Morgunblaðið - 23.08.1987, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.08.1987, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 1987 B 11 Nikulás og orrustan við Tsu- shima: ef la átti rússneska flotann með gullinu. Republic og hélt kyrru fyrir um borð ásamt nokkrum skipverjum. Baltic sigldi til New York og Florida var fylgt til hafnar. Þrjú skip reyndu að draga Republic í von um að koma skipinu upp á grunnsævi. Republic var hálffullt af sjó og ferðinni miðaði hægt. Sealby skipstjóri harðneitaði að yfirgefa skipið meðan það væri ofan sjávar, en skipaði öllum öðrum að fara frá borði nema Williams 2.stýrimanni, sem bauðst til að vera hjá honum. RepubUc seig dýpra og dýpra og hvarf loks í djúpið kl.8.40, 30 klukkustundum eftir að áreksturinn varð. Sealby náði í rá og hélt sér uppi á henni, klifraði svo upp á lestar- hlera og forðaði sér undan rekald- inu. Honum og Williams var báðum bjargað um borð í björgunarbát, en þeir voru mjög þjakaðir. Fjöldi manns hyllti skipstjórann við kom- una til New York. Binns loftskeytamanni var hamp- að enn meir en skipstjóranum og hann var dýrkaður eins og hetja. Það var fyrst og fremst talið snar- ræði hans að þakka að tekizt hafði að bjarga nær öllum þeim sem voru í Republic áður en skipið sökk. Aðeins sex biðu bana — tveir í Republic og fjórir á Florida. Binns var ákaft fagnað þegar hann sneri aftur til Englands og hann var sæmdur heiðursmerki. Har.n varð loftskeytamaður á Adr- iatic undir stjóm E.S. Smiths, sem síðar varð skipstjóri á Titanic. Binns fylgdi ekki Smith og mörgum félögum sínum yfir á Titanic og varð vinsæll og vellaunaður blaða- maður í New York. Hann kenndi flug í Kanada í stríðinu, hélt áfram blaðamennsku, • en helgaði sig seinna loftskeytatækni á ný. Republic gleymdist fljótt. Smíði Titanics var hafin og enginn vildi vekja athygli á gullinu í Republic. Þegar Titanic sökk í apríl 1912 var á það bent að á næstu tíu árum á undan hefði White Star- skipafélag- ið flutt 1,179,594 farþega og aðeins misst tvo, báða með Republic. Löng leit Kafari í New York, Martin Bay- erly, fann flak Republics 1981 og hefur síðan reynt tvívegis að bjarga verðmætum úr því. Það hefur hins vegar ekki tekizt vegna mikilla strauma og hákarla á þessum slóð- um. Hann telur að gullið sé einhvers staðar í tveimur öryggisgeymslum á öðru þilfari skipsins. Uppdrættir, sem gerðir voru á sínum tíma, sýna ekki rétta stað- inn, þar sem flak Republics er að finna. Auk þess glötuðust teikning- amar af skipinu og það hefur verið eitt af leyndarmálum þess. Skip- asmíðastöð í Belfast, sem smíðaði skipið, varð fyrir loftárás og White Star- félagið varð gjaldþrota. Björgunarfélagið hefur endur- gert teikningar af skipinu með hjálp ungs flotaarkitekts, Bob Stevens, og skipasmíðastöðvarinnar. Án að- stoðar Stevens hefði Bayerly varla tekizt að sannfæra fjársterka aðila um að gull væri að fínna í flakinu og fá þá til að láta fé af hendi rakna til kaupa á nauðsynlegum tækjum. Stevens er þó varkár þegar hann er spurður hvort hann sé í engum vafa um að gull sé í flakinu. „Nú í v «»8* þegar ég hef setið í fjögur ár og virt fyrir mér ljósmyndir af því frnnst mér erfitt að dæma um hve mikla möguleika við höfum,“ sagði hann í viðtali fyrir skömmu. Upplýsingar um leitina eru af skomum skammti, en Stevens virð- ist hafa fundið þijá eða ijóra staði, þar sem fjársjóðurinn kann að leyn- ast. „Einn þeirra er rétt hjá þeim stað þar sem skipið brotnaði í spón þegar það sökk,“ segir hann. Auk gullsins munu kafaramir leita að bókasafni, sem J.P. Morgan hafði meðferðis, ekki sízt fágætum frumútgáfum. Sérfræðingar telja að unnt sé að bjarga bókunum, þótt þær hafi legið á hafsbotni í 78 ár. Mikið í húfi Minnstu munaði að Bayerly gæfi draum sinn um að bjarga Republic upp á bátinn þegar hann varð uppis- kroppa með peninga fyrir nokkmm ámm. Hann fékk þá til liðs við sig Robert Polackwich, krabbameinss- érfræðing í Tampa, Florida, sem hjálpaði honum að afla fjár til björg- unaraðgerðanna með samskotum. Annar mikilvægur bandamaður Bayerlys, Michael Gerber, var svo sannfærandi að aðeins tveimur vik- um eftir að hann tók við fjármála- stjóm leiðangursins hafði því marki verið náð að safna tveimur milljón- um Bandaríkjadala, sem nauðsyn- lega þurfti til að hægt yrði að hefjast handa. Björgunartilraunin hófst í lok júní og búizt er við að henni ljúki ekki fyrr en í lok ágúst. Skipstjór- inn á björgunarskipinu, Inspector, Georg Larsen, er danskur og auk hans em fimm Danir í áhöfninni. Kafaramir, sem em 20 talsins, em kanadískir og undir stjóm Brad Stabenow. Larsen skipstjóri á m.a. að tryggja að björgunarskipið sé hreyfingarlaust yfir flakinu. Ef það fer að reka slitnar líflína til kafar- ana, sem em við störf í flakinu á 100 metra dýpi 18 tíma á sólar- hring, sex í einu. Leitarmenn telja að þeir muni finna meira gull í Republic en kaf- aramir sem fundu spænsku galeið- una Nuestra Senora de Atocha við Florida (Mbl.7.8.85). Gull, silfur og fleiri eðalmálmar að verðmæti um 156 milljónir punda hafa fundizt í galeiðunni til þessa og kafaramir gera ráð fyrir að þeir eigi enn eftir að bjarga munum að verðmæti 60 milljónir punda úr flakinu. Florida-ríki gerði kröfu til mikils hluta ú'ársjóðsins í galeiðunni. En Republic sökk ekki á gmnnsævi heldur á alþjóðlegri siglingaleið, utan við lögsögu Massachusetts. Björgunarmennimir fá að launum 90-100% af því sem þeir finna í flakinu, ef engir eigendur gefa sig fram. gH f Utsala 10% viðbótarafsláttur 30-50% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM. Dæmi um verð: Dragtir frá kr. 4.500,- Uliarkápur frá kr. 10.350,- Kjólar • frá kr. 3.300,- Pils frá kr. 1.620,- Blússur frá kr. 2.400,- af öllum vörum verslunarinnar þá daga sem eftir eru af útsölunni. Hverfisgötu 64a, s. 25260. VOGAVINDAN FRA FÆREYJUM ER EITT FULLKOMNASTA OG ÖRUGGASTA VEIÐITÆKI SINNAR TEGUNDAR. Ein fullkomnasta færavinda í heimi - Vogavindan - er nú í boði til útflutnings. Hún er algjörlega tölvustýrð og alveg sjálfvirk. Meö þvi einu aö ýta á takka seturðu af staö veiöiforrit sem notið hefur mikilla vinsælda í Færeyjum. Vogavindan er tölvustýrö og forritið hefur aö geyma allar skipanir til að stunda hag- kvæmar veiðar . . . öll veiðin er sjálfvirk. Þegar fiskur bítur á, kemur vælutónn og stafurinn „F“ sést á stjórnboröi tölvunnarog um leið dregur Vogavindan fiskinn upp. Vogavindan er vökvaknúin og yfirleitt með orkugjafa frá vél bátsins, en einnig er hægt að tengja hana við rafmagn frá rafgeymum. Höfum einnig fyrirliggjandi fullkomin línuspil fyrir báta allt að 200 tonnum. Við framleiðum full-sjálfvirkar og hálf-sjálf- virkar Vogavindur og sömuleiðis handknún- ar Vogavindur. Óskir þú kynningarbæklinga eða nánari upplýsinga þá hringdu eða skrifaðu: 'UTVEGUR HF. HEIÐARGERÐ117. 108 REYKJAVÍK. SÍMI30002. ÖILWÍND P/F J. K. Joensen & Sonur BJARNI DTSlA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.