Morgunblaðið - 11.09.1987, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.09.1987, Blaðsíða 12
12 B MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1987 VIÐHORF Arnór Benónýsson: Hveiti, mj ólk, sykur, krydd og fleira ef vill STUÐNINGUR við menningar- starf verði endurskoðaður með aukinni áherslu á verkefnastyrki og viðurkenningu fyrir vel unnin störf. Stuðlað verði að því að innlent efni í dagskrám sjónvarpsstöðva aukist. Þannig hljóða þær tvær greinar sem §alla um menningarmál í stefnuyfirlýsingu og starfsáætlun ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar, dagsettri 8. júlí 1987. Þetta minnir dálítið á hvemig hún amma var vön að skrifa köku- uppskriftir í stóru uppskriftabókina sína, sem hún geymdi í búrskápnum heima í sveitinni. Þar var uppskrift- in sjálf ætíð snautleg, en í lokin kom svohljóðandi kafli: „hveiti, mjólk, sykur, krydd og fleira ef vill.“ Reyndar leit amma aldrei í bókina þegar hún bakaði. Hún I a»pkunni sínar uppskriftir utanað og bakaði góðar kökur. Nú má vel vera að þeim mönn- um, sem skrifuðu uppskriftabók ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar, sé eins farið og ömmu minni, bókin þurfí ekki að vera svo nákvæm, því minnið geymi formúluna. Hvemig skyldi þá sú formúla vera? Engin opinber stefna hefur verið mörkuð í málefnum menningar og lista. (Nema segja megi að stefnu- leysi sé í sjálfu sér stefna. Því hefur stuðningur ríkisvaldsins við menn- ingarstarf verið tilviljanakenndur, ómarkviss og óhagkvæmur. Ber því að fagna því að hann eigi að endur- skoða, þótt óneitanlega vakni sú spuming hvort ekki hefði verið gáfulegra að leggja fram stefnu sem auðveldaði mönnum að vinna þau hin góðu verkin. Það er ætíð þannig að fæðing nýrrar ríkisstjómar vekur hjá manni eftirvæntingu, spennu og stundum kannski von. Og nú er árið 1987 og við, að því er manni skilst, á hraðri ferð inn í nýja ld upplýsingar. Glæsilegur hópur ungra, gáfaðra, miðaldra fræðinga kominn inn í pólitíkina og ríkis- stjómina og maður sjálfur svo bamalegur að leyfa sér að búast við stórhug, víðsýni og djörfung. Kemur svo uppskriftabókin og von- brigðin hleypa óneitanlega í mann hálfkæringi. Ég er alinn upp við þá trú að tilvist þessarar þjóðar byggist á þremur auðlindum; landinu, hafinu umhverfis það og því fólki sem landið byggir. Þar sem ástandið er nú þannig að auðlindir lands og hafs eru flest- ar hveijar ofnýttar, vaknar sú spuming hvort ekki sé kominn tími til að gera átak í því að nýta man- nauðinn til að bæta þjóðarhag. Fmmsköpun í hvaða grein sem er og hveiju nafni sem hún nefnist, (Morgunblaðið/Þorkell) Arnór Benónýsson, formaður Félags íslenskra leikara hlýtur að vera ein dýrmætasta framleiðsla þessarar þjóðar. List- sköpun er þar á meðal. Að vísu hefur hún þann galla að á hana er erfitt að brúka reiknistokk hag- fræðinga. Mikilvægi listarinnar fyrir örsmáa menningarheild eins og okkar er þó ómótmælanlegt. Ekki síst nú, er uppi er sú tíð, að landamæri og einangrun em úrelt hugtök, hvað menningu áhrærir. Starfs mín vegna hef ég átt þess kost að hlýða á og eiga tal við starfsfélaga frá flestum löndum heims. Það setur að manni hroll að heyra fulltrúa milljónaþjóða og gró- inna menningarsamfélaga, eins og Frakklands, kÞýskalands og Bret- lands, lýsa áhyggjum sínum og ótta við þá rót— og ríkisfangslausu af- þreyingarsúpu sem flæðir yfir heiminn og enginn sér fyrir endan á. Enn frekar vekur þetta ugg þeg- ar maður gerir sér grein fyrir því að þessir menn vita um hvað þeir em að tala. Þeir hafa sitt lifibrauð af því að reyna að koma þessum skratta í legg. Viða um heim hafa ráðamenn bmgðist hart við og grip- ið til hvetjandi aðgerða fýrir inn- lenda listsköpun. Þeir sjá sem er að þar er helst vöm að finna í þessu stríði. Hérlendir ráðamenn verða að vakna til vitundar um þessa hættu. í síðasta lagi strax. Ennfremur verða þeir að gera sér grein fyrir því að nú duga ekki fögur orð. Tími framkævmda er mnninn upp. Land- nýtingarstefna er í gangi vegna meintrar ofbeitar á afréttum lands- ins. Ekki er minni þörf á menning- arstefnu ef ekki á að koma til uppblásturs, vegna þess hve menn- ingarafréttur okkar er orðinn nagaður af engilsaxneskum afþrey- ingarrollum. Því er brýnt að hefja nú þegar heildarendurskoðun á allri löggjöf og skipulagningu varðandi menn- ingu og listir. Ölmusuhugsunar- hætti varðandi fjárframlög til þeirra mála verður að linna. A þetta fé ber að líta sem leið til sköpunar enn meiri verðmæta og finna verður með hvaða hætti heppilegast og „arðsamast" er að standa að þess- um málum. Tími er kominn til að ráðamenn geri sér grein fyrir því að listsköpun er lífsnauðsynlegur og, ef rétt er á málum haldið, blóm- legur atvinnuvegur, sem skilar dijúgum skatttekjum í ríkissjóð. Ég vil taka fram að ég er ekki hlynnt- ur ríkisforsjá í menningarmálum. Hinsvegar finnst mér að þeim smá- skammtalækningum sem beitt hefur verið undanfarið, verði að breyta til „hagkvæmari" vegar. Stefnuleysi hins opinbera í fjár- veitingum til menningarmála undanfarin ár, minnir á mann sem ætlar sér langan veg í bifreið sinni, en tímir aðeins að kaupa á hana einn eldsneytislítra í einu. Væri gaman að sjá arðsemisútreikninga sérfræðinga á því ferðalagi. Sú skoðun stjórnmálamanna heyrist oft að efnahags— og menn- ingarmál séu tvö aðskilin fyrirbæri og algeng viðbára þeirra er að víst sé nauðsynlegt að styðja listir og menningu. Þeir þurfí bara að redda efnahagsmálunum fyrst. En hvað halda þessir menn að gerist í efnahagsmálum þjóðarinnar ef við gloötum menningarlegu sjálf- stæði okkar? Hinsvegar segir sagan okkur að þótt við glötum efnahags- legu sjálfstæði, þarf menningarlegt sjálfstæði ekki að fylgja í kjölfarið. Því er mér þetta svo hugleikið að það er trú mín að við munum heigja harðari baráttu fyrir menn- ingarlegu sjálfstæði okkar næstu 10—20 árin, en nokkru sinni fyrr í sögu þjóðarinnar. Þvi skora ég á ráðamenn að taka höndum saman við listamenn til sóknar í þeirri baráttu. Við verðum að leita leiða til ein- földunar og hagræðingar í stjómun- arþáttum menningarstarfsins með það að markmið’i að sem mestur hluti þess íjár sem úr er að spila fari til sköpunar. Uttekt á umfangi og mikilvægi listsköpunar í sam- félaginu er nauðsynleg. Ráðamenn, útflytjendur (útflutningsaðilar) og listamenn þurfa að koma sér saman um, með hvaða hætti listir og menn- ingarstarf geta best nýst við markaðsvinninga erlendis. For- dæmi Kanadamanna í þeim efnum er áhugavert. Ég gæti haldið lengi áfram að telja upp það sem þyrfti að gera. Allavega þykir mér tími til kominn að litið sé á listamenn sem fullgilda þjóðfélagsþegna svo þeir þurfi ekki lengur að leita hugg- unar í þeirri austurlensku speki að „Sá, sem tekur á sig böl þjóðarinn- ar, er í raun og veru konungur hennar." Samfélagsbyggingu okkar má líkja við pýramída og enginn getur skorið úr um það hvaða steinn er mikilvægastur. Arnór Benónýsson er leikari og formaður Félags íslenskra leik- ara. NYI MNSSKÓtMJ Nýjung Greiðslufyrirkomulag þess óska. Sl'Jl r—— v/sa fyrir þá sem Sérhæfðir danskennarar í: BARNADANSKENNSLU, þar sem kennd er leikræn tjáning í því gamla og nýja sem gerir lærdóminn léttan og skemmtilegan. GÖMLUDANSAKENNSLU, STANDARD DANSKENNSLU, LATÍN DANSKENNSLU. Sérnámskeið. Tjútt — Bugg — Rokk. NYTTs Sérstakir Latín danstímar Kennslustaðir: Reykjavík. Ármúli 17 a, sími 38830. Hafnarfj. Linnetstíg 3, sími 51122. Ýmsir aðrir staðir á landinu. Innritun og upplýsingar virka daga kl. 13-19. Símar 38830 og 51122. / F.I.D.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.