Morgunblaðið - 11.07.1987, Síða 29

Morgunblaðið - 11.07.1987, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. JUU 1987 29 Lestaf spori Nokkrir vagnar úr jámbrautarlestinni „Dekshin Express“, sem ekur milli Hyderabad og Delhi á Indlandi, sjást hér liggjandi á hlið- inni. Rúmlega 200 kílómetra norður af Hyderabad fór lestin út af sporinu á brú sem vatnavextir höfðu að mestu fært í kaf. Talið er að 53 hafi látið lífið í slysinu. Getgátur sljarnfræðinga: Eru plánet- urnar tíu? GEIMFERÐASTOFNUN Bandaríkjanna, NASA, hélt blaða- mannafund í Ames-rannsóknamiðstöðinnií Kaliforniu í síðustu viku. Þar var gefin út all sérstæð tilkynning; „það má vera að tíunda plánetan sé - eða sé ekki - á braut um sólu auk hinna níu, sem nú eru þekktar." John Anderson hafði orð fyrir vísindamönnum NASA. Hann tel- ur að „Plánetan X“ sé á sveimi í himingeimnum, en þó óralangt frá hinum níu. Hafi hann rétt fyrir sér, kunna tvær flóknustu gátur geimvísindanna að vera leystar: „Hvað var það, sem hafði truf- landi áhrif á brautir Úranusar og Neptúnusar á nítjándu öldinni og hvað útrýmdi risaeðlunum fyrir 26 milljónum ára?“ Anderson byggir tilgátur sínar á upplýsingum frá Pioneer-geim- skipunum tveimur, sem nú eru á fleygiferð út í óravíddir himin- geimsins. A síðustu öld urðu stjarnfræðingar varir við að eitt- hvað olli einkennilegum breyting- um á brautum Úranusar og Neptúnusar. Ein mögulegra skýr- inga gæti verið togkraftur frá óþekktri plánetu. En ef „Plánetan X“ er á dæmigerðri braut um sólu, sem lægi á sama plani og braut Jarðar og hinna reikistjarn- anna, hefði þyndarafl hennar átt að hafa áhrif á hin litlu og léttu Pioneer-geimför. Það gerðist ekki. Anderson og Kenneth Seidel- mann, stjarnfræðingur, hófu að leita skýringanna á þessu. Eftir að hafa farið margsinnis yfir mælingarnar frá síðustu öld, ko- must þeir að raun um að þær væru réttar og nákvæmar. Þeir reiknuðu út að fjarlæg pláneta, sem væri fimmfalt þyngri en Jörð- in og færi eftir mjög ílangri sporbraut, sem hugsanlega væri homrétt á brautir hinna plán- etanna, gæti hafa orsakað þessar truflanir á brautum Úranusar og Neptúnusar. Vísindamennirnir segja þó, að sé „X“ til, þá sé hún svo langt í burtu nú sem stendur, að hún geti ekki haft nein áhrif á Úran- us, Neptúnus eða P/onœr-förin. Sú kenning þeirra stýður niður- stöður úr athugunum stiarnfræð- inga, sem sýna að truflunum á ferðalagi reikistjarnanna hafi linnt snemma á þessari öld. Kenningin styður einnig skýr- ingu stjarneðlisfræðingsins Daniels Whitmire á hvarfl risaeðl- anna af sjónarsviðinu. Hann telur að óþekkta plánetan „X“ gæti hafa farið í gegnum belti hala- stjama, sem umlykur sólkerfið. Þegar það hafi gerst, hafi aðdrátt- arafl plánetunnar haft þau áhrif að margar halastjörnur hafi villst af brautum sínum um sólu og sumar þeirra rekist á Jörðina. Ryk, sem hafl þyrlast upp í and- rúmsloftið við áreksturinn, hafi valdið loftslagsbreytingum og drepið risaeðlurnar. Aðrir stjamfræðingar telja að það hafi ekki verið tíunda plánet- an, heldur fjarlægur og óþekktur ferðafélagi sólarinnar — stjarna, sem kölluð hefur verið Nemesis eða „Dauðastjarnan“, sem olli halastjörnuregni á Jörðina. Engar sannanir em þó fyrir tilveru henn- ar, fremur en „Plánetunnar X“. Það gæti reynst stjarnfræðing- um erfitt að sanna þessar tilgátur og kenningar sínar. Venjulega aðferðin er sú, að ljósmyndir af hluta himingeimsins, teknar með nokkurra vikna millibili, em born- ar saman. Ef pláneta er á myndunum, breytir hún um stöðu miðað við fastastjörnurnar. Aðal- vandamálið er að enginn veit hvert á að beina sjónaukunum til að taka myndir. Whitmire telur að verði gátan ekki leyst fljótlega, gætu stjarnfræðingar árið 2600 kannski komist að hinu sanna, því að samkvæmt kenningum vísindamannanna er það þá, sem „Plánetan X“ gæti farið að hafa tmflandi áhrif á brautir annarra reikistjarna á ný. Þýtt og endursagt úr News- week. gíitrar og hvæsir! Danbíll- inn rúllar af færi- bandinu Georg Olesen í Varde á Jótlandi var meðal fyrstu landpóstanna sem fengpi nýja bílinn til afnota. Nú þarf hann ekki að ganga hokinn þegar hann stígur inn og út af vinnustað sínum. Danska póstþjónust- an hefur pantað 551 bíl NÝR danskur bíll, Danbilen, sem er einskonar sendibill, mun á komandi árum verða algeng sjón á vegum i Danmörku. Fyrstu 20 bílarnir rúlluðu af færibandinu í bílaverksmiðjunni í Varde (skammt fyrir norðan Esbjerg) á mánudag. A þessu og næsta ári munu yfir 500 Danbílar fylgja á eftir og hefur danska póstþjón- ustan keypt þá alla. Hönnun og framleiðsla bílanna er aldönsk, en vél og ýmiss búnaður annar koma annars staðar frá. Framleiðandinn, hlutafélagið Dabilfa, Dansk Bilfabrikation, legg- ur áherslu á, að í rauninni sé hér ekki um bíl að ræða, heldur vinnu- stað á hjólum; markmiðið hafi verið að búa til ökutæki, sem byði upp á betri vinnuaðstæður og auðveldari not en venjulegir bílar. Framleiðsla bílsins hefur verið í undirbúningi frá því í lok áttunda áratugarins og fór hönnun hans fram í samráði við dönsku póst- þjónustuna. Hefur fyrirtækið þegar pantað 158 bíla til afgreiðslu á þessu ári og 393' til viðbótar, sem afgreiddir verða á næsta ári. Bíllinn verður aðalvinnustaður dönsku landpóstanna. Dabilfa telur, að bíllinn eigi framtíð fyrir sér. Sænska póst- þjónustan hefur þegar pantað reynslubíla og sama er að segja um leigubílastöðvar. Þá hafa ýmis sam- tök hreyfihamlaðra sýnt bílnum áhuga. Fjórtán manns hafa fengið at- vinnu í samsetningarverksmiðiu Dabilfa í Varde, en alls leggja 30 undirverktakar til hina ýmsu hluta vagnsins. Vél og gírkassi eru frá General Motors, en rafkerfið frá Opel. Unnt verður að panta bílana með allskonar aukabúnaði og með bílstjórasæti ýmist í miðju eða öðru hvoru megin. Verðið er um 88.000 danskar krónur (tæpar 500.000 ísl. kr.). Súptu á Sóldós! ssémHm

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.