Morgunblaðið - 23.08.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.08.1987, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 1987 veiddu voru steypireiður og lang- reiður. Bláhvalurinn var stærri en finhvalurinn, eins og þeir kölluðu þá. Hann var minni og ljósari.“ Norðmennirnir voru þarna með 4 og upp í 8 báta og munu hafa veitt frá 100 á sumri niður í 30, þegar verst lét. „Allir yfirmenn í stöðinni voru útlendingar, en Islendingar fengu þar líka vinnu. Og svo stúlkurnar sem unnu við að vaska hvalskíðin, sem voru útflutningsvara eins og Iýsið og mjólið. Voru víst notuð í lífsstykki o. fl. Heima voru þau notuð í kiplurnar á tréfötunum. Hvað það er? Það voru festingamar á höldunum, og hvalskíðin notuð til að festa þær. Eg get ekki sýnt þér þetta, því ég lét frá mér síðustu fötuna sem ég átti með svona út- búnaði." Þegar Sigrún var að alast upp voru komin um 12-14 timburhús á Hesteyri. Menn fengu húsavið, oft tilsniðinn og höggvinn, með bátun- um frá Noregi á vorin. Einnig komið verslunarhús og læknisbústaður.,, Fyrsti læknirinn var Jón heitinn Þorvaldsson og Högni Björnsson fóstursonur hans var aðstoðarlækn- ir hjá honum síðasta árið. Þetta var stórt læknishérað, náði allt norður að Geirólfsgnúpi á Ströndum. Jón var ákaflega duglegur læknir. Hann flutti svo til Reykjavíkur og aðrir komu í staðinn, m.a. Axel Dahl- man, sem datt niður úr stiganum í læknishúsinu og dó. Læknishúsið stendur þama enn. Svo áttum við Hvítahúsið eins og í Bandaríkjun- um“, bætir Sigrún við.„ Jakob Odland, sem stjórnaði stöðinni í 10 ár, lét byggja það. Það var hús framkvæmdastjóranna, þá og síðar eftir að Kveldúlfur keypti. Þetta þótti ákaflega fallegt hús, hvítmál- að með grænum gluggum og þaki. Sölvi seldi það síðast fyrir Kveldúlf Óla Ólsen á ísafirði, sem flutti við- ina vestur. Strax 1899 var líka byggð kirkja. Markús Bull lét byggja hana á eigin kostnað. Kom með kirkjuviðina frá Noregi. Norð- u mennimir sóttu alltaf kirkju á u sunnudögum." Við Sigrún rifjum upp að kirkja fyrirfannst engin 1969. Biskup hafði látið flytja hana inn í Súðavík | og til að sefa reiði hinna brottfluttu Hesteyringa, var verið að steypa gríðarmikið hlið með koparklukk- unni úr kirkjunni, sem Sigrún segist hafa heyrt að væri frá 1671. En Sölvi maður hennar var einn þeirra sem gekkst fyrir þessu. Klukkunni má hringja ef grafið er í gamla kirkjugarðinum á Hesteyri. Og ein- mitt helgina áður en þetta viðtal fór fram hafði Guðmundur Alberts- son, kaupmaður á Hesteyri og síðar í Reykjavík, verið jarðsettur þar. „Hann var fæddur á Hesteyri, 3 ámm eldri en ég og við ólumst þar upp saman", segir Sigrún, sem kveðst sjálf ætla að hvíla við hlið Sölva manns síns í Bolungarvíkur- garði þegar þar að kemur. Engin starfsemi var á Hesteyri í fímm ár, en 1920 komu Norðmenn aftur og nú til að veiða síld og bræða. „Þeir voru með tvo báta, enda þurftu þeir ekki nema rétt út fyrir Sléttunesið. Þá var allt í einu orðið fullt af síld og allt á fleygi ferð. Byijað var að salta. Eg var þá um fermingu. Við fóstursystum- ar fórum í síldarsöltun, en ég var alltaf svo lágvaxin að ég átti bágt með að ná niður á botninn á tunnun- um.“ Sigrún man að um það leyti kom loftskeytastöðin á Hesteyri og þótti mikil framför og síðar kom símstöð, sem þau Sölvi sáu um eins og svo margt annað síðustu árin. En 1927 keypti Kveldúlfur stöð- ina og henni var breytt í síldar- bræðslu. Kveldúlfstogaramir fóru þá að leggja þama upp. Þetta voru stór skip og þeir byggðu bryggjur. Ekki voru þó komnir löndunarkran- ar þá og varð að aka síldinni upp í hjólbörum. Þetta var óþrifaleg vinna. Þama voru hærri og lægri bryggjur og þræmar fyrir innan þær. Bryggjunar voru sleipar af slori og eftir að hækkaði í þrónum varð að aka upp hærri bryggjuna. Þama unnu margir skólapiltar, því þeir gengu fyrir um vinnu hjá Þessa mynd tók ÓL. K. Mag. nýlega á Hesteyri. Af verksmiðjunum stendur eftir skorsteinninn og fírhúsið. maður var alltaf blautur í fæturna í þeim. Ullin var líka unnin heima. Fóstra mín lét vefa úr henni og saumaði vaðmálsbuxur. Eg var aldrei dugleg við saumaskapinn, en ég pijónaði mikið. Barnaskóli var á Hesteyri og alltaf vom hjá okkur börn frá Sléttu, Miðvik og Strönd- um, sem sóttu skólann. Sjálf var ég ekki í skóla nema part úr tveim- ur vetram. Þetta var á fyrri heimsstyijaldaráranum og ekki hægt að hita skólahúsið, svo ekkert var kennt næsta vetur. Það gerði ekkert til því fóstursystir mín kenndi mér. Kennarinn var Gísli Bjarnason, sem ég átti mikil og góð samskipti við síðar, því hann var gæslumaður stúkunnar Framtíðar- innar sem stofnuð var þegar ég var 22ja ára.“ Og Sigrún sýnir mér skrautritað félagsskírteini frá 15. maí 1927. Ekki hefur það háð Sigrúnu þótt skólagangan yrði ekki löng. Þegar Gísli Bjarnason dó 1936 var hún varagæslumaður stúkunnar og varð að taka við, eins og hún orðar það. „Fljótlega eftir að stúkan var stofn- uð fóram við að hafa jólatrés- skemmtanir fyrir alla. Svo gáfum við út handskrifað blað. Gísli hafði svo fallega rithönd. Jú, jú, ég skrif- aði í blaðið. Maður skrifaði undir dulnefni, átti enginn að vita um það, en samt vissi hver maður á staðnum hver þetta var. Eg var í ritnefnd og þá varð maður að bæta úr þegar vantaði efni og skrifa sjálf- ur. Sögur? Jú, það kom fyrir að maður setti saman eitthvert ragl. Ég man t.d. eftir frásögn sem ég skrifaði af leit að kindum í góðu veðri og lýsti fuglum og útsýninu. En þótt það væri ekki merkilegt þá sá ég eftir að hafa ekki geymt það, þegar ég sendi öll plðgg stúk- unnar frá mér. Stúkan tórði til 1947, þegar engir krakkar eða unglingar vora lengur eftir á Hest- eyri. Þá skrifaði ég stórritara og spurði hvað ég ætti að gera við eig- ur stúkunnar og öll plögg og fékk fyrirmæli um að senda það til stór- riddara í Reykjavík. Sölvi var að fara inn á ísafjörð og ég þreif þetta saman og sendi það allt með hon- um, en það hefði verið gaman að eiga þetta sem ég skrifaði sjálf. Ég hefi alltaf haft svo gaman af að skrifa. Skrifaðist alltaf mikið á við fólk, einkum eftir að fækkaði á staðnum. En meðan fólk var þar, var margt skemmtilegt gert. Stúk- an hafði skemmtanir og við settum upp leikrit og létum krakkana leika." Sigrún hafði fyrr sagt mér hve gaman hún hafði af að dansa og er nú spurð hvort ekki hafi verið Sigrún Bjarnadóttir unir sér vel innan um sína gömlu muni í rúmgóðri íbúð fyrir aldraða á Bolungarvík. Kveldúlfi og svo menn úr hreppn- um. Bættist við þegar kom kolaskip eða eitthvað slíkt, að því er Sigrún segir. Kemst ekki upp á þrígirta hlandkollu Sölvi Betúelsson var einmitt þarna við vinnu hjá Kveldúlfi þegar þau Sigrún ákváðu að gifta sig 1938. „Hann var systursonur fóstra míns og var heimagangur þar öll mín uppvaxtarár, þó mér dytti aldr- ei í hug að hann yrði maðurinn minn“, segir Sigrún.,, Hann hafði verið kennari í 3 vetur í Kvíum og kom um vorið í vinnuna á Hesteyri og við giftum okkur sama haust. Það var Sölvi minn sem steypti ofan á kantinn á strompinum háa fyrir Kveldúlf. Hann var fyglingur, hafði sigið mikið í björgin og sundlaði ekki. Það þótti mikil skömm á Ströndum að vera lofthræddur og þora ekki. Var sagt um slíka menn: „Hann kemst ekki upp á þrígirta hlandkollu“. Þá vora engir nátt- pottar, en notaðar trékollur, girtar með sviga, þ.e. trégjörð, og þær minnstu vora með þremur svigum. Eftir að við Sölvi giftum okkur vann hann við að telja á bryggjunni upp úr toguranum. Og síðar leit hann eftir stöðinni fyrir Kveldúlf, eftir að síldin fór og síldarbræðslan Jóna Guðbjarts frá Hesteyri fór í bóksalaskóla í Þýskalandi og gerðist verslunarsijori í Boka- verslun Isafoldar. hætti 1940. Vélamar vora síðan fluttar burt. En hann sá um þetta þar til þeir létu Hesteyrareigninar upp í stóreignaskattinn. Þá var hætt að líta eftir þeim. Síðast þeg- ar ég var á Hesteyri sumarið 1971 stóðu uppi skorsteinninn og fírhú- sið.“ Eins og- gnllið sem skírist í eldinum Sigrún var orðin 33ja ára gömul þegar hún gifti sig.„Ég hefi verið fædd rauðsokka. Þóttist aldrei ætla að gifta mig“, segir hún. Mátti ekkert vera að svoleiðis, þótt mér þætti gaman að dansa og skemmta mér. Þurfti að vera heima og hugsa um gamla fólkið. Þessir strákar sem maður ólst upp með vora líka eins og bræður manns. En ég iðrast ekki að hafa loks gifst Sölva. Hann reyndist mér vel og best þegar mest á reið. Var eins og gullið sem skírist í eldinum." Á Hesteyri lifðu menn af sjónum og smábúskap. Réra venjulega á haustin á árabátum, því þá var svo stutt að fara, en á vorin á bátum með vél eftir að þær komu. „Við voram með eina kú og 30 kindur. Meira var það ekki. Við höfðum svo litla jörð. Eg erfði eftir fóstra minn tvö hundraða jörð. Jú, víst var mik- ið að gera, en það gerði ekkert til meðan maður var frískur. Annars veiktist ég og var mikið frá í tvö ár. Auðvitað þurfti maður að vinna í uppvextinum. Sem krakka leiddist mér alltaf mest að bæta skinn- sokkana. Þeir voru svo leiðinlegir,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.