Guðrún Bjamadóttir á Draumi,
7.57.
Unglingar 13—15 ára
1. Hákon Pétursson á Limbó frá
Sauðárkróki.
2. Hulda Þórðardóttir á Glófaxa.
3. Ólöf Kristjánsdóttir á Eldingu.
4. Berglind Bjamadóttir á Skeifu
frá Hraðastöðum.
5. Kristinn Már Þorkelsson á Glað
frá Hörgshóli.
Unghross í tamningu
1. Darri frá Rangá, eigandi Sig-
valdi Haraldsson, knapi Harald-
ur Sigvaldason.
2. Leistur frá Meðalfelli, eigandi
Gísli Ellertsson, knapi.
3. Torfi frá Helgadal, eigandi
Hreinn Ólafsson, knapi Ragnar
Ólafsson.
150 metra skeið
1. Hvinur frá Vallanesi, eigendur
Steindór Steindórsson og Erling
Sigurðsson, 16.4 sek.
2. Röst frá Gufunesi, eigandi Þor-
geir Jónsson, knapi Þorgeir
Guðlaugsson, 17.5 sek.
3. Jörð frá Reykjum, eigandi og
knapi Jón M. Jónsson, 18.2 sek.
250 metra skeið
1. Vani frá Stóru-Laugum, eigandi
og knapi Erling Sigurðsson, 16.1
sek.
2. Þrymur frá Brimnesi, eigandi
og knapi Erling Sigurðsson, 26.7
sek.
3. Stóri-Jarpur frá Reykjum, eig-
andi og knapi Guðmundur
Jónsson 31.5 sek.
300 metra brokk
1. Skuggi, eigandi og knapi Reynir
Ö. Pálsson, 43.5 sek.
2. Douglas frá Varmadal, eigandi
og knapi Jón Jónsson, 62.6 sek.
350 metra stökk
1. Nestor, eigandi Hjördís Bjartm-
ars, knapi Sveinn Hauksson,
27.4 sek.
2. Léttir, eigandi og knapi Ragnar
Ólafsson, 27.5 sek.
3. Spóna, eigandi Ámi Andreassen,
knapi Sigurður Narfí Birgisson,
28.0 sek.
VEIÐISETT
kr. 1.390
HANDSLATTUVEL
KR. 6.350,-
SLÁTTUVÉL
KR. 19.935,-
^ W 'ki &// 'jy._Á_- j'y/ W iJílh SÍPr
KAUPFÉLÖGIN j LANDINU
BAR-DANS-ORIENTAL MATUR. S10312. Laugav. 116. OPIÐ ALLA DAGA- ÖLL KVÖLD.
OPNUM Á MORGUN
Sjá nánar í Morgunbladinu á morgun