Morgunblaðið - 11.07.1987, Side 4

Morgunblaðið - 11.07.1987, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. JULI 1987 Þorskveiðarnar í ár: Meira en tvöf öldun á löndun togara erlendis ÞAÐ SEM af er þessu ári hafa verið veidd 220.620 tonn af þorski, sem er um 7.000 tonnum meira en aflað hafði verið á sama tíma í fyrra. Eru þar með um 140.000 tonn eftir af leyfi- legum afla. Meira en tvöföldun hefur orðið á löndun togara á þorski erlendis á þessum tíma miðað við í fyrra. í bráðabirgðayfirliti Fiskifélags Íslands um aflatölur, kemur fram að heildarfiskaflinn í júní var 69.687 tonn og er það 13.446 tonnum meira en í júlí í fyrra. Heildarafli fyrir fyrstu sex mán- uði ársins er 897.832, sem er 167.759 tonnum meira en á sama tíma í fyrra. Þorskaflinn í júnímánuði var 39.485 tonn, sem er 8.122 tonnum meira en í fyrra. Heildarþorskafl- inn á árinu er nú orðinn 220.620 tonn og er hann orðinn 7.001 tonnum meiri en á sama tíma í fyrra. Annar botnfisksafli í júní var 8.693 tonn eða 2.196 tonnum meira en í júní í fyrra. Annar botnsfiskafii er nú 52.159 tonn, það sem af er þessu ári, sem er 2.598 tonnum minna en á sama tíma en í fyrra. Rækjuaflinn í júní var 4.265 tonn eða 1.921 tonni meirk en í júní í fyrra. Rækjuaflinn á þessu ári er orðinn 14.001 tonn, sem er 1.985 meira en á sama tíma í fyrra. Humaraflinn í júní var 1.296 tonn og er heildaraflinn í ár af humri orðinn 2.045 tonn. Er þetta orðið mjög svipað og í fyrra. Löndun erlendis hefur í heildina minnkað um helming það sem af er þessu ári, og munar þar mest um 47.079 minni loðnulöndun er- lendis á þessu ári en í fyrra. Heildarlöndun í þessum mánuði var 3.069 tonn, sem er 875 tonn- um meira en í júní í fyrra. I júní var 1.530 tonnum af þorski lan- dað erlendis, sem er 278 tonnum meira en í fyrra. Heildarlöndun þorsks á þessu ári nemur nú 8.890 tonn, en það er 3.491 tonni meira en á sama tíma í fyrra. Löndun báta á þorski í júní minnkaði úr 760 tonnum í 482. Þorskslöndun togara erlendis í júní jókst hins vegar úr 492 tonnum í 1.048 tonn. Heildarlöndun báta á þorski er- lendis á þessu ári hefur minnkað úr 2.434 tonnum í 1.833 tonn, en að því er togara varðar aukist úr 2.965 í 7.057 tonn. VEÐUR VEÐURHORFUR í DAG, 11.07.87 YFIRLIT á hádegi í gær: Milli íslands og Grænlands er 1020 milli- bara hæðarhryggur. Um 700 km suðvestur af Reykjanesi er hægfara 993 millibara djúp lægð. SPÁ: Austan- og suðaustanátt um mest allt land, víðast gola eða kaldi (3-5 vindstig). Skýjað að mestu um sunnanvert landið en viða léttskýjað nyrðra. Smáskúrir við suður- og suðaustur-ströndina, annars þurrt. Hiti á bilinu 12 til 18 stig norðanlands en 10 til 15 stig syðra. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: SUNNUDAGUR: Hæg suöauslæg átt og hiti á bilinu 10 til 17 stig. Skýjað og smáskúrir með suöurströndinni en víöast léttskýjað annars staðar. MÁNUDAGUR: Suðaustanátt og áfram hlýtt í veöri. Skýjað og súld eða rigning um sunnan- og austanvert landið en bjart veður norðvestanlands. 10 Hitastig: 10 gráður á Celsius ý Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða ? , ’ Súld OO Mistur —Skafrenningur | ^ Þrumuveður TAKN: Heiðskírt "7 Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað y, Norðan, 4 vindstig: * Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * # * # # * Snjókoma * * * VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma Akureyri Reykjavík hitl 15 12 veóur léttskýjaA rlgning Bergen 14 léttskýjað Helslnki 15 skýjað Jan Mayen 4 alskýjað Kaupmannah. 18 skýjað Narssarssuaq 10 léttskýjað Nuuk 4 þoka Osló 14 úrkoma I gr. Stokkhólmur 18 skýjað Þórshöfn 9 alskýjað Algarve 28 þokumóða Amsterdam 19 mistur Aþena 28 heiðskfrt Barcelona 28 léttskýjað Berlín 17 skýjað Chicago 24 skýjað Feneyjar 26 léttskýjað Frankfurt 19 léttskýjað Glaskow 16 súld Hamborg 17 skýjað Las Palmas 25 léttskýjað London 24 skýjað LosAngeles 18 alskýjað Lúxemborg 19 léttskýjað Madrld 31 mistur Malaga 28 mistur Mallorca 31 léttskýjað Miaml vantar Montreal 24 léttskýjað NewYork 27 mlstur Parfs 23 heiðsklrt Róm 29 hálfskýjað Vín 21 skýjað Washington 28 mistur Wlnnlpeg 18 súld Morgunblaðið/Jón Sig. Blönduós: Fornbílar Blönduósi. FÉLAGAR úr Fornbílaklúbbnum óku í gegnum Blönduós á hring- ferð sinni um landið, síðastliðinn miðvikudag. Það var tilkomu- mikiðað sjá gömlu bílana koma akandi í einni lcst inn í Blönduós og var engu líkara en gömlu á ferðinni dagarnir væru aftur komnir. Bílstjórarnir þeyttu horn bif- reiða sinna og mátti þar heyra gullfalleg hljóð fortíðarinnar.. Fornbílarnir voru gestum til sýn- is og notfærðu sér margir að skoða bílana. Sinfóníuhljómsveit íslands: Petri Sakari nýr aðalsljórnandi Á FUNDI stjórnar Sinfóníu- hljómsveitar Islands fyrir skömmu var samþykkt að ráða finnska hljómsveitarstjórann Petri Sakari sem aðalstjórnanda hljómsveitarinnar frá hausti 1988 til tveggja ára. Petri Sakari er tæplega þrítugur að aldri, fæddur í Helsinki í Finn- landi 1958. Hann nam fyrst fiðlu- leik, en sneri séð síðar að námi í hljómsveitarstjórn og lauk prófi 1983 frá Sibeliusar-Akademíunni í Helsinki. Petri Sakari er á hraðri uppleið í tónlistarheiminum og er mikill akkur í því fyrir Sinfóníuhljómsveit Islands að fá þennan unga snilling til starfa segir í frétt frá Sinfóníu- hljómsveit íslands. Petri Sakari hefur stjórnað hljómsveitinni á tvennum tónleik- um, sem haldnir voru í fyrravetur og í vor stjórnaði hann hljómsveit- inni við hljóðritun, sem gefin verður út á geisladiski á næsta ári. Undan- farin ár hefur Petri Sakari aðallega starfað í Finnlandi og Svíþjóð við Sigurður Ragnars- son settur rektor MS Petri Sakari hljómsveitarstjóm. Síðla í október í haust er Petri Sakari væntanlegur hingað til lands, þar sem hann mun starfa með Sinfóníuhljómsveit íslands um tíma. SIGURÐUR Ragnarsson hefur verið settur rektor Menntaskól- ans við Sund frá og með 1. ágúst nk., en þá lætur Björn Bjarnason af störfum vegna aldurs. Það var fyrrverandi mennta- málaráðherra, Sverrir Hermanns- son, sem setti Sigurð í stöðuna áður en hann lét af embættinu, en annar umsækjandi um hana var Helgi Þórsson stærðfræðingur við Reikni- stofnun Háskóla Íslands. Sú venja viðgengst að setja rektora til eins árs í fyrstu og síðan ráða þá að loknum þeim reynslutíma. Sigurður hefur verið aðstoðar- skólameistari MS síðan 1978 og hefur hann kennt við skólann síðan 1970. Sigurður gegndi rektorsstöðu í MS í tvö ár vegna fjarveru Bjöms. Hann er 44 ára að aldri og hefur lokið cand. philol-prófi frá Oslóar- háskóla. Reikningar lækn- is í rannsókn Rannsóknarlögregla rikisins hefur undanfarið unnið að rann- sókn á reikningsgerð manns sem verið hefur heilsugæslulæknir á Hellu. Bogi Nilsson, rannsóknarlög- reglustjóri, kvaðst vilja það eitt um málið segja að verið væri að rann- saka viðskipti læknisins við sjúkra- samlög og Tryggingastofnun ríkisins, einkum vegna útfærslu á reikningum læknisins. Málið barst rannsóknarlögreglu ríkisins frá ríkissaksóknara, en upphaflega óskaði ríkisendurskoðun eáir rann- sókn þess. Að sögn Boga er rannsókn málsins að ljúka.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.