Morgunblaðið - 23.06.1987, Síða 58

Morgunblaðið - 23.06.1987, Síða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1987 afsláttur í júní og júlí veitum við 15% staðgreiðsluafslátt af öllum bremsuklossum í Volksvagen, Mitsubishi og Range Rover bifreiðar. Kynntu þér okkar verð, það getur borgað sig. SIMAR: 91-695500 91-695650 91-695651 HEKLAHF Ingunn Benediktsdóttir Morgunblaðið/KGA „Grunaði ekki að ég ætti eftir að starfa við þetta“ - segir Ingimn Benediktsdóttir glerlistakona INGUNN Benediktsdóttir glerlistakona opnar innan skamms stóra sýningu á verkum sínum í Frakklandi. Sýn- ingin er í galleríi sem heitir La Galerie du Vitrail og er staðsett í Chartres, sem er rétt utan við París. Hún verður opin dagana 26. júní til 19. júlí nk. í spjalli við blaðamann Morgun- stofu í Síðumúlanum," sagði Ingunn blaðsins sagðist Ingunn hafa tekið þátt í tveimur samsýningum í New York og auk þess sýnt tvisvar í Norræna húsinu. Hún kvaðst hafa stundað nám í listaskóla í New York áður en hún kom heim. „Ég kom heim árið 1980 og hef síðan unnið við að búa til steinda glugga og spegla fýrir einstaklinga og fyr- irtæki auk þess að kenna," sagði Ingunn, en bætti því við að síðasta ár hefði hún fengið leyfi frá kennslu og einbeitt sér að listinni. „Vinir mínir hjá DV lánuðu mér vinnu- bætti við að það væri auðvitað miklu betra að þurfa ekki að hugsa um annað starf en glerlistina. Sömu aðferöir og á miðöldum Ingunn kvað það talsvert algengt að einstaklingar keyptu steinda glugga til að hafa heima hjá sér. „Margir halda að svona gluggar fínnist bara í kirkjum en það hefur breyst mikið á síðustu árum.“ Aðspurð um hvemig verk hún Eitt listaverka Ingunnar. ætlaði að sýna í Chartres sagði Ingunn að þar yrðu eingöngu steindir speglar. í slíka spegla notar hún sérstakt blásið gler. Hún byijar á að teikna mynd og sker svo blás- ið gler og spegilgler inn í myndina. Loks er listaverkið blýlagt. Ingunn sagði að aðferðir við að búa til steinda glugga væru þær sömu í dag og á miðöldum þegar þessi list- grein varð til og enn væru notaðir demantsglerskerar og gamaldags tangir við smíðina. „Það er algengt að málarar geri teikningar sem síðan eru unnar í Nýtt símanúmer hefur tekið gildi fyrir alla starfsemi Iðnaðarbankans í Lækjargötu 12. • Lækjargötuútibú • Erlend viðskipti • Lánasvið • Rekstrarsvið • Markaðssvið • Lögfræðisvið • Endurskoðun • Fjármálasvið • Bankastjóm • Iðnlánasjóður 0 lónaóarbankinn Lækjargötu 12. Sími 6918 00. glerlist í glerverksmiðjum," sagði Ingunn. Hún kvað það færast mjög í vöxt að glerlistamenn ynnu verk sín sjálfir. „Það er gaman að hugsa til þess að kvenfólk hefur ekki síður starfað við þetta en karlmenn og jafnvel rutt brautina erlendis, eins og Gerður Helgadóttir og Nína Tryggvadóttir," sagði Ingunn. Gerðist listamaður fyrir tilviljun Ingunn var spurð af hveiju hún hefði ákveðið að gerast listamaður. „Ég bjó í New York í sex ár og lauk mínu háskólanámi þar. Ég fékk samt ekkert að starfa á mínu sviði og fór því að vinna á glerverk- stæði í Soho á Manhattan. Þar var ég í tæp þijú ár en sótti um leið tíma í listaskóla sem heitir Parson School of Design." Ingunn bætti við að e.t.v. mætti því segja að hún hefði gerst listamaður fyrir tilviljun en sennilega hefði þetta þó blundað í henni frá bamæsku. A unglingsárum sínum dvaldist Ingunn eitt sumar í Frakklandi hjá listamönnunum Valgerði Hafstað og Andre Enard, en hann vann ein- mitt við gerð glerlistaverka á þeim tíma. „Þau voru dugleg við að fara með mig á söfn og sýningar," sagði Ingunn. Eftirminnilegastar eru henni samt heimsóknimar í hinar frægu kirkjur í París, Notre Dame og St. Chapelle og í dómkirkjuna í Chartres. „Mér þóttu gluggamir í þessum kirkjum alveg stórkostlegir, en mig grunaði ekki að ég ætti eftir að starfa við þetta," sagði Ing- unn. Leiðrétting í FRASÖGN af vígslu nýja útvarps hússins síðastliðinn laugardag urði þau mistök, að Pétur Guðfinnsso framkvæmdastjóri Sjónvarpsins va rangnefndur Guðjónsson. Morgun blaðið biður Pétur afsökunar þessu mistökum. Fróöleikur og skemmtun fyrirháa semlága!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.