Morgunblaðið - 11.07.1987, Síða 49

Morgunblaðið - 11.07.1987, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. JLJLÍ 1987 49 Metsölublad á hverjum degi! Díana á ballettinum Þessi mynd var tekin af prinsessunni af Wales þar sem hún spjallar við Rússneska ballettdansarann Rudolf Nureyev eftir hátíðarsýningu Konunglega ballettsins á Rómeó og Júlíu nú í vikunni, en Nurey- ev dansaði þar hlutverk Mercutios. Reuter Aldraðir gæta bús og dýra Munchen, frá Bergljótu Friðriksdóttur. Hver kannast ekki við vandamálið þegar fjölskyldan er að fara í sumarfríið og af ótta við innbrotsþjófa vantar einhvern til að líta eftir húseigninni? Og ekki auðveldar það málið ef einnig þarf að finna pössun fyrir gæludýr heimilisins. Þýskum athafnamanni datt fyrir fimm árum snjallræði í hug og stofnaði fyrirtæki sem „leigir út“ eftirlaunafólk og ellilífeyrisþega til að líta eftir húsum og húsdýrum. Fólk getur valið úr hvort það vill konu, karl eða hjón, fólk sem ekki reykir, dýravini eða áhugafólk um garðyrkju til að búa í húsum sínum. í síðasta lagi þremur tímum fyrir brottför heimilisfólksins þarf gæslumaðurinn að vera kominn þangað sem honum eru afhentir lyklar og honum gefin fyrirmæli, í um helmingi tilfella fylgir gæludýr samningnum. Reglurnar sem gæslumaðurinn þarf að fýlgja eru strang- ar. Yfir daginn má hann aðeins yfirgefa húsnæðið í mesta lagi þrjá tíma í einu og eftir að dimma tekur, aðeins eina klukkustund. Vilji gæslumaðurinn fá heimsóknir verður hann að fá sérstakt leyfi til þess og verða gestirnir að vera farn- ir kl.22. Um 50 manns starfa nú hjá þýska fyrirtækinu. Ekki er mikið upp úr vinnunni að hafa, eða 13,50 vestur-þýsk mörk á dag (ca. 270 ísl.kr.), en fólkið er ánægt að geta gert eitt- hvað gagn og jafnframt þénað um leið örlitla peninga. I þessu máli sem öðrum er þó aldrei of varlega farið. A meðan að gæslumaður nokkur vaktaði einhveiju sinni hús eitt í Hamborg brutust bíræfnir þjófar inn á heimili hans og stálu öllu steini léttara. Hjónin fara í fríið og gæslumaðurinn lítur eftir húsinu og hundinum. Kannaðu nýjar bmgðvíddir! Sæla í Sóldós! VEITINGAHÚS Vagnhöfða 11, Reykjavík. Sími 685090. Nýju og gömlu dansarnir í kvöld frá kl. 22.00-03.00. Hljómsveitin Danssporið ásamt söngkonunni Kristbjörgu Löve leika fyrir dansi. mhmhh Dansstuöið er í ÁrtúnP Tríó Andra Backmann leikur létta danstónlist frá kl. 22.00.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.