Morgunblaðið - 11.09.1987, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.09.1987, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1987 B 3 Kaari Utrio P.C. Jersild sagnaröð, Amal Nor — den besatte.Sögusvið þessara verka er nútíminn, en söguþráðurinn vísar til Grals—goðsagnarinnar. Þegar hafa þrjú bindi komið út í þessari röð, það síðasta var Dáren Amal Nor.sem kom út 1984. Bækumar um Amal Nor em furðusögur, þar sem ímyndunaraflið leikur lausum hala. Auk skáldsagnagerðarinnar hefur Thoresen skrifað bók- mennta— og leiklistargagnrýni í „Morgenbladet" í Osló. Jon Michelet fæddist í Osló árið 1944. Hann hefur skipstjómarrétt- indi og hefur verið til sjós í mörg ár. Árið 1969 lauk hann prófum frá Norsk Joumalistskole og hefur unn- ið sem blaðamaður, útgáfustjóri og hafnarverkamaður. Michelet hóf feril sinn sem rithöfundur árið 1975 með skáldsögunni Den drukner ei som henges skal.Síðan hafa komið út eftir hann níu skáldsögur, auk heimildarrita, barnabóka og leikrita. Michelet er best þekktur fyrir spennusögur sínar, sem hafa jafnan pólitískan þráð. Sumar þeirra hafa komið af stað miklum umræðum í fjölmiðlum, þar á meðal Jernkorset, en fyrir hana hlaut Michelet fyrstu verðlaun í glæpa- sagnasamkeppni Gyldendalsútgáf- unnar. Árið 1982 vann hann skáldsagnasamkeppni sama forlags fyrir söguna Terra roxa. Tor Obrestad er fæddur á Jaðri í Noregi árið 1938. Hann stundaði nám við kennaraskóla og lauk seinna prófum í ensku og uppeldis- fræði frá háskólanum í Osló. Árið 1966 hóf hann feril sinn sem rithöf- undur og skáld með tveimur bókum, ljóðasafninu Kollisjon og smá- sagnasafninu Vind. Sama ár fékk hann Taíjei Vesaas verðlaunin sem veitt eru fyrir frumraun á sviði norskra bókmennta. Til þessa hefur Obrestad gefið út sjö ljóðabækur, en sú síðasta er Misteltein, sem kom út fyrr á þessu ári. Eftir hann liggja síðan þijú smásagnasöfn, fjórar skáldsögur, auk heimildar- skáldsagna, ritgerðasafna og bamabóka. Tor Obrestad var um margra ára skeið ritstjóri tímarits- ins Profil, sem var öflugt málgagn framsækinna og róttækra bók- mennta á sjöunda og áttunda áratugnum. Þar að auki átti hann frumkvæði að Norsku rithöfunda- miðstöðinni í lok sjöunda áratugar- ins. Obrestad hefur auk þess þýtt verk eftir fjölda höfunda. Benoite Groult Rauni Magga Lukkari kemur á Bókmenntahátíð 1987 sem fulltrúi samískra bókmennta. Hún er fædd 1943 og ólst upp við Tanaelven, sem er á landamærum Noregs og Finn- lands. Hún er af þeirri kynslóð Finnlands—Sama sem gekk fyrst í finnskan skóla. í ljóðum sínum fjall- ar hún meðal annars um þann árekstur sem verður milli samískra menningarhefða og finnska fjölda- samfélagsins. Lukkari er gift norskum Sama, en hún fluttist til Noregs árið 1967 og hefur búið þar síðan. Hún hefur fengist við ýmis störf. Þar á meðal húshjálp, frétta- mennsku í útvarpi og fleira. Sem stendur kennir hún við heimavistar- skóla í Tromsö. Meðal áhugasviða hennar eru málefni kvenna og bama. Fyrsta bók Rauni Magga Lukkari var ljóðasafnið Jienat vul- get, sem kom út 1980. Ári seinna fylgdi annað ljóðasafn, Baze dear- van, Biehtár. Á síðasta ári sendi hún síðan frá sér sitt þriðja ljóða- safn, Losses beaivegirji. Það kom út í norskri þýðingu fyrr á þessu ári og var tilnefnt af samíska rithöf- undasambandinu til bókmennta- verðlauna Norðurlandaráðs. Svíþjóð Sara Lidman er fædd árið 1923 og ólst upp í Norður—Svíþjóð og fyrstu sögur hennar tengjast þeim landshluta. Fyrsta saga hennar sem kom á prent var Tj“ardalen, árið 1953. Síðan komu Hjortronlandet og Regnspiran. Jag och min son sem út kom árið 1961 tengist Afríku og einnig Med fem dia- manter, frá 1964. Sú fyrrnefnda er til í íslenskri þýðingu og heitir Eg og sonur minn. Næstu árin skrifaði Lidman mikið af pólitískum greinum, meðal ann- ars gegn stríði Bandaríkjamanna í Víetnam. Heimildabók nennar Gruva frá 1968 sem fjallar um líf námuverkamanna í Norður— Svíþjóð hafði veruleg áhrif og er talin hafa hvatt verkamenn til mik- ils verkfalls árið eftir í norður- sænsku námunum. Um skeið skrifaði Lidman lítið af skáldskap, en árið 1977 sendi hún frá sér skáldsöguna Din tj“anare hör, og sögumar Vredens bam, Nabots sten, Den underbare mannen og J“arnkronan. Lidman er vel þekkt á íslandi og hefur komið hingað áður. Ola Larsmo er fæddur 1957. Eeva Kilpi Johan Bargum Karl—Erik Bergman Rauni Magga Lukkari Sara Lidman Ola Larsmo Erwin Strittmatter fékk Utrio bókmenntaverðlaun fínnska ríkisins. Á árunum 1976 til 1981 sendi hún frá sér sögu í fjór- um hlutum um Finnland á miðöld- um, en þetta verk er á vissan hátt kvennasaga í skáldsöguformi. Árið 1984 sendi hún frá sér stórt sagn- fræðirit.Eevan tytt“aret.Þar rekur hún sögu kvenna, fjölskyldunnar og barna frá forsögulegum tíma, fram á daga iðnvæðingarinnar. Fyrir þetta verk fékk hún bók- menntaverðlaun finnska alþýðu- sambandsins. Eeva Kilpi fæddist 1928 í Hii- tola, sem þá var í Finnlandi, en hefur verið hluti af Sovétríkjunum frá lokum seinni heimsstyrjaldar- innar. Hún býr nú í Espoo, einu af úthverfum Helsinki. Kilpi útskrifað- ist með háskólapróf frá Helsinkihá- skóla árið 1943 og kenndi ensku um eins árs skeið. Frá árinu 1959 hefur hún helgað sig ritstörfum og eru bækur hennar nú orðnar 19 talsins. Meðal þeirra eru skáldsög- umar Tamara, H“a“atanhu og El“am“an evakkona. Nýjustu bækur Eevu eru smásagnasafnið Kuolema ja nuori rakastaja, sem kom út í fyrra, og ljóðasafnið Ani- malia,sem kom út á þessu ári. Eeva Kilpi hefur hlotið margs konar við- urkenningu fyrir ritstörf í heimal- andi sínu, þar á meðal bókmennta- verðlaun árin 1968,1974 og 1984. Johan Bargum er fæddur í Hels- ingfors 1943. Fyrsta bók hans var smásagnasafnið Svartvitt.sem kom Luise Rinser Eru tígrisdýr í Kongó.sem hann samdi í félagi við Bengt Ahlfors. Karl—Erik Bergman er Áland- seyingur, fæddur 1930. hann lauk menntaskólanámi í Svíþjóð, úr öld- ungadeild, árið 1956, sneri síðan aftur til Álandseyja og gerðist sjó- maður. Fyrsta bók hans var ljóða- safnið Mellan tvá skymningar.Af öðrum ljóðabókum Bergmans má nefna Med enkel biljett, Och ha- vet var hárt, Ber“attelser om hav och m“anniskor, Dikter bland n“at och bojar, Sn“ackor og I másens vinge bor en frihet.Auk þess hefur hann unnið efni fyrir sjónvarp og útvarp, þar á meðal skrifað eitt útvarpsleikrit. Bergman sækir yrkisefni sín að stórum hluta til síns daglega lífs á sjónum og gefur þeirri reynslu víðari skírskot- un. Noregrir Felix Thoresen er fæddur árið 1923, menntaður málari og hefur um árabil búið utan heimalands síns, lengst á Irlandi, Þýskalandi og Grikklandi, þar sem hann hefur haft viðurværi sitt af andlitsteikn- un. Fyrsta bók hans var söguleg skáldsaga, Örnen pá Harm.sem kom út árið 1966. Sagan var fyrsti hlutinn af fjórum þar sem Thoresen fjallar um baráttuna milli heiðni og kristni. I bókum þessum heldur hann sjónarhóli hins foma átrúnað- ar á lofti. Árið 1976 sendi Thoresen frá sér fyrstu bókina í nýrri skáld- Gerhard Köpf Fay Weldon út árið 1965, en meðal skáldsagna hans eru Femte advent, Tre tvá ett, Finsk rulett, Mörkrum, Papp- as flicka og Sommarpojken.í verkum sínum fæst Bargum jafnan við vandamál samtíðarinnar og nálgast þau frá ólíkum hliðum. Þemu eins og einmanaleiki, fírring og vandamál ýmissa minnihluta- hópa eru honum sérstaklega hugleikin. Fyrir utan skáldsagna- gerðina hefur Johan Bargum skrif- að mikið fyrir leikhús og sjónvarp. Eitt nýjasta verk hans er leikritið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.