Morgunblaðið - 11.09.1987, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.09.1987, Blaðsíða 10
10 B____________MORGUNBLABIÐ, FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1987_ SAMNORRÆN TÓNLISTARHÁTÍÐ UNGS FÓLKS: Hefur reynst tónlistarfólki hér hvatning til dáða -segir Mist Þorkelsdottir, einn af forsvarsmönnum hátíðarinnar SAMNORRÆN tónlistarhátíð ungs fólks, undir merkjum UNM (Ung Nordisk Musik), verður haldin í Reykjavík dagana 13-19. september. UNM—hátíðin, sem er eins konar „ungliðadeild" norr- ænna tónlistardaga, var fyrst haldin í Stokkhólmi í október árið 1946. Hugmyndin varð til í lok seinni heimsstyrjaldarinnar, þegar nemendasamtök tónlistarskólanna í höfuðborgum Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs og Finnlands ákváðu að efna til samstarfs sem miðaði að árlegri hátíð ungs norræns tónlistarfólks til skiptis í viðkomandi löndum. Á hátíðinni skyldi flytja nýsamda tónlist eftir ung norræn tónskáld með aðstoð ungs tónlistarfólks. íslend- ingar tóku fyrst virkan þátt í þessu samstarfi Norðurlandanna árið 1974 er hátíðin var haldin í Piteá í Svíþjóð. Markmið hátíðarinnar er að gefa ungu tónlistarfólki undir þrítugu, hljoðfæraleikurum, jafnt sem tónskáldum, tækifæri til að koma sér og sínum verkum á fram- færi, en einnig að gefa þátttakend- um kost á að sækja námskeið og fyrirlestra hjá viðurkenndum lista- mönnum. Hátíðin er nú haldin í Reykjavík í þriðja sinn og hefur nú undirtitil- inn „Norðanvindurinn." í sam- ræmi við það verður mikil áhersla lögð á blástur og hafa, meðal ann- ars, verið fengnir tveir heimskunn- ir blásarar til að haida námskeið. Það eru flautuleikarinn og tón- skáldið Robert Aitken frá Kanada og trompetvirtúósinn György Geiger frá Ungveijalandi. Sérs- takt tónskáld hátíðarinnar veriður Ungveijinn László Dubrovay og frá Finnlandi kemur hljómsveitar- stjórinn Osmo V“ansk“a til að stjóma tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar íslands. Auk fyrrnefndra gesta mun Atli Heimir Sveinsson tónskáld flytja fyrirlestur, sem ber yfírskriftina „Óperan frá Monte- verdi til Sveinssonar." László Dubrovay flytur fyrir- lestra um tónsmíðar, meðal annars greiningar á eigin verkum, sem flutt verða á hátíðinni. Einnig fyr- irlestur um ungverska tónlist, György Geiger verður með opna kennslutíma alla vikuna fyrir allt að 30 málmblásara. Hann verður einnig einleikari í konsert fyrir trompet og strengi eftir Dubrovay. Robert Aitken verður með fyrir- lestur um tónleika—gagnrýni, auk þess sem hann verður með opna kennslutíma og fyrirlestur um nútíma flaututækni. Osmo V“ansk“averður stjórnandi Sin- fóníuhljómsveitar íslands á flutn- ingi sinfónískra verka eftir UNM—tónskáldin. Á hveijum degi hátíðarinnar verða tónleikar með verkum eftir þátttakendur. Alls verða flutt verk eftir 42 norræn tónskáld undir þrítugu, þar af 11 íslensk, en heild- arfjöldi þátttakenda er hátt á annað hundrað. Fyrstu tónleikamir verða mánu- daginn 14. semptember, klukkan 20.30, í Langholtskirkju. Á þess- um tónleikum verða flutt verk eftir Veli—Matti Puumala frá Finnl- andi, Morten Ede Pedersen frá Noregi, Martin Palsmar frá Dan- mörku, Mats Eden frá Noregi, Tomas Friberg frá Svíþjóð og Hróðmar I Sigurbjömsson frá ís- landi. Hróðmar er fæddur árið 1958. Hann lauk burtfararprófi á gítar frá Tónskóla Sigursveins D Kristinssonar árið 1982 og loka- prófi frá Tónfræðadeild Tónlistar- skólans í Reykjavík vorið 1984. Tónsmíðakennarar hans þar voru Þorkell Sigurbjörnsson og Atli Heimir Sveinsson. Síðan haustið 1984 hefur Hróðmar stundað fram- haldsnám í tónsmíðum við Tónlist- arháskólann í Utrecht í Hollandi, undir leiðsögn hollenska tón- skáldsins Joep Straesser og lýkur hann námi þaðan vorið 1988. Verk Hróðmars sem flutt verður í Lang- holtskirkju er „Klarinettkvartett“ sem var samið sumarið 1985 að tilstuðlan Ebony kvartettsins sem starfar í Hollandi og hefur kvart- ettinn flutt verkið þar, bæði á tónleikum og í útvarpi. Þriðjudaginn 15. september verða aðrir tónleikar hátíðarinnar, einnig í Langholtskirkju. klukkan 20.30. Verða þar flutt verk eftir Yurki Linjana frá Finnlandi, Jesp- er Koch frá Danmörku, Lars Graugard frá Danmörku, Peter Tomquist frá Noregi og frá Is- landi verða flutt verk eftir Eirík Öm Pálsson og Hauk Tómasson. Haukur fæddist árið 1960, lærði tónsmíðar hjá Þorkeli Sigurbjöms- syni og Atla Heimi Sveinssyni í Tónlistarskólanum í Reykjavík, Joachim Blume í Tónlistarháskól- anum í Köln og hjá Ton de Leeuw í Amsterdam. Verk hans á hátíð- inni, „Fimm landslög" var samið í Köln árið 1985. Eiríkur Öm Pálsson lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð og stundaði nám í Tón- listarskólanum í Reykjavík. Hann hélt til Bandaríkjanna í framhalds- nám í tónlist og lauk BM prófi frá Berklee College of Music og var aðalkennari hans Jeff Stout. Að því loknu stundaði Eiríkur Örn einkanám í trompetleik hjá Charl- es Schlueter og tónsmíðanám hjá John Baricchi. Hann vinnur nú að MFA prófi frá Califomia Institute of the Arts, þar sem aðalkennarar hans era Mario Guemeri, trompet- leikari og Rand Steiger, tónskáld. Verk sitt á hátíðinni nefnir hann „Five Miniatures" og var samið í mars á þessu ári og framflutt í Los Angeles í apríl. Miðvikudaginn 16. september verða eftirmiðdagstónleikar, klukkan 16.30, í Tónlistarskólan- um í Reykjavík. Þar verða flutt verk eftir Kurt Wrangö frá (Morgunblaðið/Sverrir) Hópurinn sem skipuleggw norrænu tónlistarhátiðina hér, frá vinstrí: Eggert Pálsson, Svava Bernharðsdóttir, Mist Þorkelsdóttir, Hróðmaðr Ingi Sigurbjömsson, Ríkharður Fríðriksson, Jóhanna V Þórhallsdóttir, Ámi Harðarson og Haukur Tómasson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.