Morgunblaðið - 11.09.1987, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.09.1987, Blaðsíða 6
6 B -r. MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1987 HELGIÞORGILS FRIÐJÓNSSON, MYNDLISTARMAÐUR: Á KJARVALSSTOÐUM og í Gallerí Svart á Hvítu stendur nú yfír sýning á verkum Helga Þorgils Friðjónssonar, myndlist- armanns. í Galleríinu sýnir Helgi grafík, vatnslitamyndir og olíupastel, en á Kjarvalsstöð- um, sýnir hann olíumálverk í austursal hússins. Helgi er fæddur árið 1953. Hann var við Myndlistar— og handíðaskóla íslands árin 1971 til 1976. Eft- ir það lá leiðin til Hollands, þar sem Helgi dvaldi við nám árin 1976 til 1979. Hann hefur hald- ið fjölda einkasýninga víða um heim, meðal annars í Haarlem, Luzern, Syracusa, Stokkhólmi, Z"urich og Malmö og tekið þátt í mörgum einkasýningum, þar á meðal Biennale de Paris, í San Fransiskó, Amsterdam, Lundi, New York og í Kóreu. Að sjógðu hefur Helgi einnig haldið sýn- ingar í Reykjavík. Hann er jú íslendingur. Eg lifði æsku mína að mestu í Búðardal," segir Helgi. „Foreldr- ar mínir bjuggu þar. EnekkibaraíBúð- ardal, þvíégvar alltaf í svein í Dölunum á sumrin, fram að tvítugsaldri. Þannig að ég er svolítill sveitamaður. Reyndar hef ég alltaf lagt áherslu á að vera Dalamaður. Enn þann dag í dag vinn ég mikið þar á sumrin. Ég hef þar vinnuaðstöðu á eyðibýli. Maður sækir einhvernveginn alltaf á æsku- slóðirnar aftur. Eins og laxinn." Ertu laxveiðimaður? „Nei, ég hegða mér bara eins og hann. Reyndar var ég alltaf í sveit við eina mestu laxveiðiá landsins, á Höskuldsstöðum við Laxá í Lax- árdal. Þangað sem komu frægir leikarar til að veiða, eins og Bing Crosby. En ég vissi ekkert hvaða fólk þetta var. Það var nú svo með frægðina. Hún náði ekki vestur í Dali. Ég var alltaf mikið einn með sjálfum mér. Ég lék mér mest við læk á Höskuldsstöðum þar sem Höskuldur á að hafa uppgötvað málið hjá Melkorku. Þar lék ég mér með leggi, stundaði mikinn fjárbú- skap. Eg ætlaði um tíma að verða bóndi og listamaður, en svo sá ég að það færi illa saman. Búðardalur er aðallega miðstöð fyrir sveitirnar í kring og atvinnulífíð er mest í kringum siáturhúsið og kaupfélag- ið. Þannig var þetta líka þegar ég var að alast upp. Ég gekk í skóla f Búðardal til 12 ára aldurs, en flutti þá í Stykkis- hólm. Ég hélt þó áfram að vara í sveit á Höskuldsstöðum, og síðan Breiðabólsstað á Fellsströnd, á sumrin. Mér finnst mikill kostur að hafa verið í sveit sem barn og ungl- ingur. Það kemur manni að miklu gagni í vinnusemi í dag. Ég vann alla daga með eldri manni. Kannski vorum við allan daginn að grafa holur fyrir girðingastaura. Maður lærði mikla þolinmæði. Allavega vorkenni ég í dag þeim börnum sem maður sér á götunum og hafa ekk- ert að gera. Ég var í Stykkishólmi til 15 ára aldurs. Þá kom égtil Reykjavíkur og var einn vetur í Verslunarskólan- um. Hann átti ekki við mið, en ég þurfti að bíða í eitt ár eftir að kom- ast í myndlistarskólann og ég held satt að segja að ég hafí verið þarna í Versló afþví ég nennit ekki að vinna í eitt ár. Það kom nokkuð snemmað að ég ætlaði að verða eitthvað á lista- sviðinu. Lengi framan af vissi ég ekki hvort ég vildi verða rithöfund- ur eða myndlistarmaður. Ég var alltaf að skrifa og teikna. Þetta var alveg frá byrjun. Frá fæðingu held hlutina eins ogþeir eru Helgi Þorgils Fríðjóasson ég, svei mér þá. Hinsvegar var það ekíri fyrr en upp úr 15 ára aldri að ég áttaði. mið á því að menn voru eingöngu listamenn. Ég hafði alltaf haldið að menn væru eitthvað annað með, til dæmis bændur. Til dæmis var Stefán frá Hvúitadal, bóndi úr nágrenninu. Á tímabili orti ég undir áhrifum frá honum. Um tíma hvarflaði að mér að verða prestur úti á landi, afþví þeir hefðu svo lítið að gera. Sennillega hefur það verið mesti miksskilning- ur hjá mér. Þeir hafa örugglega nóg að gera." Hélstu kannski að það yrði snúið að lifa eingöngu af listinni? „Nei, ég hef aldrei haft áhyggjur af því. Persónlulega leiðist mér allt- af þegar fólk er að kvarta og kveina. Maður ákveður þetta sjálfur og verður að taka því sem að höndum ber. Reyndar hefur þetta ekki verið auðvelt fjárhagslega, en maður lifir engu Van Gogh lífi lengur. Ef mað- ur hugsar til hans og fleiri meistara, ætti maður ekkert að kvarta." Finnst þér listamenn á íslandi bara hafa það gott? „Ég held að hjá sumum sé þetta mjög auðvelt. Ef fólk metur það sem maður gerir, er auðveldara að vera hér en annars staðar. Égtek það fram að ég er ekki í þeim hópi. En hér kaupir almenningur mikið af myndum. Ég, persónulega, fæ meiri pening fyrir myndir mínar erlendis frá, en hér heima. Ég sendi myndir mjög reglulega út, bæði á einkasýningar og á samsýningar. Eftir jólin verð égtil dæmis með einkasýningar í Malmö, Z"urich, Helsinki og hugsanlega í Kaup- mannahöfn." En svo við snúum okkur að myndunum þínum. Það sem kem- ur manni fyrst á óvart er að þær eru flestar af karlmönnum og dýrum í framhaldi af einhvers konar karlmennsku, tii dæmis hestar og kentárar. Ertu að 1 já þig um stöðu karlmannsins í heiminum i dag? „Já, ég held að þetta sé að megn- inu til sjálfsskoðun og svo um- hverfisskoðun í gegnum sjálfan mig. Ég er ekki að hugsa um stöðu karlmannsins út af fyrir sig. Ég skoða stöðu manneskjunnar yfir- leitt. En ég er ekki að gagnrýna neitt. Ég mála hlutina eins og þeir eru. Þetta er meira sálfræði. Fyrir mér eru þetta allt tákn. Dýrin þurfa ekki að taka þátt í þjóð- félaginu og njóta því viss frelsis. Að mörgu leiti eru þetta trúarlegar (Morgunblaðið/Einar Falur) myndir og ég get skýrt það pfnulí- tið með því að í dag skiptir engu máli hvort þú ert trúaður eða ekki, vegna þess að allt gengur út frá þessum kristna þætti, lög og annað sem maðurinn þarf að lifa eftir. Ekki svo að skilja að rnér finnist lifandi trú óþörf í dag. í mér er einhver trúþáttur, en þetta er eitt- hvað sem hver og einn verður að gera upp við sig. Mér leiðast slag- orð um trúnna, sem hafa ekkert á bak við sig. sjálfur þekki ég ekkert kerfi sem er betra en trúin, svo mér finnst óþarfi að eyða henni. Hún er oft góð sem eintal við sálina. Allavega vona ég að myndirnar minar gefi frá sér einhvern straum upphafningar, frekar en að fólki fínnist þær ljúfar og fallegar. Upp- hafningu eins og náttúran getur líkagefíðokkur."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.