Morgunblaðið - 23.08.1987, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.08.1987, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 1987 B 7 Vígðalaug þetta leyti. Þá hófst mikil uppbygg- ing á þessu sviði. Við stunduðum alls kyns íþróttir af mikill kostgæfni á þessum árum, m.a. glímdum við af miklum áhuga. Það fólk sem útskrifast hefur frá íþróttakennaraskólanum hefur jrfir- leitt orðið nýtir þjóðfélagsþegnar. Það hefur verið ábyrgt í öllu sem það hefur tekið sér fyrir hendur. Það hefur líka tekið mikinn þátt í félags- starfi vítt og breitt um landið. Fjöldi af þessu fólki er orðið forystufólk í alls kyns sveitarstjómarmálum, íþrótta og félagsmálum. Það gleður okkur verulega að svo hefur farið. Ég man að á einum fundi hjá Sam- tökum íslenskra sveitarfélaga sem ég sat, voru rúmlega þijátíu fulltrú- ar úrskrifaðir úr íþróttakennaraskól- anum. Staða Laugarvatns sem skólaset- urs hefur að ýmsu leyti breyst á síðustu árum. Fyrstu áratugina var mikil ásókn í skólavist á Laugar- vatni en á því varð breyting eftir 1960. Nú er svo komið að búið er að leggja Húsmæðraskólann niður, en hann var draumur okkar hér á árum áður. Hann blómstraði lengi vel og það var byggt yfir hann mynd- arlegt hús, en aðsóknin minnkaði svo mikið að ákveðið var að leggja hann niður. Húsmæðraskólinn var fyrst deild í Héraðsskólanum, konur voru fengnar til að kenna nokkrum stúlk- um sem vildu fara í húsmæðranám. Smám saman þróaðist þetta og deildin varð að sérstökum skóla. Héraðsskólinn hefur líka misst spón úr aski sínum ef svo má segja, því hér í kring eru áttundi og níundi bekkir starfræktir í mörgum skólum. Aðsókn hefur því minnkað verulega að Héraðsskólanum líka. Hins vegar er mikil aðsókn að Menntaskólanum og íþróttakennaraskólanum. Það var óskaplega gaman þegar verið var að vinna að því að koma bæði Hús- mæðraskólanum og Menntaskólan- um á fót. Það unnu allir hér að þessu sem einn maður. Ég kenndi 18 ár leikfími við Menntaskólann og hef í raun og veru verið meira og minna bundinn við alla þessa skóla hér. Það voru um tíma uppi raddir um að flytja íþróttaskólann burtu héðan. Nú er búið að byggja yfir hann veg- legt hús hér og vonandi eru þessi raddir þá hljóðnaðar. Ég tel að heimavist sé svo mikið uppeldisatriði fyrir hvern og einn að ég held að fólk fari mikils á mis sem ekki á þess kost að vera í heimavist og læra þar að umgangast fólk og taka tillit til annarra. Ég hef iðulega heyrt krakkana segja sem svo „Þó það væri nú ekkert annað sem ég hefði haft upp úr veru minn hér en að vera á heimavist og kynnast krökk- unum þannig, þá hefði þetta borgað sig.“ Hóparnir héðan halda líka með ólíkindum vel saman, enda eru þess- ir krakkar nánast eins og ein §öl- skylda. Hingað hafa líka oft komið böm sem búið hafa við erfiðar heim- ilisástaeður og fengið hér mikla hjálp. Ég veit ekki hvort fólk gerir sér almennt ljóst hversu þýðingar- mikill þessi þáttur er. íþróttakennslan var afskaplega mikill þáttur í öllu skólastarfi á Laugarvatni í fjölda ára. Leikfimi- kennslan var hér a.m.k. einn tími á dag. Ahuginn var því ekki minni áður fyrr þó aðstaðan hafi ekki ver- ið eins góð og hún er núna. Það var t.d. fastur liður að hafa leikfimissýn- ingu annan hvem laugardag, ár eftir ár og sundmót inni í skólanum. All- ir staðarmenn komu að horfa á leikfimina og sundkeppnina. Þessir þættir vom því mikil lífsfyllingu bæði fyrir böm og fullorðna. Það var mikil vinna að undirbúa þessi mót og halda þau. Ég kynntist körfubolta hjá Braga Magnússyni og Sigríði Valgeirsdótt- ur. Ég byijaði að kenna körfubolta við íþróttakennaraskólann árið 1946 og var einn af frumkvöðlunum í þeirri grein, má segja. Þá hafði körfubolti sama og ekkert verið stundaður hér á landi. Ég var svo heppinn að það var amerískur piltur hér á Laugarvatni í einn vetur og ég lét hann kenna mér það sem hann kunni í körfubolta. Ég sá strax að þetta var góður innanhússleikur. Ég setti á stað bekkjamót í körfu- bolta milli skólanna héma og það hefur nú verið f gangi fram undir þetta, svokallað „Þórismót" í körfu- bolta. Seinni árin hefur leikfímikennsla minnkað til muna hér í skólunum á Laugarvatni, þó hún sé vissulega meiri hér en víðast hvar annars stað- ar. Ég hef ekki nema allt hið besta að segja um þetta lífsstarf sem ég hef eytt öllum mínum tíma í. Auk kennslunnar eyddi ég 25 sumrum í að þjálfa fyrir Héraðssambandið Skarphéðinn. Ég hef mætt á öllum landsmótum UMFÍ síðan árið 1940 og ætla að halda því áfram. Ég hef lagt mikinn tíma í þjálfun og kennslu öll þessi ár, af því að ég vildi láta krakkana héma á Suðurlandi njóta einhvers af því sem mér fannst ég hafa farið á mis við sem krakki. Ég var mikið frá á þessum tíma og fjöldskyldan fékk að kenna á því. En konan mín er íþróttakennari eins og ég og skildi þetta allt sam- an. Við kynntumst þegar _hún var í íþróttakennaraskólanum. Ég kenndi henni um tíma. Hún heitir Ester Kristinsdóttir og er úr Reykjavík. Hún starfaði við íþróttakennslu með- an bömin vom ekki orðin mörg, en þau urðu fimm og því varð smám saman minna úr kennslu hjá henni. Elsta dóttir okkar er íþróttakennari líka. Ég hætti að kenna fyrir tveimur ámm og sinni nú eingöngu starfí oddvita fyrir Laugardalshrepp, en í þessu oddvitastússi hef ég við síðan árið 1970. Lítilsháttar leikfími stunda ég þó enn. Ég hef stundað smávegis leikfimi fyrir sjálfan mig alla tíð frá því ég var ungur maður og það geri ég enn til þess að halda mér í þjálfun. Hófleg leikfimi er holl fyrir hvem og einn. Leikfimi á að liðka fólk og styrkja það og ekki síst gera það hamingjusamara í eig- in líkama. Wagoeneer LTD 1988 komnir beint frá verksmiðju, ónotaðir, með öllum þeim aukabúnaði sem þeir hugmyndaríku geta látið sig dreyma um að hafa í bfl. Árs ábyrgð. Verð kr. 1680.000 m/ryðvörn og skráningu. Aðalumboðið hf. Aftvinnu r=TT~~i l 41 _ -V Um miðjan október n.k. opnum viö nýtískulega stórverslun á 2. hæö í glæsilegri nýbyggingu okkar í Mjóddinni. Þess vegna viljum við ráða hóp af áhugasömu og frísku fólki (helst meö reynslu) í ýmis störf. Athugið aö um hlutastörf getur veriö aö ræöa. Svæðisstjóra í þessar deildir: Herrafatnaöur, dömufatnaöur, ungbamafatnaöur, skófatnaöur, sportvörur, heimilisvörur. Við afgreiðslu: HerrafatnaÖur, dömufatnaður, unglingafatnaður, ungbamafatnaður, skófatnaður, snyrtivömr, raftæki, bækur, leikföng, sportvörur, skólavörur, búsáhöld, gjafavörur, heimilisvömr, kaffitería. Önnur störf: Vörumóttaka, skráning. Þetta eru lifandi störf sem bjóða upp á góð laun og umtalsverð fríðindi. Umsækjendur sæki um á sérstöku umsóknareyðublaði sem fæst í KaupstaÖ, öllum KRON verslunum og á skrifstofu KRON, Laugavegi 91,4. hæö. Frekari upplýsingar veitir starfsmannastjóri í síma 22110 alla daga milli klukkan 10 og 12. 3 KAUPSTAÐUR ÍMJÓDD Spennandi vinnustaður fyrir hresst fólk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.