Morgunblaðið - 23.08.1987, Blaðsíða 10
10 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 1987
Leitin að
EÚSSAGULLMJ
Kafarar hafa hafizt handa
um að bjarga einhveijum
mesta fjársjóði, sögunnar,
sem sokkið hefur. Hann
er á botni Atlantshafs,
rúmlega 80 km suðuvestur
af eyjunni Nantucket í
Massachusetts á
austurströnd
Bandaríkjanna.
Gullið er í flaki farþegaskipsins Republic. Það var í eigu
White Star-skipafélagsins eins og Titanic, stærsta skip heims,
sem sökk eftir árekstur við ísjaka á sunnanverðu Norður-
Átlantshafi lö.apríl 1912. Nú er verið að gera aðra tilraun
til að bjarga verðmætum úr Titanic. Nöfn margra skipa White Star-
skipafélagsins enduðu á „ic“, t.d. Majestic og Olympic.
Sögur herma að með Republic hafi verið 450 milljónamæringar af
ýmsu þjóðerni þegar það rakst á ítalska eimskipið Florida í niðaþoku
16 tímum eftir að það fór frá New York í tveggja mánaða skemmti-
siglingu um Miðjarðarhaf. Republic sökk að morgni dags 23. janúar
1909, en þá hafði farþegunum verið bjargað. Florida flutti 850 ítalska
innflytjendur til New York, aðallega fórnarlömb jarðskjálftanna miklu
í Messina.
Eimskipið Republic var 15,000 rúmlestir, sex ára gamalt og kallað
„lúxushótel úthafanna“. White Star Line og þar með skipið voru í
eigu bandaríska auðkýfingsins J. Pierpont Morgan, sem var einn hinna
mörgu stórauðugu farþega um borð. Áreksturinn var ekki sízt merki-
legur vegna framgöngu 25 ára gamals loftskeytamanns Republics,
Jack Binns, sem varð hetja slyssins. Loftskeytatækið laskaðist við
áreksturinn, en honum tókst að gera við það og sendi út hjálparbeiðn-
ina CQD — fýrsta neyðar-loftskeyti sögunnar sem heyrðist.
Georg Larsen: danskur skip- Brad Stabenow: kanadískir kaf-
syóri. arar.
J. Pierpont Morgan: útvegaði
Rússagullið.
Fyrst virtist æsingur ætla að
bijótast út meðal farþeganna á
Republic, en hann var kæfður í
fæðingunni. Margir þutu út úr klef-
um sínum á náttfötunum og
berfættir. Þjónar deildu fatnaði
milli þeirra sem voru verst staddir
og-gáfu farþegunum heitt kaffi,
kökur og ávexti. Þeir sem voru
hugrakkastir fóru aftur niður í klef-
ana og sóttu peninga sína, skart-
gripi og önnur verðmæti.
Republic rak fyrir straum og
vindi. Skemmdir á Florida reynd-
ust svo litlar að ekki þótti ástæða
til að óttast um skipið. Á Republic
voru ekki nógu margir björgunar-
bátar handa um 500 manna áhöfn
skipsins og um 1500 farþegum
þess. Sealby skipstjóri ákvað því
Meðal annarra farþega voru
James Mellon, stofnandi Shell-
olíufélagsins, indverskur
fursti, sem hafði keypt birgðir
af skrautlegum hálsbindum og
vildi óður og uppvægur útbýta
þeim meðal karlmannanna, og
erkibiskupinn í Montreal.
Margir farþeganna höfðu með-
ferðis skartgripi og aðra
verðmæta persónulegra muni,
en farmur skipsins vekur mest-
an áhuga fyrirtækisins Sub
Ocean Salvors Intemational,
sem stendur fyrir björguninni.
Hann var svo verðmætur að
fyrirtækið er í engum vafa um
að björgunartilraunin muni
borga sig, þótt kostnaðurinn
muni nema a.m.k tveimur
milljónum dollara.
„MógTÍllinn“
Líklega var fimm og hálft tonn
af bandarískum gullpeningum í
Republic. Upphaflegt verðmæti
þeirra var 3,5 millj.dollara, en talið
er að þeir séu a.m.k. 1.6 milljarður
dollara að núgildi. Frakklandsbanki
hafði keypt gullpeningana til að
lána þá Nikulási II Rússakeisara
og gera honum kleift að efla rúss-
neska heraflann, einkum með því
að koma upp nýjum herskipaflota
eftir auðmýkjandi ósigur Rússa fyr-
ir Japönum í stríðinu 1904-1905.
Enginn annar en J.P. Morgan,
sem ferðaðist með gullinu í
Republic, hafði milligöngu um lán-
veitinguna. Hann var þaulkunnugur
í Evrópu, dvaldist þar sex mánuði
á ári, ferðaðist land úr landi og
ræddi við þjóðhöfðingja og stjóm-
málaleiðtoga. Hann var voldugasti
fjármálamaður Bandaríkjanna og
var kallaður „mógúllinn mikli í
Wall Street".
Tveimur árum áður hafði Morgan
bjargað stjóm Bandaríkjanna frá
flárhagshruni með því að flytja til
landsins upp á sitt eindæmi gulls-
tengur að verðmæti 100 milljónir
dollara. Tvisvar áður hafði hann
bjargað landinu frá meiriháttar
áföllum, en Theodore Roosevelt for-
seti (sem miðlaði málum í ófriði
Rússa og Japana) taldi hann einn
erfíðasta mótheija sinn í baráttu
sinni gegn auðhringum. Fyrirtæki
hans var svo voldugt að hann gat
hæglega valdið efnahagskreppu í
Bandaríkjunum, ef honum bauð svo
við að horfa.
White Star-skipafélagið hafði
verið í eigu Morgans síðan 1902,
þótt því væri stjómað frá Bretlandi
og Republic, Titanic og önnur
skip þess væm almennt talin brezk,
sigldu undir brezkum fána og væm
undir stjórn brezkra yfírmanna. Það
bættist í hóp rúmlega 100 fyrir-
tækja, sem hann réð yfír (eitt þeirra
var bankinn Citicorp, sem nú er sá
stærsti í Bandaríkjunum). Síðan
sameinaði hann skipafélögin White
Star Line, Red Star Line, Americ-
an, Dominion, Atlantic Transport
og Leyland í eitt fyrirtæki, sem
átti yfir 120 skip.
Þegar Morgan ferðaðist með
skipum sínum vom vörulestir þeirra
fullar af málverkum, fágætum
handritum, fmmútgáfum, jaði,
gripum úr bronsi, eiginhandarárit-
unum, listvefnaði og kristal. Hann
var mesti listverkasafnari heims.
Við hliðina á heimili sínu við Madi-
son-breiðgötu í New York reisti
hann bókasafnshús úr hvítum
marmara og kom þar fyrir þúsund-
um bóka og listmuna, sem hann
„Baltic“: bjargaði farþegunum.
safnaði á ferðum sínum (sonur hans
gaf Metropolitan- safninu í New
York mörg verka hans). Þegar hann
lézt í Róm 1913 lét hann eftir sig
um 70,000,000 dollara.
Greinilegt er að Morgan hefur
viljað vera samferða „Rússagullinu"
í Republic yfir Atlantshaf. Þegar
hann útvegaði Frökkum lánið
handa Rússum átti enginn banki á
austurströndinni gullstengur og því
var haft samband við aðila í San
Fransisco, þar sem slegnir vom
gullpeningar sem námu andvirði
lánsins. Líklega var hér um að
ræða fágæta bandaríska gullmynt,
sem kallaðist Double Eagle.
Samkvæmt tollskjölum var gullið
atgreitt í New York U.janúar 1909.
Daginn eftir lét úr höfn annað skip
White Star Line, Oceanic. Stjóm-
endur gullleitarinnar em hins vegar
sannfærðir um að ekki hafí verið
hægt að lesta skipið á svo skömm-
um tíma. Næsta skip White Star,
sem sigldi frá New York, var
Republic. Það lagði af stað 22.
janúar og flest bendir til þess að
gullið hafí farið með því.
Niðaþoka
Fljótlega eftir að Republic rakst
á Florida út af Nantucket-eyju
tókst Jack Binns loftskeytamanni
að ná sambandi við systurskipið
Baltic, sem sigldi á vettvang, en
ferðin sóttist seint vegna veðurs.
að flytja farþega Republics yfír í
Florida.
Flutningamir tóku tvær klukku-
stundir og ekkert óhapp kom fyrir.
Síðan var skipshöfnin á Republic
einnig flutt yfír í Florida og mikil
þrengsli urðu um borð í ítalska skip-
inu. Sealby varð eftir í Republic,
sem færðist smám saman dýpra og
dýpra, ásamt 44 skipveijum, þeirra
á meðal Binns loftskeytamanni.
Baltic varð að finna Republic í
niðaþoku og án miðunartækja, sem
vom óþekkt. Skipið var í 64 mílna
ijarlægð þegar áreksturinn varð og
sigldi 200 mílur í 12 klukkustundir
í leit að hinu sökkvandi skipi.
Þegar Baltic kom loks á slysstað-
inn var ákveðið að flytja farþegana
frá Florida um borð. Um leið lét''
þokunni, en úrhellisrigning tók vii
Flutningur farþeganna um borð
Baltic hófst kl. 23.30 og stóð al
nóttina. Þess vom engin dæmi í
jafnmiklum mannfjölda hefði ver
hrúgað í smábáta úti á reginha
og enginn fórst. Þessir flutningai
vom því einstæðir og líklega hefur
aldrei tekizt að bjarga jafnmörgum
úr sjávarháska.
Sex biðu bana
Þegar birta tók að degi hafði
fyöldi skipa frá ýmsum löndum
safnazt saman á slysstaðnum. Se-
alby skipstjóri var ekki enn úrkula
vonar um að takast mætti að bjarga
1