Morgunblaðið - 11.09.1987, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.09.1987, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1987 B 11 Tónskáldið László Dubrovay verður sérstakur gestur Frá Finnlandi kemur hljómsveitarstjórinn Osmo hátíðarinnar V“ansk“a Kanadíski flautuleikarinn og tónskáldið, Robert Aitken Svíþjóð, Fleming Christian Hans- en, Danmörku, Rolf Wallin frá Noregi og Helga Pétursson frá íslandi. Helgi er fæddur árið 1962 á Húsavík og þar hóf hann tónlist- amám. Hann lauk 4. stigi í orgelleik frá Tónlist-arskóla Húsavíkur. Að því loknu hóf hann nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og úts)-~ifaðist þaðan úr tónmenntakennaradeild, en síðan úr tónfræðadeild. Auk þess lauk hann 8. stigi í orgelleik. Helgi hefur starfað sem organisti á Húsavík og í Reykjavík, stundað kennslu í tónfræði og tónheym og leikið á hljóðgerfil í rokkhljóm- sveitum. Verkið sem flutt verður eftir Helga á þessum tónleikum heitir „Við brúna." Verkið er fyrir einleiksfíðlu, samið í mars 1987 og frumflutt á tónleikum tón- fræðadeildar Tónlistarskólans í Reykjavík í vor. Að kvöldi miðvikudagsins verða tónleikar á Hótel Borg, klukkan 20.30. Þar verða flutt verk eftir Svend Hedegaard frá Danmörku, Niels Henrik Asheim frá Noregi, Lars Klit frá Danmörku og Teije Winther, Noregi. Frá íslandi verða á þessum tónleikum flutt verk eft- ir Þorgrím Þorgrímsson Þórólf Eiríksson og Kjartan Ólafsson. Kjartan er fæddur árið 1958 og stundar tónsmíðasnám við Síbe- líusar tónlistarháskólann. „Til- brigði við rafmagn“ nefnist framlag hans til tónleikanna og er var það samið á þessu ári fyrir lifandi flutning rafhljóðfæra. Þorgrímur P Þorgrímsson stundaði nám í Hollandi hjá Lár- usi H Grímssyni, við hljóðfræði- deild Háskólans í Utrecht og nám í raftónsmíðum við sama skóla undir leiðsögn Ton Bruynél. Verk- ið sem flutt verður eftir hann á hátíðinni „Entelechy" var samið veturinn 1985—86 í hljóðveri Tón- listarháskólans í Utrecht. Þórólfur Eiríksson er fæddur árið 1959. Verk hans „Listen to the Geiger Chicken" var samið 1985—86. „Geigerchicken" vísar til Geiger teljara, tæki sem notað er til að nema geislavirkni. Fimmtudaginn 19. september verða eftirmiðdagstónleikar, klukkan 16.30, í Tónlistarskólan- um í Reykjavík. Hefjast þeir með flutningi á verki eftir Christinu Wagnersmitt frá Danmörku. Síðan verða flutt verk eftir Asbjöm Schaathun frá Noregi, Ari Vakk- ilainen frá Finnlandi, Sten Melin frá Svíþjóð og Lars Graugaard frá Danmörku. Fulltrúi íslands á þess- um tónleikum verður Atli Ingólfs- son með verk sitt „Tvær Bagatellur“ fyrir klarinett. Atli Ingólfsson er fæddur árið 1962. Hann lauk burtfararprófi í gítarleik frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1983, þar sem kennari hans var Snorri Öm Snorrason. Lokaprófi úr tónfræða- deild sama skóla lauk hann vorið 1984. Kennarar Atla í tónfræða- deild voru þeir Þorkell Sigur- björnsson og Atli Heimir Sveinsson. Árið 1985 kom út eftir hann ljóðabók og í fyrra lauk hann BA prófí í heimspeki frá Háskóla íslands. Hann stundar nú tónsmíðanám við Conservatorio „G. Verdi" í Mílanó. Verk Atla „Tvær bagatellur" fyrir klarinett em samdar í Mílanó vor og haust 1986 og voru frumfluttar þar í mars á þessu ári. Bygging þeirra er rúmfræðileg. í tónsvið hljóð- Trompetleikarinn György Geiger færisins em markaðir hverfi- punktar, eða miðjur, sem formin snúast um. Segir Atli að aðferðina megi kalla tónmiðjutækni. Sjöttu tónleikar hátíðarinnar verða í Menntaskólanum við Hamrahlíð, fimmtudaginn 17. sept- ember, klukkan 20.30. Þar verða flutt verk eftir Torbjöm Engström frá Svíþjóð, Gukka Keskinen frá Finnlandi, Svend Lyder Kahrs frá Noregi, Madeleine Isaksson frá Svíþjóð, Kimmo Hakola, Finn- landi, Hans P Stubbe Teglbjerg, Danmörku og Tryggva M Bald- vinsson frá íslandi. Tryggvi fæddist árið 1965. Hann hóf nám við Tónlistarskól- ann í Reykjavík 1981, í píanóleik hjá Jónasi Ingimundarsyni. Þegar stúdentsprófí lauk 1984 hóf hann nám við tónfræðadeild Tónlistar- skólans og lagði þar stund á tónsmíðar, undir handleiðslu Atla Heimis Sveinssonar og Þorsteins Haukssonar. Þaðan útskrifaðist hann síðastliðið vor og byrjar nám í tónsmíðum í Vín í haust. „Lífdag- ar“ nefnist verk Tryggva sem flutt verður á tónlistarhátíðinni og er það samið við ljóð bróður Tryggva, Sveinbjamar I Baldvinssonar, Að sögn Tryggva er tónlistin hugsuð sem myndskreytingtextans, þann- ig að tónlistin auki áhrif ljóðsins og öfugt. Kaflamir em ólíkir hver öðram sem og Ijóðin, fyrir utan þann fyrsta og síðasta. verður á tónlistarhátíðinni og er það samið við ljóð bróður Tryggva, Sveinbjamar I Baldvinssonar. Að sögn Tryggva er tónlistin hugsuð sem myndskreyting textans, þann- ig að tónlistin auki áhrif ljóðsins og öfugt. Kaflarnir era ólíkir hver öðram sem og ljóðin, fyrir utan þann fyrsta og síðasta. Að kvöldi föstudagsins verða tónleikar í Langholtskirkju, klukk- an 20.30, þar sem flutt verða verk eftir Teije Winther, Noregi, Reine Jönsson, Svíðþjóð, Svend Hvidt- felt—Nielsen, Danmörku, Johan Jeverad, Svíþjóð, Tapio Tuomel frá Finnlandi, Ánders Nordentoft frá Danmörku og þá Guðna Ágústs- son og Ríkharð H Friðriksson frá íslandi. Guðni er fæddur árið 1960. ^ Hann lagði stund á píanónám við Tónlistarskólann í Kópavogi og hóf þar tónsmíðanám hjá Karólínu Eiríksdóttur. Síðastliðið vor lauk hann námi frá Tónfræðadeild Tón- listarskólans í Reykjavík, þar sem aðalkennarar hans vora Atli Heim- ir Sveinsson og Þorkell Sigur- björnsson. Guðni hefur kallað verk sitt „Spor“ og er það lokaverkefni hans frá tónfræðadeildinni og var framflutt 7. maí síðastliðinn. Verkið er í einum kafla. Aðalefni þess er spor sem gengur gegnum allt verkið og kemur fram í ýmsum myndum. Guðni segist hafa leitað að hugmyndum sem vora að hans mati fallegar og hann segist jafn- framt reyna að vera sjálfum sér samkvæmur í verkinu. Ríkharður H Friðriksson fædd- ist í Vestmannaeyjum árið 1960. Þrettán ára að aldri hóf hann gítarnám og lék seinna í rokk- hljómsveitum um nokkurra ára skeið, áður en hann fór að taka tónlistarnámið alvarlega. Árið 1982 hóf hann nám við tónfræða- deild Tónlistarskólans í Reykjavík og vora kennarar hans þar Atli Heimir Sveinsson og Þorkell Sig- urbjömsson. Árið 1984 útskrifað- ist hann sem gítarleikari frá Tónskóla Sigursveins og vorið 1985 úr tónfræðadeildinni. Það sama ár lauk hann einnig BA prófí í sagnfræði frá Háskóla íslands. Eftir það hélt hann til New York þar sem hann stundaði tónsmíða- nám hjá Elías Tanenbaum við Manhattan School of Music og lauk þaðan meistaraprófi síðastlið- ið vor. Verk Ríkharðs á þessum tón- leikum nefnist „The Titanic" og var skrifað á áranum 1986 og 1987, sem lokavaerkefni hans við am Manhattan School of Music. í verkinu er sögð saga Titanic í stuttu máli. Fyrsti kaflinn fjallar um vígslu skipsins, lúðraþeytt út- gáfa af „Rule Brittania," þar sem skipið rennur í sjó fram undir lok- in. Í næstu köflum er skipinu fylgt eftir þar til það sekkur. Fjórði kaflinn á sér stað löngu seinna, á sjávarbotni og segir Ríkharður um þann kafla, „mér er gjamt að sjá þar fyrir mér sál skipsins að reyna að komast aftur upp á yfirborðið, en sekkur þess í stað aðeins ennþá dýpra í botnleðjuna. Kaflamir fjór- ir era leiknir í einni samfellu án hléa. Hátíðinni lýkur með tónleikum í Skálholtskirkju, laugardainn 19. september. Þar munu gestir vik- unnar koma fram. Meðal annars mun György Geiger og samnorræn strengjasveit undir stjóm Mark Reedman flytja konsert nr. 3, fyr- ir trompet og strengi eftir Dubrovay. Að sögn Mistar Þorkelsdóttur, eins af forsvarsmönnum hátíðar- innar, hafa þessar samnorrænu tónlistarhátíðir ungs fólks reynst íslensku tónlistarfólki mikil hvatn- ing til dáða. Það megi mark af því að öll þau tónskáld okkar af jmgri kynslóðinni, sem nú era óð- um að vinna sér sess í tónlistarlífí okkar, hafí byijað sinn feril á hátí- ^'nn'- Samantekt/ssv &'•!(&& 'lí í *• J $ $ i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.