Morgunblaðið - 23.08.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.08.1987, Blaðsíða 1
PRENTSMIÐJA MORG UNBLAÐSINS SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 1987 BLAÐ Lijðiris ogfall heillar byggðar Viðtal við Sigrúnu Bjarnadóttur, síðasta íbúa Hesteyrar Hesteyri er í vestasta Jökulfirðinum. Þar tók byggð að rísa fyrir aldamót, varð að 300-400 manna samfélagi yfir annatímann og hneig þar til síðasti íbúinn f lutti burt. Sigrún Bjarnadóttir upplifði ris og fall staðarins, kom þar ung fáum árum eftir að staðurinn tók að lifna við með hvalveiðum Norðmanna og yfirgaf hann síðust 1952, ásamt manni sínum Sölva Betúelssyni hrepsstjóra, til að hafa vetursetu næstu 20 árin á Bolungarvík, þar sem hún er nú. Keypti sig þar inn í íbúð fyrir aldraða eftir að Sölvi lést fyrir 3 árum. Ekki komið að tómum kofanum er blaðamaður ber að dyrum og ætlar að minna þessa 82ja ára gömlu konu á fyrri kynni er hann kom á Hesteyri með hafurtask á bakinu einhverntíma fyrir 1970 meðan þau Sölvi voru þar öll sumur. „Já komdu blessuð, það var 1969“. Minninu skeikar hvergi um þetta eða neitt annað sem ber á góma. Hesteyri átti sitt „Hvíta hús“ á velmektardögunum, engu síður en aðrar stórborgir. Sigrún Bjarnadóttir býr í hárri elli á á Bolungarvík. Sigrún kom fimm ára til Hesteyrar árið 1910. Aðeins 15 árum eftir að Ásgeirsverslun á ísafirði hafði fengið lóð undir útibú á svonefndri Stekks- eyri rétt innan við Hesteyri, þar sém þá voru tvö býli með torf- bæjum. Hesteyringum á óvart kom svo gufuskip með vélar og húsaviði 4 árum síðar og skipaði á land. Brödrene Bull frá Túns- bergi í Noregi voru komnir þeirra erinda að reisa hvalstöð á Stekks- nesi, höfðu leigt landið af Ás- geirsverslun. En Hesteyrarbænd- ur höfðu upp úr 1880 hafnað beiðni hvalveiðikóngs Norðmanna Svend Foyn er hann kom og falað- ist eftir þessu landi. Nú var þarna komin norsk hvalstöð og allt í miklum uppgangi. Foreldrar Sig- rúnar, Bjami Dósoþeusson frá Görðum og Bjargey Sigurðardótt- ir frá Látmm bjuggu í Aðalvíkinni handan hálsins og höfðu eignast 12 börn á 10 árum og móðir henn- ar eðlilega orðin heilsuveil. Svo telpan var 5 ára gömul tekin í fóstur til Guðbjartar Guðmunds- son frá Reykhólum og Ragnheiðar Jónsdsóttur frá Víðidalsá í Húna- vallasýslu, sem bjuggu á Hesteyri. Þau áttu eina 15 ára gamla dótt- ur, sem Sigrún segir að hafi komið í staðinn fyrir systkinin heima. Saga systurinnar, Ingibjargar Sigutjónu sem gekk undir nafninu Jóna Guðbjarts, er merkileg og raunar furðulegt að hún skuli aldrei hafa verið sögð, svo mjög sem þessi unga stúlka úr fámenn- inu á Hesteyri var á undan sinni samtíð. Hún var heima fyrsta árið eftir að Sigrún kom á heimilið og fór svo suður í Verslunarskólann, þar sem hún var í tvo vetur. Dvaldi þá heima þar til Sigrún var fermd. „En við fermingu kom- ust allir í fullorðinna manna tölu á þeim árum“, segir Sigrún „Fóstra mín var heilsuveil og Jóna tók af mér loforð um að vera hjá foreldrum okkar þar til hún kæmi aftur. Ætlaði að taka mig suður til sín og hjálpa mér til að læra. En hún kom aldrei aftur, dó árið 1930. Og ég efndi það sem ég hafði lofað. Ég var mjög bundin yfir fóstru minni veikri, því hún komst ekki út, en hún dó tveimur árum á eftir Jónu. Og fóstri minn dó hjá okkur Sölva.“ Þótt æfi Jónu systur hennar yrði ekki löng var hún ekki við- burðarsnauð. Hún hafði eftir að hún kom suður safnað sér fyrir farareyri og haldið til Þýskalands til að læra þýsku. Var í bóksala- skóla í Leipzig, enda hafði hún unnið við það. „Hún var verslun- arstjóri í Bókaverslun ísafoldar hjá Sigríði Björnsdóttur. Jóna er áreiðanlega fyrsta konan sem fer utan til að læra þessi fræði og mér þykir merkilegt að ég hefí hvergi séð þess getið nema í smá- klausu í Lögréttu 1928. Líklega af því að hún var kvenmaður", segir Sigrún. En árið eftir veiktist Jóna og var frá vinnu í heilt ár. Sigríður seldi verslunina Hjörleifi Hjörleifssyni, sem vildi fá Jónu áfram. Hún tók við versluninni, en sama vorið fær hún heilabólgu og deyr. Norðmenn reistu hvalstöð Sigrún var að vísu ekki nema 10 ára gömul þegar hvalstöð Norðmanna hætti 1915 er hval- Ljósm. E.Pá. veiðibann var sett á vegna ofveiði á hvölum, en hún man vel eftir þeim.„Ég var stundum send með mjólk í stóra skálann sem þeir byggðu þarna. Þetta var gríðar- stórt rauðmálað hús sem var brakki fyrir fólkið þá og síðar en var í lokin selt. Eg fór venjulega með mjólkina upp þar sem verk- stjórarnir voru í herbergi. Gamall Norðmaður tók við mjólkinni og gaf mér alltaf brauðsneið með sykri ofan á. Það þótti mér nú gott. Eitt sinn var nýbúið að koma með heilan hval. Ég fór niður á planið, þar sem átti að fara að lensa. Ég var á skinnskóm og svo mikill grútur þar að ég þorði ekki á planið. Þá kom Niels flensari og kallaði til mín Sik-rún, eins og þeir kölluðu mig allir. Mér var illa við það, sagði að það væri enginn sykur í mér. Hann spurði hvað ég væri að gera þama. Ég var farin að skilja sumt af því sem þeir sögðu. Hann var í öllum galla, tók mig upp og bar mig í kring um hvalinn, svo ég fékk að sjá hann.“ Hvalurinn var dreginn með gufuspili upp á bryggjur sem smíðaðar voru, en mjög aðdjúpt var þarna. „Hvalimir sem þeir / /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.