Morgunblaðið - 11.07.1987, Síða 35

Morgunblaðið - 11.07.1987, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. JUU 1987 35 FYRSTU AÐGERÐIR í EFNAHAGSMÁLUM Fréttatilkynning frá fjármálaráðuneytinu: Um breytingar á tekjuöflun ríkissjóðs RÍKISSTJÓRNIN hélt í gær blaðamannafund í Stjórnarráðinu vegna útgáfu bráðabirgðalaga. Þar kynntu fjórir ráðherrar, Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráð- herra, Halldór Asgrímsson sjávarútvegsráðherra og Jón Helgason landbúnaðarráðherra, bráðabirgðalög vegna fyrstu aðgerða ríki- sljórnarinnar í efnahagsmálum. Fréttatilkynning fjármálaráðuneytisins fer hér á eftir en frétt landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytanna á öðrum stað í blaðinu. Breytt söluskattsinn- heimta I fjárlögum yfirstandandi árs er áætlað að tekjur af söluskatti verði rúmlega 18 milljarðar króna. Sölu- skattsstofninn, þ.e. verð þeirrar vöru og þjónustu, sem söluskattur er lagður á er því um 76 milljarðar króna. Nokkur hluti sölu á vörum og þjónustu er undanþeginn sölu- skatti. Stærsti þátturinn þar eru matvæli um 21,5 milljarðar króna en einnig eru undanþegnar aðrar vörur og þjónusta. Gera má ráð fyrir að án undanþága væri sölu- skattsstofninn á annað hundrað milljarðar króna og söluskattstekjur yfir 25 milljarðar króna. Misræmi í söluskattsálagningu, eins og undanþágur eru, brenglar samkeppnisaðstöðu seljenda og hef- ur áhrif á neysluval. Seljendum vöru og þjónustu án söiuskatts er búin betri staða á kostnað hinna, sem selja skattlagða vöru. Helstu rök fyrir mismunun af þessu tagi hafa verið framfærslu- og neyslu- Í'öfnunarsjónarmið. Undanþágur nú janga mun lengra en rökstutt verð- ur með þeim hætti auk þess sem óljóst er hversu mikil endanleg neyslujöfnunaráhrif eru. I fyrirætlunum stjórnarinnar um breytingar á skattakerfinu er gert ráð fyrir breytingum óbeinna skatta á þann veg að sú skattheimta hafi ekki áhrif á aðstöðu fyrirtækja. Þær breytingar á söluskattsinnheimtu, sem nú hafa verið ákveðnar eiga að stuðla að þróun í þá átt, þó ljóst sé að því marki verður eigi náð með söluskattskerfi eins og nú er við lýði, sem eðli sínu samkvæmt getur ekki verið hlutlaust. Áhrif söluskatts á verð vöru og þjónustu er ekki einhlítt á þann veg að það hækki um þann skatt sem lagður er á. Markaðsaðstaða ræður miklu þar um. Verðlagning miðast tíðum við það að hafa verð eins hátt og kaupendur á viðkomandi markaði eru reiðubúnir að greiða. Undanþága frá skatti þarf því ekki að leiða til lækkunar á söluverði vöru. Njótandi undanþágunnar verður þá ekki kaupandi vörunnar heldur framleiðandi, innflytjandi eða annar milliliður. Söluskattsinnheimta breytist nú á tvennan hátt. Annars vegar verða undanþágur afnumdar af nokkrum vöru- og þjónustuliðum þannig að af þeim verður greiddur fullur sölu- skattur eða 25%. Er hér um að ræða tölvur og farsíma. Hins vegar verður lagður lægri söluskattur eða 10% á aðrar vörutegundir og þjón- ustu. I þeim flokki eru matvörur aðrar en kjöt, mjólk, fiskur nýtt grænmeti og ferskir ávextir, þjón- usta auglýsingastofa og önnur þjónusta, svo sem endurskoðun, bókhald, ráðgjafastarfsemi, hönnun verkfræðistofa, arkitekt, þjónusta lögfræðinga, þjónusta við sölu á fasteignum og lausafé og sambæri- leg starfsemi. Alls er gert ráð fyrir að þessar breytingar á söluskatti gefi ríkis- sjóði tekjur að ljárhæð um 2.070 milljónir króna á ári og þar af inn- heimtist um 635 milljónir króna á árinu 1987. • • # Onnur tekjuöf lun Auk breytinga á söluskatti eru í fyrstu aðgerðum ríkisstjórnarinnar fefn önnur fjáröflunaráform, sem ætlað er að gefa af sér um 1.150 milljónir króna á ári og þar af um 405 milljónir króna á þessu ári. Hér er um að ræða sérstakt bifreiða- gjald, hækkun kjarnfóðurgjalds, hækkun áhættugjalds fyrir ríkis- ábyrgðir og skatt á erlendar lántök- ur. Um einstaka liði I Breyting á söluskatti a. Fækkun undanþága frá 25% söluskatti 1. Tölvur og annar vélbúnaður til gagnavinnslu Gert er ráð fyrir að skattstofn þessi sé um 1,5 milljarðar króna. Undanþága þessi var veitt um það leyti er svokallaðar einkatölvur hófu að ryðja sér til rúins og var veitt í þeim tilgangi að greiða fyrir út- breiðslu nýrrar tækni. Örar verð- breytingar til lækkunar hafa einkennt þennan markað og verð með skatti nú yrði tiltölulega lægra en það var þegar undanþága var ákveðin. Undanþága fyrir tölvur veldur verulegu misræmi gagnvart annarri vöm, sem verið getur til hliðstæðra nota svo sem ritvéla, reiknivéla o.fl. Ennfremur hefur undanþága þessi haft í för með sér mikil vandamál við aðgreiningu vöru eins og til dæmis í fjarskiptabúnaði þar sem tölvur eru oft hluti hans. Breyting skattlagningar frá 9. júlí 1987. 2. Farsímar Skattstofn þessi er áætlaður um 200 milljónir króna. Annar síma- búnaður og fjarskiptabúnaður er nú skattlagður þannig að auðsætt misræmi er í þessu efni. Skattlagning hófst 1. júlí 1987. b. Nýtt söluskattsstig 10% á vör- ur og þjónustu sem verið hefur undanþegin 1. Matvara önnur en kjöt, mjólk, fiskur, nýtt grænmeti og ferskir ávextir Undanþága matvöru frá sölu- skatti hefur m.a. verið gagnrýnd fyrir það að undanþágan taki eins til allrar matvöru þar á meðal lúxus- vöru, sem að öllu jöfnu finnst ekki á borðum þeirra sem undanþágunni er ætlað að þjóna. Með breytingum þessum er sneitt fram hjá skatt- lagningu flestrar þeirrar matvöru sem telst til brýnustu nauðsynja auk þess sem skatturinn verður lægri en á annarri vöru. Sala matvöru, sem nú er undan- þegin söluskatti er áætluð um 21,5 milljarðar króna. Með skattlagn- ingu þess hluta matvöru, sem að framan greinir má gera ráð fyrir að sala til einstaklinga verði skatt- stofn að fjárhæð um 7 milljarðar króna. Skattheimta matvöru sem fellur undir 10% skatt hefst í ágúst 1987. 2. Mataraðföng veitingahúsa og mötuneyti Veitingarekstur nýtur nú undan- þágu frá söluskatti með þeim hætti að á þann hluta veltu hans sem svarar til matvöruinnkaupa með eðlilegri smásöluálagningu er ekki lagður söluskattur. Með breyttri söluskattsinnheimtu mun 10% sölu- skattur reiknaður af þessum hluta veltunnar. Til samræmis verður og að taka upp sömu skattlagningu á sölu mötuneyta á fæði og sambæri- leg fæðishlunnindi stofnana og fyrirtækja. Áætlað er að um 3,6 milljarðar af veltu veitinga-, gistihúsa og mötuneyta verði skattstofn við þessar breytingar. Breyting skattheimtu hjá veit- ingarekstri kemur til framkvæmda 1. október 1987. Er þá m.a. tekið tillit til þess að liðinn sé aðalferða- mannatíminn og að verðskuldbind- ingum hans vegna verði ekki raskað. 3. Auglýsingastofur Skattstofn þessi er áætlaður um 550 milljónir króna. Með virðis- aukaskatti eða öðru því skattkerfi, sem uppfyllir kröfu um hlutleysi skatta verður að skattleggja þjón- ustu til jafns við aðra neyslu. Torvelt er að finna rök fyrir því að sala auglýsinga sé utan söluskatts- kerfisins. Eins og hjá öðrum þjónustuliðum, sem nú verða felldir undir söluskatt er gert ráð fyrir að skattheimta hefjist 1. september 1987. 4. Þjónusta ýmissra sérfræðiað- ila Skattur þessi nær til allrar þjón- ustustarfsemi sérfræðinga annarra en þjónustu lækna og presta. Skattlagning þjónustustarfsemi þ.á m. þessarar er liður í hlutlausu skattkerfi. í virðisaukaskattkerfi yrði skattur þessi frádráttarbær hjá kaupanda þjónustu þegar um fyrir- tæki er að ræða. í söluskatti er þetta viðbótarkostnaður fyrir kaup- anda þjónustu og kynni að leiða til þess að stærri aðilar myndu byggja upp þessa þjónustu innan fyrirtæk- isins í stað þess að kaupa hana að sé skatturinn hár og ekki frádrátt- arbær. Þess vegna er talið rétt að •eggja ekki fullan skatt á þessa þjónustu fyrr en af víðtækari breyt- ingum verður. Þar sem um er að ræða nýja aðila og margbreytilega starfsemi, sem krefst nokkurs und- irbúnings er miðað við að skatt- heimta hefjist 1. september 1987 og ekki gert ráð fyrir verulegum skatttekjum á þessu ári, en skatt- stofnar í starfsemi þessari eru áætlaðir þannig: Endurskoðun og bókhald o.þ.h., 950 milljónir króna. Teiknistofur o.þ.h., 2.800 milljónir króna. Lögfræði- þjónusta o.þ.h., 1.400 milljónir króna II Bifreiðagjald Bifreiðir landsmanna eru um 135.000 talsins og heildarþungi þeirra um 180 þúsund tonn. Áætlað er að bifreiðagjald sé 4 krónur á kg. en að hámarki 10.000 krónur muni gefa af sér um 610 milljón króna á ári. Á árinu 1987 verður lagt á hálft gjald og gert ráð fyrir að af því innheimtist um 235 millj- ónir króna. Gert er ráð fyrir að frá og með næsta ári verði fellt niður á móti gjaldi þessu þau bifreiða- gjöld, skoðunargjald og iðgjald af slysatryggingu ökumanns, sem nú eru innheimt. Árstekjur af þeim eru um 80 milljónir króna. Gjald þetta verður innheimt með sama hætti af öllum bifreiðum hvort sem um er að ræða einkabifreiðir eða atvinnubifreiðir. Áðgreining er háð verulegum framkvæmdavand- kvæðum, sem ekki er talið réttlæt- anlegt að efna vegna ekki hærri gjaldtöku og ennfremur á gjald þetta á næsta ári að leysa af hólmi gjöld sem eru almenn og leggjast á allar bifreiðir. I lögunum er heimild til að fella gjald þetta niður eða lækka það þegar í hlut á öryrki sem fengið hefur lækkun aðflutningsgjalda af bifreiðum samkvæmt þeim reglum sem um það gilda og mun það verða gert. III Hækkun kjarnfóð- urgjalds Kjarnfóðurgjald sem nú er inn- heimt, er annars vegar svokallað grunngjald, sem vera má allt að 50% af verðmæti innflutts kjarnfóð- urs og sérstakt kjarnfóðurgjald, sem heimilt er að endurgreiða sam- kvæmt settum ree'lum. Það við- bótargjald, sem lagt er á nú er hins vegar fast gjald 4 krónur á hvert kg. Gjald þetta rennur í ríkissjóð og er áætlað að á þessu ári verði tekjur ríkissjóðs af því um 80 millj- ónir króna en um 200 milljónir króna á heilu ári. IV Ríkisábyrgðagjald Áhættugjöld fyrir ríkisábyrgðir eru hækkuð um 0,5% eða úr 1% fyrir einfaldar ríkisábyrgðir í 1,5% og úr 1,5% í 2% fyrir sjálfskuldar- ábyrgð. Auk þess er gert ráð fyrir að þeir aðilar, sem njóta ríkis- ábyrgðar en hafa ekki greitt áhættugjald svo sem ríkisviðskiptá1 bankarnir, Utvegsbankinn, ýmsir lánasjóðir, Landsvirkjun o.fl. greiði sérstakt gjald 0,25% af skuldbind- ingum sínum í erlendum gjaldeyri. Gert er ráð fyrir að árlegar tekjur af gjöldum þessum hækki um 130 milljónir króna á ári og að á árinu 1987 verði tekjuaukinn um 30 millj- ónir króna. Gjaldtaka nær ekki til afurðalána vegna útflutnings. Lántökuskattur Auk ríkisábyrgðagjaldsins er tek- inn upp sérstakur skattur á erlendar lántökur frá 1% til 3% eftir lengd lánstíma. Áætlað er að tekjur ríkis-' sjóðs af þessum skatti verði um 230 milljónir króna á ári en um 60 millj- ónir króna á þessu ári en aðgerðir þessar sem og hækkun áhættu- gjaldsins þjóna einnig þeim tilgangi að draga úr eftirspurn eftir erlend- um lánum með því að gera þau kostnaðarsamari en verið hefur. Skattheimtan nær ekki til lántöku ríkissjóðs og ekki til afurðalána vegna útflutnings. Álagt Álagt Innh. Heilt I 1987 1987 1987 ár Breyting undanþága frá söluskatti frá 25% söluskattur 1. Tölvur 9. júli 190 160 380 2. Farsímar l.júlí 25 20 50 215 180 430 10% sértakur söluskattur 1. Matvara önnur en kjöt, mjólk, • . fiskur, grænmeti og ávextir 2. Mataraðföng veitingahúsa ágúst 300 250 700 og mötuneyti okt. 90 60 360 3. Auglýsingastofur 4. Sérfræðiþjónusta sept. 20 15 60 a. Endurskoðun og þ.h. sept. 35 25 100 b. Teiknistofurogþ.h. sept. 95 70 280 Lögfræðiþjónusta og fasteignasala o.fl. sept. 55 35 140 505 455 1640 Breytingar á söluskatti alls 720 635 2070 II Bifreiðagjald 4 kr. á kíló allt að 2500 kg og 10.000 kr. á þyngri bíl júlí 305 235 610 III Hækkun kjarnfóðurgjalds Hækkun um 4 kr. á kíló júlí 100 80 200 IV Hækkun kjarnfóðurgjalds Hækkun um 4 kr. á kíló júlí 100 80 200 IV Ríkisábyrgðagjald, hækkun júlí 65 30 110 V Skattur af erlendri lántöku júlí 115 60 230 Samtals I til V 1395 1030 3220 VI Hækkun barnabótaauka 1987 -100 -100 í -200 VII Hækkun ellilífeyris sept. -90 -90 -270 Breytingar á tekjum ríkissjóðs alls 1205 840 2750 1

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.