Morgunblaðið - 11.09.1987, Blaðsíða 8
Mál og menning 50 ára:
8 B MORGUNBLAPIÐ, FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1987
Frumhetjamir
vom miktír hugsjónamenn
-segir Silja Aðalsteinsdóttir, ritstjóri Tímarits Máls og menningar
VIÐ lifum á öld hinnar
fullkomnu tækni.
Það er orðið léttara
en nokkru sinni áður
að vinna auðinn úr
skauti náttúr- unnar. Löndin eru
orðin ríkari, hönd mannsins og
hugvit slyngari að knýja náttúr-
una til óþijótandi gjafa. Tæknin
hefir skapað nýja atvinnuhætti
og ný menningarskilyrði. Ein-
mitt nú eiga sér stað í heiminum
stórkostlegri framfarir en nokk-
ur dæmi þekkjast tU áður úr sögu
mannkynsins. Nú er svo langt
komið þroska og hæfni manns-
ins, að hver einstaklingur ætti
að hafa möguleika til að lifa ríku-
legu og menntandi lífi. Nú eru
ekki tímar til bölsýni eða úrræða-
leysis, heldur bjartsýni og vitur-
legrar notkunar á valdi
tækninnar í þjónustu mannfé-
lagsheUdarinnar. Nú eru tímar
tU aukinnar þróunar, en ekki
tortímingar á lífi og menningu
þjóðanna."
Þessi orð eru rituð af Kristni E
Andréssyni í 1. hefti félagsbréfs
Máls og menningar árið 1938. Mál
og menning var nýtt bókmenntafé-
lag, eða eins konar bókaklúbbur í
tengslum við bókaútgáfuna Heims-
kringlu, stofnaður árinu áður og
heldur því upp á 50 ára afmæli sitt
á þessu ári og eðlilega hafa orðið
miklar breytingar á starfsemi fé-
lagsins á þessum tíma.
Tímarit Máls og menningar
geymir einhveijar bestu heimildir
um sögu félagsins og til að forvitn-
ast nánar um þróun þess fékk ég
Silju Aðalsteinsdóttur, núverandi
ritstjóra tímaritsins í spjall. Og þá
fyrst, hvemig varð þetta allt saman
til?
„Upphafið var bókaútgáfan
Heimskringla," svarar Silja. „Hún
var stofnuð sem almenn bókaút-
gáfa. og gaf út fyrstu bækur sínar
árið 1934. Það er í sjálfu sér gam-
an að skoða þær. Þetta voru þijú
hefti um kynlíf eftir Karl Evang
og það stendur hvergi skrifað hver
er þýðandinn. En ég hef það fyrir
satt að Katrín Thoroddsen, læknir,
hafi þýtt þau. Og eins og þetta
væri ekki nógu djarft gáfu þeir lka
út helstu hneykslunarhelluna það
ár, „Straumrof" eftir Halldór Lax-
ness.
Sennilega hefur forsvarsmönnum
Heimskringlu ekki fundist að venju-
leg útgáfa næði til þeirra sem þeir
vildu ná til. Þá var fátækt og kreppa
í landinu. Og það var ekki bara að
almenn heimili ættu ekki kost á að
kaupa bækur, heldur voru bókasöfn
illa búin. Úr þessu vildu framsækn-
ir menn bæta. Og það kemur fram
í skrifum Kristins, strax í fyrsta
hefti félagsritsins, þegar hann seg-
ir „Við heyrum fjargviðrast yfír
vandræðum, fjárþröng og kreppu.
En hvers vegna kreppa og kreppu-
hjal? Slíkur bölmóður er ósamboð-
inn okkar tímum. Hvemig geta
menn ætlazt til að þjóðin taki hann
alvarlega?" Kristinn lýsir einnig til-
gangi félagsritsins, sem átti að
fylgja hverri félagsbók og segir:
„Við munum ekki taka gildan neinn
barlóm eða víl, og viljum engan
bölmóð heyra kveðinn yfir þjóðinni.
Við vitum að hún á nægan auð,
þrek og gáfur, til að skapa sér
menningarríkt líf. Engu að síður
mun hún þurfa á því að halda að
veija rétt sinn á hverju sviði og
beijast fyrir hvetjum nýjum sigri.
„Mál og menning" mun af einurð
og dirfsku leggja henni lið í þeirri
baráttu."
Þetta er skrifað 1938 og sýnir
mikinn hugsjónamann. Þegar Krist-
inn og félagar hans stofnuðu
bókaklúbbinn Mál og menningu,
árinu áður voru verk skálda á borð
við Stephan G. og Jóhann Sigur-
jónsson ekki til á prenti, frekar en
verk margra annarra úrvalshöf-
unda. Menn, eins og Kristinn, vildu
ekki bara bæta úr þessum skorti,
heldur vildu þeir bæta um betur,
því þeir fengu fræðimenn til að
skrifa inngang að bókunum sem
sendar vom til félagsmanna. Þegar
til dæmis úrval úr verkum Stephans
G. er gefið út, ritar Sigurður Nord-
al formála að því. Rit Jóhanns
Siguijónssonar koma út með form-
ála eftir Gunnar Gunnarsson og
formála að bók með verkum Jónas-
ar Hallgrímssonar ritar Halldór
Laxness.
Markmiðið var að auka bókakost
á heimilum, en ekki með hvaða
bókum sem var, heldur vildu þeir
fræða þjóðina og mennta hana,
auka víðsýni. Maður sér á bókaval-
inu að lögð hefur verið áhersla á
úrval úr íslenskum ritum og fræg-
um erlendum ritum, um leið og
reynt var að hlúa að nýsköpun.
Eftir Kristni E. er haft á þessum
tíma: „Við leggjum alla áherslu á
að stuðla að sannri menntunþjóð-
arinnar."
Það er svo sérkennilegt við þessa
tíma að menn þorðu að segja svona
hluti. Þessi bókaklúbbur, með fé-
lagsritinu, var fjölmiðill sem náði
inn á 6000 heimili þegar hann var
stærstur. Svona myndi enginn þora
að segja í fjölmiðlum núna. Skrif
af þessu tagi yrðu flokkuð undir
forræðishyggju. Dæmi um með
hveiju þeir vildu mennta íslensku
þjóðina eru bækur eins og „Arfur
Islendinga," eftir Sigurð Nordal,
bók sem er gefín út til að vekja
íslendinga til vitundar um menning-
arverðmæti og arfleifð okkar.
Einnig bókin „Húsakostur og
híbýlaprýði." Margir íslendingar
bjuggu á þessum tíma í hálfgerðum
hreysum. Bókin sýndi þeim hvemig
þeir ættu að búa um sig og hvaða
kröfur þeir ættu að gera til hús-
næðis. Þessir forsprakkar höfðu
engan áhuga á að segja fólki að
það ætti að sætta sig við hlutina,
heldur hvaða kröfur það ætti að
gera.
Mál og menning og Heimskringla
urðu eitt fyrirtæki árið 1942, en
það var viss verkaskipting milli
þeirra áfram. Heimskringla gaf
frekar út skáldverk íslenskra höf-
unda og aðrar bækur sem gerðu
sig á íslenskum bókamarkaði, en
Mál og menning lagði áherslu á
stórar og vandaðar bækur sem
hægt var að prenta í stórum upplög-
um en selja samt ódýrt, því félags-
menn voru skuldbundnir til að
kaupa félagsbækumar. Það var
ekkert val.
En þessi stóm upplög. Þau gátu
valdið ýmislegum vandræðum. Jak-
ob Benediktsson sem um tíma var
framkvæmdastjóri Máls og menn-
ingar skrifaði grein í aukahefti
Tímaritsins sem kom út í júní
síðastliðnum og segir frá því þegar
hann kom inn í fyrirtækið fyrir
nákvæmlega 40 ámm. Hann lýsir
því sem mikilli bjartsýni, jafnvel
glannaskap, að hafa tekið tilboði
Kristins um að leysa hann af hólmi,
þar sem hanni hafí verið orðinn
ófróður um flesta hluti hér heima
eftir tuttugu ára dvöl i Kaup-
mannahöfn og segir síðan: „Auk
þess hafði ég hvorki þá né síðar
neitt vit á fjármálum eða bókhaldi.
í þeim punkti var ég reyndar ekki
með öllu fjarlægur stofnendum
Máls og menningar, en um þá lét
Kristinn svo um mælt löngu síðar:
„Ætli við höfum kunnað nóg í
reikningi."
Jakob lýsir fyrsta starfsári sínu
í þessari grein og það sem hann
segir er alveg á skjön við bjartsýnis-
yfírlýsingar Kristins, tíu ámm áður:
„Þegar kom fram á árið 1947 fór
að harðna á dalnum í gjaldeyrismál-
um. Strangri skömmmtun á erlend-
um gjaldeyri var komið á og sækja
varð um hveija hungurlús í er-
Iendri mynt. Þetta kom sér afar illa
fyrir Mál og menningu, þar sem
félagsbækumar vom prentaðar í
stóm upplagi, en sá gjaldeyrir sem
prentsmiðjur fengu til pappírskaupa
var skorinn svo við nögl að þær
treystu sér yfírleitt ekki til að
prenta félagsbækumar, nema því
aðeins að félagið útvegaði pappír í
þær. Þetta kostaði látlaust arg og
nudd í gjaldeyrisyfirvöldum, sem
ekki vom sérlega stimamjúk eða
viðbragðsfljót, enda tafði pappírs-
skortur oft útkomu félagsbóka
mánuðum saman.“
Ég held það hafí líka orðið æ
erfíðara að velja bækur svo öllum
félagsmönnum líkaði. Reyndar get-
ur maður séð það á gömlum bréfum
frá félagsmönnum, að um bækum-
ar hafa oft verið skiptar skoðanir.
Það bindur hendur forsvarsmanna
að ætla að þjóna smekk mörg þús-
und manna. Af gögnum sem til em
frá fyrstu ámnum má til dæmis sjá
að mikil ánægja var með „Móður-
ina“ eftir Maxim Gorki, en talsverð
óánægja með Galsworthy. Það er
óþægilegt fyrir menn sem vilja
kynna nýja höfunda, þegar rignir
yfír þá bréfum frá óánægðum fé-
lagsmönnum. Sérstaklega hafa
erlend skáldverk orkað tvímælis.
Metnaðurinn var afar mikill. Það
sést bæði á gögnum sem eftir þessa
fmmheija liggja og á útgáfunni
sjálfri. En þeir kunnu ekki að reikna
eins og Jakob Benediktsson segir
og fjárhagurinn hefur verið annað
sem stóð þeim fyrir þrifum. Bóka-
verð var of lágt, félagsgjöldin líka.
Reyndar segir Jakob frá því í fyrr-
nefndri grein að á þessum tíma
hafí verið verðlagseftirlit á bókum.
Bókaverðið hafí verið ákveðið af
verðlagsyfírvöldum og það mátti
ekki setja bækur á markað fyrr en
verðið hafði verið samþykkt. Auð-
vitað vom verðlagsyfírvöld ekki
sérfróð um bókaútgáfu, en svona
var þetta og ekki til að auðvelda
framkvæmd hugsjónanna.
Á 6. áratugnum hætti Mál og
menning að vera lokaður bókaklúb-
bur með skyldukaup á bókum.
Bækumar urðu valbækur. Ennþá
vom þær og em á lægra verði til
félagsmanna. Smám saman verða
Mál og menning og Heimskringla
tvö nöfn á sama fyrirbæri og á 8.
áratugnum fór forlagið að gefa allt
út undir nafni Máls og menningar.
Félagar eiga síðan kost á að fá all-
ar bækur forlagsins á félagsverði.
Það er eiginlega dálítið fyndið
„Lilja“ á Ólafsmessu
í Noregi
NORÐMENN halda árlega
kirkju— og menningarhátíð í
Niðarósi til minningar um
fornan konung, Ólaf helga.
Hátíð þessi var fyrst haldin
árið 1887 og átt því 100 ára
afmæli í sumar. Vel er við
hæfi að halda hátíðina í Niða-
rósi, því þar er Ólafur helgi
grafinn. Þess má geta að Fær-
eyingar heiðra einnig minn-
ingu Ólafs á hverju ári með
þriggja daga Ólafsvöku.
Hátíð norðmanna var í ár hald-
in í Lillehammer í Maihaugens,
en þar er aðalminjasafn norð-
manna. Hátíðin þesu sinni hafði
yfírskriftina „Kristni og lífsskiln-
ingur í 1000 ár. Á hátíðinni, sem
var haldin dagana 28. og 29. júlí,
vom fluttir fyrirlestrar sem vörp-
uðu nýju ljósi á menningu, sögu
og list frá miðöldum til nútímans.
Meðal þeirra sem fluttu erindi var
Knut Odegárd, forstjóri Norræna
hússins hér á íslandi. Nefndist
fyrirlestur hans „Kristni og
lífsskilningur miðalda."
Á eftir honum flutti Einar
Hovdhaugen fyrirlestur sem hann
kallaði „Kristni og lífsskilningur í
Guðbrandsdal á tímum A. Sand-
vigs, 1862 til 1950.“ Síðasta
fyrirlesturinn flutti svo rithöfund-
urinn og presturinn Eyvind Skeie
um kristni og lífsskilning tuttug-
ustu aldarinnar.
Hátíðin endaði á frumflutningi
„Lilju“ eftir Eystein Ásgrímsson,
en það er Knut Ödegárd sem hef-
ur þýtt verkið á norsku. Tónlistina
samdi norskt tónskáld, Kjell Mörk
Karlson fyrir kór, einsöngvara og
sinfóníuhljómsveit. Kórinn sem tók
þátt í flutningnum var íslenski
kórinn Hljómeyki. í spjalli sem
Morgunblaðið átti við Knut
Ödegárd sagði hann: „Þessi stund
verður mér ógleymanleg. Tónlist
Kjell Mörk Karlsen er óskaplega
falleg og vönduð. Það væri óskandi
að við ættum eftir að eiga þess
kost að hlýða á þetta verk hér á
íslandi. Kannski er það ekki fjar-
lægur draumur. Það var jú íslensk-
ur kór sem tók þátt í flutningn-
um.“