Morgunblaðið - 23.08.1987, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.08.1987, Blaðsíða 14
14 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 1987 Frá Bandaríkjunum berast þær fréttir að Oliver North, sem tekið hefur sæti Gadhafis sem illræmd- asti ofursti veraldar, hafi tekist framan í sjónvarpsvélunum að gera sig í augum þjóðarinnar að djörfu söguhetjunni David Croc- kett í fjötrum kerfiskarla. Og hver hefur ekki samúð með slíkri hetju? Lifandi dæmi um hversu viðsjálir eru vegir sannleikans, þegar við hrösult fjölmiðlafólk erum að myndast við að „sýna rétta mynd“. Og hversu einkunnarorðin „Almenningur á rétt á að vita“ galopna dyrnar til að koma á framfæri jafnt tilreiddri gerfi- mynd sem réttri af atburðum og þá ekki síður fólki. Hversu ber- skjaldaður þessi sami gráðugi sannleikselskandi almenningur er ef miðillinn er bara vél, sem tekur við hveiju því sem einhver kýs að láta í hana og spýtir því úr sér til lesenda eða áhorfenda. Einstigið milli þess að fóðra þann sem rétt á að vita og láta hann hafa falskt fóður er ekki alltaf auðratað. Er samt ekki nokkuð augljóst þeim sem gefur sér tíma til að blanda gráu heilas- ellunum í málið , að mikið happdrætti hlýtur að vera hvort sannleikurinn í viðkvæmu saka- máli liggur þar sem annar aðilinn flytur varnarræðu sína? Að mögu- leikar jafnvel þjálfaðasta dómara í að greina rétt frá röngu getur ekki legið í því einu að hlusta á annan aðilan. Og þá fer að vand- ast málið með rétt almennings til að vita. Til að vita það ranga? Til að vita það rétta? Nú um stundir horfum við upp á slíkar skekktar myndir af eins við- kvæmu máli og yfirleitt er hægt að finna. Meintri kynferðisiegri áreitni við börn, svo kölluðu Svef- neyjarmáli, þar sem aðilamir eru farnir að fiytja málið á víxl í fjöl- miðlum - og ekki þeim sömu. Þeir fjölmiðlamenn sem láta vam- ar- eða sóknarræðuna fara í gegn um sig vita auðvitað að þeir geta ekki haft sannleikann af því að hann er ekki enn fundinn og af því að þeir sem em að púsla sam- an gögnum iáta ekki af langri þjálfun og reynslu henda sig að varpa á meðan einstaklingunum hvað þá bömum í gin þess al- mennings sem á rétt á að fá að vita. Því hlýtur að vanta í mynd- ina jafnvel þótt maður hefði bæði sækjanda og veijanda. Hluti af þeirri óþolinmæði að fá að vita hvar sannleikurinn er, liggur í því hægfara réttarkerfi sem er í landinu. Og oft í óöryggi fólks á meðan það veit ekki nema skaðræðisgripir séu á ferli. Og að afgreiðslu er ekki fylgt eftir jafn- vel þegar niðurstaðan er loks fengin. Fólk hefur á tilfinningunni að ekkert gerist. Dæmi: Fyrir tveimur ámm var brotist inn í hús í Reykjavík. Inn- brotsmennirnir gáfu sér góðan tíma og hreinsuðu þar út bæði mikla fjármuni og persónulegar eigur fjölskyldunnar, þar á meðal verðmætt en auðþekkt frímerkja- safn. Lögregla taldi líklegt að þjófamir reyndu að losna við það aftur til eigandans og lögðu hon- um lífsreglurnar. Það reyndist rétt. Og fyrir hans tilstilli tókst að leiða þá sem buðu honum saf- nið hans til kaups þangað sem þeir vom gripnir. En í meðförun- um höfðu þjófarnir uppi hótanir við eigandann um eyðileggingu á eignum hans og limlestingu á fjöl- skyldunni ef hann segði lögreglu frá. Nú hefði kannski einhver haldið að þetta fólk gæti verið öruggt eftir að mennirnir vora handteknir. Fjarri því. Öryggi þeirra hefur enginn látið sig varða. Illyndismennirnir hafa gengið lausir þar til nú tveimur ámm síðai' að dómurinn fellur. Og gera það áfram eftir að dómur er fallinn, vegna þess að ekki er rúm fyrir þá í „gistihúsinu“. Og blöðin hafa nú ekki þann áhuga á málinu að birta nöfn þessara manna, eftir að sönnuð hefur ver- ið á þá sektin, svo þeir sem hótað var og allir aðrir geti að minnsta kosti varað sig ef þeir koma og kynna sig. Þeir sem hótað var gátu ekki einu sinni fengið að sjá þessa menn, til að geta þekkt þá ef þeir hringdu upp á. Það er andstætt lögunum. Og eftir að dómurinn er fallinn og ljóst hvern- ig í málinu liggur hefur enginn íjölmiðill auðvitað áhuga á að birta nöfn þeirra hvað þá mynd. Svona bið þrýstir á að fá að vita hver á í hlut, hvað hann hef- ur gert af sér ef eitthvað og hvort hætta er á framhaldi. Og þá hvemig er hægt að varast það. Sé afgreiðslan í dómskerfinu ekki markviss, skjót og öragg, finna allir sig óömgga. Og óþolinmóða. Bæði þeir sem þarf að hreinsa af áburði og hinir sem óttast þann seka. Varla gerir það þó fréttamenn að dómurum. Ekki heldur að sækjendum eða vetjendum ein- hvers aðilans. Við emm fjölhæfir blaðamenn. En menn sitja víst með sveittan skallann í lagadeild í háskóla í mörg ár, þurfa að fara gegn um nálarauga embættis- prófa til að sýna að þeir hafi nú innbirt eitthvað úr faginu og verða svo að sanna hæfni sína á vett- vangi til að fá réttindi til að flytja mál. Þetta virðist því vera hið vandasamasta mál. Og þótt blaða- menn hafi hina margvíslegustu hæfileika er það að greina sann- leikann í sakamálum líklega ekki einn af þeim. Þegar maður ekki kann ku vera nokkuð skynsamlegt að láta vera, þar til botninn er fundinn og dómur fallinn. Þá er kominn tími til að hrópa. Þetta rifjar í annað sinn á skömmum tíma upp vísu sem hann Piet Hein orti á dönsku með þessum orðum: Dyr som har en saakalt hale kan til gengæld ikke tale for oss der kan det, er det svære til gengæld oft at lade væra Þessu sneri Auðunn Bragi þannig á íslensku: Þær skepnur sem rófu hafa oghala, ei hlutn þá eðlu gáfu að tala en guð sem oss málsins gáfu skapti, gaf oss ei vit til að halda kjafti. Verzlunarskóli íslands Starfsnám Innritun í starfsnám Verzlunar- skóla íslandsferfram dagana 25.-28. ágúst kl. 08.00—19.00. Umsækjendur skulu koma á skrifstofu skólans og fá afhent umsóknareyðublöð þar og allar upplýsingar um námið og til- högun þess. Starfsnámið miðar að því að búa nemendur undir að auka hæfni þeirra til skrifstofustarfa og fer fram á tveim brautum, þar sem kenndar eru eftirtaldar greinar: Bókhaldsbraut Skrifstofubraut Bókfærsla Kostnaðarbókhald Rekstrarhagfræði Stærðfræði Tölvubókhald Töivunotkun Bókfærsla Enska íslenska Stærðfræði Verslunarréttur Vélritun/ritvinnsla Innritun í aðrar deildir f ull- orðinsfræðslu Verzlunar- skóla íslands fer f ram á skrffstofu skólans á sama thna. Sovétríkin: „Glasnost“ vex fiskur um hrygg Moskvu, Reuter. FYRRUM andófsmaður, Sergei Grigoryants, hefur í skjóli fijáls- lyndisstefnu Gorbatsjevs gefið út annað tölublað tímarits síns „Glasnost". í blaðinu eru greinar um efni sem fram til þessa hafa verið opinbert feimnismál í landinu. Nýja tölublaðið er 184 síður og fimm sinnum stærra en fyrsta tölu- blaðið sem kom út í síðasta mánuði: Sjálfboðaliðar fjölfalda blaðið og eintökin ganga svo manna á milli, en slík dreifirit, sem kölluð em „samizdat", hafa til þessa verið lit- in homauga af stjómvöldum og iðulega gerð upptæk. Blaðið hefur enn ekki hlotið samþykki yfirvalda, en útgáfa þess hefur heldur ekki verið hindmð. Lögreglan hefur tvisvar komið í heimsókn á ritstjórn- ina til Grigoryants, en án þess að aðhafast nokkuð. Grigoryants, sem er 46 ára gam- all bókmenntagagnrýnandi, var fangelsaður árið 1983 fyrir að taka þátt í útgáfu tímarits á vegum and- ófsmanna um mannréttindamál. Honum var sleppt úr haldi í febrúar síðastliðnum þegar nokkrir tugir andófsmanna vom náðaðir. Hann byrjendanámskeið Fjölbreytt, gagnlegt og skemmtllegt byrjendanámskeið í notkun einkatölva Leiðbeinandi: Dagskrá: • Grundvallaratriði við notkun PC-tölva • Stýrikerfið MS-DOS • Ritvinnslukerfið WordPerfect • Töflureiknirinn Multiplan • Umræður og fyrirspurnir Logi Ragnarsson, tölvufræðingur Tími: 1., 3., 8. og 10. sept. kl. 20-23 Innritun í símum 687590 og 686790 TölVUFRÆÐStAÚ BORGARTÚN! 28 segir útgáfu blaðsins í anda stefnu Gorbachevs um opnari umræðu. í blaðinu er meðal annars fjallað um stöðu krímverskra tatara, sem nýlega héldu mótmælafund á Rauða torginu. Önnur grein segir frá því er fjöldi skjala um hreinsanir Stalíns var eyðilagður og veltir greinar- höfundur m.a. fyrir sér starfsemi sovésku leyniþjónustunnar, KGB. Ritstjórinn er bjartsýnn á fram- hald útgáfunnar og vonast til að fá bráðlega samþykki opinberra aðila, svo selja megi blaðið í versl- unum og hægt verði að kaupa prentvél. HITAMÆLAR Söiuiöllaiyigjtutir C?(o) Vesturgötu 16, sími 13280.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.