Morgunblaðið - 27.08.1987, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, VIÐSKIPn/AIVINNULÍF PIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1987
C 11
Vörusýningar
Stjónnumr-
hæfni má læra
Kunnur bandarískur sálfræðingur held-
ur námskeið hér á landi
Dr. Thomas Gordon, kunnur
bandariskur sálfræðingur, er
væntanlegur hingað til lands í
fyrstu viku septembermánaðar í
boði „Samskipta: fræðslu og ráð-
gjafar sf.“. Föstudaginn 4.
september verður haldin náms-
stefna fyrir yfirmenn og stjórn-
endur Sambands íslenzkra
samvinnufélaga, þar sem dr.
Thomas Gordon kynnir hug-
myndir sínar um stjórnun og
aðferðir sem unnt er að beita í
samskiptum við starfsmenn.
Námsstefnan stendur í sex stund-
ir, frá kl. 9 til 15.
Dr. Thomas Gordon hefur um
25 ára skeið staðið fyrir námskeið-
um fyrir ýmsa hópa fólks; foreldra,
kennara, unglinga og stjórnendur
fyrirtækja og stofnana, þar sem
kenndar hafa verið leiðir til farsæll-
ar og áhrifaríkrar stjómunar og
mannlegra samskipta.
Hann hefur skrifað 4 bækur um
þessi mál. Ein þeirra, „Parent
Effectiveness Training", P.E.T.,
sem fjaliar um leiðir til að gera
foreldra hæfari til að fást við for-
eldrahlutverkið, kemur senn út í
íslenskri þýðingu hjá Almenna
bókafélaginu. Hún varð metsölubók
í Bandaríkjunum, þar sem rúmlega
hálf önnur milljón eintaka hennar
hefur selst. Hinar bækumar, sem
fjalla m.a. um þjálfun í starfshæfni
kennara og starfshæfni leiðtoga og
stjómenda, hafa einnig vakið
óskipta athygli, að því er segir í
frétt frá Samskiptum.
Á námskeiðum sínum beitir dr.
Thomas Gordon sérstökum aðferð-
um til að kenna eftirfarin atriði:
— að fá fólk til að vinna með þér,
en ekki aðeins fyrir þig.
— fá fólk til að vinna sjálfstætt,
svo stjórnandi fái meiri tíma til
að hugsa, skipuleggja og
stjóma.
— slökun, svo stjómandi njóti sam-
skipta við aðra á vinnustað eða
heima fyrir en einangrist ekki.
— að meta vinnu annarra án þess
að það skapi andstöðu.
— gera fundi árangursríkari og fá
Vörusýningar
MUnchen
Parie
Köln
Díisseldori
•-10. _---------
AUTUMN GIFT FAIR Gjafavörusýnlng London
•-IX. saptawhar
LEIPZIGER MESSE Lelpzig
Alþjóöleg haustaýnlng
Frankfurt
11-13. _----------
LONDON MIDSEASON Tiakufatnaöur London
London
London
13-1«.
JUNIOR FASHION FAIR Bamafatnaður London
Munchen
1- T.
ISPO — Sportvörur og fatnaöur
•.- a. ________
MODEINFANTE, Bamafatnaöur
•- a. ------------
SPOGA — Iþróttavörur
9. asgtambar
IGEDO — Tlskufatnaður
10.-30.
IAA — BHar og varahlutlr
13-1B.
LONDON PRET — Tlskufatnaður
13-1«.
MAB — Ttskufa tnaöur karia
7. <
MODE WOCHE—Tlakufatnaöur
10-1B. ahlöhar
ANUGA — Matvaalasýning
fijóar hugmyndir frá samstarfs-
hópnum.
— fá samstarfshópa til að vinna
saman og leysa úr „óleysanleg-
um“ ágreiningi.
— forðast með árangri of mikla
stjómsemi og of mikla eftirgefni.
— að hafa meiri áhrif á eigin yfir-
menn.
Reynslan af námskeiðum dr.
Thomasar Gordon sýnir, að yfirleitt
er unnt að draga verulega úr valda-
baráttu, auka afköst og framleiðni
og bæta samskipti stjórnenda og
starfsfólk, segir einnig í fréttinni.
Hópferð á málm
iðnaðarsýningu
MALMTÆKNIDEILD Iðn-
tæknistofnunar íslands hefur
ákveðið að standa fyrir hópferð
á málmiðnaðarsýninguna EMO
87, sem haldin verður í Mílanó
á Ítalíu dagana fjórtánda til
tuttugasta og annan október.
EMO málmiðnaðarsýningin er
haldin á tveggja ára fresti og er
stærsta og viðamesta sérsýningin
fyrir málmiðnaðinn. Þar em sýnd
hefðbundin málmiðnaðartæki
jafnt sem tölvustýrð tæki og fjöl-
hæf framleiðslukerfi fyrir málm-
iðnað. Fjöldi sýnenda er alls um
2000 frá 40 löndum og er 98%
af vélamarkaðnum til sýnis og
kynningar á EMO málmiðnaðar-
sýningunni.
Farið verður frá Keflavík þann
13. október og flogið í gegnum
Kaupmannahöfn til Mílanó. Flogið
verður heim þann 22. október.
Fararstjóri verður Jónas G. Jón-
asson vélaverkfræðingur hjá
Iðntæknistofnun. Þáttaka til-
kynnist til Iðntæknistofnunar
Islands eða Samvinnuferða.
Köln
Vörusýnlngareni
okkarsérfag.
Haföu samband semfyrst.
BFERÐA.. Cc+itud
MIÐSTODIIM Tccn/zi
AOAISIHA II ‘J - HfYK IAVIK - I. i 8 1 3 J
Vébæðhg
bætir
afkomu
Hraðfleyg tækniþróun, minnkandi vinnuafl í
iðnaði, auknar kröfur um gæði og framleiðni
og fleiri haldgóðar ástæður krefjast þess að
framleiðslufyrirtæki vélvæðist á hagkvæman
og fullkominn hátt. Vélvæðing er
kostnaðarsöm, en getur skipt sköpum þegar
stefnt er að bættri afkomu.
Þegar menn hyggja að fjármögnun
langtímafjárfestinga í atvinnulífinu, borgar
sig að huga vel að lánamöguleikum. Megin-
tilgangur Iðnþróunarsjóðs er að stuðla að
alhliða uppbyggingu atvinnulífs, með
fjármögnun meiriháttar fjárfestinga.
Sjóðurinn er traust lánastofnun, sem m.a.
leggur áherslu á arðsemi fjárfestinga.
Eitt af þeim verkefnum sem sjóðurinn
fjármagnar er vélvæðing atvinnulífsins.
Möguleikamireru margir. Lánshlutfall er t.d.
sveigjanlegt og tekur mið af fjárþörf traustra
og vel rekinna fyrirtækja. Lántaki hefur áhrif
á hvort gengistrygging láns er t.d. í USD,
DEM, GBP eða miðast við aðra gjaldmiðla,
ef sérstakar ástæður koma til vegna sérþarfa
fyrirtækisins. Gengistrygging getur enn-
fremur verið sambland gjaldmiðla til að
dreifa gengisáhættu.
Við höfum langa reynslu og þekkingu á
fjármögnun fjárfestinga með sveigjanlegum
lánsformum, sem reynt er að fella sem best að
fjárþörf traustra fyrirtækja. Hafðu samband
við starfsmenn Iðnþróunarsjóðs þegar þú
gerir framtíðaráætlanir um uppbyggingu og
fjárfestingu í atvinnurekstrinum.
Iðnþróunarsjóður býr yfir þekkingu til að leysa fjármögnunarvanda þinn.
IÐNÞROUN ARS J OÐUR
Kalkofnsvegi 1,101 Reykjavík - sími (91) 69-99-90