Morgunblaðið - 11.09.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.09.1987, Blaðsíða 1
PtorgititibTðtúb MENNING LISTIR B PRENTSMIÐJA MORG UNBLAÐSINS FOSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1987 BLAÐ Bókmenntahátíð 1987: Skáldskapurinn getur haldiö manmnum lifandi (Morgunblaðið/KGA) Knut Ödegárd, forstjóri Norræna hússins - segir Knut Ödegárd, forstjóri Norræna hússins og upphafsmaður norrænna bókmenntahátíða í Reykjavík EITT viðamesta verkefni Nor- ræna hússins á þessu ári er bókmenntahátið sem haldin verður dagana 13.—19. sept- ember næstkomandi. Þess er skemmst að minnast að haust- ið 1985 var haldin mjög vel heppnuð ljóðahátíð í Norræna húsinu og mæltist hún vel fyrir. Upphafsmaður þessara hátíða er Knut Ödegárd, for- stjóri Norræna hússins, og er hann jafnfram framkvæmda- stjóri hátiðarinnar. í viðtali sem ég átti við Knut spurði ég hann afhveiju væri verið að halda slíkar hátíðir. „Það er afþví," svaraði Knut, „að maður hefur þá trú að list- in, og þar með ljóðið og skáld- sagan, sé þýðingarmesti þátturinn í að halda manneskj- unni andlega lifandi á okkar tímum, þar sem við sjáum svo mikið af vélmennsku og ómann- eskjulegum aðstæðum. Við héldum bókmenntahátíð hér fyrst árið 1985, sem var ljóð- listarhátíð, vegna þess að það vantaði slíka hátíð á Norður- löndum. Hátíð sem hægt er að bera saman við þær stóru bók- menntahátíðir sem haldnar eru víða um Evrópu og Ameríku. Við, þessar norrænu þjóðir, erum svo litlar. En við eigum svo margt sameiginlegt og get- um gefíð hver annarri svo margt. Ég nefni sem dæmi sam- eiginlegt útbreiðslukerfi. Meginhugmyndin að baki Bók- menntahátíðarinnar núna, er að skapa vettvang, hátíð sem sam- einar norræn lönd í sterka heild og vekur athygli á norrænum bókmenntum á alþjóðlégum vettvangi. Bókmenntahátíðin á að styrkja bókmenntalega sam- vinnu á Norðurlöndum, en jafnframt er henni ætlað að tengja saman norrænar bók- menntir og bókmenntir annarra málsvæða. Þess vegna bjóðum við á hátíðina höfundum utan Norðurlandanna, til dæmis frá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.