Morgunblaðið - 11.09.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.09.1987, Blaðsíða 2
2 B ' MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1987 Skáldskapurinn getur haldið manninum lifandi Suður-Ameríku, Þýskalandi, Frakklandi, Englandi og Banda- ríkjunum. Það er nauðsynlegt til að við getum fylgst með straumum og hugmyndum utan þessa afmarkaða svæðis. Þetta hófst allt á þeirri sterku trú sem ég hef á orðinu,_ þar af leiðandi á skáldverkinu. Eg fékk strax til liðs við mig ágæta íslenska höfunda og bókmennta- fræðinga. Þeir stóðu með mér að Ijóðlistarhátíðinni og nú aftur að bókmenntahátíðinni, sem verður aðallega „prósahátíð.“ Sjálfur er ég rithöfundur. Þetta er mitt fag. Þegar ég kom fyrst til íslands árið 1971, komst ég strax í samband við íslenska höfunda og eignaðist ágæta vini, sem ég hef haft ágætt samband við síðan. Þetta voru menn eins og Einar Bragi, Thor Vilhjálms- son og Matthías Johannessen og fleiri. Ég hef unnið mikið með þessum mönnum síðan, sérstaklega vegna þess að ég hef þýtt mjög mikið af íslensk- um verkum á norsku frá því ég kom hingað, allt frá verkum Einars Skúlasonar, til verka Einars Más.“ En hvers vegna valdirðu ísland til að halda þessar sam-norrænu bókmenntahá- tíðir? „íslendingar eru afar bókelsk þjóð. Þessvegna fannst mér til- valið að halda hátíðina hér. Hér er svo mikið skrifað af bókum, lesið af bókum og um þær fjall- að, meira en ég þekki annars staðar. Þegar við héldum ljóða- hátíðina tók þjóðin því mjög vel þegar við buðum henni að koma og hlusta á skáldin. Það var alltaf troðfullt út úr dyrum. Við höfðum hugsað okkur að halda svona bókmenntahátíðir áfram, en í öðrum borgum, til dæmis Kaupmannahöfn, Osló eða Þórshöfn, en þá kom mjög sterkt fram sú krafa frá þátttak- endum að hátíðin skyldi haldin í Reykjavík. Við ákváðum því að halda áfram hér og fá fleiri bók- menntafræðinga og skáld til liðs við okkur til að halda bók- menntahátíðina sem nú stendur fyrir dyrum. Vonandi verður framhald á þessu. Vonandi verða þessar hátíðir hluti af íslensku menningarlífí. Eins og ég var að segja, verða flestir þátttakendumir frá Norð- urlöndunum. Þó verða nokkuð margir höfundar frá öðrum löndum á hátíðinni líka að þessu sinni. Það er oft svo með nor- ræna samvinnu, að Norðurlönd- in einangrast. En ég er sannfærður um að við verðum að vera opin fyrir stóra um- heiminum. Okkur er nauðsyn- legt að fá innblástur frá þeim og við eigum alltaf að reyna að sjá okkar bókmenntir og listir í þessu stóra samhengi, ekki ein- angra okkur. Það hefur jú alltaf verið svo, að þegar þetta eitt- hvað stórt hefur verið skapað í menningarsögu okkar, hefur það verið vegna góðra sam- banda við umheiminn." En nú eru nöfn margra höfundanna, sem taka þátt í hátíðinni, mörgum okkar ókunn, jafnvel er svo að verk þeirra hafa ekki fengist á ís- landi, hvorki á frummálinu, né í þýðingu. Er þessi hátíð fyrir einhvern afmarkaðan hóp? „Nei. Hátíðin er fyrir alla. Þeir höfundar sem koma hingað núna eru afar skemmtilegir, fólk með mikið hugmyndaflug og frásagnarhæfíleika, sem allir hafa gaman af. Síðan er §öl- breytnin mikil, allt frá Michelet, sem skrifar sakamálasögur, spennusögur, til Robbe-Grillet, sem skapaði „Nýju skáldsög- una.“ Þetta eru mjög ólíkir höfundar, sem eiga það eitt sam- eiginlegt að skrifa góðar bókmenntir. En það er kannski ástæða fyrir þvi að höfundamir sem koma eru lítt þekktir hér, því á hátíðinni eru samtímabók- menntir í sviðsljósi, samtími okkar og þær goðsagnir sem marka líf okkar. Því miður ber minna á norrænum samtíma- skáldskap nú en um síðustu aldamót, þrátt fyrir nútíma- tækni og nýja fjölmiðla. Það er því metnaðarmál okkar að gera Bókmenntahátíð 1987 svo spennandi og mikilvæga að norrænar samtímabókmenntir verði sýnilegri á alþjóðlegum vettvangi og ekki síður, að bók- menntir eins af Norðurlöndun- um eigi greiðari aðgang að lesendum annars. Þetta er ekki hugsað fyrir ákveðnar stéttir þjóðfélagsins, eða fyrir fólk með ákveðna menntun eða próf á.bak við sig. Þetta er fyrir alla vega fólk, ungt fólk og fullorðið, sem hefur gaman af góðum bókum. Það má kannski segja að umræðumar og fyrirlestramir séu frekar hugsuð fyrir fólk sem er með sér-áhugamál. Þeir verða fyrir hádegi og strax eftir há- degi og eru öllum opnir. Mín reynsla er sú, að það er oft al- þýðufólk sem hefur mestan áhuga á bókmenntum. Hvað höfundana varðar, er það rétt að bækur eftir suma þeirra hafa ekki fengist hér á landi. Við vonum að bækur þess- ara höfunda verði þýddar á íslensku. Þetta er mjög gott tækifæri fyrir bókaforlögin til að kynna sér verk þeirra. Á hátíðinni er mikið um upplestur og þar gerum við ráð fyrir að lesnar verði þýðingar á verkum þeirra höfunda sem koma. Fyrst lesa höfundamir sjálfír upp úr verkum sínum og á eftir verða þýðingamar lesnar. Að vísu verða ekki lesnar þýðingar úr Norðurlandamálum, því flestir héma skilja þau. Það verða öðru fremur flarskyldari tungur, eins og þýska, franska og spænska, sem við þýðum. Þessvegna er hátíðin mjög aðgengileg öllum sem áhuga hafa á bókmennt- um.“ Vlðtal/Súsanna Svavarsdóttir Poul Borum Felix Thoresen Dorrit Willumsen Jon Michelet Peer Hultberg Tor Obrestad Þátttakendur og gestir á Bókmenntahátíð 1987 Á Bókmenntahátíð 1987, sem haldin er i Reykjavík dagana 13.—19. september verða 24 er- lendir rithöfundar og skáld, auk átta höfunda frá íslandi. Eins og fram kemur í viðtali við Knud Ödegárd hér á undan, eru flestir erlendu höfundanna frá Norð- urlöndum, eða alls fimmtán. Frá Danmörku koma þrír höfundar, Poul Borum, Dorrit Willumsen og Peer Hultberg, einn frá Fær- eyjum, Regin Dahl. Þrír höfund- ar koma frá Finnlandi, Kaari Utrio, Eeva Kilpi, Johan Bargum og frá Álandseyjum kemur Karl—Erik Bergman. Frá Noregi koma þrír höfundar, Felix Thor- esen, Jon Michelet, Tor Obrestad auk Rauni Magga Lukkari sem er fulltrúi sama. Loks koma þrír gestir frá Svíþjóð, Sara Lidman, Ola Larsmo og P.C. Jersild. ís- lensku höfundarnir verða Einar Már Guðmundsson, Þórarinn Eldjárn, Einar Kárason, Jakobí- na Sigurðardóttir, Thor Vil- hjálmsson, Guðbergur Bergsson, Steinunn Sigurðardóttir og Pét- ur Gunnarsson Danmörk Poul Borum er fæddur árið 1934. Fyrsta ljóðabók hans Livslinier, kom út árið 1962. Síðan hefur hann sent frá sér eina Ijóðabók á hveiju ári, alls um 40 bækur af ýmsu tagi. Hann skrifar um bókmenntir og rokktónlist í Ekstrabladet í Kaup- mannahöfn og hefur um margra ára skeið verið ritstjóri tímaritsins Hvedekom. Borum hefur alla tíð verið fulltrúi nýrra strauma í dönsk- um bókmenntum og með verkum sínum og gagnrýni hefur hann haft mikil áhrif á ljóðlist í Danmörku á síðustu tveimur áratugum. Dorrit Willumsen er fædd í Kaup- mannahöfn 1940. Eftir stúdents- próf fékkst hún við ýmis störf. Fyrsta bók hennar, smásagnasafnið Knagen.kom út árið 1965. Síðan hefur hún samið á annan tug bóka; skáldsögur, smásögur og ljóð, auk verkefna fyrir útvarp, sjónvarp og leikhús. Af skáldsögum Dorrit Will- umsen má nefna Stranden, Da, En værtindes smil, Neonhaven, Manden som Páskud, Program- meret til kærlighed. Árið 1983 sendi hún frá sér sögulega skáld- sögu, Marie, um vaxmyndasmiðinn Marie Tussaud og hlaut það verk verðlaun danska bókasambandsins. Nýjasta verk Willumsen er Suk hjerte. Peer Hultberg er fæddur árið 1935. Hann er doktor í pólsku og pólskum bókmenntum og hefur starfað sem lektor við University of London og við Kaupmannahafn- arháskóla, en býr nú í Hamborg. Hultberg hefur gefið út þijár skáld- sögur, Mytologisk landskab med Daphnes forvandling, Desmond og Requiem. Auk þess hefur hann þýtt flölda bóka, sérstaklega úr pólsku. Færeyjar Fulltrúi Færeyja er fæddur í Þórshöfn árið 1918, en stundaði bókmenntanám í Danmörku. Þar hefur hann starfað meginhluta ævi sinnar, meðal annars hjá bókafor- lögunum Wivels og Gyldendal. Regin Dahl er eitt fremsta ljóð- skáld_Færeyinga. Fyrsta ljóðasafn hans,í útlegd.kom út árið 1937. Af öðrum bókum má nefna, Tokka- ljóð, Beltisgyrði, Óttakvæði, Gongubitar, Sneisaboð og Orða- kumlar.Síðastnefnda bókin kom samtímis út á færeysku og dönsku í þýðingu höfundar, en ljóð hans hafa verið þýdd á ýmis tungumál. Auk ljóðagerðarinnar hefur Dahl fengist við margvísleg önnur rit- störf og hann er líka gott tónskáld. Hefur hann, meðal annars, samið lög við eigin ljóð og annarra og sungið þau inn á hljómplötu. Finnland Kaari Utrio er fædd í Finnlandi árið 1942 og hefur meistarapróf í sagnfræði. Hún hefur skrifað fjölda sögulegra skáldsagna sem flestar gerast í Finnlandi á miðöldum, þeg- ar landið var talið hluti af Sviþjóð. Auk þess er hún höfundur ýmissa annarra bóka. Þar á meðal sagn- fræðirita. Utrio fjallar í ritum sínum sérstaklega um stöðu kvenna fyrr og nú, ekki hvað síst í skáldsög- unni Pirita, karjalan tyt“aar,sem kom út árið 1972, en fyrir hana

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.